Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 69 KVENFELAGIÐ HEIMAEY Félagskonur! MUNIÐ JOLAFUNDINN MIÐVIKUDAGINN 9. DES. KL. 19:30 íÁtthagasal Hótel Sögu. JÓLAHLAÐBORÐIÐ VINSÆLA. Þátttaka tilkynnist sem fyrst. Pálína s. 41628, Hjördís s. 77822, Sigdís s. 75561. Stjómin. Bergljót og Hjálmar H. Ragnars- son blaða i nótnasafni tónverka- miðstöðvarinnar. margvíslegum upplýsingum á auð- veldan hátt. Og vonandi verður framvegis hægt að gefa út verkaskrá árlega." — Hvað brennur helzt á ykkur að gera hér? „Það er nú af ýmsu að taka. Nótnasafnið er ekki fullkomið, það vantar í það. Það er til heilmikið af nótnasöfnum ( einkaeign hér á landi. Vonandi liggja þau ekki undir skemmdum, en þau eru óaðgengileg og fáum til gagns, svo við þyrftum fjárveitingu til að láta skrá þessi söfn, og til þess þarf sérhæft starfs- fólk til þess. Einhvetjir verða að sinna slíku og það er rökrétt að það sé gert hér, því hingað koma þeir, sem vilja vita eitthvað um íslenzka tónlist. Bezt væri að hefjast handa strax að koma allri íslenzkri tónlist á nótum á einn stað. Síðan, þegar blessuð þjóðarbókhlaðan er komin í gagnið, ætti allt efni að vera þar, en afrit hér í tónverkamiðstöðinni, af því sem er helzt spurt eftir til flutnings. Það er nauðsynlegt að geta geiig- ið betur frá verkunum sem eru hér og bezt er að geta gefið eitthvað út, svo hægt sé að senda héðan prentuð verk, ekki bara endalaus ljósrit. Og auðvitað þyrfti að vera hægt að senda út skrár árlega. Hér er nóg að gera fyrir tvær til þijár manneskjur, en þá þyrfti hús- næðið að vera aðeins rýmra. Eins og nú horfír vitum við ekki hvert stefhir. En án aukins Qárstuðnings er ljóst að fjölmörg verkefni, sem bíða okkar, fá að hvíla áfram í friði. Eins og stendur eru kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir hvað tónverkamiðstöðin kemur víða við sögu í tónlistarlífínu hér, en það er hætt við að mörgum brygði við, ef hún hyrfí. Hér hefur margt verið gert og illt, ef ekki er hlúð að þeim frækomum, sem hefur verið sáð.“ — Hvað vantar af peningum? „Til að geta gert það sem mestu máli skiptir þyrftum við 3—4 milljón- ir. Á fjárlögum eru okkur skammtað- ar 1,2 milljónir og auðvitað höfum við óskað eftir endurskoðun. Ef þeir sem hafa peningaráðin hefðu tíma til að fara ofan í saumana á því, sem er gert hér, stæði örugglega ekki á peningum. Fjárframlagið dugir ekki einu sinni fyrir starfsfólk og hús- næði, hvað þá nýrri verkaskrá eða öðm. Það er sorglegt að eyða tíman- um ár eftir ár í að betla peninga. Og svo er sérkennilegt að sitja hér og velta fyrir sér hvað af öllum þeim óloknu verkefnum, sem liggja á borð- inu, eigi að vinna í dag, þegar staðreyndin er sú, að þeim hefði átt að sinna fýrir 20 árum. Nú þegar mestu forvitninni um starf og tilverutvísýnu íslenzku tón- verkamiðstöðvarinnar er svalað, þá er forvitnilegt að heyra, hvemig Bergljót er þangað komin. Hún út- skrifaðist sem píanókennari úr Tónlistarskólanum og var þar í hópi nemenda, sem vom mjög uppteknir af tónsmíðum og nútímatónlist og héldu mikið saman. Það var fyrst og fremst Þorkell Sigurbjömsson tónskáld sem kveikti þennan áhuga. Síðan þá hefur Bergljót haft áhuga á nútímatónlist, en líka áhuga á að koma henni á framfæri og auðvelda fólki að nálgast hana. Bergjjót var í framhaldsnámi í 111- inois-háskóla, þar' sem er mjög góð tónlistarkennaradeild og tónsmíða- og teoríudeild, svo hún gat fylgzt vel með þar og sinnt báðum áhuga- málunum, kennslu og nútímatónlist. Síðan hefur hún kennt hér í 10 ár við Tónlistarskólann í Reykjavík, í Tónmenntaskólanum, Æfingadeild Kennaraháskólans og útbúið náms- efni fyrir almenna kennara á vegum Námsgagnastofnunar um hvemig væri hægt að nota tónlist í kennslu. „Ég hef alltaf verið að koma tón- list á framfæri við einhveija og stundum eftir nýstárlegum leiðum. I bamakennslunni lagði ég áherzlu á að nota fmmkvæði bamanna sjálfra, fá þau til að nýta sköpunarkrafta sína og kenna þeim frumþætti tón- listarinnar með því að láta þau kljást við þá í eigin verkum. Þegar ég leiðbeini almennum kennumm um hvemig hægt er að nota tónlist í kennslu geng ég út frá því að allir viti og kunni heilmikið um tónlist, ekki endilega meðvitað, og geti notað hana. Eg tók að mér starfíð við tón- verkamiðstöðina af því mig langaði að takast á við eitthvað nýtt. Mér líður bezt þegar ég fæst við eitthvað nýtt, eitthvað sem reynir á mig. Menntun mín og reynsla nýtist líka hér í þessu starfi. Ég hef áhuga á þessum þætti í menningunni hér og laðast auk þess að því, sem virðist vonlaust í byijun. Vegna þessa starfs hef ég að mestu hætt kennslu, kenni þó enn við Tón- listarskólann. Ætli ég geti ekki alltaf tekið upp þráðinn ( kennslunni aftur, en enn sem komið er, er nóg að gera hér...“ Það em orð að sönnu ... í ís- „ lenzku tónverkamiðstöðinni er nóg að gera fyrir átakafólk eins og Berg- ljóti. En til lengdar verður stofnunin ekki rekin á eldmóðinum einum sam- an. Þá dugir ekkert annað en beinhörð mynt (slenzka ríkisins, líka til að sanna að tónlistarmenning okkar sé flárhaldsmönnum ríkisins annað og meira en kærkomið fylli- efni í tyllidagaræður. Tónlistin er til hvunndagsbrúks og það kostar pen- inga, en þeir nýtast vel í Tónverka- miðstöðinni. Fyrirspumir til tónverkamiðstöðvarinnar berast hvaðanæva úr heim- inum. Hér er ein skrautleg frá Japan. tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir eftir ókeypis efni. Sem dæmi um erindi erlendis frá, þá fengum við fyrirspum frá Chicago um hverjir gæfíi út klassíska tónlist hér og svarið var að það gerðum við og hvort þeir vildu kynna sér okkar efni. Það vildu þeir og allt sem við gætum sent. Úr því hefur svo verið skipulögð dagskrá, sem kallast „New Music from Iceland". Fyrsta útsend- ingin var nú í september. Hún hafði verið kynnt fyrirfram í prentaðri dagskrá og áður en hún var flutt, var umsjónarmaðurinn þegar búinn að fá viðbrögð frá hlustendum um hversu gott framtak þetta væri. Um jólin verður okkar tónlist hluti af jóladagskrá stöðvarinnar. Þar verður að fínna verk í flutningi Hamrahlí- ðarkórsins og fiðluverkið Vetrartré eftir Jónas Tómasson, flutt af Guðnýju Guðmundsdóttur. Eftir jóf verður klukkutíma dagskrá með kómum. Og líklega verða tveir þætt- ir í viðbót, annar þann 17. júní. Tónverkamiðstöðin hefur gefíð út ellefu hljómplötur, þar af átta síðustu tvö árin. Það hefur töluverður tími farið í að finna dreifingaraðila fyrir plötumar okkar. Það er erfítt starf af ýmsum ástæðum, meðal annars er hluti af vandanum sá, að enginn vill dreifa plötum lengur, því áhugjnn er bundinn við geislaplötur. Þrátt fyrir þetta höfum við samið við dreif- ingaraðila fyrir öll Bandaríkin, í Hollandi, Þýzkalandi, Englandi og Svíþjóð. í (jórum löndum til viðbótar er beðið eftir að fá geislaplötur frá okkur. Nú þyrftum við nauðsynlega að fá pening til að koma efni af eldri plötunum okkar yfír á geislaplötu og gefa út annað efni á geislaplötum. Við emm langt komjn með upptökur á tveimur plötum. Á annari syngur Hamrahlíðarkórinn íslenzk kórverk undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Á hinni er Sinfóníuhljómsveitin aftur mætt til leiks á fjórðu plötunni, sem er unnin í samvinnu við okkur. Verk- in, sem er búið að hljóðrita, em Poemi Hafliða Hallgrímssonar og sellókon- sert eftir Jón Nordal. Einleikarar em Sigrún Eðvaldsdóttir og Erling Blöndal Bengtson. Petri Sakari stjómar. En það er ýmislegt annað, sem við eigum næstum tilbúið til útgáfu. Hér liggur til dæmis bók um (slenzka tónlist, með áherzlu á tónskáld og verk þeirra frá aldamótum og fram til 1986, eftir Svíann Göran Bergend- al. Þessari bók þyrftum við að koma út sem fyrst, áður en það þarf að fara að bæta við hana og endur- skoða. Emm með sænskan, enskan og næstum tilbúinn íslenzkan texta að henni. Ég hef sjálf sett hana og uppsetningin verður líka unnin hér. Við emm orðin nokkuð dugleg að komast langt á eigin vinnu, en náum ekki öllu. Það verður ýmislegt útund- an. Hér er talsvert af fallegum hand- ritum að kammertónlist, sem er orðið löngu tímabært að gefa út. Eins og er, er ég að setja tvö kennsluhefti fyrir byijendur á pianó, eftir Elías Davíðsson. Útgáfan á pianólögum EKasar er fyrsta skrefíð í að hefja útgáfu á efni fyrir tónlistarskólana. Við lítum á útgáfu á efni fyrir tónlist- arskólana sem lið í kynningarstarfí okkar. Það má líka segja, að það sé heldur aum menningarþjóð, sem hef- ur aðeins list annarra þjóða til kennslu í skólum sínum. Það er dýrt að setja nótur, svo það er engin spuming um, að við verðum að gera þetta sjálf. Við höfum tækjakost, svo við reynum að gera sem mest fyrir sem minnstan pening, án þess að láta það koma niður á útliti og frá- gangi. Verkaskrá gegnir stóru hlutverki I starfi okkar og hana verðum við að geta gefíð út árlega. Við gáfum stðast út verkaskrá 1986, en hún er á þrotum, svo núna ljósritum við hana með viðbótum, þegar hana vantar. Það eru ekki til peningar til að láta prenta hana upp á nýtt. Nú er verið að undirbúa tölvuskrá, þann- ig að það verði hægt að ganga að Kristalsglös Frönsk — Þýsk — Sænsk — Bæheims •íV^ —. •í. m Handskorin og slétt Snafs, líkjör, sérrí, hvítvín, rauðvín, kampavín, kokktcil, koníak, vískí, öl, púns og „Irish coffee“. Vínkönnur fyrir rauóvín. Vínboróflöskur (karöflur), margar gerðir. Vínhitamælir, fallegur og einfaldur. Skeiðar í „Irish coffee“ og önnur vínglös. Ótrúlega gott verð. l.'IWSIlll Laugavegi 15 - Sími 14320 Kringlunni - Sími 689955 VELDU ®TDK ,ÞEGAR ÞÚ VILT HAFA ALLT Á HREINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.