Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Frá fyrri síðu. næði auk þess sem húseignin gaf af sér drjúgar leigutekjur. VII Verslunarreksturinn einn svalaði þó ekki athafnaþrá Axels Ketilsson- ar nú fremur en fyrr. Hann reyndi að hrinda úr vör lýsishersluverk- smiðju en þá aðferð hafði ungur ísfirðingur, Garðar Þorsteinsson, kynnt sér í Kanada. Ekki hlaut þessi ráðagerð náð fyrir augum stjómvalda. Þetta var árið 1935. Þá sneri Axel sér að ijárfestingu í iðnaði: um tveggja ára skeið, 1935—37, átti hann helmingshlut- deild í Kexverksmiðjunni Esju. Þennan hlut seldi Axel er hann réðst í húsakaupin í Austurstræti. Þá tók hann þátt í annarri nýstárlegri at- vinnustarfsemi á Islandi: Minka- rækt, og átti um skeið hlut í þremur minkabúum. Loks kom að því að Axel Ketils- son réðst á ný í útgerðarrekstur, en þrátt fyrir velgengnina í verslun- inni hafði sjávarútvegur ætíð átt hug hans og hjarta. Árið 1939 réðst hann í að kaupa togarann Hauka- nesið ásamt Ásgrími Sigfússyni og Ásgeiri Stefánssyni. Var Hauka- nesið gert út frá Hafnarfirði og voru margar ferðir Axels þangað. Nú hafði hann bifreið sem farar- skjóta en á ísafjarðarárunum hafði hann farið um á forláta reiðhjóli með hliðarvagni er þóti á þeim árum nýstárlegur fararskjóti. Hinu nýja útgerðarfyrirtæki famaðist vel. Þeir félagar leigðu flutningaskip til ísfiskflutninga til Bretlands í stríðsbyrjun. Og þeir höfðu samið um kaup á 150 tonna dísel tréskipi frá Danmörku. Nýtt þenslu- og vaxtartímabil — stríðsár- in síðari — var að fara í hönd. Axel Ketilssyni auðnaðist ekki að fagna hinum nýja tíma. Vorið 1941 kenndi hann sér meins og 16. maí gaf hann upp öndina 53 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni 28. maí. IX I minningargrein sem Sigurður Kristjánsson bóksali reit lýsir hann lyndiseinkunn Axels Ketilssonar: „Hann var maður frjálslyndur, en ærslalaus. Honum var vel far- ið í flestum hlutum: geðríkur en stilltur vel, forsjáll og hófsamur, en skorti þó aldrei áræði. Manna örastur á fé, ef hans var leitað." Axel Ketilsson lifði hæglátu einkalífi. Heimili hans var mann- margt; ósjaldan vom 15 manns til 'borðs á Laufásveginum. Eftir að hann kom til Reykjavíkur hélt' hann góðum tengslum við æskustöðvarn- ar og voru ættingjar og vinir frá ísafirði tíðir gestir á heimili Ólafar og Axels. Hann gaf sig lítt að fé- lagsmálum í Reykjavík; starfaði þó innan vébanda Oddfellow-reglunn- ar og var virkur félagi í samtökum vefnaðarvörukaupmanna. Axel og Ólöfu varð sjö bama auðið sem öll komust á legg. Fimm þau elstu fæddust á ísafirði: Sigríð- ur (1920), Axel (1921), Soffía Svafa Ólöf (1923), Elísabet (1927) og Bjöm (1928); en tvö þau yngstu Ketill (1930J og Ólöf (1940) í Reykjavík. Olöf Bjömsdóttir stóð því uppi sem ekkja með 7 börn þar af eitt á fyrsta ári. X Axel Ketilsson var áræðinn at- hafnamaður sem kom nálægt margháttuðum, oft býsna ólíkum rekstri um dagana. Þegar hann lést var þessi fyrrum boðberi nýrra verslunarhátta á ísafirði farinn að fylla flokk „forretningsmanna" af gamla skólanum. Á tímum síauk- innar sérhæfingar í atvinnurekstri varð það brátt óþekkt fyrirbæri að fatakauþmaður ræki jafnframt út- gerðarfyrirtæki. Enda hættu börn Axels brátt útgerðarrekstrinum og einbeittu sér að versluninni. For- vitnilegt hefði verið að sjá hvemig Axel sjálfur hefði brugðist við hin- um nýju tímum. Athafnasaga Axels Ketilssonar sem hér hefur verið rakin að nokkm er á ýmsan hátt dæmigerð fyrir íslenskan athafna- mann á fyrri hluta þessarar aldar. Afrekaskrá athafnamanna þessa tímaskeiðs og sérkenni hafa geymst í sagnaminni þeirra er muna þessa umrótasömu tíma. Margt er þar með goðsagnablæ. Nú fennir óðum í spor þessara manna. Verði ekkert að gert er hætt við að tuttugasta og fyrsta öldin fái af þeim óljósar fregnir. Höfundur er sagnfræðingur. 22 til jóla 9 Jólasýpris 20% afsláttur Vinsælogfallegplaplanta. Pottahlífar Eigum fallegar pottahlífar úr hvítu keramiki. 20-30% afsláttur. Blandaður kór Laugarnessóknar syngurjólalög í Blomavali, laugardagkl. 14:00. Jólatréssalan er hafin. góðuverðiog3onnurp~ y Jólastiaman, 20 h atsiaaur Hún er stúndum ne(M> P^tima Pykir ómissandi a þessu Dæmi um verð: Ö80r 544’" J590r 472’“ 520r 416“ 440r 352,- Jólatilboð Blómstrandi Alparós 20% afsláttur. GróðurhúsinuviðSigtóaSími 689070. Kringlunni. Sími 68 97 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.