Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 11 Háskölinn XV: Yngsta deild Háskólans Jón Thoroddsen hjá Jóni Thoroddsen. Meðal skemmtilegustu ljóðanna í Flugum eru Hatturinn, Eftir dansleik og Kvenmaður. Síðastnefnda ljóðið er svona: Hún var formáli að ástarævisögum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskipti. Og nú er hún ástarævjsaga min. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi áskilin. Jafnvel enn fyndnari er Hattur- inn: Ég fylgdi stúlkunni heim og hún bjó bak- dyramegin. Annað meira eða merkilegra var það nú ekki. Verið þér sælir, og þakka yður kærlega fyrir fylgdina, sagði hún. Sælar, sagi ég. Hatturinn yðari Hann hefur gott af þvi, sagði ég, og hélt áfram að kveðja stúlkuna. Gísli Sigurðsson ritar formála að pessari útgáfu Flugna og ræðir bæði um skáldskap Jóns Thorodd- sen og stjómmálaafskipti. Einnig er birt minningargrein um Jón eftir Þórberg Þórðarson og ljóð Tómasar Guðmundssonar, Jón Thoroddsen cand. jur. In memoriam. Þar er ort af miklum söknuði um þann sem ungur hvarf út á hafið „hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri". Brambolt í brjósthæð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Löggusaga — Police Story ☆ 1/2 Handrit og leikstjórn Jackie Chan. Framleiðandi Run Run Shaw. Aðalleikendur Chan, Li Qingxia, Zhang Manyu. Hong Kong. Golden Harvest 1986. Víðar eru löggur en í Los Ange- les. Samt er það nú svo ef maður sér auglýsta mynd undir nafninu Police Story, dettur manni fyrst í hug söguslóðirnar hans Wambaugh, síðan aðrar, grimmar stórborgir Norður-Ameríku. Mikið kennir van- inn. Óvart lenti því þessi óvildarmað- ur austurlenskra drápsdansamynda á nýjustu kung-fu-mynd garpsins Jackie Chan, þar sem hann fær sér hressilegan snúning og sérþjálfað lið hans ku vera í velflestum hlut- verkum, öðrum. Myndin ber þess glöggt merki að Chan og stríðsdansarar hans hafa stúderað vestrænar beljaka- myndir að undanförnu (og þvílíkur skóli!) og þótt mikið til koma. Hér fer nefnilega danshópurinn á kost- um sem glermulningsvél inná stórmarkaði og tekur það atriði lungann úr seinni hlutanum. Áður hafði flokkurinn ekið niður heilt slömmhverfi. Semsagt enn hraðari og ögn matarmeiri atburðarás en áður. Framleiðendur hafa augsýnilega lagt talsvert fé og metnað í Police Story — sem valin var mynd ársins í Hong Kong á síðasta ári. Mynd- brellumar eru mun betri en áður, en sem fyrr hristir Vesturlandabú- inn höfuðið yfir innantómum samtölunum, aulafyndninni og leik- leysunni. Við botnum víst ekki alveg í þeim þarna eystra frekar en þeir í okkur. eftirÞórð Kristinsson Árið 1969 var heiti verkfræði- deildar, sem stofnuð var 1944, breytt f verkfræði- og raunvísinda- deild. Fjórum árum fyrr hafði verið sett reglugerð um BA-nám í verk- fræðideild, í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, landafræði og jarðfræði, en áður hafði verkfræði- deildin annast nokkra kennslu í stærðfræði og eðlisfræði fyrir heimspekideild. Kennsla í þessum tveimur greinum var tekin upp í verkfræðideild árið 1966 og í raun- greinunum haustið 1968. Skipulagi BA-námsins var svo breytt 1970 er reglugerð um BS-nám í raun- greinum tók gildi. Fyrir tveimur árum var verkfræði- og raunvís- indadeild síðan skipt í tvær deildir, verkfræðideild og raunvísindadeild. Sem sjálfstæð háskóladeild er raunvísindadeildin því yngsta deild háskólans enda þótt starfsemin sé mun eldri. í raunvísindadeild eru fyórtán námsleiðir sem lýkur með BS-prófi eftir 3ja ára nám. Þessar leiðir (sem kallast skorir) eru í stærðfræði, stærðfræði/reiknifræði, stærð- fræði/tölvunarfræði, tölvunar- fræði, kennilegri eðlisfræði, tilraunaeðlisfræði, jarðeðlisfræði, efnafræði, matvælafræði, líffræði, jarðfræði með efnafræði, jarðfræði með eðlisfræði, bergfræði og landa- fræði. Auk þess er tveggja ára nám til fyrrihlutaprófs í eðlis- og efna- verkfræði og kostur er á eins árs framhaldsnámi á flestum námsleið- um og einnig í hafefnafræði samhliða BS-námi í efnafræði Þá hefur raunvísindadeild þá sérstöðu að hún sér um kennslu fyrir aðrar deildir í ýmsum grunngreinum, einkum á fyrsta ári náms, s.s. í eðlis- og efnafræði fyrir heilbrigðis- greinar, læknisfræði, tanhlæknis- fræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun — og stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrir verkfræði- deild. Samtals eru nú 585 nemendur við nám í deildinni, þar af 268 á fyrsta ári. Fastir kennarar eru um 50 og u.þ.b. 160 stundakennarar. Aðsetur kennara eru í fjórum hús- um á Melunum: VR-2, sem getið var um í síðasta pistli, gömlu Loft- skeytastöðinni við Suðurgötu, húsi Raunvísindastofnunar við Dun- „Fyrir tveimur árum var verkfræði- og raunvísindadeild síðan skipt í tvær deildir, verkfræðideild o g raunvisindadeild. Sem sjálfstæð háskóladeild er raunvísindadeildin því yngsta deild há- skólans enda þótt starfsemin sé mun eldri.“ haga, sunnan við Háskólabíó og í Jarðfræðihúsi, sem áður var kallað Atvinnudeildarhús og er elsta hús háskólans og fyrsta byggingin sem reist var fyrir afrakstur happ- drættisins; það stendur norð-aust- an við Aðalbygginguna og var tekið í gagnið 18. september 1937. Kennarar í líffræði eru hins vegar í leiguhúsnæði á Grensásvegi 12. Skiljanlega er bagalegt að starf- semi deildarinnar skuli dreifð um viðan vang og ekki er til bóta hversu þröngt sumir mega búa, t.a.m. þeir sem starfa í Jarðfræði- húsinu. En hvað um það, kennslan fer einkum fram í þessum sömu húsum og í Aðalbyggingu, Tjam- arbæ og víðar, nema að engin kennsla er í húsi Raunvísindastofn- unar; þar eru rannsóknastofur og skrifstofur nokkurra kennara og sérfræðinga. Rannsóknir raunvísindadeildar, sem vikið verður að í næsta pistli, fara fram í Raunvísindastofnun og Líffræðistofnun. Hin fyrmefnda skiptist í sex rannsóknarstofur, eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðeðlisfræðistofu, jarðfræðistofu, reiknifræðistofu og stærðfræði- stofu. Þessar stofur em ekki allar á sama stað og auk þess hafa kenn- arar í matvælafræði og einn kennari í efnafræði aðstöðu til rannsókna við stofnanir utan há- skólans, Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Þá er þess að geta að Norræna eldfjallastöðin, sem rekin er sameiginlega af Norðurlöndun- um, hefur aðsetur í Jarðfræðihúsi og deilir húsnæði, bókasafni og tækjum með jarðfræðiskor háskól- ans og jarðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar. Höfundur er prófstjórí við Há- skóla íslands. NISSAN SUNNY BÍLL ÁRSINS 1987 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda íJapan kaus einróma NI5SAN SUNNY bíl ársins 1987 I DOMIMUM VAR TEKIÐ TILLIT TIL: ÚTLITS - HÖNNUNAR - GÆÐA - AKSTURS- EIGINLEIKA OG VERÐS. Til úrslita kepptu að þessu sinni 45 bílar af öllum gerðum og stærðum. Sigurvegarínn var NISSAN SUNNY BILASYNINGAR: mií in, ^ 1957-1987 % 30 g ára ra Keflavík laugard. 21/2 v/Aðalstöðina kl. 14—17. Selfossi sunnud. 22/2 v/Bifr.smiðjur KÁ kl. 14—17. Reykjavík laugard. og sunnud. sýningarskálanum v/Rauðagerði kl. 14—17. Mingvar helgason hf. Syningarsalurinn /Rauðagerði, simi 33560.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.