Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 47

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 47 Hawaii-rós Sigurlaug leitaði á dögunum til þáttarins og óskaði eftir upplýs- ingum um meðferð á Hawaii-rós, einkum spurðist hún fyrir um hvað væri til ráða gegn því að knúppar féllu af henni áður en þeir næðu að þroskast og opnast. Ekki virtist okkur auðvelt að fá algilt ráð við þessu meini, enda get orsakimar verið æði margvís- legar — til að mynda ójafnt hitastig, ofþomun kvað líka geta komið til — og þá er og eindregið varað við að snúa plöntunni, því breytingu á birtuskilyrðum þolir hún illa. Hawaii-rós hefur um langt ára- bil skipað öndvegissess meðal stofublóma hér á landi og kemur margt til, m.a. það að jafnframt því að vera hin glæsilegasta ásýndum er hún tiltölulega auð- veld í ræktun. Hawaii-rós sú sem ræktuð er sem stofublóm ber fræðiheitið: Hibiscus rosa sinens- is, sem myndi lauslega útleggjast Kínarós og bendir til þess að þangað eigi hún ættir að rekja þó hún sé kennd við Hawaii. Blöð hennar em egglaga, fögur og gljá- andi, blómin era í ijölmörgum litum, allt frá dökkrauðu upp í hvítt og gult, ýmist einföld eða ofkrýnd. Hún er blómsæl, að vísu standa blómin ekki lengi, aðeins 1—2 daga, en plöntur í góðri rækt ættu að geta komið með ný blóm svo að segja daglega í marga mánuði. Þess skal gætt að fjar- lægja visnuð blóm þegar í stað. Um meðferð má m.a. segja þetta: í skammdeginu er ákjósanlegt að ætla plöntunni hvíld við 12—15° hita, eða jafnvel enn lægra hitastig, og vökva þá spar- lega. í janúarlok eða febrúar þarf að klippa plöntuna rækilega og skipta um mold. Moldin þarf að vera næringarrík t.d. 2/s hlutar leir- og laufmold (eða grasrótar- mold) og ’/a hluti gamall hús- dýraáburður. Til þess að komast hjá því að nota mjög stóra potta á að vera óhætt að skerða rætum- ar talsvert, en gætni skal þá viðhöfð. Yfir vaxtartímann, þ.e. frá vordögum allt til ágústloka, skal gefa áburðarapplausn reglu- lega (vikulega eða aðra hvora viku eftir því hve kröftug moldin er). Ef loftið er mjög þurrt er tií bóta að úða með vatni (ylvolgu) eða setja plöntuna í steypibað annað slagið, það á vel við hana. Þá er og mikilvægt að velja henni bjart- an og sólríkan stað. Sé hægt að uppfýlla þessi skilyrði getur plant- an enst áram saman, en þess verður varla vænst af plöntum sem ekki er unnt að hvíla yfir háveturinn og e.t.v. era látnar blómstra allt fram í desember- mánuð. Hawaii-rós má auðveld- lega fjölga með græðlingum, sem best er að taka snemma á vaxtar- tímanum. Að lokum smá klausa, sem ræktendur yfirleitt mættu hugleiða: „Mikilvægt er að sem best sam- ræmi sé milli birtu og áburðar- gjafar. Má í því sambandi benda á, að hafi plantan ekki næga birtu en ríflegan áburð getur svo farið að hún svíkist um að mynda blóm. Hafi hún hinsvegar næga birtu getur hún í mörgum tilfellum bor- ið sæg af blómum jafnvel þó hún fái lítinn sem engan áburð, en þegar svo ber undir verða jurtim- ar fremur blaðlitlar. Erfítt er að setja nokkrar ákveðnar reglur sem vit er í um þetta atriði, þar sem svo mismun- andi skilyrði og aðstæður allar era hjá fólki sem föndrar við ræktun — úti sem inni. Því er nauðsyn- legt að þreifa fyrir sér og gera sér sem gleggsta grein fyrir hvað best hentar svo að góður árangur náist í hverju einstöku tilfelli. Þetta getur kostað tíma og fyrir- höfn, en ekki er því að neita að verkið lofar meistarann." Við vonum að Sigurlaug og aðrir sem Hawaii-rósir rækta — eða koma til með að rækta — hafí einhver not af þessari lesn- ingu. Umsj. Skákþing Norðlendinga á Raufarhöfn SKÁKÞING Norðlendinga, það 53 i röðinni var sett í félags- heimilinu Hnitbjörgum á Raufar- höfn, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 14. Þátttakendur eru alls 30 og eru þeir Jfrá Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Öxarfirði og Raufar- höfn. Meðal annarra mættu þrír Norð- urlandsmeistara í skák til leiks, þeir Ingimar Jónsson Dalvík, Jón G. Viðarsson Akureyri og Gylfi Þórhallsson Akureyri. Einnig mætti til leiks unglingameistari Norður lands í skák, Sigurður Gunnarsson frá Siglufírði. Mótstjóri er Albert Sigurðsson Akureyri. Honum til aðstoðar er Jónas Friðrik frá Rauf- arhöfn. Mótinu lýkur á sunnudag. Helgi Forseta Grikklands af hent trúnaðarbréf HINN 17. febrúar sl. afhenti Páll Asgeir Tryggvason, sendi- herra, hr. Christos Sartezakis, forseta Grikklands, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Grikklandi. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! p|iOír0iimIrIW»il> ( ÍSLENDINGAR ERLENDIS“ TÖÐá-SUNNUDAG KL. 20:40 Er strákpjakkur úr Háaleitinu orðinn hæst launaði íslendingurinn? Eitt er klárt í heimi atvinnumennskunnar í íþróttum: Þar sem mestir peningamir em, er harkan mest. Þetta þekkir Pétur Guðmundsson, körfuknattleiksmaður í bandarísku NBA deildinni, mætavel því á ferli hans hafa skipst á skin og skúrir. Frá því Pétur lék með háskólaliði sínu og var „uppgötvaður“ af njósnumm NBA deildarinnar, hefur hann leikið með ýmsum liðum, síðast hinu heimsfræga liði, Los Angeles Lakers. Þar varð hann fyrir meiðslum sl. haust og var því nýlega seldur til San Antonio Spurs. Saga Péturs er því mjög forvitnileg. Sjáið þáttinn um Pétur Guðmundsson „ÍSLENDINGAR ERLENDIS“ á Stöð 2, sunnudaginn 22. febrúar kl. 20:40. Framleiðsla þessa þáttar er kostuð af SAMVINNUFERÐUM-LANDSÝN. 3 i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.