Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 *37 Viima hefst fljótlega við nýja fiskihöfn Sundlaug í Glerárhverfi: Bygging hefst 1 vor Fyrirhugað er að koma upp fiski- höfn á Akureyri á næstu árum. Hún verður á svæðinu milli tog- arabryggjunnar og athafnasvæð- is Slippstöðvarinnar og verður að öllum líkindum hafist handa strax á þessu ári við framkvæmd- ir. Búið er að samþykkja deili- skipulag að þessum breytingum. „Það verður farið í að lengja við- gerðarlegukant Slippstöðvarinnar á árinu og reynt að tiyggja fjármagn til að hægt verði að hefja vinnu við gijótgarðinn frá togarabryggjunni og út að nýja hafnarmynninu," sagði Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri, í samtali við Morgun- blaðið. Eins og sést á meðfylgjandi korti er um miklar breytingar að ræða á þessu svæði. Grjótgarðurinn á að Lús sting- ur sér niður TALSVERT hefur borið á lús á Akureyri að undanförnu. Þessi leiðinlegi gestur hefur stungið sér niður með jöfnu millibili en að sögn Hjálmars Freysteinsson- ar, yfirlæknis á Heilsugæslustöð- inni, er þó ekki um neinn faraldur að ræða. ná frá bryggjunni út undir austari enda viðlegukants Slippstöðvarinn- ar - og verður, að sögn Guðmundar, leitast við að hafa mynni „dokkunn- ar“ þröngt þannig að gott skjól verði inni f höfninni. Höfnin verður 100 metra breið og legukantar hvorum megin um 150 langir. Gert er ráð fyrir að allur fískiskipafloti Akureyringa geti legið inni í höfn- inni - og þá er meðtalinn viðgerðar- kantur Slippstöðvarinar. Ljóst er að fiskihöfnin verður ekki fullbúinn á næstu árum, en þó er ætlunin að taka hluta hennar í notkun fljótlega. Ekki verður hægt að ganga frá vestari legu- kanti hafnarinnar fyrr en eftir nokkur ár því hús sem standa við Skipatanga verða ekki rifin fyrr en að nokkrum árum liðnum; eigendur Bautabúrsins hafa til að mynda stöðuleyfi til átta ára til viðbótar fyrir húsnæði sitt. Guðmundur hafnarstjóri sagði: það er númer eitt að ná að lengja viðlegukant Slippstöðvarinnar og koma upp gijótgarðinum á þessu ári. A næsta ári er svo áætlað að fylla upp innan við gijótgarðinn og setja upp austara þilið innan á höfn- ina. Það yrði geysilegur áfangi - þar yrði kominn upp 150 metra langur kantur. En það er svo ekki gott að segja hvenær höfnin verður fullbúin." í framtíðinni mun öll fiskiskip Akureyringa hafa aðstöðu í þess- arri höfn. Guðmundur sagði ástand- ið í hafnarmálum alls ekki nógu gott í dag; „það hefur ekkert kom- ið í staðinn fyrir þá aðstöðu sem hvarf er Torfunefið var fyllt. Við höfum í dag engan stað þar sem skip eru örugg fyrir öllum veðrum, en það verða þau í nýju höfninni.“ Guómundur sagði að skv. fjár- hagsáætlun mjmdi Hafnarsjóður hafa tæpar 19 milljónir króna til nýframkvæmda á árinu, þar fær hann 5,3 milljóna króna úárveitingu frá ríkinu. Af þessum 19 milljónum fara um 16 milljónir í vinnu við nýju höfnina, en auk hennar er unnið að frágangi við smábátahöfn í Sandgerðisbót. Mikil hálka MJOG hált var á götum bæjarins í gær og síðari hluta dags urðu allmargir árekstrar. Um kvöld- matarleytið voru þeir orðnir 13. í Kaupvangsstræti, Gilinu svo- kallaða, varð hált eins og venjulega við þau skilyrði sem voru í gær, en mikið snjóaði og frosið hafði og þar var „slatti af bílum" sem höfðu runnið hver á annan, eins og lög- reglan orðaði það. Ekki höfðu þeir þó skemmst mikið. VINNA hefst við byggingu sund- laugar í Glerárhverfi i vor og er stefnt að því að hún verði fokheld í haust. Hún verður stað- sett norðan við íþróttahús Glerárskóla. Skiptar skoðanir hafa verið um staðsetningu laugarinnar, svo og stærð hennar. „Það hafa verið áhöld um hvort reisa eigi veglegt mann- virki eða litla laug sem fyrst og fremst yrði sniðin að skólakennslu. Mér sýnist að reynt verði að fara bil beggja," sagði Sigbjöm Gunn- arsson, formaður íþróttaráðs, í samtali við Morgunblaðið, en koma á upp laug sem verður 16 x 8 metr- ar. Iþróttaráð hefur að vísu óskað eftir upplýsingum um það hver kostnaðarauki yrði ef laugin yrði 25 x 12,5 metrar. „Því þarf ekki að fylgja svo mikil stækkun í ann- arri aðstöðu, ef af stækkun yrði,“ sagði Sigbjörn. Þessar upplýsingar liggja enn ekki fyrir þannig að ekki er ljóst hvort laugin verður byggð stærri en áætlað er. Þó taldi Sig- björn líkumar á því ekki miklar. íþróttaráð undir stjórn Sigbjöms hefur einnig með íþróttahöllina að gera. Til verkefna við hana fengust 7 milljónir króna á þessu ári og sagðist Sigbjöm nú þungt hugsi yfir hvernig ætti að veija þeim pen- ingum. „Við stefnum að því að ljúka frágangi að utan. Það verður að FÖSTUDAGUR 21. febrúar 9.00. Lukkukrúttin (Monsumar). Teiknimynd. 9.30. Högni hrekkvísi og Snati snarráði. Teiknimynd. 10.00. Penelópa puntudrós. Teikni- mynd. 10.25. Herra T. Teiknimynd. 11.00. Hinn víðfrægi hoppfroskur frá Kalaverasýslu. Unglingamynd. 11.30. Myndrokk. 12.00. Hlé. §18.00. 20 bleikir Skuggar (20 Shades Of Pink). Bandarísk kvik- mynd frá CBS sjónvarpsstöðinni með Eli Wallach og Anne Jackson í aðalhlutverkum. Miðaldra húsa- málari lætur til skarar skríða og stofnar eigið fyrirtæki. Að ráðum heimilislæknisins fer hann að hjóla til að slaka á spennunni. 19.45. Teiknimynd. Furðubúamir. 20.05. Undirheimar Miami. Líf Tubbs hangir á bláþræði þegar segjast eins og er að hluti hallarinn- ar liggur undir skemmdum vegna þess að ekki hefur tekist að ganga endanlega frá vissum atriðum. Þá ætlum við að ljúka við anddyri og snyrtingu fyrir áhorfendur — en aðalatriðið verður að ganga endan- lega frá utan dyra. Fá snyrtilegra yfirbragð á lóðina við húsið. Iðnsýn- ingin, sem haldin verður vegna 125' ára afmælis Akureyrar á árinu, í kallar á að gengið verði frá utan dyra. Kabarett: Vigdísi boðið á frumsýningu FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd frumsýningu Leikféiags Akur- eyrar á söngleiknum Kabarett í næsta mánuði. Leikfélagið á 70 ára afmæli 19. apríl en frumsýning á Kabarett er ráðgerð 14. mars. Þá verður haldið afmælishóf. Nú er æft stíft undir stjórn Bríetar Héðinsdóttur, leik- stjóra, og ganga æfingar vel. Crockett tekur nýtt ástarsamband fram yfir skyldustörf. 20.55. Hitchcock. í afskekktu húsi við sjávarsíðuna gerast vofeiflegir atburðir þegar þokan hvolfíst yfír. §21.45. Myndrokk. §22.15. Rau Charles. Ray Charles syngur og spilar. Með honum koma fram Stevie Wonder, Quincy Jones, Smokey Robinson, Glenn Campbell, Joe Cocker og fleiri. 24.00. Auglýsingastofan (Agency). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Robert Mitchum, Lee Majors, Va- lerine Perrine, Saul Rubinek og Alexandra Stewart í aðalhlutverk- um. Mikilsvert auglýsingafyrirtæki er skyndilega selt utanaðkomandi aðila. Eftir að hinir nýju eigendur eru teknir við eiga sér stað umtais- verðar breytingar, á örskömmum tíma og með leynd. Þrír starfsmenn komast á snoðir um að ekki er allt með felldu varðandi rekstur hinna nýju aðila. Leikstjóri er George Kaczender. 01.40. Dagskrárlok. Sjónvarp Akureyri Lögregluskortur á landsbyggðinni: Leitað lausnar á vanda Reyðf irðinga Lögreglan á Egilsstöðum fær fangageymslur „Við höfum rætt við heima- menn á Reyðarfirði og ætlum að reyna að skipuleggja lögreglu- mál þar svo að viðunandi geti talist,“ sagði Gísli Guðmundsson, yfirlögregluþjónn þjá dómsmála- ráðuneytinu. Fyrir nokkru birtist í Morgun- blaðinu frétt frá Reyðarfírði þar sem sagði frá erfíðleikum íbúa þar við að ná sambandi við lögregluna á Eskifirði, sem sinnir báðum stöð- unum. Á meðan reynt var að ná sambandi lék drukkinn ökumaður lausum hala í bænum og olli skemmdum. Gísli kvaðst vilja taka fram að biðin eftir lögreglu hefði ekki verið tvær klukkustundir, eins og sagt var frá þá, heldur um hálf- tími. „Hálftími er þó vissulega of langur tími ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir," sagði Gísli. „Það verð- ur reynt að skipuleggja viðveru lögreglumannanna á Reyðarfirði, en því miður er lögreglan nú að missa þá aðstöðu sem hún hafði í bænum. Það þarf einnig að bæta fjarskiptin og efla starf héraðslög- reglumanna á Reyðarfírði. Þá hefur nýlega verið ráðinn rannsóknarlög- reglumaður í Suður-Múlasýslu, en ekki hefur verið ákveðið hvar hann mun hafa aðsetur. Ástæða þess að tveir lögreglumenn eru á Eskifírði en enginn á Reyðarfirði er sú, að með því móti hafa þeir getað skipt með sér vöktum. Það væri þó æski- legt ef annar byggi á Reyðarfirði, en það er ekki hægt að setja mönn- um skilyrði um búsetu. Það verður allt gert til þess að Reyðfirðingar geti unað sínum hlut í lögreglumál- um,“ sagði Gísli. Það er ekki einungis á Reyðar- fírði sem kvartað er undan lögreglu- málum. Á Egilsstöðum vantar fangageymslur og verður að aka mönnum til Eskifjarðar eða Seyðis- fjarðar ef þeir þurfa á gistingu að halda. Leitað hefur verið að hent- ugu húsnæði þar í bæ undir fangageymslur, en of dýrt þykir að breyta lögreglustöðinni svo hún komi að gagni. Þegar fundið var annað húsnæði varð að hætta við það þar sem húsið var inni í miðju íbúðarhverfi og íbúar þar ekki hrifn- ir af hugmyndinni um að fá fangageymslur í hverfíð. Hjalti Zóp- hóníasson, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, viðurkenndi að dregist hefði úr hömlu að koma þessum málum í sæmilegt horf, en sagði að líklega rættist bráðlega úr. Þá hefur vantað fangageymslur VÍSNAFÉLAGIÐ Söngfuglamir hefur gefið út vasasöngbók, sem ber nafnið Söngbókin. í Söngbókinni eru 40 kvæði sem Jens Guðmundsson valdi. Þau eru að því leiti ólík kvæðum í áður út- gefnum vísnasöngbókum að nýjustu og vinsælustu dægurlagatextamir, eins og „Augun mín“ og „Serbinn" á Selfossi, en nú er verið að hefjast handa þar við byggingu lögreglu- stöðvar. Hvergerðingar hafa og viljað fá lögreglu á staðinn í stað þess að þurfa að leita til Selfoss, en fjarlægð á milli staðanna er svip- uð og milli Eskifjarðar og Reyðar- I fjarðar. I i með Bubba Morthens og „Hestur- inn“ með Skriðjöklum eru hafðir í bland við gömlu sígildu vísnasöng- kvæðin, s.s. „Fyrr var oft í koti kátt“, „Blátt lítið blóm eitt er“ ofl. Kvæðin eru valin með hliðsjón af því að þau henti vel til fjöldasöngs. Söngbókin er einnig myndskreytt og litprentuð. (Fréttatilkynning) Söngfuglarnir gefa út söngbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.