Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Þijár útvarpsstöðvar 1 Buen- os Aires eiga aJlar plötur ísl- enzkrar tónverkamiðstöðvar! Er einhver að tala um áhugaleysi á íslenzkri tónlist? Bergljót Jónsdóttir við tölvuna góðu i tónverkamiðstöðinni. Rætt við Bergljótu Jónsdóttur Ef þið rekið útvarpsstöð í Kat- mandu og vantar upplýsingar um íslenzka nútfmatónlist, hvert er þá hægt að snúa sér? Til íslenzkrar tón- verkamiðstöðvar. Ef ykkur vantar nótur að fslenzku tónverki, hvert er þá hægt að snúa sér? íslenzk tón- verkamiðstöð útvegar þær og þið fáið þær í ljósblárri möppu. Þess vegna er oftast spilað upp úr ljós bláum möppum, þegar fslenzk tón- verk eru flutt... Stofnunin með þessu virðulega nafni er til húsa á Freyjugötu 1. Þegar komið er að húsinu, er ekki ósennilegt að í gegnum rimlaglugga- tjöldin glitti í svartan hrokkinkoll, sem situr við tölvu og er að setja nótur á apparatið. Þetta er Bergljót Jónsdóttir, drifflöðurin í gangverki miðstöðvarinnar. Bergljót ber í sér brennandi áhuga og trú á því sem hún er að gera. Skiptir ekki litlu máli, þegar verið er að reka stofnun, sem stendur tæpt, vegna þess að of fáir átta sig á, að þarna er verið að sinna því sem skiptir tónlistarstarf- semi hér miklu. A Norðurlöndunum starfa svona tónverkamiðstöðvar, kostaðar af ríkinu að miklu leyti og tekst að vera það, sem þær eiga að vera. Þær kinka kollinum til útlanda, eru ásjóna innlendrar tónlistar út á við, styðja við tónlistarstarfsemi inn- anlands og veita upplýsingar á tvist og bast. En meira um þetta á eftir, vflqum fyrst að upphaflnu. Islenzk tónverkamiðstöð var stofn- uð fyrir næstum 20 árum, í febrúar 1968, af tónskáldum úr Tónskáldafé- laginu. Meðlimimir fundu glögglega fyrir því, að það var hvergi hægt að ganga að fslenzkum verkum á einum stað og enginn, sem gat talist pligtugur til að sinna fyrirspumum erlendis frá. Þetta og fleira átti og miðstöðin að hafa á sinni könnu. Á sfnum tíma var talað um í lögum miðstöðvarinnar að hús skyldi leita eftir framlagi frá ríki, borg og tón- skáldasjóðum. Það hefur víst ekki verið gengið eftir styrk borgarinnar hingað til, svo á það hefur lítt reynt. Ríkisframlagið er mjög af skomum skammti, en aðalframlagið kemur úr sjóðum tónskálda, fyrst og fremst úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Þó það megi kannski segja að tón- skáldin eigi að borga eitthvað fyrir að verkum þeirra sé haldið saman og þau kynnt, þá em tónskáldin ekki svo vel haldin.annars staðar frá, að það sé sanngjamt að taka þennan sjóð og nota hann til þess ama. Og kannski enn dapurlegra vegna þess að í fjárþrengingum sínum hefur stöðin tæplega getað sinnt þessu hlutverki sínu sómasamlega. Kynning á íslenzkri tónlist heima og heiman hlýtur að teljast hluti af almennri menningarstarfsemi, og ætti því öllu heldur að vera kostuð af hinu opinbera, eins og önnur slík starfsemi, ef við viljum í raun vera eins menningarlega sinnuð og við látum í veðri vaka á tyllidögum eða þegar við gumum af íslenzkri menn- ingu (hvur sem hún nú er...) við saklausa og bláeygða útlendinga, sem falla auðveldlega í hrifningartr- ans, þegar menningameyzlutölum er dembt yfir þá. En hér verður snar- lega tekin önnur stefna, áður en farið verður að jarma um skilningsleysi yfirvalda hér, sem virðast aldrei ætla að skilja, að nágrannaþjóðimar fá djúpt inn fyrir sína menningu og list- ir, vegna þess að þær hafa lagt í þær fé. Spyijum heldur Bergljótu um hlutverk og starf íslenzkrar tón- verkamiðstöðvar og um sambærileg- ar stofnanir erlendis? „Á Norðurlöndum eru þessar stofnanir ríkisreknar að mestu eða öllu leyti. Þar ríkir skilningur á starf- seminni og þá stuðningur við hana. Starfsemin er í grundvallaratriðum sambærileg okkar, en í flestum til- felium víðtækari. Tónverkamiðstöðv- amar á Norðurlöndum em orðnar fastar í sessi, búnar með uppbygg- ingarstarflð og geta því lagt meiri orku í að koma tónverkum á fram- færi við flytjendur og stofnanir erlendis, auk þess, sem þar eru gefln út tónverk og kynningarrit af tölu- verðum krafti. Einnig er lögð áherzla á að fá innlenda flytjendur til að spila ný verk heima og heiman. Stofnanimar hafa líka Qárhagslega getu til að senda verk út um allan heim og upplýsingar um þau og höf- unda þeirra. Við fáum til dæmis sent heilmikið af raddskrám og hljómplöt- um á hveiju ári og látum þær ganga til bókasafns Tónlistarskólans, svo að sem flestir hafi aðgang að þeim. Við sendum hins vegar ekkert sam- bærilegt magn af efni út, höfum því miður ekki bolmagn til þess. Það er kostnaðarsamt og mikið verk í fyrstu að útbúa efni til að senda út og fylgja því eftir með því að fara á staðinn. í Svíþjóð trúa menn því statt og stöðugt að tónlist- in borgi sig og hún gerir það líka þar, því þar er fyrir löngu búið að leggja í stofnkostnað. Finnar hafa sömuleiðis staðið myndarlega að tón- listarmálum sínum og fá líka töluvert inn út á tónlistina. Ef við gerðum það sama, gerðum tónskáld og flytj- endur út af örkinni, fengjum við líka hagnað af okkar tónlist. Nú stendur yfír norræn menning- arkynning í Japan, Scandinavia Today. Þar áttum við ágætan tónlist- arfulltrúa, Einar Jóhannesson, klari- nettuleikara. Hefði ekki verið hægt að kynna íslenzka tónlist frekar þar? „Norrænu tónverkamiðstöðvamar ákváðu í vor, að það væri ekki nóg að senda bara hljóðfæraleikara, örfá tónverk og tónskáld, eins og var búið að skipuleggja, heldur ætti að nota tækifærið og kynna norræna tónlist almennt. Það þótti óþarfí að við færum öll, en þijú okkar áttu að fara. Við ætluðum að sjá um að hafa samband við fjölmiðla, flytjend- ur, gagnrýnendur og aðra, sem láta tónlistarmál til sín taka. Norrænu styrkimir sem fengust, fóru allir í kostnað við sjálfan tónlistarflutning- inn, svo það var leitað eftir viðbótar- styrk í hveiju landi. Hér var því tekið dauflega, ekki talin ástæða til að leggja í aukinn kostnað. Eina ferðina enn var það þá danski starfsbróðir minn sem kynnti íslenzka tónlist, ekki í fyrsta skipti... Á þessu sviði erum við enn háð Dönum. Ég útbjó efni, sem ég sendi, hljóm- plötur fyrir útvarpsstöðvar og svo möppu með skrám, lista yfír kam- merverk og sýnishom af verkunum. Hljóðfæraleikarar og annað tónlist- arfólk sem hafa áhuga geta fengið möppuna og síðan haft samband, ef þeim sýnist svo. í anddyri salarins, þar sem tónleikamir voru haldnir, var komið upp sameiginlegri norr- ænni kynningu á tónlist landanna, með fánum og öðru tilheyrandi. Við höfðum komið okkur saman um hvað við værum með mörg eintök af kynn- ingarefninu, svo það var nokkuð jafnt frá okkur öllum, Norðurlöndum. íslenzka efnið kláraðist á fyrstu tveimur mínútunum, gufaði hrein- lega upp. Við emm rétt nýbyijuð að kynna okkar tónlist með markvissum hætti, svo þess vegna er áhuginn kannski svona mikill. En það er óneitanlega sárt að geta ekki tekið fullan þátt í að kynna tónlist okkar, því það er áhugi á henni. Hvað Japans-ævintýr- ið snertir, var lagt í dijúgan stofn- kostnað, sem er ekki fylgt eftir. Einhver segir kannski að það sé meira vit að hefja kynningu svolítið nær okkur og það má til sanns veg- ar færa. En þama var samt sem áður tækifæri sem hefði verið gaman að nýta. Staðreyndin er sú, að því miður er ekkert auðveldara að fá stuðning til kynninga í nágranna- löndunum." — Meira um starfíð hér í fs- lenzkri tónverkamiðstöð? „Hér er heilmikið nótnasafn, sem þarf að halda utan um. Ef tónskáld vilja að verk þeirra komi fyrir ann- arra sjónir, þá koma þau með verkið hingað. Við tökum ljósrit af handrit- um og skráum þau. Þar með má segja að verkið sé komið í umferð. Ef hljómsveitarverk, sem er skráð hér, er flutt, þá sjáum við um að láta útbúa raddir fyrir hljóðfæraleik- ara að spila eftir og borgum kostnað- inn, sem er talsverður. Síðan leigjum við verkið til flutnings. Það þarf að flytja verkið þrisvar sinnum, bara til að borga kostnað við raddskriftir, svo í fæstum tilfellum borga verkin sig, nema á löngum tíma. En þau borga sig hraðar og betur, ef við getum kynnt verkin erlendis og fengið þau flutt þar. Og þá fengju tónskáldin meira fyrir verk sín, því þau fá líka STEF-gjöld af verkum, sem eru flutt erlendis. Við fáum ótrúlega mikið af fyrir- spumum um íslenzka tónlist, eða um 200 fyrirspumir á ári. Miðað við litla kjmningu, þá hlýtur það að vekja undmn. Það er kannski beðið um lista yfir íslenzk verk fyrir ákveðin hljóðfæri, til dæmis flðlur, og þá sendum við slíkan lista, stundum líka sýnishom eða jafnvel verk og með tilliti til þessara upplýsinga getur viðkomandi svo kannski pantað seinna. Útvarpsstöðvar spyijast fyrir hjá okkur eða panta tónlist. Það er óneitanlega broslegt að hugsa til þess að hvorki meira né minna en þijár útvarpsstöðvar í Buenos Aires skuli eiga allar plötumar frá okkur. Útvarpið hér sendir 100 eintök af plötum frá okkur til útvarpsstöðva í Evrópu, en þær eru unnar í sam- vinnu við ríkisútvarpið. Stöðvamar eru margar og stöðugt á höttunum Litli sóterinn og Don Giov- anni í Islenzku óperunni Tvær frumsýningar eftir áramótin Frá vinstri: Olöf Kolbrún Harðardóttir, Kristinn Sigmundsson og Bergþór Pálsson, sem er greinilega strax genginn inn i hlutverk Leporellós og farínn að hafa gætur á flagaranum húsbónda sínum. Enn sem komið er hefur lítið farið fyrir starfsemi íslenzku óperunnar, en eftir jólin verður bót þar á, tvær sýningar í bígerð og æfíngar byijað- ar af krafti. Fyrri frumsýningin er áætluð 24. janúar og þar er á ferð- inni bamaóperan Litli sótarinn, öðru nafni Búum til ópem, eftir Benjamin Britten. Nafnið lætur kunnuglega i eymm, enda var óperan sýnd hér 1982. Góð hugmynd að taka jafn ágætt verk aftur upp, því alltaf bæt- ast ný böm í hóp sýningargesta. 20. febrúar er svo áætlað að fmmsýna hvorki meira né minna en Don Gio- vanni Mozarts. En víkjum fyrst að Sótaranum. Hljómsveitarstjóri er Jón Stefánsson, leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir og Guðný Helgadóttir er sýningarstjóri. Hrönn Hafliðadóttir syngur hlutverk ungfrú Baggott, John Speight Svarta Tom, Elísabet Erlingsdóttir Rowan og Marta Halldórsdóttir Juliet Brook. Allt em þetta vel þekktir söngvarar utan Marta, sem er að læra söng í Tónlistarskólanum. Alltaf spennandi að heyra í nýju fólki. Auk fullorðinna koma böm fram í sýningunni og það em tveir hópar sem skiptast á. Þau em Gylfí Haf- steinsson, Björgvin Sigurðsson, Markús Þór Andrésson, Finnur Geir Beck, Hrafnhildur Atladóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Sara Björg Guðbrandsdóttir, Aðalheiður Hall- dórsdóttir, Páll Kristjánsson, ívar Helgason, Þorleifur Amarson og Atli Már Sveinsson. Texti ópemnnar er eftir Eric Crozier. Hún er í tveimur hlutum, sá fyrri er um böm og fullorðna sem em að setja ópem á svið og í seinni hlutanum er óperan komin á sviðið, Litli sótarinn heitir hún. Óperan var fyrst sýnd í Aldeburgh 1949, þar sem Britten bjó og starfaði. Þá er það Don Giovanni. Hljóm- sveitarstjóri er Anthony Hose og leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir. Æflngastjórar era Catherine Will- iams og Peter Locke. Una Collins hannar leikmynd og búninga og Kristín S. Kristjánsdóttir er sýning- arstjóri. Það er Kristinn Sigmundsson, sem syngur Don Giovanni, Ólöf Kojbrún Harðardóttir syngur Donnu Önnu, Gunnar Guðbjömsson Don Ottavíó, Bergþór Pálsson Leporelló, en það er einmitt nýbúið að ráða Bergþór að ópemnni í Kaiserslautem og þar verður Don Giovanni fyrsta hlutverk- ið hans. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur Donnu Elvím, Sigríður Gröndal syngur Zerlínu og Viðar Gunnarsson Masettó. Og ekki má gleyma kór og hljómsveit ópemnnar. Þama em því nýliðar í bland við þá gamalreyndu, sem er mikið tilhlökk- unarefni. Efnið er ópemunnendum vísast í fersku minni, þvi óperan var sýnd í sjónvarpinu í haust. Hún hét upphaf- lega II dissoluto punito, eða Flagar- anum hegnt. Efnið er byggt á sögum um flagarann fræga Don Juan, text- inn eftir da Ponte. Óperan var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í Prag 1787. Þjónninn Leporelló býður eftir húsbónda sfnum, Don Giovanni, fyrir utan hús Donnu Önnu. Þegar hann birtist er stúlkan á hælum hans og reynir að ná grímunni af þessum gaur, sem reyndi að draga hana á tálar. Faðir hennar kemur að með bmgðnum brandi, en flagarinn særir hann banasári áður en hann hverfur út í myrkrið. Eftir stendur Anna og ástmaðurinn Don Ottavíó og sveija að hefna vígsins. Fyrmm ástmey Giovannis, Donna Elvíra, kemur inn í samræður hans og Leporelló, sem þylur henni ból- sigra húsbóndans, meðan hann kemur sér á brott. Giovanni fer enn á veiðar, reynir að fleka brúðina og sveitastúlkuna Zerlinu í brúðkaupi hennar. Elvfm tekst með naumindum að bjarga stúlkunni úr bráðri hættu, en þama þekkir Anna aftur bana- mann föðurins. Hún, Elvfra, og Ottavíó fara grímuklædd í veizlu til Giovannis, en þegar þau láta grímumar falla og ásaka hann um illvirkið, kemst hann undan þeim. En ekki missir Giovanni náttúmna við þetta, heldur lætur Leporello lokka þjónustustúlku Elvím svo hann komist að henni og fær Leporello líka til hafa við sig fataskipti, til að kom- ast hjá að vera barinn af bændum. En nú er stutt f ofmetnað Giovannis og óhjákvæmilegt fall, því í kirkju- garðium þvingar hann þjón sinn til að bjóða styttu föður Önnu til kvöld- verðar. Honum til undmnar lætur styttan svo lítið að mæta og sézt síðast til þeirra, þar sem styttan dregur húsbóndann með sér í óvist- legan stað, eftir lokaópum Giovannis að dæma ... og tónlistin er með ein- dæmum skemmtileg á mozartska vísu. En þetta eigum við allt í vænd- um í lok febrúar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.