Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 \f/ ERLENT Norðmenn flytja inn þorsk frá Hjaltlandi Fiskvinnslufyrirtæki á Hjalt- landi virðist hafa tekist það ómögulega, þ.e.a.s. að hefja þorskútflutning til Noregs. Hef- ur norska blaðið Fiskaren frétt- ina eftir enska blaðinu Fishing News, sem segir um söluna, að hún líkist því að „flytja kol til Newcastle“. Á alþjóðlegri matvælasýningu í London í febrúar sl. sýndu Norð- menn mikinn áhuga á framleiðslu hjaltlenska fýrirtækisins en hún er þorskur eins og fyrr sagði og tilbú- in í pottinn eða á pönnuna. Var þá samið um kaup á 50.000 skömmt- um og aftur um sama magn í október sl. Segir fulltrúi fyrirtækis- ins, að þessa vöru skorti augljóslega á norska markaðnum auk þess sem auðvelt sé að selja hjaltlenska vöru. Nafnið eitt veki með mönnum hug- mynd um óspillta náttúru og hreinan sjó. Stund milli stríða Reuter Thierry van Tongelen, sem er staðgengill heilags Nikulásar eða jólasveinsins í stórverslun í Brussel í Belgíu, þykir gott að hvíla sig á krökkunum og endalausum óskum þeirra um jólagjafir. í Hollandi og flæmska hluta Belgíu eru börnunum gefnar jólagjafirnar 5. desember en það er fæðingardagur Nikulásar, þessarar fyrirmyndar útlendu jólasveinanna. Bretland: Venesúela: Þrír háskólanemar láta lífið í óeirðum 26 lögreglumenn særast í átökum Caracas í Venesúela. Reuter. ÞRÍR hafa látið lífið í stúdenta- óeirðum sem geisað hafa í tíu borgum Venesúela undanfarna viku. Stjórnvöld hafa neyðst til að loka skólum í landinu vegna átakanna. Átökin milli lögreglu og stúdenta hófust fyrir viku síðan, er laganemi lést í gæslu lögreglunnar í borginni Merida. Innanríkisráðherra lands- ins segir að maðurinn hafi látist af ofneyslu eiturlyíja, en leiðtogar stúdenta kenna lögreglu um. Stúd- entar um allt land hafa haldið uppi mótmælaaðgerðum. Óeirðirnar hafa breiðst út til tíu borga í landinu og hafa kostað þijá menn lífið. í borginni Merida heldur herlög- regla uppi röð og reglu. í höfuð- borginni, Caracas, hefur háskólinn verið umkringdur af sérsveitum lög- reglu sem krefst skilríkja af hveij- um þeim sem fer inn á háskólalóð- ina. Stúdentar segja lögreglu hafa gert áhlaup að skólanum á miðviku- dag og handsamað 50 stúdenta, en lögregluyfirvöld segjast ekkert hafa aðhafst annað en að standa vörð utan við háskólann. Eftir ríkisstjórnarfund á fimmtu- dag sagði vamarmálaráðherra Venesúela, Eliodoro Gomez Guerr- ero, að starfsmenn hersins hefði rétt til að bera skotvopn og myndi gera það þar til þennan óróa hefði lægt. 26 lögreglumenn hafa særst í átökum við stúdenta. Miðausturlönd: Aröbum stafar ekki hætta af kjarnorkuvopnum Israela - segir Hassan Marokkókonungur Kaíró, Reuter. HASSAN Marokkókonungur sagði í blaðaviðtali í Egyptalandi, sem út kom í gær, að kjarnorkuvopn ísraels væru ógn við Sovétríkin en ekki arabaheiminn. Konungurinn sagði i viðtali við hið hálfopinbera AJ Ahram, að kjarnorkuvígbúnaður Israela væri svar Bandaríkjanna við stuðningi Sovétmanna við Kúbu, skammt undan ströndum Banda- rikjanna. „Ég óttast ekki kjamaodda ísra- ela . . . Þeim er ekki beint gegn arabaríkjunum og það er ekki hægt að beita þeim á svæðinu án þess að leggja ísrael í hættu um leið,“ sagði Hassan. Israelar viðurkenna ekki að eiga kjamorkuvopn og hafa embættis- menn stjómarinnar sagt að að ríkið muni ekki verða verða fyrst til þess að taka kjamorkuvopn í notkun á svæðinu. I ísrael er Mordechai Van- unu, fyrrverandi kjarnorkutæknir, nú fyrir rétti vegna ummæla hans við breskt dagblað þess efnis að ísrael ætti kjamorkuvopn og hefði átt undanfama tvo áratúgi. „Kúba er nokkur hundmð km frá Washington, svo að Bandaríkin urðu að finna sér eigin „Kúbu" inn- an um arabaríkin, sem væri aðeins nokkur hundruð km fjarlægð frá Moskvu,“ sagði konungurinn. Kúba liggur 150 km undan ströndum Flórídu og er um 2.000 km frá Washington. ísrael er í um 1.200 km fjarlægð frá landamærum Sovétríkjanna og um 3.000 km frá Lögbann á útsend- ingu útvarpsþátta BBC um njósnamál London. Reuter. BRESKA stjórnin fékk á fimmtu- dag kveðinn upp lögbannsúr- Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Háahlíð Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fomaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd SELTJNES Hrólfsskálavör UTHVERFI Skeifan Kirkjuteigur MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 |Ri*í(rgism!bWDiiiþ skurð til að stöðva útsendingu útvarpsþátta BBC um leyniþjón- ustuna í Bretlandi. I þáttunum voru, að sagt er, viðtöl við fyrr- um breska, bandaríska og sovéska njósnara. Stjómvöld hafa neitað, að um ritskoðun sé að ræða, en segja, að þau hafi orðið að grípa í taumana vegna þess þagnareiðs, i sem breskir leyniþjónustumenn sverja, þegar þeir taka við embætti. Fyrsti þátturinn af þremur, „Með réttu eða röngu“, átti að fara i loftið í gær. Sir Patrick Mayhew, yfirmaður dómsmála, svaraði á þingfundi ásökunum stjómarandstöðunnar um, að lögbannskrafan væri ger- ræðislegt tilræði við upplýsinga- frelsið. Sir Mayhew sagðist hafa farið fram á lögbannið eftir að hafa lesið um efni þáttanna í slúðurdálki í dagblaði. „Núverandi og fyrrver- andi leyniþjónustumenn eru bundn- ir ævilöngum trúnaðar- og þagnareiði," bætti hann við. Margaret Thatcher hefur heitið því að koma í veg fyrir, að fyrrver- andi njósnarar segi frá störfum sínum. Mayhew sagði, að ekki hefði verið farið fram á lögbann, ef BBC hefði leyft embættismönnum að skoða þau atriði, sem snerta fyrr- verandi og núverandi breska njósnara. John Morris, sem fer með dóms- mál í skuggaráðuneyti Verka- mannaflokksins, fordæmdi lögbannið og sagði: „Við erum á hraðri leið með að verða lögreglu- ríki. Hvað verður þaggað niður næst?" George Foulkes, sem fer með utanríkismál í skuggaráðuneytinu, sagði, að bannið væri kúgunarað- gerð, sem vekti tortryggni. „Það hlýtur að vekja grunsemdir um, að eitthvað þurfí að fela og halda leyndu," sagði hann. Talsmenn stjómarinnar sögðu, að BBC hefði sýnt ábyrgðarleysi með því að ræða við leyniþjónustu- menn. John Birt, aðstoðarforstöðumað- ur BBC, sagði: „Þetta er harðn- eskjulegt lögbann. Það hindrar BBC í að veita upplýsingar um allt, sem lýtur að leyniþjónustunni, ef þær eru fengnar hjá núverandi eða fyrr- verandi starfsmönnum hennar." Þáttaröðin var gerð eftir að ríkis- stjómin bannaði útgáfu endurminn- ingabókarinnar „Njósnaraveiðar- inn“ eftir fyrrum breskan leyniþjónustumann, Peter Wright. í bók Wrights er leyniþjónustan sökuð um að hafa takið þátt í sam- særi um að fella Verkamanna- flokksstjóm Harolds Wilsons, fyrram forsætisráðherra. OTDK HREINN HUÓMUR Moskvu. Að sögn Hassans völdu Banda- ríkin ísrael vegna ósamkomulags Bandaríkjanna og arabaríkjanna um málefni Palestínu. Þegar var spurður um lausn þeirrar deilu sagðist hann fagna friðarviðleitni fyrir botni Miðjarðarhafs, en sagði jafnframt að hann væri ekki trúað- ur á árangur nema arabaríkin kæmu sér saman um fastmótaða stefnu, sem öll ríkin fylgdu af festu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.