Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Vigdís í heimsókn í Jórvík London, frá Valdimari Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgnnbladsins. HIN fornfræga borg Jórvík skartaði sínu fegursta þegar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom þangað í gær. Vigdís kom með lest frá Lundúnum. í fylgd með henni voru meðal annars Ólafur Egilsson, sendiherra Islands í Bretlandi, og eiginkona hans, Ragna Ragnars, sendiherra Bretlands á íslandi, Burt Thap- man, og eiginkona hans, Magnús Magnússon, rithöfundur og sjónvarpsmaður, og kona hans og Sir David Milson, forstöðumað- ur British Museum, og eiginkona hans. Myndin er tekin þegar forsetinn litaðist um á sýningu á víkingaskipum í Jórvik, en með henni á myndinni er Peter Addyman, framkvæmdastjóri safnsins. Bifreiðaeftirlitið: Skemmdar Subaru- bifreiðir verða ekki skráðar hér Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur ákveðið að Subaru-bifreiðir, sem skemmdust í flóðum í Noregi, verði ekki skráðar hér á landi. Þá hefur Bifreiðaeftirlitið enn fremur ákveðið að verða ekki við þeirri beiðni Heklu hf. að Mitsubishi-bifreiðir, sem einnig lentu í flóðum þessum, verði auðkenndar með athugasemd í skráningarskirteini. * I gæsluvarð- halditil26.feb. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þann úrskurð Sakadóms Reykja- víkur að Steingrímur Njálsson skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur i máli hans fellur, þó ekki lengur en til 26. febrúar á næsta ári. Steingrímur, sem fyrir skömmu var dæmdur í Sakadómi til 2V2 árs fangelsisvistar fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum, lauk af- plánun eldri dóms þann 28. nóvember, en hafði þá áfrýjað dómi sakadóms til Hæstaréttar. Ríkis- saksóknari krafðist þess hins vegar að Steingrími yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur í málinu félli fyrir Hæstarétti. Sakadómur úrskurðaði Steingrím í gæsluvarðhald til 26. febrúar á næsta ári og hefur Hæstiréttur nú staðfest þann úrskurð. í gær barst Bifreiðaeftirlitinu bréf frá Fuji Heavy Industries, framleiðanda Subaru bifreiða. Þar segir, að fyrirtækið muni ekki veita ábyrgð á nokkurri þeirri Subaru- bifreið sem lenti í flóðunum í Drammen í Noregi þann 16. októ- ber sl. Ennfremur muni Fuji ekki beina tilmælum til löggiltra Su- baru-þjónustuverkstæða að fram- kvæma uppherslu-, viðhalds-, eða viðgerðaþjónustu á umræddum bif- reiðum. Þær séu allar ónýtar, ekki sé hægt að gera við þær og það eigi aldrei undir nokkrum kringum- stæðum að selja þær eða nota sem ökutæki. Haukur Ingibergsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaeftirlitsins, sagði að tilkynning framleiðanda Subaru-bifreiða kæmi í kjölfarið á fregnum um að nokkrir íslendingar ætli sér að kaupa bifreiðimar og flytja hingað til lands. „Vegna þess- arar yfirlýsingar fyrirtækisins mun Bifreiðaeftirlitið hafna öllum til- mælum um að skrá bifreiðimar," sagði Haukur. „Við höfum verk- smiðjunúmer þessara bifreiða, svo það á ekki að vera hægt að koma þeim í umferð hér.“ Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur Hekla hf. ákveðið að flytja Mitsubishi-bifreiðir, sem lentu einnig í flóðunum, hingað til lands. Fyrirtækið óskaði eftir því að Bif- reiðaeftirlitið tæki sérstaklega fram í skráningarskírteinum að bifreið- imar hefðu lent í tjóni þessu. Haukur sagði að Bifreiðaeftirlitið ætlaði ekki að verða við þessum óskum, enda hefði aldrei tíðkast að taka það fram í skráningarskírteini ef bifreið hefði lent í tjóni. Ef fólk vildi kanna hvort tiltekin bifreið væri úr þessari sendingu frá Nor- egi, þá væri sjálfsagt hægt að afla upplýsinga um það hjá Heklu hf. Tollar í samræmi við sannanlegt verð Bjöm Hermannsson, tollstjóri í Reykjavík, sagði að Mitsubishi- bifreiðimar yrðu tollaðar í samræmi við það verð sem þær væru sannan- lega keyptar á í Noregi. Tollayfir- völd hefðu ekki enn fengið innflutning bifreiðanna til af- greiðslu og ekki væri vitað hvar á landinu þær yrðu tollaðar. Þegar í dag MORGUNBLAÐS I NS Ekið á konu EKIÐ var á unga konu á Lang- holtsvegi síðdegis i gær. Hún kastaðist upp á bifreiðina og á aðra kyrrstæða, en slapp lítt meidd. Konan var á leið yfir götuna á móts við Holtsapótek, þegar bifreið kom á mikilli ferð og ók á hana. Það bjargaði henni frá meiðslum að hún var nærri komin yfir göt- una, svo hún lenti utan í bifreiðinni. Hún kastaðist þó upp á hægra bretti bifreiðarinnar, á kyrrstæða bifreið og þaðan í götuna. Rigning var og slæmt skyggni þegar slysið varð. Ástæða er til að brýna fyrir ökumönnum og gang- andi vegfarendum að fara varlega á Langholtsvegi, enda er umferðin þar oft mikil. Þá fer mikill fyöldi bama daglega yfir götuna á leið til og frá skóla. til innflutnings kæmi yrði kannað hversu hátt raunvirði þeirra værí og lögð á þær gjöld eins og lög geri ráð fyrir. Nemendur frumgreinadeildar Tækniskóla íslands bíða eftir að hitta Jón Baldvin Hannibalsson í fjár- málaráðuneytinu í gær. Tækniskóli íslands: Eiigiii kemisla vegna deilna við fjármálaráðuneytíð samkomulag um þetta mat. Sam- kómulagið fól í sér að 90% af vinnutímamatinu tæki gildi frá 1. september 1987, en tæki síðan að fullu gildi frá 1. september 1988,“ sagði Asmundur. „Nú segja kennar- amir um þetta samkomulag að þessi skerðing hafi eingöngu átt að taka til kennslu en ekki til annarra starfa sem þeir hafa með höndum. Við telj- um hins vegar að það eigi að taká til allra starfa," sagði nann. Nementjur vongóðir um lausn Nemendur frumgreinadeildar Tækniskólans fjölmenntu í fjármála- ráðuneytið í gærmorgun til að ná tali af ráðherra vegna málsins og hvetja hann til að ganga strax í að leysa deiluna. Kristján Ragnarsson formaður Nemendafélags Tækni- skólans sagði þetta mál vera mjög alvarlegt fyrir nemendur og hefðu þijú próf fallið niður í gær. „Ef deilan dregst fram í næstu viku missum við af mörgum prófum. Við getum þá ekki sýnt þann ein- ingafjölda sem þarf til að vera lánshæfur hjá Lánasjóðnum," sagði Kristján. „Meðalaldur nemenda við skólann er hærri en gengur og ger- ist og margir eru fjölskyldumenn sem gerir málið ennþá alvarlegra. Við vildum því fá skilmerkileg svör frá ráðuneytinu. Jón Baldvin fjár- málaráðherra tók málið upp á sína arma og lofaði skjótum úrbótum og síðdegis var komið á skyndifúndi. Að honum loknum yfirgáfum við ráðuneytið í þeirri von að deilan leys- ist um helgina.“ átti að greiða eftir því hefðu störfin verið talin of hátt metin til, launa. „í miklu þrasi og þjarki stóð þar til 27. október, en þá var gert sam- komulag. í því fólst að við gefum eftir 10% af mati kennslu til vinnu- stunda og samkvæmt okkar skiln- ingi átti mat á öðrum störfum að standa óhaggað," sagði hann. „Þeg- ar við fengum launagreiðslur kom í ljós að þessi 10% skerðing gilti um öll störf kennara, hvort sem um var að ræða störf flokksstjóra, deildar- stjóra, prófvinnu eða kennslu. Við leggjum áherslu á að fá þetta leiðrétt strax," sagði Ólafur Jens. „Við höfum sýnt mikið langlundar- geð í þessu máli, en nú höfum við ákveðið að hvika ekki frá þessum kröfum. Það þýðir að við heflum ekki kennslu fyrr en launadeildin sýnir í verki að hún standi við sam- komulagið." Ásmundur Vilhjálmsson lögfræð- ingur launadeildar íjármálaráðu- neytisins sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrrgreint mat á kennslu og öðrum störfum í frum- greinadeild skólans leiddi til veru- legrar hækkunar á launum kennara deildarinnar sem ekki var gert ráð fyrir í síðustu kjarasamningum. Launadeildin hefði því ekki getað fallist á matið. „Til þess að forða því að kennar- amir legðu niður vinnu var gert KENNARAR frumgreinadeildar Tækniskóla íslands lögðu niður vinnu í gærmorgun. Telja þeir að launadeild fjármálaráðuneytis hafi ekki staðið við samkomulag við Félag tækniskólakennara um greiðslu vegna kennslu og annarra starfa í deildinni. Sögðust kennaramir í gær ekki ætla að hefja störf fyrr en launadeildin sýnir í verki að hún standi við samkomulagið. Fundur var haldinn síðdegis í gær í fjármála- ráðuneytinu og eftir hann sagði Guðmundur Steinþórsson formaður Félags tækniskólakennara að lausn málsins væri í sjónmáli. Annar fundur var boðaður kl. 11 i dag. Svokölluð kennslumatsnefnd gerði mat á kennslu og öðrum störf- um frumgreinadeildarinnar síðast- liðið sumar í framhaldi af kjarasamningunum. Voru öll störf deildarinnar metin til eininga. Ólafur Jens Pétursson deildarstjóri frum- greinadeildar sagði að menntamála- ráðuneytið hefði lagt blessun sína yfir matið, en þegar launadeildin Ragnarsbakarí: Þrotabúið selt að- ilum í Reykjavík Keflavík. SAMNINGAR tókust um sölu þrotabús Ragnarsbakarís hjá skiptaráðandanum í Keflavík í gærkvöldi. Ragnarsbakarí var selt aðilum úr Reykjavík og hyggjast þeir halda rekstrinum áfram þar sem frá var horfið. Ragnarsbakarí var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og þá misstu um 40 manns vinnuna fyrir- varalaust. Þorsteinn Pétursson skiptaráðandi sagðist ekki geta upp- lýst hveijir hinir nýju eigendur væru á þessu stigi. En þeir stefndu að að koma rekstrinum af stað aftur sem fyrst og eins vonuðust þeir til að geta gengið inn í þá samninga sem bakaríið hefði gert. Þorsteinn sagði að hinir nýju eig- endur væru þegar famir að hafa samband við starfsfólk bakarísins, því forsenda þess að hægt yrði að koma rekstrinum af stað aftur sem fyrst væri að fá vana starfsmenn. BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.