Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 45 Stjórnín gagnrýnd fyrir að leggja mál seint fram STEINGRÍMUR J. Sigfússon (Abl.-Ne.) hóf umræðu um þingsköp í sameinuðu þingi á fimmtudag. Gagnrýndi hann harðlega vinnubrögð stjórnarflokkanna og sagði „skipulagsleysi" rikja meðal þeirra. Forsæt- isráðherra sagði það rétt að mörg stór frumvörp kæmu seint fram og gagnrýni á það væri réttmæt. Þau frumvörp sem stjórain legði áherslu á að yrðu afgreidd og enn hefðu ekki verið lögð fram sagði hann koma strax eftir helgi. Steingrímur J. Sigfússon sagði stöðuna vera mjög alvarlega. Nú væru um tvær vikur eftir af störfum þingsins og mörg stór stjómarfrum- vörp, sem boðað hefði verið að þyrfti að afgreiða fyrir jólaleyfí, væm ann- að hvort nýkomin fram á Alþingi eða ókomin. Oft hefðu verið viðhöfð um- mæli af því tagi að stjómarandstaðan væri slöpp en hún hefði nú að hans mati unnið málefnalega og ekki tafið störf í þinginu. Aftur á móti sagði hann nú keyra um þverbak vegna skipulagsleysis stjómarflokkanna. Taldi Steingríraur J. að setja þyrfti reglur um mál er afgreiða ætti fyrir jólaleyfi. Spurði hann hvenær þau mál sem stjómin teldi að þyrfti að afgreiða yrðu lögð fram og hvaða mál það væm. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði Steingrím J. hafa varið talsverðum tíma i að tala um stjórnar- andstöðuna. Hann sagðist ekki vera sammála því að hún væri slöpp, þvert á móti teldi hann að hún hefði beitt öllu afli sínu og sýnt allt vit sitt á þessu þingi. Ekki væri hægt að krefj- ast þess að meira væri gert en menn hefðu afl og vit til. Forsætisráðherra sagði það rétt að mörg þeirra umfangsmiklu fmm- varpa sem afgreiða þyrfti kæmu full seint fram, það væri eðlileg og rétt- mæt gagnrýni. Ástæða þessara tafa væri að þau krefðust mikils undirbún- ings. Það væri að hans mati slæmt þegar þingið sjálft hefði ónógan tíma til að fjalla um þessi mál. Þau mál sem ríkisstjómin legði mesta áherslu á að yrðu afgreidd fyrir jólaleyfi væm Qárlög og tekjuöflunarfmm- vörp sem tengdust þeim ásamt ffumvarpi um stjómun fískveiða. Sum þessara fmmvarpa væm þegar komin fram en önnur kæmu strax eftir helgi. Ekki hefði enn verið tekin ákvörð- un um það hvenær jólaleyfi hæfist, það færi eftir störfum þingsins næstu tvær vikumar. Stefá Valgeirsson (SJF-Ne.) sagði stjómarandstöðuna hafa sýnt mikið langlundargeð í sambandi við störfin á Alþingi og hvemig haldið væri á málum. Það væri ekki sæm- andi að stórir lagabálkar kæmu fram tveim vikum fyrir þinglok. Taldi hann koma til greina að setja reglur um að stór fmmvörp, sem ætti að af- greiða fyrir jólaleyfi, þyrftu að vera komin fram um miðjan nóvember í síðasta lagi. Júlíus Sólnes (B.-Rn.) sagðist nú gera sér ljóst að stjómarandstaðan hefði haldið þinginu gangandi fram að þessu. Ef hún hefði ákveðið að leggja ekki fram mál til að tefja ekki fyrir störfum þingsins hefði ekkert verið að gera á Alþingi fyrr en undir miðjan nóvember. Hin fáu þingmál sem stjómin hefði lagt fram „drukkn- uðu“ í málum stjómarandstöðunnar. Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra Sólveig Pétursdóttir Dómsmálaráðherra um komu Paul Watson: Samtök eins og Sea Shepherd lifa á því að vera í kastliósinu SÓLVEIG Pétursdóttir (S.-Rvk.) spurði í sameinuðu þingi i gær dóms- málaráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir vegna komu Paul Watson, forrnanns Sea Shepherd-samtakanna til landsins. Dómsmálaráðherra sagði samtök sem þessi lifa á þvi að vera í kastijósinu og myndu íslensk stjóravöld ekki hjálpa þeim i þeim efnum. Sólveig Pétursdóttir sagði for- ystumenn Sea Shepherd-samtak- anna hafa lýst því yfir að þeir stæðu að baki ofbeldisverkum á íslandi og jafnframt haft uppi hótanir þess efn- is, að þeir myndu halda áfram að fremja hryðjuverk hér á landi í þeim tilgangi að stöðva hvalveiðar íslend- inga. Islendingar hefðu vaknað upp við illan draum því bæði hefðum við hingað til verið laus við heimsóknir hryðjuverkamanna og eins hitt að fólk var furðu lostið á því, hvemig þessir menn hefðu getað komist inn í landið, dvalið hér þó nokkum tíma og síðan látið til skarar skríða án þess að eftir því væri tekið af við- komandi löggæsluyfirvöldum. Þetta sæist m.a. af umræðum utan dagskrár á Alþingi skömmu eftir þessa atburði, en þá hefði þá- verandi forsætisráðhérra, Steingrimur Hermannsson, núver- andi utanríkisráðherra, lýst því yfir að hann hefði falið dómsmálaráð- herra að undirbúa nauðsynlega málshöfðun eða málskot til þeirra þjóða sem við kynnum að þurfa að leita til. Jafnframt hefði hann lýst því yfir að ríkisstjómin hefði skipað nefnd sem væri að kanna öryggis- mál, m.a. væri henni ætlað að skoða hvemig fylgst yrði með erlendum mönnum hér á landi. Sólveig sagði formann Sea Shep- herd-samtakanna nú vera á leið til landsins og hefði hann Iýst þvi yfir að hann heimtaði ákæru eða afsök- unarbeiðni af íslenskum stjómvöld- um. Dómsmálaráðherra hefði aðspurður sagt um þessa kröfu að Paul Watson gæti ekki sett íslensk- um stjómvöldum skilyrði. Sólveig sagði það að sjálfsögðu vera rétt en það gæti þó að sama skapi ekki verið rétt að það væri látið aðgerðar- laust að brotið væri gegn fullveldis- rétti íslenska ríkisins og framin hér gróf hegningarlagabrot, eins og bú- ast mætti við í samræmi við yfírlýs- ingar fulltrúa Sea Shepherd. Afstaða manna til hvalveiða ætti ekki að breyta neinu þar um. Því spyrði hún til hvaða aðgerða dómsmálayfirvöld hyggðust grípa. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði samtök á borð við Sea Shepherd lifa á því að halda sér í kastljósinu. Einungis þannig tækist þeim að safna nógu miklum fjármun- um. Undanfarið virtist hafa verið nokkur deyfð yfir starfseminni og líklegt að eitthvað hefði lækkað í kassanum. Því væri nú reynt að ná athygli almennings á ný sem tækist ef íslensk stjómvöld færu að svara þessum kröfum og af því yrði hasar- leikur í fjölmiðlum. Dómsmálaráð- herra sagðist engan áhuga hafa á því að taka þátt í þessum leik með Sea Shepherd-samtökunum. Hann myndi veita þingmönnum upplýsing- ar um þessi mál eftir öðrum leiðum. Þessi samtök settu íslenskum stjóm- völdum engin skilyrði. Stefán Valgeirsson (SJF-Ne.) sagðist vera sammála dómsmálaráð- herra. Ekki væri skynsamlegt að svara mikið svona samtökum. Taldi hann ástæðu til að setja ofan í við fjölmiðla vegna þess hvemig þeir hefðu haldið á þessum málum. Ástæða væri til að „taka þá í gegn“ en það væri ekki hægt að gera nema fyrir luktum dymm. STUTTAR ÞINGFRETTIR Dómsmálaráðherra: Fangelsi fyrir kvenfanga algjört forgangsverkefni GUÐMUNDUR Ágústsson (B.-Rvk.) spurði dómsmálaráðherra í fyrir- spuraartíma á fimmtudag hvort í undirbúningi væri bygging nýs fangelsis eða vinnuhælis. I svari ráðherra kom fram að ekki væri neitt í undibúningi umfram það sem lengi hefði staðið til en mörg brýn verkefni væru framundan. Algjört forgangsverkefni væri að hans mati sérstakt fangelsi fyrir kvenfanga. Einnig lýsti ráðherra yfir efa- semdum um hversu réttmætt væri að byggja stórt ríkisfangelsi við Tunguháls. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði að ekki væri í undirbún- ingi bygging á nýju fangelsi umfram það sem lengi hefði til staðið og birt- ist í grunni undir nýtt fangelsi við Tunguháls. En það væri vissulega rétt að mörg brýn verkefni væru framundan í fangelsismálum, en hins vegar hefði gengið erfiðlega að fá fé til slíkra framkvæmda. Jón sagðist sem dómsmálaráðherra Hta á það sem algjört forgangsverkefni að koma upp sérstöku fangelsi fyrir kvenfanga og það myndi taka til starfa á næsta ári. Næstu verkefni í fangelsismálum væru síðan að hans dómi endurbætur á Litla-Hrauni, bæði vegna deilda- skiptingar, bættrar vinnuaðstöðu fyrir fangana og bættrar starfsað- stöðu fyrir starfsmennina. Þar næst myndi röðin koma að verkefnum sem hann hefði ekki enn mótað til fulls í hvaða röð ættu að koma. Dómsmálaráðherra sagðist hafa hug á þvf að rfkið keypti jörðina að Kvíabryggju og myndi síðan taka endurbætur'fangelsisins til athugun- ar, en þar væri nú rúm fyrir 11 fanga. Þá sagði hann skorta mjög nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík sem gæti tekið við af fang- elsinu við Síðumúla. Hið 113 ára gamla hegningarhús við Skólavörð- ustíg væri auðvitað orðið úrelt með öllu og væri þar brýnt að gerðar yrðu úrbætur. í fjárlagafrumvarpinu sem nú lægi fyrir þinginu væri gerð tillaga um sérstaka fjárveitingu til þess að gera úttekt á viðhaldsþörfum hússins og hvort yfirleitt væri hægt að breyta því í það horf sem nútímaaðstæður krefðust. Hann teldi líka tímabært að byggja nýtt fangelsi með rými fyrir u.þ.b. 40 fanga, en slík bygging væri varla komin á umræðustig enn. Dómsmálaráðherra sagðist ekki hafa myndað sér skoðun á því enn eða tekið um það ákvörðun hvað ætti að gera við grunninn á Tunguhálsi. Hann væri ekki viss um að rétt væri að halda áfram áformunum um bygg- ingu tiltölulega stórs ríkisfangelsis og það kynni að vera að þau bygging- aráform hefðu úrelst á meðan menn hefðu verið að bíða eftir peningum í þetta verkefni til þess að gera þau að veruleika. Ráðherra sagðist vonast til þess að geta lagt fram ákveðnari hug- myndir og tillögur um uppbyggingu fangelsanna um leið og rætt yrði frumvarp til laga um fangelsi og fangelsisvist sem yrði lagt fram í þinginu alveg á næstunni. Guðmundur Ágústsson sagðist hafa átt von á' að í máli ráðherra myndi koma fram að verulegar um- bætur yrðu gerðar á núverandi fangelsum og að búið væri að taka ákvörðun um að byggja nýtt fang- elsi. Sagði þingmaðurinn það rétt að á sínum tíma hefði verið fyrirhugað að byggja ríkisfangelsi og lögin, sem sett hefðu verið 1973, hefðu verið sett með það að markmiði að koma á fangelsi er liti á fanga sem sjúkl- inga og að hægt væri að bæta þá svo að þeir væru tilbúnir til að taka þátt í þjóðfélaginu aftur. Sú hugsun sem hefði legið að baki þessu fang- elsi væri kennd við svokallaða meðferðarstefnu sem því miður væri orðin úrelt. FUNDIR vora í báðum deildum Alþingis í gær. Eitt mál var á dagskrá í hvorri deild en hvoragt þeirra kom til umræðu enda var hér um sk. „útbýtingarfundi" að ræða, þ.e. fundimir voru boðaðir til þess að hægt væri að leggja fram ný þingmál. Þijú stjórnar- frumvörp voru lögð fram. Frumvarp til laga um stjórnun fiskveiða, frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignar- skatt, og frumvarp um breytingu á lögum um gildistöku laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Löndun afla erlendra skipa Þeir Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) og Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) hafa lagt fram frumvarp til laga þess efnis að Færeyingar og Grænlend- ingar verði undanþegnir 65 ára gömlum lögum sem banna erlendum fiskiskipum að landa afla sínum í íslenskum höfnum nema með sér- stöku leyfi ráðherra. Atvinnuleyfi erlendra leiðsögumanna Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.) og Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.-Rvk.) spyija félagsmálaráð- herra um atvinnuleyfi erlendra leiðsögumanna á íslandi. Þær Kristín og Danfríður spyija líka samgönguráðherra um veitingu atvinnurekstrarleyfa til erlendra ferðaskrifstofa á íslandi Landshlutaútvarp Danfríður Skarphéðinsdóttir spyr menntamálaráðherra um landshluta- útvarp Ríkisútvarpsins og einnig hefur hún lagt fram fyrirspum um fræðsluútvarp Ríkisútvarpsins. Finnur Ingólfsson (F.-Rvk.) og Guðni Ágústsson (F.-Sl.) spyija iðn- aðarráðherra um lán- og styrkveit- ingar Iðnlánasjóðs. Operusöngvarar Geir H. Haarde (S.-Rvk.) spyr menntamálaráðherra um máleftii óperusöngvara og hvað líði störfum nefndar sem hafi fengið það verk- efni fyrr á þessu ári að gera tillögur um bætta starfsaðstöðu og atvinnu- öryggi óperusöngvara. Framkvæmdasjóður fatlaðra Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) spyr félagsmálaráðherra um Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Einnig spyr Hreggviður landbúnaðarráðherra um staðgreiðslulán vegna sauðfjára- furðalána, um flármögnun vegna sauðQárafurða og um kjötbirgðir og útflutningsbætur. Nefndarálit vegua breytinga á lögnm um Útflutningráð og út- flutningsleyfi Fjárhags- og viðskiptanefnd hefur skilað áliti sínu á stjómarfrumvörp- um til breytinga á lögum um Útflutningsráð og lögum um útflutn- ingsleyfí. í breytingunum felst að þessi mál verða flutt til utanríkis- ráðuneytisins frá viðskiptaráðuneyt- inu. Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar leggur til að frum- vörpin verði samþykkt en minnihlut- inn til að það verði fellt. Minnihlutinn var tvískiptur í afstöðu sinni og sam- anstóð 1. minnihluti nefndarinnar af Matthíasi Bjamasyni en sá síðari af Steingrími J. Sigfiissyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.