Morgunblaðið - 21.02.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.02.1987, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 I IÞROTTIR UIMGLIIMGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson 9 Bolwfkingar fagna hér sigri eftir að hafa unnið stigabikarinn í unglingasundmóti KR og Speedo sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Vestri frá ísafirði vann bikarinn í fyrra og fór hann því aftur vestur. Unglingamót sunddeildar KR-Speedo: Úrslit Plttan Svavar Guðmundsson, Óðinn Hannes Már Sigurðsson, UMFB Eyleifur Jóhannesson, |A Stúlkur: Hugrún Ólafsdóttir, HSK Ingibjörg Arnardóttir, Ægir Pálína Björnsdóttir, Vestri Drengir: Guðmundur Arngrímsson, UMFB Þorsteinn H. Gíslason, Ármann GunnarÁrsælsson, lA Telpur: Elln Siguröardóttir, SH Ama Sveinbjörnsdóttir, Ægir Björg Jónsdóttir, UMFN Svelnar: Hlynur Auðunsson, UMSB Þór Pétursson, Vestrl Björn Þóröarson, |BV Meyjar: Sólveig Guðmundsdóttir, UMSB Jóhanna Gfsladóttir, Ármann Erna Jónsdóttir, UMFB Knokkar. Jón Guðmundsson, UMFB Bragi Guðlaugsson, UMSB örn Árnason, Vestri Hnátur. Ingibjörg Isaksen, Ægir Hrefna Sigurgeirsdóttlr, UMFB BjörkTómasardóttlr, HSK 1744 1812 1551 2105 2006 1950 1403 1340 1387 1631 1630 1551 950 920 842 1074 1049 978 528 419 417 958 796 643 Stlgakeppn! félaga endaði þannlg: UMFB 238 ÆGIR 174 HSK 142 VESTRI 104 ÓÐINN 92 K.R. 79 I.A. 76 uMSB 69 UMFN 65 ÁRMANN 46 UMNK 46 ÍBV 44 SH 40 HSÞ 1! UMSS 10 Stigabikarinn aftur vestur á firði Unglingasundmót KR-Speedo var haldið 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Þetta er í annað sinn sem mót þetta er haldið, en það er með alfjölmennustu sundmót- um hérlendis. í ár var sett lágmark fyrir hverja grein. Þau þurfti að gera því Sund- höll Reykjavíkur ber ekki allan þann fjölda sem vildi koma á mótið. Á mótinu var keppt í fleiri greinum en áður hefur verið gert á einu og sama sundmótinu. Keppt var í 50 greinum og voru skráningar 1100 frá 16 félögum. Ýmis verðlaun og viðurkenning- ar voru veitt fyrir góðan árangur. Sigurvegarar í hverjum riðli fengu sleikibrjóstsykur að loknu sundi og þeir sem unnu bestu afrekin í hverjum aldursflokki voru verð- launaðir. Þó var það KR-Speedo- farandbikarinn sem flestir vildu eiga hlut I að hreppa en hann hlaut það félag sem flest stig hlaut á mótinu. í ár varð það Ungmennafé- lag Bolungarvíkur sem vann Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson • Allra ráða er beitt til að ná góðum árangri í sundíþróttinni, sumir raka af sér hvert hár á líkamanum, aðrir smyrja sig o.s.framv. Þessi ungi sundmaður hefur fundið upp nýja aðferð hann blæs lofti í sund- hettuna sína sennilega til að svífa betur í flugsundinu. bikarinn af Vestra sem vann hann ífyrra. Bikarinn fór þvíaftur vestur. Mótið fór mjög vel fram, tíma- tafla stóðst og framkvæmd var öll til fyrirmyndar. Egill Sigurðsson: Æfi níu sinnum í viku EGILL Sigurðsson, UMSB, var ekki ánægður eftir 100 metra skriðsundið. „Þetta var glatað. Ég var ekki kominn á pallinn þeg- ar var startað, ég stóð út við vegg þegar hinir stungu sér. Auðvitað fleygði ég mér á eftir þeim en átti aldrei neinn séns,“ sagði hann. Auk þessa misheppnaða sunds keppti Egill í 100 metra bringusundi og boðsundum og það gekk aðeins betur, að hans sögn. Að sögn Egils kom 45 manna hópur úr Borgarnesi á sundmótið og sýndi það vel hve mikill áhugi væri á íþróttinni þar. Okkur hefur nú ekki gengið neitt sérlega vel enda eru aðstæður til æfinga heima ekki nógu góðar því laugin er aðeins 12,5 metrar. Þrátt fyrir stutta laug æfir Egill mikið eins og flest sundfólk. „Ég syndi 6 sinnum í viku og auk þess eru þrjár þrekæfingar þannig að ég æfi 9 sinnum í viku. Maður verður að æfa mikið ætli maður sér að ná árangri. Fyrir mót eru æfingarnar léttar aðeins og sér- staklega er þrekið ekki eins erfitt," sagði hann. Það hefur vakið athygli umsjón- armanns unglingaíþróttasíðunnar að krakkar frá Borgarnesi eru mjög virk í íþróttaiðkun og þátttöku á mótum og er mjög mikiö af efnileg- um íþróttamönnum þar. Egill var spurður út í hverjar hann teldi vera ástæður þessa. „íþróttir eru það eina sem við er að vera fyrir krakka og unglinga heima þannig að það flykkjast allir í þær," svaraði hann þessari spurningu. Krakkarnir frá Borgarnesi hafa notað tímann I höfuðborginni til að fara I bíó og rölta um miðbæinn eða sýna sig og sjá aðra, eins og Egill orðaði það, á milli þess sem þau hafa svamlað í lauginni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.