Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 20

Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Kunnáttu- og aga- leysi er alltof ríkt í opinberri starfsemi eftirMagnús Pétursson Hér fer á eftir erindi, sem höf- undur flutti á ráðstefnu BSRB um gildi og framtíð opinberrar þjónustu. 1. Inngangur. Fjárlög og Qárlagagerð er margrætt efni og mörgum þykir sjálfsagt farið að bera í bakkafullan lækinn. Þar við bætist að á vissum tímum árs er umræða um fjárlögin og bágindi hins opinbera eins og síbylja á þjóðinni. Spuming er því hvort unnt sé og leyfilegt að bregða svolítið út af venju og ræða íjárlög- in með þeim hætti að áheyrendur verði einhvers fróðari um tilgang fjárlaga í víðu samhengi og um áhrif þeirra á þjóðlífíð, en sleppa talnaþulum. Árið 1880 setti austurrískur hag- fræðingur fram þá skoðun, að föst regla gilti um vöxt opinberra út- gjalda. Þetta lögmál, eins og það var kallað, byggði á þeirri skoðun að forsenda félagslegra og efna- hagslegra framfara væri aukin hlutdeild hins opinbera í tekjum einstaklinganna. Þegar þessi skoð- un er sett fram var hið opinbera bamaleikur að umfangi hjá því sem gerist og gengur í dag. Strax var á það bent, að tekjuöflunin kynni að vera vandamál. Wagner sá, sem lögmál þetta er kennt við, taldi aft- ur á móti að yfir lengri tíma litið yrði fjármögnunarvandinn ávallt yfirstiginn með aukinni skatt- heimtu. Wagner byggði kenningu sína á félagslegu umróti nítjándu aldarinnar. Iðnvæðingin leiddi til gríðarlegrar röskunar á högum manna. Fólk fluttist úr sveitum til þorpa og borga, og upp risu áður óþekkt félagsleg vandamál. Þeim varð að ryðja úr vegi fyrir eðlilegri efnahagsþróun. Vöxtur og efling hins opinbera varð þannig ekki að- eins afleiðing af iðnvæðingunni heldur einnig forsenda hennar. Aðrir hagfræðingar voru ekki sömu skoðunar og Wagner. Þannig skrifaði t.d. einn þeirra 1906: „Ég tel sannanlegt að til séu efri og neðri mörk skattheimtu. Mörkin em að vísu ekki ótvíræð en það telst til hóflegrar skattheimtu þegar samanlagðir skattar ríkis, héraða og sveitarfélaga fari ekki yfír 5-6% af tekjum einstaklinganna. Þetta er eðlileg skattheimta í landi þar sem opinberar skuldir em litlar og stjómmálanienn em ekki gegnum- sýrðir af drottnunaráráttu. Þolandi er skattheimta, þó há sé, sem tekur 10-12% af tekjum borgaranna. Skattataka yfír 12-13% er gegndar- laus og verður til þess að draga úr vexti þjóðarauðsins og hefta frelsi atvinnulífs og einstaklinga til at- hafna og gerða." Ég ber fulla virðingu fyrir þess- um andstæðu skoðunum, þrátt fyrir að þær virðist fjarlægar nú. Ríkið, eða hið opinbera eins og það er stundum kallað, þegar sveitarfélög- in em meðtalin, er bæði umsvifa- meira og hefur fengið allt annað hlutverk en menn bjuggust við fyr- ir hundrað ámm. 2. Hlutverk hins opinbera Algengt er að telja hlutverk ríkis- ins þríþætt. í fyrsta lagi það að tryggja borgumnum öryggi og rétt- indi til mjög margra hluta í daglega lífínu. Tiltekin lágmarksþjónusta á að standa öllum þegnum til boða án tillits til efnahags, s.s. heilbrigð- isþjónusta, möguleiki til mennta og lög- og réttarvemd. Hlutverk ríkis- ins áður fyrr var takmarkað við verkefni sem þessi, en ekki er sam- an að jafna umfangi og gæðum þess sem veitt var þá og nú. I mínum huga hefur breytingin orðið sú, að í stað þess að veitt var lág- marksþjónusta, sem alltaf hefur verið erfítt að skilgreina, þá er við- miðið nú það, að besta möguleg þjónusta skuli veitt. Ég held til dæmis að það sé ríkjandi viðhorf almennings að menntakerfið þurfi að bjóða ungmennum það besta sem völ er á og heilbrigðisþjónustan má ekki standa að baki því sem gerist meðal annarra ríkja. Efri mörk þess sem gert er takmarkast því ekki af óskum manna og metnaði stjóm- valda heldur því hvað telst fjár- hagslega fært. Fyrir um það bil 50 árum og all- ar götur síðan fékk ríkisvaldið nýtt hlutverk. Sú krafa er nú gerð til ríkisfjármálanna að þau stuðli að sem mestu jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Vinnuafli, ljármagni og náttúruauðlindum þarf að tefla þannig fram að árangur verði sem mestur og efnahagssveiflur frá einu ári til annars sem minnstar. Hlut- verk stjómvalda er því að beita ríkisfjármálunum þannig að þau hvetji til dáða þegar efnahagslífið er í öldudal og haldi í taumana þegar of geist er farið. Loks er að nefna, að ríkið hefur á síðari árum gegnt mikilvægu og vaxandi hlutverki í því að tryggja tekjuskiptingu í landinu í samræmi við réttlætisvitund landsmanna. Hér er ýmist beitt sköttum, t.d. stighækkandi sköttum eða ákveðin em útgjöld á fjárlögum í formi nið- urgreiðslna eða styrkja. Niður- greiðsla á rafmagni til húshitunar á svæðum utan hitaveitna er til þess að jafna hag manna við ólíkar búsetuaðstæður. Uppbætur á út- fluttar landbúnaðarvömr em sömuleiðis til þess að tryggja einni starfsstétt tekjur til jafns við aðrar stéttir. Stjómvöld hafa þannig marg- þættu hlutverki að gegna sem í áranna rás hefur breyst úr því að vera afmarkað við lágmarks trygg- ingu jafnræðis í það að vera mjög mótandi í efnahagslífinu. Eitt mikil- virkasta verkfæri stjómvalda í þessu starfí em einmitt íjárlögin. 3. Hvað eru fjárlög og hvað ekki? Fjárlög og opinber fjármál má líta með ýmsum augum. Ég kýs að byija með þrönga skilgreiningu á ríkissjóði, þ.e. A-hluta fjárlaga, sem síðan verður víkkuð út. Ríkisfyrir- tæki, skattundanþágur, opinberir sjóðir og lögbundin fyrirmæli um útgjöld em á sinn hátt hluti af ljár- lögunum. A-hluti fjárlaga í fjárlögum koma fram skattar til ríkisins og útgjöld þess. Hluta teknanna er varið til þess að kosta hina eiginlegu ríkisstarfsemi, þ.e.a.s. rekstur stjómsýslunnar, skóla og heilbrigðisstofnana auk annarrar starfsemi. Hinn hluti tekn- anna rennur til endanlegra nota hjá öðmm aðilum, t.d. lífeyrisþegum, atvinnulausum, fyrirtækjum, sem njóta styrkja eða til sveitarfélag- anna. Þetta er hin þrönga skilgrein- ing á ríkisfjármálunum eða svokallaður A-hluti fjárlaga. Stór hluti stjómmálaumræðunnar um fjárlögin snýst einmitt um þessar tekjur og þessi útgjöld og mismun þeirra, þ.e. halla ríkissjóðs. Um hallann deila menn langtímum á haustin, hvort hann er meiri en hjá síðustu ríkisstjóm og hvort aðstæð- ur réttlæti hallarekstur ríkissjóðs. — Ég kem aftur að þessu máli síðar. Lítum nú á fjóra þætti, sem em í rauninni hluti fjárlaganna og opinberu fjármálanna. B-hluti fjárlaga í fyrsta lagi starfrækir ríkið fjöldann allan af fyrirtækjum sem það á ýmist eitt sér eða með öðmm aðilum. Ég nefni ykkur alþekkt dæmi eins og áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju, 4-5 gras- kögglaverksmiðjur, síldarbræðslur og prentsmiðju. Einnig á ríkið og rekur happdrætti, bókaútgáfu, lyfjaframleiðslufyrirtæki og að sjálfsögðu leikhús, kvikmyndahús og sinfóníuhljómsveit. Venjulega er rekstur þessara fyrirtækja ekki mjög frábmgðinn því sem gengur og gerist í einkarekstri. Mörg þess- ara fyrirtækja standa undir sér, eins og sagt er. Fjárreiður þeirra koma fram í því sem nefnt er B- hluti fjárlaga. Árlega er því gerð áætlun um tekjur, útgjöld, fjárfest- ingu, lántöku og halla eða gróða þeirra. Ríkisfyrirtækin tengjast A- hluta íjárlaga með þeim hætti að halla þeirra ber ríkissjóður og á sama hátt skila fyrirtækin ágóðan- um til ríkissjóðs, ef honum er ekki varið til þjónustu eða uppbyggingar hjá fyrirtækinu. Til lausnar síðustu Iqarasamn- ingum gaf ríkisstjómin yfírlýsingu um aðgerðir í verðlagsmálum. Gjaldskrám opinberra fyrirtækja var þá beitt með mun róttækari hætti en verið hefur um árabil. Þrengt var að afkomu opinbem fyrirtækjanna með því að standa gegn gjaldskrárhækkunum. Til við- bótar við það að þrengt var að fjárhag nokkurra fyrirtækja, sem áhrif hafa á framfærsluvísitöluna, mun afkoma A-hluta ríkissjóðs versna um 450 m.kr. Ríkissjóður þarf að leggja sumum þeirra til aukið skotsilfur og horfíð var frá arðskilum annarra til ríkissjóðs. Áheyrendum til fróðleiks þá læt- ur nærri að um 10,3% af fram- færslukostnaði heimilanna skýrist af greiðslum fyrir opinbera þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þar af nema t.d. kaup á áfengi og tóbaki um 4% í framfærslukostnaði, orkureikn- ingamir 3,8%, póstur og sími og gjald fyrir sjónvarp og útvarp 1,3% og aðrar gjaldskrár ríkis og sveitar- félaga 1,2%. Það hefur t.d. álíka áhrif á verðbólguna hvort miðaverð í Þjóðleikhúsinu hækkar um 5% og þegar sápugerðin Frigg hækkar verð á uppþvottalegi um 30%. Mun- urinn er þó sá, að ríkissjóður, þ.e. A-hluti fjárlaga og þar með skatt- greiðendur, standa væntanlega undir halla á menningunni en bankakerfið kæmi sápugerðinni til bjargar ef ekki tekst að semja út- gjöld að sjálfsaflatekjum í hvoru tilvikinu sem er. Skattaívilnanir Ég kem nú að öðru meginatrið- inu, en það eru aðgerðir á tekjuhlið fjárlaganna, sem speglast þó ekki í niðurstöðum þeirra. Þetta eru skattaívilnanir af mörgu tagi. Al- mennur skilningur manna er sá að skattar séu lagðir á til þess að standa undir nauðsynlegum út- gjöldum. En sköttum má beita með öðrum hætti. Með því að mismuna skattgreiðendum má ná tvíþættu marki. Unnt er að hafa áhrif á tekjuskiptingu milli einstaklinga eða atvinnugreina. Og að síðustu geta menn sýnt minni umsvif í ríkis- starfseminni ef telq'umar eru aldrei færðar til bókar. Dæmi um þetta eru t.d. bamabætur. Tekjuskattur er lagður á landsmenn en um helm- ingur skattsins er endurgreiddur í formi bamabóta. í raun réttri er einfaldlega verið að færa íjármuni „Miðstýring á opin- berum fjármálum mun trúlega minnka. I þessu felst aukin ábyrgð þeirra sem í forsvari eru og kvöð á stjórn- völd að marka almenn- ar leikreglur, t.d. í starf smannahaldi, framkvæmdum og þjónustu við borgarana. Þá held ég að stofnanir ríkisins verði hvattar til þess að selja þjónustu sína hóflegu verði. Ekki aðallega til þess að afla tekna sem skipta um- talsverðu máli, heldur til þess að hin raun- verulegaþörf eða eftirspurn verði dregin fram.“ frá launþegum til bamafólks sem alveg eins hefði mátt greiða út um almannatryggingakerfíð. Annað dæmi um skattundanþágu er meðferð söluskattsins. Upphaf- lega var skatturinn lagður á 1960 og var honum þá ætlað að ná til um 70% allrar viðskiptastarfsemi í landinu. Smám saman hafa stjóm- völd breytt þessum skatti í þá ómynd sem hann er nú. Tæplega önnur hver króna viðskipta er nú skattskyld og almennt er talið að skatturinn sé erfíður í framkvæmd. Árið 1978 var t.d. matvara und- anþegin skattinum til þess eins að hafa tfmabundin áhrif á verðlags- þróunina. Þá keyptu stjómvöld nokkur prósent í vísitölunni. 1984 var söluskattur af dráttarvélum felldur niður til bænda til þess að komast hjá hækkun á búvöruverði, sem annars hefði verið mætt með auknum niðurgreiðslum ríkisins á landbúnaðarvörum. Það er yfírleitt talið aðalsmerki skatta að áíagning og innheimta þeirra sé skýr og ein- föld. Þetta er mjög oft sett á oddinn þegar nýir skattar em ákveðnir. Lýsandi dæmi um það hvemig skattur gengur sér til húðar er tekjuskatturinn. í hugum mjög margra hefur þessi skattur snúist upp í andhverfu sína. Flestir eru þó sammála um það að stighækk- andi tekjuskattur sé í eðli sínu réttlátur. Hitt er svo annað að tekjuhugtakið og talning teknanna er svo óljós að í reynd er skatturinn orðinn óréttlátur í huga alls þorra landsmanna. Það er því einkenn- andi fyrir umræðuna um stað- greiðslukerfíð að almenningur og stjómvöld virðast leggja meira upp úr framkvæmd skattsins en hvort flatur skattur eða stighækkandi sé ákjósanlegur og sanngjam. Kjami þessa máls er sá, að með skattaívilnun hafa stjómvöld áhrif á tekjuskiptinguna og þróun efna- hagsmála á mjög mörgum sviðum en oft á kostnað einfaldrar álagn- ingar og innheimtu. Þá þykir mörgum að ekki sé sama hvort þar fari Jón eða séra Jón. Opinberir sjóðir Ég kem þá að þriðja þætti þessa máls, en það em opinberir sjóðir. Til er fjöldinn allur af opinberum sjóðum, sem sumir hverjir em fjár- magnaðir með framlögum í A-hluta fjárlaga eða með lánsfé, sem ríkis- sjóður ábyrgist endurgreiðslur á ef í harðbakka slær. Ég nefni sem dæmi Hafnarbótasjóð, Byggða- stofnun, Ferðamálasjóð og Ríkis- ábyrgðasjóð. Eiginfjárstaða margra þessara sjóða hefur gjörbreyst eftir að verðtrygging útlána var tekin upp og einnig er hitt að lántökur margra þeirra hafa verið auknar til þess að vega upp á móti skertum framlögum á fjárlögum. Aðalatriði málsins er það að ríkið getur, með nokkuð hægum hætti, komist hjá útgjöldum sem kunna að vera leyst á öðmm vettvangi. Lýsandi dæmi um þetta er þegar t.d. skipafélagi er veitt lánsábyrgð til kaupa á feiju- skipi. Ef reksturinn getur fyrirsjá- anlega ekki borið smíðakostnað lendir endurgreiðsla lánsins hjá ríkissjóði fyrst þegar að skuldadög- um kemur. Hinn kosturinn hefði verið að leggja fram fjárstuðninginn strax. Það er því ekkert einsdæmi að mál sem ekki ná fram í fjárlög- um séu leyst með fyrirgreiðslu í opinbemm sjóðum. Þetta verður að telja undarlegt, einkum þegar ríkis- stofnanir taka lán í opinbemm sjóðum vegna þess að fjárveitingu var hafnað í ljárlögum. Meginmálið er það að allmargar ákvarðanir í fjármálum hins opin- bera em teknar í hliðarkerfum, sem hafa þrátt fyrir allt bein eða óbein áhrif á hin eiginlegu fjárlög. Lögbundin útgjöld Fjórða atriðið og það síðasta sem ég tek upp til þess að fylla þessa mynd af fjárlögunum em ákvæði laga og reglna annarra en fjárlaga. Mál af þessum toga hefur einmitt verið til umræðu síðustu vikumar og þar á ég við heimildir til úgjalda umfram fjáriög. Fjárlögin era sett með öðmm hætti en venjuleg lög. Þau em sett og um þau fjallað af sameinuðu þingi og fara því aldrei til um^öllun- ar deilda. Fjárlögin em fyrst og fremst tekjuáætlun og útgjalda- heimild til eins árs í senn. Vegna sérstöðu fjárlaganna, hvað varðar setningu, efni og gildistíma er ekki unnt að breyta öðmm lögum með fjárlögum. Væri það hægt má með nokkmm rökum segja að æði mik- ill glundroði gæti orðið á störfum löggjafans. En skil fjárlaga og ann- arra laga em ekki alltaf augljós. Hafi láðst t.d. að áætla tekjur í ríkissjóð af tilteknum skatti, eða innheimtar tekjur reynst hærri en í áætlun, dettur engum í hug að tekjuöflunin skuli framkvæma í samræmi við fjárlagaáætlun. Skatt- amir verða innheimtir, um það er enginn vafí. Hins vegar getur verið spuming hvort gjöld verði innt af hendi ef þeirra er ekki getið í fjár- lögum. í 41. grein stjómarskrárinn- ar segir nefnilega, að ekkert gjald megi reiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða §árauka- lögum. Útgjaldaákvæði margra laga em þannig beinlínis bundin því að fé sé veitt á fjárlögum og þar með framkvæmd þeirra. Vissar greiðslur em óumdeilanlega fast lögboðnar. Tökum sem dæmi fram- lög til fjölmargra sjóða. Algengt er að framlög ríkisjóðs séu tilgreind í sérlögum, annað hvort sem tiltekin krónutala eða sem mótframlag við greiðslu annars aðila. Hvemig fer ef heimild til greiðslu fínnst ekki í fjárlögum? Umboð fíármálaráð- herra er bundið við fjárlög og fjáraukalög. Hann brestur þvf heim- ild til greiðslu. Þar sem hér er um framlög að ræða sem, viðkomandi gæti e.t.v. knúið fram með aðstoð dómstóla, er fjármálaráðherra skylt að leita heimildar til greiðslunnar í Qárlögum eða það sem nú er al- gengt, að leita til Alþingis um breytingu á hlutaðeigandi lögum. Væri hvomgt gert verður það að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.