Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 52

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 52
52" MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 fclk í fréttum Yoko í hópi „friðarkvenna". Reuter Eitt sinn hippi, ávallt hippi Síðastliðinn miðvikudag átti ekkja Johns Lennon, Yoko Ono, 54 ára afmæli. Hin japanska ekkja, sem er óhemjuauðug, hélt þó ekki upp á afmælið með látum neinum, heldur heimsótti hún kvennabúðir þær, sem eru á Greenham-almenningi, nokkuð vestur af Lon- don. Búðir þessar eru við hlið herstöðvar þar, en konumar eru að mótmæla staðsetningu stýriflauga, sem þar eru. Yoko hefur að undanfomu helgað sig friðar- málum og var t.a.m. að koma úr „friðarferð" austan jámtjalds, en sem íslendingum er kunnugt héldu Kremlarbændur mikið friðar- þing í síðustu viku þar sem saman var komið ýmislegt stórmenni. Yoko gafst upp á tónlistarferli sínum nokkru eftir fall eiginmanns hennar, en þá seldist plata hennar sama og ekki neitt og þurfti hún einnig að hætta við tónleikafor sína. Hafa enda löngum verið skiptar skoðanir um tónlist- arhæfileika Yoko. En nú virðist hún sumsé hafa fundið sér viðfangsefni. i í tékknesku pressunni Islendingum þykir alltaf gaman af því að sjá landann standa sig vel á erlendri grund og hér er eitt dæmi um slíkt. Gunnlaugur Rögn- valdsson, rallökumaður, hefur gert garðinn frægan í Tékkó-Slóvakíu og keppir bæði þar og í nágranna- iöndunum. Fyrir skömmu barst inn á rit- stjóm tékkneska blaðið Motor, en eins og ráða má af nafni er það blað bílaáhugamanna. í téðu blaði rákumst við á stutta grein um Gunnlaug, en því miður skildi ritari þessara lína lítið í tékkneskunni. Með greininni fylgdu tvær myndir — önnur af Skoda-bifreið Gunn- laugs, en hún er m.a. merkt Nóa, Síríus og Flugleiðum, og hin af Gunnlaugi sjálfum, en á hana hefur hann ritað nafn sitt á, auk þess sem hann hefur bætt við á íslensku: „Þessi mynd er fyrir MOTOR-les- endur." ■ Hér er Yoko við hlið herstöðvarinnar og sýnir hún friðarmerkið gamla. Hvað kvað Spilverkið ekki til foma: „Eitt sinn hippi, ávallt hippi“. Fólk verður að kenna eða koma sér úr landi Ástrós Gunnarsdóttir í viðtali Astrós Guðmundsdóttir heitir ung stúlka, sem kennir dans í dansstúdiói Sóleyjar. Ástrós er nýkomin heim frá námi og átti blað- ið við hana stutt spjall um dansinn ogþað sem framundan er. Hvað ertu búin að dansa lengi? „Ég byrjaði að læra dans hjá Dansstúdíói Sóleyjar fimmtán ára gömul og hef verið stanslaust að síðan. Ég hafði þó verið í fímleikum frá því að ég var tíu ára gömul og þar kviknaði eflaust áhuginn á hreyfíiist. Svo þróaðist þetta — ég æfði og æfði og var orðinn auka- kennari hjá Sóleyju þegar ég varð íslandsmeistari í „Freestyle“-dansi árið 1983, þá 19 ára gömul. Árið eftir byijaði ég síðan sem fastur kennari, en um haustið fór ég utan í fyrsta skipti." Þú fórst til New York — ekki svo? „Jú, ég fór og lærði hjá Alvin Ailey í American Dance Center. Þar er allt milli himins og jarðar, sem dansi viðvíkur kennt og auk jazz- ballettsins lærði ég nútímaballett, og lærði bæði samkvæmt svokall- aðri Graham-tækni og Harton- tækni. Klassískur ballett var ekki vanræktur heldur og einnig lærði ég Afríkudansa ýmiskonar, auk bóknámsins og „kompósisjónar" — eða þeirrar listar að semja dansa." En hvað erfyrirfólk eins ogþig aðgera hérheima? Morgunblaöið/Þorkell Ástrós Gunnarsdóttir. „Fyrst og fremst er það náttúru- lega kennslan, en það býðst nær ekkert af öðrum verkefnum og þessvegna þarf maður að leita að þeim. Að vísu hafa ýmsir möguleik- ar verið að opnast hjá Dansstúdíó- inu, en enn sem komið er er lítið að gera hér heima.“ En nú þegar söngleikurinn Gæjar og píur var sýndur í Þjóðleikhúsinu, varíslenski dansflokkurinn kvadd- ur til í dansinn. Hefði ekki verið upplagt að notajazz-ballettfólk í það? „Ég tel það og þó að ég vilji engri rýrð kasta á dansflokkinn, því innan hans eru fremstu dansar- ar landsins, þá má ekki gleyma því að hann byggir nær eingöngu á klassískum grunni og jazz-ballett ekki hans fag. Við myndum ekki ieggja í að koma fram í táskóm, en t.d. í Gæjum og píum hefði ver- ið upplagt að nota jazz-ballett- dansara landsins. Eins og staðan er í dag verður fólk annað hvort að kenna eða koma sér úr Jandi." Ennúer ógnarfjöldi fólks íjazz-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.