Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 25

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 25 Kortíð sýnir hin víðáttumiklu hafsvæði frá Grænlandi til Noregs- og Bretlandsstranda, sem þegar eru innan efnahagslögsögu, eða svæði þar sem kröfur eru gerðar tíl hafsbotnsréttinda. Vestast eru svo grænlensk og kanadísk hafsvæði, þar sem óráðið er hvernig fara kann um hafsbotnsréttindi. Þegar kortið í heild er skoðað verður ljóst hve mikilla sameiginlegra hagsmuna þjóðir norðursins eiga að gæta. V ‘ í ■—' ' * hliðsjón af því sem að framan hefur verið sagt um sögulegar ástæður sem ekki styðja kröfur Grænlands. Þótt við íslendingar viljum gera, það sem við getum til aðstoðar Grænlendingum í þeirra erfíðleik- um, sjálfsagt eins og Norðmenn, Danir og aðrar Norðurlandaþjóðir, getum við ekki fallist á að efna- hagslögsaga okkar verði skert frá því sem hún nú er og það höfum við tilkynnt Grænlendingum. Og svo vill einmitt til að fundur var með grænlenskum landsstjómar- mönnum nú í gær (12. maí 1986) í utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem að þessu máli var vikið og auðvitað munu mál þessi leysast farsællega þó að lausnin kunni að taka einhvem tíma. Enda em svo mörg mikilvæg mál önnur, sem þessar þjóðir verða að ræða sín á milli og leysa sin á milli. í júlímánuði 1984 sló í allharða brýnu með orðsendingaskiptum milli Islendinga og Norðmanna vegna loðnuveiða Efnahagsbanda- lagsríkja m.a., á svæðinu sem takmarkast af 200 mílum frá Grænlandsströndum og miðlínu milli Jan Mayen og Grænlands og aðgerðarleysis við gæslu þess. ís- lendingar vildu gæta þar þeirra réttinda, sem þeir eiga sameigin- lega með Norðmönnum og undir- strikuðu það með því að senda flugvél landhelgisgæslunnar niður að utanaðkomandi skipum til að „sýna flaggið" eins og það er kall- að. Ekki skal hér farið lengra út í Jan Mayen-málið. Þar er enn auð- vitað einhver ágreiningur, en samnýting er í öllu falli samnings- bundin, enda báðum til hagsbóta í bráð og lengd. Hins vegar vil ég horfa meir til framtíðar og hlýt þá að víkja að Rockall-málinu, enda aðeins örfáir dagar síðan viðræður fóru fram hér við Dani/Færeyinga, bæði al- mennt um sameiginleg hagsmuna- mál á svæðinu og svo sérstaklega um rannsóknaleiðangur þjóðanna, sem fyrirhugað er að gera út nú í sumar til botnrannsókna á Rock- all-hásléttu eftir nánara sam- komulagi þjóðanna. En íslending- ar hafa mjög knúið á um viðræður allt frá árinu 1978. Vonandi er nú öllum aðilum orðið ljóst, að fulltrúar þeirra þjóða, sem tilkali gera til réttinda á svæðinu, verða að tala saman. Ég hygg að óhætt sé að segja, að mikilvægur árang- ur hafí náðst af samstarfi íslend- inga og Dana, og Bretar og írar muni koma til samningaviðræðna. Varla fer á milli mála, að réttur íslendinga og Færeyinga er mest- ur og ég hef áður lýst þeirri skoðun minni, að ákvæði 83. gr. Hafrétt- arsáttmálans séu svo ótvíræð, að eftir henni verði farið. En þar er talað um samningaviðræður í þeim tilgangi að ná sanngjamri lausn. Aðstæður á Hatton Rockall-svæð- inu eru auðvitað miklu flóknari en á Jan Mayen-svæðinu, eins og rakið hefur verið hér að framan, enda málið þar leyst á grundvelli sögulegs réttar og sanngimissjón- armiða. Þar að auki var þar ekki síst um að tefla afmörkun efna- hagslögsögu, en á Hatton Rock- all-svæðinu er deilt um eignarrétt að hafsbotninum utan hennar og aðilar em fleiri. Um réttindi yfír hafsbotninum utan 200 mílnanna gilda sérreglur, sem einkum er að fínna í einni grein Hafréttarsátt- málans, 76. grein. (Hér var í erindinu 13. maí í fyrra rætt allnáið um röksemdir íslendinga og veikleika Breta og íra, en þau rök ættu íslendingar nú að þekkja og er þeirri umQöllun því sleppt hér.) Ef menn skoða þetta ákvæði (76. grein Hafréttarsáttmálans) náið ætti að verða alveg ljóst, að ekki getur verið um að ræða „nat- ural prolongation" þegar yfír 3.000 metra gjá skilur strendur Skotlands og Irlands frá Rockall- hásléttu, sem þar að auki kann að vera allt að 200 millj. ára göm- ul jarðmyndun. í nýlegri grein í The Times, þar sem um mál þetta er fjallað, segir líka, að málstaður Breta geti orðið erfíður, þótt reynt verði að sækja hann fyrir dómi og greininni lýkur með þeim um- mælum að óhagstæður dómur gæti gert kröfugerð Breta 200 ára gamla! „And if judgement goes the wrong way Britain’s (and Ire- land’s) presentation of its case will be seen to be 200 million years out of date“. Hér er rétt að skjóta því inn að síðan erindið var flutt hefur í bresku lagatímariti birst athyglis- verð grein um deilumar og kröfugerðimar á Rockall-svæðinu (Intemational and Comparative Law Quarterly) eftir Clive R. Symmons við háskólann í Bristol, sem kemst að þeirri niðurstöðu að málatilbúnaður hljóti að verða mjög í þeim anda sem íslendingar hafa byggt á allt frá árinu 1978, að fjögurra ríkja dómsmeðferð kunni að verða nauðsynleg, þótt íslendingar hafí raunar alltaf lagt megináherslu á samninga- og sáttaleiðina og vitnað til Jan May- en-samninganna. Symmons bendir á að gerðardómur milli Breta og íra yrði óhjákvæmilega að taka tillit til krafna Dana og íslendinga og vitnar í því sambandi til al- þjóðadóms í deilum Líbýu og Möltu. Er það í nákvæmu sam- ræmi við málflutning okkar í viðræðum við íra á óformlegum fundum á Hafréttarráðstefnunni fyrir mörgum_ árum þegar við spurðum hvað Irar og Bretar gætu gert ef íslendingar og Danir semdu sín á milli um gerðardóm sem flalla bæri um sama svæði og gerðardómur þeirra. Því vildi helsti hafréttarsérfræðingur íra, Geraldin Skinner, ekki svara. Væntanlega fara Bretar nú að átta sig á því að þeir verða að setjast að samningaborði með okk- ur og á það verður nú látið reyna. Deilur eru uppi um það hvemig marka eigi brekkufót landgrunns- ins „foot of the continental slope“ enda er sú skilgreining enn í mót- un, eins og svo margt annað í hafréttarmálunum. Bretar gagn- rýna auðvitað aðferðir okkar og Færeyinga. Við höfum hins vegar íslendingar í þjónustu okkar merk- an fræðimann dr. Manik Talwani, sem ‘hefur byggft kröfugerð okkar upp með þeim hætti, að erfítt er að gagnrýna. Hann vinnur raunar líka fyrir báða aðila að undirbún- ingi þeirra vísindarannsókna sem áður er getið. Ég hef sagt að allt Hatton- Rockall-svæðið mundi falla til Færeyja og íslands væru löndin eitt ríki og hið sama ætti að gilda ef löndin næðu samstöðu um sam- eiginlega kröfugerð og skiptu síðan svæðinu sín á milli, en æski- legast væri að þjóðimar ættu það og hagnýttu saman. Raunar hafa íslendingar ályktað um það í Al- þingi allt frá 1980, að Færeyingar mættu ráða því, hvort þeir vildu leggja slíka skiptingu fyrir gerðar- dóm þegar þjóðimar tvær hefðu eignast yfirráðaréttinn. Það verð- ur varla sagt að við íslendingar höfum í það skiptið farið harka- lega að heldur þvert á móti rétt fram vinarhönd, hvað sem menn vilja nú segja um alla fortíð okkar í landhelgismálum. Norðurlanda- þjóðir verða að styðja hver aðra og sýna sanngimi. Ástæðan til þeirrar niðurstöðu sem ég hef nú getið er sú, að þessar tvær þjóðir geta byggt upp rétt hvorrar annarrar, þar sem hugtök em enn óljós, en hitt er líka rétt, að allar fjórar þjóðimar geta veikt stöðu hverrar annarrar ef þær ekki setjast að samninga- borði og þá kynni svo að fara, að engin þjóðin fengi neitt heldur yrði um opið haf að ræða. Slík niðurstaða gæti einnig haft slæm- ar afleiðingar á sviði vamarmála. .. Dr. Talwani byggir rétt okkar m.a. þannig upp, að frá suðaustur- strönd íslands og allt suður yfír Rockall-hásléttuna sé hægt að draga beina línu, þar sem aldrei er farið yfír djúpa gjá né klifrað upp bratta. Langt í suðri sé því að fínna okkar brekkufót eða ræt- ur landgrunnshlíðarinnar. Þess vegna getum við dregið okkar landgmnnslínu 60 sjómflur suður af „the foot of the slope“ sam- kvæmt ákvæðum 76. gr., 4. mgr. 1) II. Á Reykjaneshrygg getur enginn véfengt rétt okkar til að færa land- gmnnið út. Þar er um augljósa eðlilega framlengingu að raeða. Hins vegar takmörkun við fjar- lægðina við 350 mflur, þar sem við samþykktum sjálfir á Hafrétt- arráðsteftiunni, að á úthafshryggj- um gætu menn ekki teygt sig endalaust heldur skyldi marka vegalengdjna við 350 mílur. Eins og ég gat um í upphafí tók ég þann kost að draga upp svip- mynd, framtíðarsýn, þegar þjóðir Norðurhafa auka samstarf sitt á sviði ræktunar, varðveislu og veiða auðæfa hafsins, en tengjast jafn- framt traustari böndum pólitískt og efnahagslega. Mikill meirihluti þjóða heims byggja strandríki. Þessi ríki mynda réttarreglumar. Þannig ákveður strandríkið sjálft víðáttu landgmnnsins, auðvitað innan ákveðinna reglna, sem þó era naumast fastmótaðar. Hafrétturinn er enn í mótun og myndin sem hér hefur verið dreg- in upp þarf alls ekki að vera fjarlæg, jafnvel mun hún sjást í raun fyrr en nokkum órar nú fyr- ir. Það ætti að vera sameiginlegur vilji og stefna þeirra þjóða allra, sem ég hef nefnt, vinaþjóða norð- ursins. Höfundur er formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. miesk *»-*•*■» «*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.