Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 80
.Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Framtið ER VIÐ SKEIFUNA LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Milljónatjón í bruna í Neskaupstað: Kraftaverki lík- ast að starfsmenn sluppu ómeiddir Morgunblaðið/Þorkell Málsverður í Sædýrasafninu Háhyrningarnir í Sædýrasafninu virtust við bestu heilsu þegar Morgunblaðsmenn litu inn hjá þeim nýlega. Helgi Jónasson, forsvarsmaður eigenda dýranna, sagði að þeir brögguðust óvenju vel. Að hans sögn eru Iitlar horfur á að þeir verði seldir úr landi á næstunni. Friðunarsamtök erlendis hafa látíð í Ijós áhyggjur vegna aðbúnaðar dýranna í laug safnsins. — segir starfsstúlka, sem sá rafmagns- töflu springa og eldinn breiðast út Tollar lækkaðir, söluskattur áfram 25%, matvörur hækka og niðurgreiðslur auknar einstaka matvæli í verði, svo og hreinlætis- og snyrtivörur, borð- búnaður og búsáhöld. Fjölmargar byggingavörur lækka í verði, m.a. hreinlætistæki, blöndunartæki, kranar, hitastillar, gólfteppi og dúk- ar, efni til raflagna og steypustyrkt- aijárn. Verðlækkun verður einnig á sjónvörpum, myndböndum og hljómflutningstækjum, frystiskáp- um og þurrkurum en hækkun á kæliskápum og þvottavélum. Bfla- varahlutir og hjólbarðar lækka í verði, svo og fjölmargar íþróttavör- ur. Sjá nánar á blaðsíðu 34. Fang-i strauk LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir 26 ára gömlum refsifanga af Litla-Hrauni, sem strauk í gærmorgun. Fanginn, sem er síbrotamaður, átti að koma fyrir dóm kl. 10.30 í gær, en hann hljóp á brott frá saka- dómi Reykjavíkur í Borgartúni. Hann er hár og grannur, með dökkskollitað hár og brúnt alskegg. Hann var klæddur í dökkar buxur, brúnan leðuijakka og í svörtum, uppreimuðum hermannaskóm. MIKIÐ tjón varð þegar söltun- arstöðin Máni i Neskaupstað brann í gær og er talið að það nemi tugum milljóna. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu og breiddist mjög hratt um allt húsið, sem er járnklætt stál- grindarhús, plasteinangrað. Allir starfsmenn stöðvarinnar komust út heilu og höldnu, en ljóst er að nokkur bið verður á þvi að þeir geti aftur snúið til vinnu sinnar. Eldurinn kom upp um kl. 16.30. Sigríður Wíum, starfsmaður sölt- unarstöðvarinnar, sagði að starfs- menn, sem voru 10-15, hefðu í fyrstu tekið eftir að reyk lagði um vinnslusalinn. „Við áttum erfitt með að átta okkur á hvaðan reyk- urinn kom, en þegar það var kannað nánar sáum við að mikinn reyk lagði frá rafmagnstöflu, sem er nærri aðaldyrum hússins," sagði Sigríður. „Starfsfélagi minn hljóp að töflunni og ætlaði að taka rafmagnið af, en áður en honum tókst það sprakk taflan og mikill eldur stóð út úr henni. Til allrar hamingju sluppu allir ómeiddir frá sprengingunni og það er krafta- verki líkast." Sigríður sagði að við sprenging- una hefði húsið myrkvast og fyllst af reyk. „Við sáum að við gátum ekki farið út um aðaldymar, því þar var mikill eldur, svo við fórum öll að bakdyrum hússins," sagði hún. „Vegna myrkursins áttum við í nokkrum erfíðleikum með að rata og rákumst sífellt á kassa og ker. Við vorum skelfíngu lostin, því við bjuggumst við að húsið spryngi í loft upp og vissum ekki heldur hvort bakdymar væru læst- ar eða ekki. Okkur tókst þó öllum að komast út, en húsið varð brátt alelda og þykkan reyk lagði yfír bæinn þegar plasteinangrun í veggjum brann." Sigríður sagði að næg atvinna væri í kaupstaðn- um og því væri líklegt að starfs- menn Mána gætu fengið atvinnu annars staðar. Slökkvilið Neskaupstaðar kom fljótt á vettvang og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Grind hússins hitnaði mjög mikið og var unnið að því að kæla hana fram á kvöld. Húsið skemmdist mjög mikið og auk þess eyðilagðist nokkurt magn af saltfíski, síld og frosnum físki. Ekki er búið að meta tjónið, en talið er að það nemi tugum milljóna. Samkomulag í ríkissljórninni um breytingar á óbeinum sköttum: Lánskjaravísitalan mun lækka um 0,8 af hundraði vörp verði lögð fyrir Alþingi strax eftir helgi. Helstu breytingar eru þessar: Hæstu tollar lækka úr 80% í 30% og vörur í 5 þúsund tollnúmerum af 6 þúsund alls bera engan toll. í flestum tilvikum eru tollar af mat- vælum felldir niður. Eitt vörugjald, 14%, verður lagt á nokkra af- markaða vöruflokka, t.d. sælgæti, gos, hljómtæki og hreinlætistæki. 25% söluskattur leggst jafnt á allar neysluvörur. Niðurgreiðslur verða auknar um 1.250 milljónir. 600 milljónum kr. verður varið til hækk- unar á bótum lífeyristrygginga og bamabótum. Tollar eru afnumdir af hráefnum til innlendrar framleiðslu. Tollar af rekstrarvörum og aðföngum fram- leiðsluatvinnuveganna ýmist falla niður eða lækka. Breytingamar munu ekki hafa áhrif á framfærsluvísitöluna en byggingarvísitalan lækkar um 2,3% og lánskjaravfsitalan um tæplega 0,8%. Breytingar á vöruverði verða í meginatriðum þessar: Verð á kinda- kjöti, mjólk, smjöri og skyri verður óbreytt. Flestar aðrar matvörur hækka í verði, svo sem fískur, nautakjöt, brauð, ostar, egg, nýir ávextir og nýtt grænmeti. Þó lækka Bókaverslanir: Mánuður korthafa lengdur FÉLAG íslenskra bókaverslana hefur ákveðið að nótum vegna greiðslukorta, sem greitt er með í bókaverslunum eftir 7. desem- ber, verði ekki framvisað fyrr en á næsta greiðslutímabili. Það hefur í för með sér að korthaf- ar geta keypt bækur frá og með mánudegi, en þurfa ekki að greiða þær fyrr en í byijun febr- úar. Guðmundur H. Sigmundsson formaður Félags (slenskra bóka- verslana sagði í samtali við Morgunblaðið að á undanfömum árum hafi álag á starfsfólk bóka- verslana aulcist gífurlega síðustu dagana fyrir jól þegar nýtt greiðslukortatímabil hefst. Til þess að reyna að dreifa álaginu hafa félagsmenn ákveðið að greiðslunót- um sem koma inn hjá bókaverslun- um eftir 7. desember verði ekki framvísað fýrr en á næsta tímabili. Þær koma því ekki til greiðslu fyrr en í byijun febrúar. „Við vonum að þetta verði til góðs fyrir viðskiptavínina og einnig fyrir bókaútgefendur sem fá þá betri yfírsýn yfír sölu bóka sinna. Ég efast ekki um að fleiri verslan- ir fari að dæmi okkar," sagði Guðmundur H. Sigmundsson. niðurgreiðslur auknar þannig að mjólk og kindakjöt mun ekki hækka í verði. Breytingarnar í heild munu leiða til lækkunar verðbólgu, þannig að lánskjara- visitalan mun lækka um 0,8%. Eftir ríkisstjómarfundinn í gær kynntu formenn stjómarflokkanna, Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra, breytingamar. Fram kom að gert er ráð fyrir að viðkomandi frum- ENDANLEGAR ákvarðanir um tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins voru teknar á ríkisstjórnarfundi i gærmorgun. Þær fela meðal annars í sér verulegar breyting- ar á innheimtu óbeinna skatta sem koma til framkvæmda um áramót. Tollar munu lækka og gjöldum fækkar en í staðinn kemur nýtt vörugjald. Undan- þágum söluskatts fækkar en áfram verður innheimtur 25% söluskattur. Ákveðið er að 22% virðisaukaskattur taki við af honum eftir ár. Jafnframt verða DAGAR TIL JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.