Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 23 Frá Barnaspítala Hringsins, Landspitaianum. Jólafagnaður Hríngsíns í Broadway á morgun Margir eru þeir sem leggja leið sína á jólafagnað Hringskvenna, sem þær efna til í byijun aðventu á hveiju ári, og fínnst það næstum ómissandi þáttur í undirbúningi jólahalds. Þarna er boðið upp á kaffí og margs konar meðlæti, gos- drykki fyrir bömin, skemmtiatriði af ýmsu tagi og ekki má gleyma happdrættinu vinsæla. Því ber ekki að neita að stundum hefur hlutfall núll-miða þótt óþarflega hátt. Að þessu sinni er annað uppi á teningn- um því vinningur mun nú dragast á þriðja hvem miða. Þeir sem heppnir eru geta átt von á utan- landsferðum, hljómflutningstækj- um, rafmagnsáhöldum, matarkörf- um o.fl. o.fl. Konumar leggja á sig ótrúlegt. erfíði og fyrirhöfn við undirbúning þessarar aðventuhátíðar, bakstur, útvegun happdrættismuna og sjálf- ar ganga þær um beina. Öllum ágóða af fjáröflunarstarfsemi sinni veija þær til líknarmála. Nú eru þær að safna fyrir dýru tæki sem er notað til myndgreiningar við ýmsa sjúkdóma í bömum. Greining byggist á hljóðbylgjutækni oggetur komið í stað röntgenrannsókna. Tækið er handhægt í notkun og rannsóknin veldur sjúklingum eng- um óþægindum. Fýrir utan aðflutn- ingsgjöld kostar þetta tæki um 2,8 milljónir króna. Eg greini frá þessu hér sem dæmi um áræðni Hrings- kvenna og verkefni sem þær taka sér fyrir hendur. Þó hér sé um veru- lega fjárhæð að ræða hafa þær megnað, á því ári sem nú er að líða, að veita hjálp og stuðning í fleiri áttir til framdráttar góðum málefn- um. Má þar nefna 1 millj. króna framlag til sumardvalarheimilis fyr- ir börn sem rekið er á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Fólk er hvatt til að líta við á Broadway á morgun. Fagnaðurinn hefst kl. 4. Víkingur H. Arnórsson, prófess- or. TRYGGVIÓLAFSSON, LISTMÁLARI, THOR VILHJÁLMSSON OG HALLDÓR B. RUNÓLFSSON árita bók sína í verslun okkar í DAG KLll-13. Sendum áritaðar bækur í póstkröfu. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Athugasemdir vegna áJits Laga- stofnunar Háskóla Islands eftir Signrbjörn Magnússon í Morgunblaðinu í dag 3. desem- ber er greint frá því að lagastofnun Háskóla íslands hafí sent frá sér að beiðni Stúdentaráðs Háskóla íslands lögfræðilegt álit þess efnis að stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna skorti lagaheimild þil að fara með meðlög sem tekjur- við útreikning námsláns. í álitsgerðinni segir m.a.: „að hvorki í lögum nr. 72/1982 um námslán og námsstyrki né reglu- gerð nr. 578/1982 séu leiðbeining- ar um það hvaða fjárafli teljist til tekna námsmanns og hafi áhrif á ákvörðun lánsfjárhæðar til skerð- ingar" og í niðurlagi álitsgerðar- innar segir: „það er álit okkar að umrætt skerðingarákvæði úthlut- ur.arreglna stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna eigi sér hvorki beina stoð í lögum nr. 72/1982 né fái samrýmst því við- miðunarsjónarmiði 3. gr. laganna að taka beri eðlilegt tillit til fjöl- skyldustærðar, frámfærslukostn- aðar og tekna námsmanns. Samkvæmt þessu teljum við að stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna skorti að óbreyttum lögum heimild til þess að setja slíkt skerð- ingarákvæði í úthlutunarreglur sjóðsins." Það kemur fram í frétt Morgun- blaðsins að regla þessi hafi verið samþykkt með atkvæðum meiri- hluta fulltrúa ríkisstjómarinnar gegn atkvæðum fulltrúa náms- manna. Það er skoðun undirritaðs að meirihluti stjómar LÍN hafí farið að lögum við setningu úthlutunar- reglna síðasta vor og er álitsgerð Lagastofnunar mótmælt. I 3. gr. laga nr. 72/1982 segir: „Opinber aðstoð við námsmenn skv. lögum þessum skal nægja hveijum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði þegar eðlilegt tillít hefur verið tekið til Qölskyldu- stærðar, framfærslukostnaðar þar sem nám er stundað, tekna náms- manns og maka hans, lengdar árlegs námstíma og annarra at- riða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu námsmanns". (leturbr. höf.) Það er skoðun undirritaðs að meðlag hafí áhrif á fjárhagsstöðu námsmanns sem það fær og stjórn sjóðsins sé því heimilt að láta meðlag hafa áhrif á opinbera að- stoð til námsmanns og nota þá aðferð að flokka það með tekjum. Það er einkennilegt að í áliti Laga- stofnunar skuli sleppt að geta þess að stjóm sjóðsins er heimilt að taka tillit til „annarra atriða er áhrif kunna að hafa á fjár- hagsstöðu námsmanns". Hvorki í lögum né reglugerð um sjóðinn eru reglur um það með hvaða hætti stjóm sjóðsins tekur tillit til þessara atriða. Það er auðvitað hægt að beita ýmsum aðferðum til að meðlag hafí áhrif á upphæð námsláns. I úthlutunarreglum frá 1983 til 1987 var sú leið farin að lækka framfærslukostnað námsmanns um 10% vegna fengins meðlags. Við endurskoðun úthlutunarreglna fyrir námsárið 1987—88 vom út- hlutunarreglur einfaldaðar mikið og þá ákveðið að fara með meðlag sem tekjur. Með því að fara með meðlag sem tekjur er meirihluti 'stjórnar LÍN ekki að mótmæla þeim skiln- ingi bama- og skattalaga að meðlag sé eign bamsins og teljist ekki tekjur foreidris heldur er hér einungis um að ræða aðferð LIN til að taka tillit til „annarra atriða er áhrif kunna að hafa á ijár- hagsstöðu námsmanns" og verður ekki séð að stjóm sjóðsins skorti lagaheimild til að beita þessari aðferð. Hér verður ekki farið nánar út í álitsgerð Lagastofnunar en nauð- synlegt er að koma þessu á framfæri nú vegna fréttar Morg- unblaðsins í dag. Höfundur er varaformaður Lána- sjóðs ísl. námsmanna. MYNDBANDSTÆKI Nýbók eftir Kristján Karlsson “Fá skáld á okkar tímum á íslandi og þótt víða væri leitað, haíá slíka kosti til brunns að bera.“ ( Bemard Scudder) \bók góð bók Laus hlíð yfir bænum hangir á snögum trjánna héðan kom sagan sem gerðist ekki á staðnum jökuilinn andar ofan í hálsmál yðar og andartak strýkur blikandi ljós af jöklinum yður um augu. Með hugann tæmdan af harmleik þér leggizt í grasið yðar höfiið sólvermt og grænt hér fyrir ofan eyðimörk langra vinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.