Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 45 íslensk abstraktlist Athugasemd við gagnrýni Braga Ásgeirssonar Morgunblaðið/Einar Falur Hilmar Örn Hilmar, nú er nýkomin plata með þér og Ornament- als, ertu ánægður með plötuna? Já, ég held hún sé snilldar- verk. Enda hef ég grátið blóði við gerð hennar, ég man ekki eftir jafn erfiðri fæðingu. Hvað er framundan? Næst á dagskrá er að plata sem ég gerði með þeim James Foster og David Tibet kemur út í Evrópu. Hún ber heitið Aryan Aquarians Meet Their Waterloo og er reyndar tekin upp við Waterloo. Eru tónleikar í aðsigi? Já, framundan eru tónleikar í Los Angeles, á einskonar tón- listarhátíð. Þangað er boðið þeim sem fléttað hafa saman nýstárlegum trúarhugmyndum og tónlist. Á meðal þeirra eru David Byrne og Frank Zappa. í kjölfarið fylgja jafnvel 10 tón- leikar í Bandaríkjunum, ef ég get spanað mig upp í það. Síðan ætlum við Rose McDow- ell að leika á tónleikum í Japan, Singapore og Hong Kong. Þar munum við leika sambland af kirkjutónlist og dægurlagatón- list. Lokaorð. Ég ætla að aukast og marg- faldast á þessu ári og um framtíðina hef ég þetta að segja: Allt sem ekki hefur þeg- ar gerst mun gerast og enginn verður óhultur. Ég ætla mér stúkusæti. Árni Matt Búið að trekkja U2 upp ÍRSKA hljómsveitin U2 er komin í startholurnar, svo klisjukennt orðalag sé notað. í næsta mánuði kemur út ný plata með piltunum og skal hún heita The Joshua Tree. Ekkert hefur enn lekið út um plötuna, en poppspámenn telja að hún verði talsvert söluvænlegri en fyrri plötur, vegna þeirrar áherslu sem sveitin leggur á að rækta garð- inn sinn í Bandaríkjunum. Hljómsveitin mun fara í langa hljómleikaferð um heiminn í kjölfar útgáfunnar og ætlar að hefjast handa í Bandaríkjunum, en enn skortir herslumuninn á að sveitin komist á toppinn þar í landi. Seinna í sumar mun U2 halda þó nokkra tónleika á Bret- landi og í Evrópu, en ekki er enn búið að ákveða dagsetn- ingar. Því hefur verið fleygt að The Pretenders verði með í för. eftir Gunnar B. Kvaran Á síðastliðnum vikum hefur birst í dagblöðum gagnrýni um sýning- una íslensk abstraktlist. í þessum skrifum má vel merkja að yfirlýst stefna og markmið sýningarinnar hafa eitthvað vafist fyrir gagnrýn- endum, ennfremur kvarta þeir undan skorti á skilgreiningum á hugtakinu abstraktlist. Greinilegt er að viðkomandi gagnrýnendur hafa ekki haft eirð í sér til að skoða sýninguna gaumgæfilega og lesa samantekt sem fylgir sýningunni og fjallar um íslenska abstraktlist. Því vill undirritaður vekja athygli gagnrýnenda, og þá sérstaklega Braga Ásgeirssonar, á riti sem gef- ið er út í tengslum við sýninguna og hefur að geyma ítarlegar greinar um íslenska abstraktlist. I þessu riti kemur það skýrt fram að til- gangur sýningarinnar sé að gefa sögulegt yfirlit yfir íslenska abstraktlist, kjmna ólíkar greinar innan abstraktlistarinnar og fylgj- ast með breytingum á listsköpun þeirra listamanna sem unnið hafa innan þessa myndmáls. Yfírskrift sýningarinnar Islensk abstraktlist er í raun safnheiti og tekur yfir allar þær óhlutlægu myndgerðir sem koma fram á sýningunni. Sér- hver myndgerð er síðan skilgreind á ’/iðeigandi hátt í fyrrgreindu riti. Þar eru rækilega tíunduð sérein- kenni, uppruni og eðli viðkomandi myndgerða innan abstraktlistarinn- ar sem of langt mál yrði að rekja hér (ritið er 96 bls.). Ekki ætlar undirritaður að eltast við allar þær rangfærslur, dylgjur og lágkúru sem birtast í grein Braga Ásgeirsson, heldur aðeins að benda á eitt dæmi um vinnubrögð gagnrýnandans. í greininni segir Bragi orðrétt: „Til voru þeir, sem höfnuðu þátttöku strax í upphafi, svo sem Kjartan Guðjónsson, sem var einn af Septembersýningar- mönnunum upphaflegu..." Hér gefur gagnrýnandinn í skyn að Qöldi listamanna hafi hafnað þátt- töku í sýningunni. Þetta er rangt. Hið rétta er að Kjartan Guðjónsson var sá eini af þeim mikla fjölda lista- manna sem boðin var þátttaka sem hafnaði boðinu. Þvert á moti voru undirtektir listamanna mjög já- kvæðar og samvinnan við þá einkar ánægjuleg, nema í einu tilfelli, nefnilega við Braga Ásgeirsson, listmálara og gagnrýnanda Morg- unblaðsins, sem kom inn á Kjarvals- staði nokkrum dögum fyrir opnun sýningarinnar og heimtaði að fá fleiri myndir eftir SIG á sýninguna! Hótaði hann að taka allar mjmdir sínar af sýningunni ef ekki yrði gengið að hans kröfum. Það var ekki gert. Sagðist hann þá ætla að hugsa málið. Heyrðist ekkert í Braga fyrr en nokkrum vikum seinna á síðum Morgunblaðsins og þá í hlutverki gagnrýnandans. Höfundur er doktor ílistfræði og forstöðumaður Ásmundarsafns. Sældarbrauðin frá Myliunni. Sældarbrauð frá Myllunni NÝLEGA kom á markaðinn ný brauðiína frá Myllunni, sem hef- ur fengið nafnið Sældarbrauð. Sældarbrauðin eru fimm talsins, þ.e. fransk-, sólkjarna-, ræktar-, normal- og maltbrauð, en þrjú þau fyrst nefndu eru skorin. Brauð þessi eru lítil, um það bil helmingur af venjulegu brauði, og eru því hentug fyrir einstaklinga og litlar fjölskyldur, einnig þá sem vilja meiri fjölbreytni, segir í frétt frá Myllunni. Þegar á hólminn er komið er ekki aftur snúið. Vandið valið strax í byrjun. Það er engin tilviljun að samband íslenskra kaupskipaútgerða valdi Helly-Hansen flotbúninga fyrir áhafnir sínar, enda viðurkenndir í yfir 20 þjóðlöndúm og hafa bjargað fjölda mannslífa. Hclly-Hanscn a.s Öryggi ofar öllu. Vinnubúningur. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 13* 91-35200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.