Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Handknattleikur: Heimsmeistaramir koma á morgun O Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliösfyrirliði, hefur nú gefið kost á sór í landsliðshópinn á ný og mun leika gegn Júgóslövum á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Hann er hér í leik gegn Júgóslövum á Ólympfuleikunum í Los Angeles 1984. HEIMS- og Ólympfumeistarar, Júgóslava, koma til landsins á morgun og munu leika hér tvo landsleiki f handknattleik við ís- lendinga f Laugardalshöll á mánudags- og þriðjudagskvöld. Heimsmeistararnir koma með nokkuð breytt lið frá því þeir unnu heimsmeistaratitilinn í Sviss í fyrra. Þó eru þar gamlreyndir kapp- ar eins og Jozef Holpert, Jasmin Mrkonja, Zlatan Saracevic og fleiri. Þeir verða án stórskyttunnar, Vas- elin Vujovic og hins snjalla horna- manns, Isakovic, en þeir eru báðir meiddir. Júgóslavar eru að byggja upp nýtt lið fyrir Ólympíuleikana og ætla sór sjálfsögðu að verja titil- inn frá því í Los Angeles 1984. Júgóslavneska liðið verður skip- að eftirtöldum leikmönnum, landsleikir fyrir aftan: Rolando Pusnic 74 Ermin Velic 37 Mitja Velenclc 5 Jozef Holpert 86 BorisJarak 17 Jasmin Mrkonja 63 England: Warren Aspinall til Villa Frá Bob Hennessy á Englandi. ASTON Villa keypti í gær Warren Aspinall frá Everton fyrir 200 þúsund pund og Old- ham greiddi Grimsby 100 þúsund pund fyrir fyrirliðann Kevin Moore. Everton keypti Aspinall frá Wigan í fyrra fyrir hundrað þús- pU5d, SH hann er aðeins 19 ára og hefur komið inná sem varamaður í 10 leikjum Ever- ton. Aspinall er miðherji, en leikmönnum Aston Villa hefur gengið frekar illa að skora mörk í vetur og er liðið : næst neðsta sæti 1. deildar. Oldham er í 3. sæti í 2. deild og stefnir að sæti í þeirri fyrstu. Vörnin hefur verið veikasti hlekkurinn og því var Moore keyptur. Hann er 28 ára og hefur leikið 400 leiki með Grimsby. Það verður ekkert úr því að Craig Johnston hjá Liverpool leiki með skoska landsliðinu. Skoska knattspyrnusambandið segir hann ekki löglegan, þar sem hann hefur leikið með B- liði Englands, en Johnston telur sig hafa verið ólöglegan með enskum. Skotland: McDougall hættur FRANK McDougall, miðherja Aberdeen, hefur verið ráðlagt að hætta f knattspyrnunni, þvf annars geti hann átt á hættu að lamast. McDougall er 29 ára og hef- ur verið einn helsti markaskor- ari Skotlands uridanfarin ár. Hann hóf ferilinn hjá Clydebank 1978, fór árið eftir til St. Mirren og til Aberdeen 1984. Hann á við slæm bakmeiðsli að stríða og verður að hætta í boltanum þeirra vegna. Sjónvarpið: Tottenham og Newcastle í dag Leik Charlton og Oxford frestað LEIKUR Tottenham og Newcastle í 5. umferð ensku bikarkeppninn- ar í knattspyrnu verður f beinni útsendingu f Sjónvarpinu f dag, sem hefst klukkan 14.55. í seinni íþróttaþættinum, sem byrjar klukkan 16.45, verður bein útsending frá bikarglímu íslands og sýnt verður úr minnisstæðum landsleikjum milli íslands og Júgó- slavíu, sem voru fyrir tveimur árum, en þjóðirnar leika tvo leiki í Höllinni eftir helgi. Leik Charlton og Oxford í 1. deild hefur verið frestað vegna veikinda leikmanna Charlton, en þessi leikur er á íslenska getrauna- seðlinum. Einar Lcng góður í golfherminum EINAR LONG Þórisson úr GR sýndi það um helgina að það var enginn tilviljun að hann vann golf- keppnina f golfherminum fyrir skömmu f Óskjuhlfðinni. Um síðustu helgi gerði hann sér Irtið fyrir og vann holukeppnina. Einar vann Úlfar Jónsson úr GK 2:1 í æsispennandi keppni. Leikur þeirra var ekki sá eini sem var spennandi því flestir leikirnir voru mjög jafnir og góðir. Enginn var þó eins og leikur Úlfars og Hannes- ar Eyvindssonar í undanúrslitum. Úlfar vann 1:0 eftir 20 holur og komst þar með í úrslit. Einar vann Ragnar Ólafsson 2:1 í undanúrslitum og Arnar Ólafsson í leik þar á undan, einnig 2:1. Úlfar lék hinsvegar við félaga sinn hjá GK, Magnús Birgisson, 5:4 áður en hann lagði í maraþonleikinn við Hannes. Morgunblaðlð/Bjami • Jón Hjaltalín og Ólafur Jón Ingólfsson við undirritunina í gær. Almennartryggja HSÍ ALMENNAR Tryggingar hafa nú bæst í hóp stuðningsfyrirtækja HSÍ. í gær undirrituðu Jón Hjal- talín Magnússon formaður HSÍ og Ólafur Jón Ingólfsson frá Almennum Tryggingum samn- ing þar sem kveðið er á um tryggingu allra átta landsliða íslands f handknattleik. Trygg- ing þessi nær til allra þeirra 200 íþróttamanna sem taka þátt í landsliðsæfingum og landsleikj- um f handknattleik svo og tilheyrandi ferðalaga. Irfan Smallagic Mirzet Uzelrovic Zlatan Saracevic Slobodan Kuzmanovskl Zlatko Portner Iztok Ruc Goran Perkovac Sasa Babic 20 12 53 51 32 22 12 3 Fyrri leikurinn hefst kl. 20.30 á mánudagskvöld og seinni á sama tíma á þriðjudagskvöld. Forsala verður á morgun, sunnudag frá kl. 13.00 til 16.00 og svo leikdagana frá kl. 17.00. Áhorfendum, sem fylgdu íslenska landsliðinu á HM í Sviss í fyrra, er sérstaklega boðið á leikina og verða þeir að sækja miða sína á mánudag og þriðju- dag. Islendingar og Júgóslavar hafa 15 sinnum leikið saman og hafa íslendingar aðeins unnið einu sinni, 20:13, síðast þegar þjóðirnar mættust hér á landi 1985. Tvíveg- is hefur orðið jafntefli en Júgósla- var hafa unnið 12 sinnum. Handknattleikur: Átta bestu þjóðirnar leika í Svíþjóð ÍSLENDINGAR taka þátt í heims- bikarkeppninni f handknattleik f fyrsta sinn á næsta ári. Keppnin fer fram í Svfþjóð f janúar og taka átta bestu handknattleiksþjóðir heims þátt í mótinu. Dregið hefur verið í riðla og eru íslendingar í riðli með heims- og Ólympíumeisturum, Júgóslava, Austur-Þjóðverjum og Dönum. í hinum riðlinum leika Svíar, Ung- verjar, Vestur-Þjóðverjar og Spánverjar. ísland öðlaðist þátttökurétt í keppninni með því að ná 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Sviss í fyrra. Keppnin hefst 11. janúar 1988. íþróttir helgarinnar: Bikarglíman verðurídag HEIMSMEISTARAR Júgóslavfu í handbolta leika tvo landsleiki gegn íslandi á mánudag og þriðjudag og hefjast báðir leikirn- ir klukkan 20.30. Það er ekki á hverjum degi sem heims- og ólympfumeistarar leika á íslandi og er vissara fyrir fólk að tryggja sér miða f tfma. Auk þessara leikja verður mikið um að vera í ýmsum greinum íþrótta. Handbolti Tveir leikir verða í 1. deild karla um helgina. Leikur Hauka og Stjörnunnar hefst í Hafnarfirði í dag klukkan 14, en á morgun leika KR og FH í Höllinni klukkan 20. Fjórir leikir verða í 1. deild kvenna. í dag leika Stjarnan og KR í Digranesi og Ármann og Víkingur í Höllinni og hefjast báðir leikirnir klukkan 15.15, en leikur Fram og ÍBV byrjar klukkan 14 í Höllinni. A morgun leika Valur og FH í Höll- inni og hefst sá leikur klukkan 15.15. Þá verða fjórir leikir í 2. deild karla, tveir leikir í 2. deild kvenna og þrír leikir í 3. deild karla. Körfubolti Tveir leikir verða í úrvalsdeild- inni á morgun. Leikur KR og ÍBK hefst í Hagaskóla klukkan 14 og viðureign Vals og Fram byrjar klukkan 20 í Seljaskóla. KR og ÍR leika í 1. deild kvenna á morgun klukkan 15.30 í Haga- skóla og í 1. deild karla verða tveir leikir. Þór og UMFG keppa fyrir norðan í dag klukkan 14, en UBK og ÍS byrja í digranesi klukkan 20 á morgun. Á mánudaginn klukkan 20 byrjar síðan í Seljaskóla seinni leikur ÍR og Hauka í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar. Blak Síðustu leikirnir fyrir úrslita- keppnina fara fram í dag. í 1. deild karla leika ÍS og Þróttur, Nes- kaupsstað, klukkan 14 og Fram og KA byrja klukkan 15.15, en báðir leikirnir verða í Hagaskóla. Leikur ÍS og Víkings í 1. deild kvenna hefst á sama stað klukkan 16.30, en stundarfjórðungi síðar verður leikið um 5. sæti hjá konun- um og verður sá leikur í digranesi. Glíma Bikarglíma Islands terfram i uag í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst klukkan 15. Níu keppendur taka þátt í eldri flokki og tólf í yngri flokki, en keppendur eru frá HSK, HSÞ, UÍA, Leikni Reykjavík og KR. Á meðal keppenda verða þrír fyrr- verandi bikarmeistarar. Skíði VISA bikarmót SKÍ verður á Akureyri um helgina og hefst keppnin klukkan 11 í dag og á morgun og verður keppt í svigi og stórsvigi karla og kvenna og í göngu í flokki karla, kvenna, pilta og stúlkna. Stefánsmótið í stórsvigi 13-14 ára og 15 - 16 ára verður haldið í dag í Skálafelli. Svansbakarí í Hafn- arfirði gefur vegleg verðláun til keppninnar. Fyrirhugað er að halda skíða- göngumót ( Bláfjöllum í dag klukkan 14. Það er hið árlega Toy- ota-mót þar sem keppt er í fimm flokkum. Karlarnir ganga 10 kíló- metra en aðrir 5 kílómetra. Sund Sundmót Aspar hefst í Sund- höllinni í Reykjavík klukkan 17 í dag og verður flest besta sundfólk landsins á meðal keppenda. Badminton Unglingameistaramót TBR fer fram í dag og á morgun í TBR- húsinu við Gnoðarvog. Keila T-bandið hefur valið lið, sem leikur gegn landsliðinu í dag. Keppnin hefst í Keilusalnum.klukk- an 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.