Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 5

Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 5 Nýja veiruhúsið í Ármúla opnað á næstunni: Góð aðstaða fyrir rannsókn- ir á alnæmi Hermann Hermannsson, sem sér um eftirlit með framkvæmdum, og Svavar Jónatansson, verkefnisstjóri, við svokallaðan autó- klafi, dauðhreinsibúnað sem verður á milli herbergja á alnæmi- rannsóknastofunni fyrir í upphafi. Það tekur 260 fermetra , auk þess sem byggja þurfti þijá mikla loftræstistokka við húsið því eins og Svavar sagði: „Hér á ekkert að komast út óhreinsað." Margrét Guðnadóttir, prófess- or, sagðist ekki sjá betur en húsnæðið væri mjög hentugt fyrir rannsókriir á alnæmi og hér væri verið að koma upp aðstöðu sem yrði að vera fyrir hendi. Hún sagði að hönnunamefnd hússins hefði farið til annarra Norðurlanda og kynnt sér þar búnað og öryggi. Margrét sagðist ennfremur vona að þetta húsnæði dygði næstu tíu til fimmtán árin. Á NÆSTUNNI verður tekin í notkun alnæmi-rannsóknar- stofa í húsnæði því að Ármúla la, sem ríkið keypti í fyrravor af Vörumarkaönum. Rannsókn- arstofan verður hluti af veiru- rannsóknadeild, en aðstaða til rannsókna á alnæmi hefur ekki verið fyrir hendi fyrr en nú. Margrét Guðnadóttir, prófess- or, er forstöðumaður Rann- sóknarstofu H.f. í veirufræði. Húsið að Armúla 1 er 4000 fermetrar að stærð og vinna hófst við endurskipulagningu og fram- kvæmdir í september s.l. Þar mun í framtíðinni verða til húsa marg- þætt rannsóknastarfsemi sem nú er dreifð um bæinn og býr víðast við þröngan húsakost. Á fyrstu hæð þess og í hluta af kjallara flyst 011 starfsemi veirurannsóknardeildar, sem starfað hefur á Landspítalalóðinni síðan 1974. Að sögn Svavars Jón- atanssonar, sem sér um verkefnis- stjóm og eftirlit með framkvæmd- um við bygginguna, er stefnt að því að veirurannsóknadeildin verði tilbúin í haust en alnæmi-rann- sóknastofan, sem látin var hafa forgang, verður opnuð eftir fáar vikur. Af annari starfsemi sem síðar fær aðstöðu að Ármúla 1 má nefna berklarannsóknarstofu, Veríð er að leggja lokahönd á frágang á loftræstibúnaði sýklarannsóknadeild, örvemfræði og Hollustuvemd. Eyðni-rannsóknastofan verður rekin út af fyrir sig í húsinu að Armúla 1 og hefur verið lögð mikil áhersla á öryggisbúnað. Dauðhreinsibúnaður verður á milli herbergja og þannig um hnúta búið að hvert herbergi sé eins vel einangrað frá öðrum og kostur er á. Farið er eftir staðli Alþjóða Morgunblaðið/Þorkell Ármúli 1 þar sem verið er að koma upp aðstöðu fyrir fjölþætta rannsóknarstarfsemi Byggja þurfti mikla loftræsti- stokka við húsið heilbrigðismálastofnunarinnar hvað öryggi og búnað varðar. Loftræstikerfi hússins er að sögn Svavars án efa margbrotn- asta loftræstikerfi sem sett hefur verið upp hér á landi og tekur miklu meira pláss en gert var ráð Færeyingar hyggj- ast stofna flugfélag FÆREYINGAR huga nú að breyt- ingum á flugsamgöngum við Kaupmannnahöfn eftir að danska flugfélagið Cimber Air bauð landsstjominni að yfirtaka leyfi þess til áætlunarflugs. Að sögn Hilmars Jan Hansen fréttarítara Morgunblaðsins í Þórshöfn ætlar landsstjórninn að stofna flugfé- lag, sem mun verða 51% í eigu Færeyinga á móti Cimber Air. Flugleiðir sjá fram á aukningu á flugleiðinni Reylgavík-Þórshöfn og í sumar verður flogið til Björg- vinjar frá Þórshöfn einu sinni viku, auk þess sem flogið verður tvisvar í viku til Glasgow. Einar Helgason forstöðumaður flutningadeildar Flugleiða sagði að félagið myndi ekki gera sérstakar ráðstafanir þótt það eignaðist nýjan keppinaut í Færeyjum. „Þetta er vax- andi markaður og aukningin á síðasta ári varð umtalsverð. Því breytir þetta ekki ekki okkar áætlunum. Nýtt flug- félag mun sennilega helst keppa við Mærsk sem er nú eina félagið sem flýgur reglulega til Færeyja frá Kaupmannahöfn.“ Cimber Air er lítið flugfélag og í flota þess eru um sjö vélar. Það er eitt af þremur eigendum Danair, auk Mærsk flugfélagsins og SAS. Bjarne Hansen, forstjóri Mærsk flugfélags- ins, hefur látið hafa eftir sér að ef Cimber Air fari í samkeppni við Mærsk á flugleiðinni Kaupmanna- höfn-Færeyjar geti það kippt grundvellinum undan samstarfi fé- laganna. Hjá slíkum deilum hyggst Cimber komast með því að gera Færeyinga að meirihlutaeigendum í hinu nýja flugfélagi. Landsstjómin í Færeyjum hefur skipað sex manna nefnd til viðræðna við Cimber. Til tals hefur komið að vélar og áhafnir annarra flugfélaga kynnu að verða notaðar til flugsins og hafa Flugleiðir verið nefndir í því sambandi. Einar sagði að Flugleiðir hefðu undanfarið aukið samgöngur við hin svonefndu Vestur-Norðurlönd. Á síðasta ári hófst samstarf við Green- land Air með flugi frá Nuuk til Reykjavíkur. Nýlega var byijað að fljúga á leiðinni Narssasuaq- Keflavík-Kaupmannahöfn. Til þess er notuð þota Flugleiða af gerðinni Boeing 727. í sumar verður síðan flogið frá Kulusuuk til Reykjavíkur með Fokker Friendship vélum. „Þessi flug styðja jafnframt Fæmyjaflugið, því flugið frá Nuuk er samhæft flugi til Þórshafnar," sagði Einar. Embætti æsku- lýðsfulltráa Þjóð- kirkjunnar laust til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst embætti æskulýðsfulltrúa Þjóð- kirkjunnar laust til umsóknar og er frestur til 18. mars. Æskulýðsfulltrúinn leiðir æsku- lýðsstarf kirkjunnar og hefur til samstarfs þijá aðstoðaræskulýðsfull- trúa, sem eru staðsettir á Akureyri, Reyðarfirði og í Reykjavík. Við hlið æskulýðsfulltrúans starfar æskulýðs- nefnd Þjóðkirkjunnar og auk þess starfsnefndir í héraði. Séra Agnes Sigurðardóttir hefur gegnt embætti æskulýðsfulltrúa und- anfarin ár, en hefur nú verið skipuð sóknarprestur í Hvanneyrarpresta- kalli í Borgarfirði. Guðmundur Guðmundsson guðfræðingur hefur verið settur æskulýðsfulltrúi til bráðabirgða í hennar stað. PEUGEOT 205 - VERÐ FRÁ KR. 297.000,- PEUGEOT 309 - VERÐ FRÁ KR. 403.600,- PEUGEOT 505 - VERÐ FRÁ KR. 606.300,- Vetð mlðað vlð 1/2 1987 ■C ■—- —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.