Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 22

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Staðgreiðslukerfi skatta: Ekki eðlilegt að útlagður kostnaður verði skattlagður - segir Geir H. Haarde, aðstoðar- maður fjármálaráðherra ÞÓ AÐ frumvarp um staðgreiðslukerfi skatta og fylgi- frumvörp þess hafi fengið ítarlega umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum, frá því að samningu þess var lokið, vakna ýmsar spurningar um útfærslu og praktísk atriði þegar farið er ofan í saumana á frumvarpinu. Því fór blaðamað- ur Morgunblaðsins á fund Geirs H. Haarde aðstoðarmanns fjármálaráðherra, og leitaði svara við nokkrum spuming- um. -Nú virðast hvað mestar efa- semdir vera uppi um þann þátt staðgreiðslufrumvarpsins sem lýtur að bifreiðastyrkjum og dagpeningum. Þessir liðir verða nú skattlagðir eins og almennar iaunatekjur, en síðan er möguleiki við lokauppgjör á endurgreiðslum, geti viðkom- andi sýnt fram á útiagðan kostnað fyrir vinnuveitenda. Er þetta fyrirkomulag í raun og veru framkvæmanlegt og er það réttlætanlegt að ríkið fái að láni hjá launþegum allt að einu ári, 34,75% af slíkum greiðslum? „Almenna reglan verður sú, að bflastyrkir og dagpeningar verða skattskyldir, þegar greiðslumar eru inntar af hendi. Ástæða þessa er sú, að hluti slíkra greiðslna, er ekki til þess að standa straum af útlögðum kostnaði, heldur launauppbætur. Það sýnir sig að það er veruleg fylgni á milli tekna manna og þessara greiðslna. Þeim mun hærri sem launin eru, þeim mun hærri eru þessar greiðslur, svo sem bflastyrkir. Það hefur ekki verið sýnt fram á að menn sem hafa hærri laun en aðrir, þurfi að keyra meira starfs síns vegna. Þama er því að einhvequ marki um launagreiðslur að ræða, sem ekki hafa komið til skatts. Hins vegar er það auðvitað óeðli- legt að sannanlegur kostnaður sé skattlagður. Reglan verður því sú, að þegar gert er upp, eftir á, þá geta menn gert grein fyrir þeim kostnaði sem þeir hafa haft af þessum sökum og fengið verð- bætta endurgreiðslu í eftiráupp- gjöri. Hins vegar er jafnframt opnað fyrir þann möguleika, að fýrirtæki geti fyrirfram, sýnt skattstjóra fram á, að um sé að ræða beinan kostnað hjá þeim. Þá er heimilt að taka slíkar greiðslur út úr staðgreiðslunni, þannig ekki þurfi að greiða skatt af slíkum útlögðum kostnaði. Það á því ekki að verða um það að ræða að menn greiði skatt af kostnaði, sem er raunverulegur, en ef um það væri að ræða í ein- hveijum tilvikum er líklegast að Iaunagreiðandinn taki það þá á sig að leggja út fyrir því, en ekki launþeginn. Hér kunna að verða einhver markatilvik sem skera verður úr um þegar framkvæmdin bytjar.“ -Nú kveður frumvarpið á um lágmark reiknaðs endurgjalds, svo sem uppgefin laun þeirra sem ákveða laun sín sjálfir, eða eru með eigin atvinnurekstur. Hvert er líklegt að lágmarkið verði samkvæmt úrskurði ríkis- skattstjóra? „Ég get ekki sagt til um það. Ríkisstjóri metur það eftir ein- stökum greinum og það verður sjálfsagt eitthvað breytilegt." -Nú er óheimilt samkvæmt núgpldandi kerfi, að innheimta opinber gjöld af bóta- og lífeyr- isgreiðslum, en 40. grem frumvarpsins, felur í sér, að slík ákvæði eru felld úr gildi. Hvað þýðir þetta fyrir bóta- og lífeyrisþega? „Þessar greiðslur hafa verið undanþegnar útsvari, en ekki tekjuskatti, en verða nú hluti af sameiginlegum tekju- og útsvars- stofni og munu falla undir stað- greiðsluna. í raun og veru er þetta bara formbreyting því fyrir þá sem hafa þessar tekjur, eru skatt- leysismörkin það há, að þetta skiptir ekki máli. Fólk sem hefur þessar bóta- og lífeyristekjur, mun ekki greiða neinn skatt af þessum greiðslum, nema það hafi einhveijar verulegar aðrar tekjur. -Nú er þannig með fjöl- marga, að þeir eru í einu föstu starfi, og taka síðan að sér ýmiskonar aukavinnu, jafnvel hjá mörgum vinnuveitendum. Hvemig verður farið með aukatekjur manna, sem þeir afla, utan fasta vinnustaðarins? „Það er mjög einfalt mál. Allir launagreiðendur draga frá álagn- ingarprósentuna, 34,75%, en aðeins einn þeirra hefur skattkort- ið frá launþeganum. Þessi eini launagreiðandi hefur rétt til þess að draga frá persónuafsláttinn, 11.500 krónur. Ef launþegi telur hins vegar að með þessum hætti verði hann látinn greiða of mikið í opinber gjöld, miðað við ef hann ynni bara hjá einum launagreið- anda, þá er í vissum tilvikum heimilt að gefa út aukaskattkort fyrir hann. “ -í greinargerð með frum- varpinu kemur fram að útgáfa skattkortanna verður umfangs- mikil og dýr framkvæmd. Hversu dýr verður hún, og hvers vegna verður hún dýr? Hvert verður formið á skatt- kortinu? „Það munu allir einstaklingar eiga rétt á að fá svona kort, ef þeir hafa náð 16 ára aldri. Útgáfa slíks fjölda korta, er náttúrlega heilmikið fyrirtæki, en ekki er vitað nú , hversu kostnaðarsamt það verður. Það er ekki búið að ákveða endanlegt útlit kortsins, eða annað sem snertir fram- kvæmdina á þessu atriði, enda liggur ekki á því fyrr en lögin hafa verið samþykkt. Þetta skatt- kort verður í rauninni ekki annað en ávísun á persónuafsláttinn. Það þarf að gefa kortin út að minnsta kosti einu sinni á ári, en það er hugsanlegt að þau verði gefín út oftar, í tengslum við breytingar á persónuafslættinum. -Seðlabankinn reiknar mán- aðarlega út lánskjaravísitölu. Hefði ekki verið eðlilegt að hafa sama hátt á útreikningi persónuafsláttarins? „Það er illkleift að breyta þess- um stærðum mánaðarlega og á ekki að skipta miklu máli, ef verð- bólga er ekki mikil. Það þótti eðlilegt að fara þama millileið og endurreikna persónuafsláttinn tvisvar á ári.“ Hvemig verður lokauppgjöri fyrir staðgreiðsluárið háttað? „Menn munu telja fram árlega, eins og verið hefíir. Það getur verið að menn hafí einhveijar tekj- ur, sem staðgreiðslan nær ekki til, og það kemur allt til framtals með venjulegum hætti. Sama er að segja um uppgjör eigna og skulda. Þegar framtaii hefur verið skilað, þá er lagt á launþegann samkvæmt því og síðan kemur staðgreiðslan til frádráttar þeirri álagningu. Ef í ljós kemur að við- komandi eiga eftir að standa skil á einhveijum skattgreiðslum, eins og t.d. eignaskatti, þá er gert ráð fyrir því að innheimtan verði alveg eins og hún er núna -10 gjalddag- ar á ári og bætist bara við þá staðgreiðslu sem tekin er af laun- unum 10 mánuði af 12." - Verða vextir af sparifé skatt- lagðir sérstaklega, samkvæmt því frumvarpi sem nú liggur fyrir? „Nei. Hins vegar segir í erindis- bréfí nefndar þeirrar , sem fjallað hefur um þessi máli fyrir ráðu- neytið, að hún skuli kanna skatt- lagningu á fjármagns- og eignatekjur og samhengi slíkrar skattlagningar og eignaskatts. Þar er auðvitað beint samband á milli. En það vedrður sem sé eng- in breyting á þessu með þessum lögum." Brids Arnór Ragnarsson Úrtökumót fyrir yngri flokka Úrtökukeppni fyrir val á landslið- um í yngri flokki til keppni á Norðurlandamótinu, sem haldið verður í Eyjafírði í sumar, verður spiluð í Sigtúni um þessa helgi. 16—18 pör eru skráð til leiks. Spil- aður verður Butler-tvímenningur, með 4 spilum milli para. Að keppni lokinni mun Bridssam- bandið (landsliðsnefnd) velja pör til áframhaldandi æfinga og að þeim loknum velja tvö lið, eldra og yngra lið, sem koma til með að taka þátt í Norðurlandamótinu. Um sömu helgi stóð til að keppa í kvennaflokki, um þátttöku í Evr- ópumótinu í Brighton í sumar, en keppni hefur verið frestað að sinni. Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Mánudaginn 16. febrúar lauk sveitakeppni félagsins. Sigurvegari varð sveit Þorsteins Þorsteinssonar. Auk hans spiluðu Sveinbjöm Axels- son, Hermann Ólafsson og Gunn- laugur Þorsteinsson. Staða efstu sveita að lokinni keppni varð þessi: Stig Þorsteinn Þorsteinsson 251 ÁgústaJónsdóttir 236 Þórarinn Ámason 230 Viðar Guðmundsson 218 Sigurður í saksson 212 Amór Ólafsson 200 Þorleifur Þórarinsson 193 Jón Guðjónsson 184 Mánudaginn 23. febrúar hefst Barometerkeppni félagsins og er þegar fullbókað í hana. Spilað er í Armúla 40 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Keppnisstjóri er Hermann Lárus- son. Bridsfélag Reyðar- fjarðar/Eskifjarðar Að loknum 6 umferðum af 9 í aðalsveitakeppni félagsins, er staða efstu sveita orðin þessi: Stig 131 130 108 87 84 Sveit Trésfldar Sveit Aðalsteins Jónssonar Sveit Ama Guðmundssonar Sveit Jóhanns Þórarinssonar Sveit Eskfírðinga íslandsmótið í kvenna- flokki/yngri flokki í sveitakeppni Magnús Ólafsson og Páll Valdimarsson stóðu sig með mikilli prýði í tvímenningskeppninni á Bridshátið. Þeir voru i toppbaráttunni alla keppnina og enduðu í 4. sæti. Hér taka þeir við verðlaunum sínum af Birni Theodórssyni, forseta BSÍ. Vakin er athygli á því að skrán- ingu í íslandsmótið í kvennaflokki og yngri flokki í sveitakeppni, sem spilað verður um aðra helgi í Sig- túni, lýkur næsta miðvikudag. Frekar dræm þátttaka er í báðum flokkum til þessa. Skráð er hjá Bridssambandinu í síma 91-689360 (Ólafur). Islandsmótið í sveitakeppni 1987 Bridssamband íslands vekur at- hygli á því, að undanrásir íslands- mótsins í sveitakeppni verða spilaðar helgina 3.-5. aprfl nk. á Hótel Loftleiðum. Rétt til þátttöku eiga 24 sveitir víðs vegar að af landinu. Nú fer að líða að því að dregið verði í riðla, en til þess að það megi takast verða viðkomandi Spáð í stöðuna á Bridshátíð. Morgunblaðið/Amór Ragnarsaon svæðasambönd innan BSÍ að senda inn nöfn þátttökusveita (meðlima) ásamt keppnisgjaldi, 10.000 kr., á hveija sveit. Frestur til að skila inn gögnum rennur út 1. mars nk. Tals- menn svæðasambandanna eru vinsamlegast beðnir um að sjá til þess að þessari reglu verði fram- fylgt. Stórmót á Akureyri Opna Stórmótið verður haldið á Akureyri helgina 21,—22. mars nk. Skráning er þegar hafin hjá stjóm félagsins og Olafí Lárussyni hjá BSÍ í Reykjavík. Búast má við mik- illi þátttöku enda góð verðlaun í boði auk silfurstiga. Bridsdeild Sjálfsbjargar Lokið er fímm kvöldum af 7 í aðalsveitakeppni deildarinnar og er staðan efstu sveita þessi: Mejivant Meyvantsson 104 VilborgTryggvadóttir 97 Sigríður Sigurðardóttir 85 Hlaðgerður Snæbjömsdóttir 80 Sjötta umferð verður spiluð á mánudaginn kl. 19. Bridsdeild Rang- æingafélagsins Eftir 7 umferðir í aðalsveita- keppninni er staða efstu sveita þessi: Sigurleifur Guðjónsson 164 Gunnar Helgason 163 Lilja Halldórsdóttir 127 Ingólfur Jónsson 109 GunnarGuðmundsson 104 Næsta umferð verður spiluð 25. febrúar í Ármula 40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.