Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Frá fundi Ronalds Reagan og Mikhails Gorbatsjov í Höfða í okt. 1986. Með þeim við borðið eru tiilkar. INNI í HÖFÐA Sjónvarp Arnaldur Indriðason Þeir hittast aftur núna eftir helgi og það verður í þriðja sinn. Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan setjast niður og undirrita samning um fækkun meðal- drægra eldflauga. Hvað sem annars má um þá segja hafa þeir unnið stórvirki á sviði afvopnun- ar; engir aðrir leiðtogar stórveld- anna hafa náð eins langt á því sviði. Fyrst hittust þeir í Genfj núna hittast þeir í Hvíta húsinu. I milli- tíðinni héldu þeir óvæntan fund í Reykjavík í gamla draugahúsinu Höfða. Við vitum allt um það, á 11 dögum urðum við að fram- kvæma það sem gert var á þremur mánuðum í Genf. Við stóðum okkur vel sem gestgjafar og þeir stóðu sig vel sem samningamenn, hvor fyrir sig. Því miður var ekki undirritað neitt samkomulag, það strandaði á Geimvamaáætluninni, en þeir komu sér saman um margt og línur skýrðust. Báðir vissu betur hvar þeir stóðu eftir á og brautin var rudd fyrir Washing- tonfundinn. Þeir skildu vonsviknir á svipinn í haustmyrkrinu en þeir máttu svosem vel við una. Þeir hittast broshýrir aftur í Was- hington núna rúmu ári seinna. Þess vegna er heitið á hinni bresku leiknu heimildamynd, „Breakthrough at Reykjavik" sem sýnd verður í ríkissjónvarpinu annað kvöld og er lýsing á því sem fram fór inni í Höfða þegar leið- togamir hittust, vel til fallið. í því felst einfaldlega að ísinn -ar brot- inn í Reykjavík. Fundurinn hér var stórt skref í átt til þess sam- komulags sem undirritað verður í Washington. En hvað var það nákvæmlega sem gerðist inni í Höfða þessa merkilegu helgi í október? Hvem- ig er fundur tveggja valdamestu manna í heimi? Hvemig fór á með þeim tveimur? Hvað sagði Gorb- atsjov við Reagan og hvemig brást forsetinn við þegar aðalrit- arinn lagði fram sínar óvæntu tillögur um fækkun kjamavopna og hristi upp í samningaþófí sem staðið hafði í 20 ár? Hvemig var að vinna í Höfða? Sjónvarpsmyndin leitast við að svara þessum spumingum. Hún er.gerð á vegum Granada Televisi- on og verður sýnd í Bretlandi á sama tíma og hér en áætlað er að sýna myndina í Bandaríkjunum daginn sem leiðtogamir hittast. Leikstjóri hennar er Sarah Hard- ing en framleiðandi Norma Percy. Með aðalhlutverkin fara Timothy West, sem leikur Gorbatsjov, og Robert Beatty, sem leikur Reag- an. Handritið skrifaði breska leikritaskáldið Roriald Harwood, sem gerði hið stórskemmtilega leikrit „Aðstoðarmaðurinn" („The Dresser") og handritið að sjón- varpsmyndinni „Mandela", sem ríkissjónvarpið sýndi nýlega. í kynningu Granada á „Break- through at Reykjavik" segir að aflað hafí verið mikilla heimilda um fundinn fyrir gerð myndarinn- ar en Richard Perle og Kenneth' Adelman, sem báðir voru ráðgjaf- ar Bandaríkjaforseta í Höfða, eru nefndir til staðfestingar á áreiðan- leik hennar. Eftir að hafa séð hana á sýningu í Washington í síðasta mánuði sögðu þeir lýsingu hennar rétta í aðalatriðum. Granada setti allt í gang næst- um um leið og fréttin barst um fundinn í Reykjavík, menn vom sendir til Moskvu, Washington og Reykjavíkur í heimildaleit, talað var við háttsetta embættismenn í Timothy West austri og vestri, sem viðriðnir voru fundinn og eftir því sem seg- ir í kynningunni komust sjón- varpsmennimir í opinber og óopinber minnisblöð um fundinn og umræðumar á bak við tjöldin. Brian Lapping, framkvæmdastjóri við gerð myndarinnar, segir: „Rússamir fengu okkur í hendur útdrætti úr viðræðunum. Það em engin fordæmi fyrir því — slíkt Robert Beatty hefur aldrei gerst áður. Banda- ríkjamenn svömðu í líkingu við Rússana og við stóðum uppi með lýsingar frá fyrstu hendi á því sem gerðist þessar 48 stundir, frá fólki sem var inni í Höfða.“ Öll gögnin vom sett í hendum- ar á Ronald Harwood og úr þeim vann leikritaskáldið sitt verk. Efn- ið setur honum auðvitað þröngar skorður. Það leiðir af sjálfu sér Samskonar mynd úr fundarherberginu i leiknu heimildarmyndinni „Breakthrough at Reykjavik". Með leiðtogunum eiga að vera Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna og George Schultz utanríkisráðherra Bandarikjanna. Anthony Bate leikur Shevardnadze en Shane Rimmer leikur Schultz. að mestur hluti handritsins er tal um langdrægar og meðaldrægar eldflaugar, Geimvamaáætlunina og allt þess háttar og það er lítið svigrúm til að bregða út af því. Myndin hefst á fréttamynd af komu Gorbatsjov til Höfða þar sem Reagan tekur á móti honum og síðan fer öll atburðarásin fram innan veggja hússins. Harwood hefur kosið að segja söguna frá sjónarhóli Bandaríkjamanna, við kynnumst viðbrögðum þeirra all- vel en fáum aldrei að vita hvað Sovétmenn ræða bak við tjöldin. Leikmyndahönnuður myndar- innar hefur reynt af fremsta megni að líkja eftir frummynd- inni, allt frá málverkinu af Bjama Benediktssyni, sem hékk á vegg fyrir aftan Reagan í fundarher- bergi leiðtoganna, til borðfána með merki höfðuðborgarinnar. Leikmyndahönnuðurinn hefur greinilega litast vel um í Höfða áður en hann byggði leikmyndina í upptökuveri Granada Television. Aðeins eitt atriði, og þáð nokkuð skondið, gerist utan við Höfða en það er þegar bandarísku samn- ingamennimir raða sér inní sérstaklega tilbúinn og níðþröng- an tank sem á að vera staðsettur í bandaríska sendiráðinu við Lauf- ásveg og varinn fyrir hlemnum. Það er raunar næstum innilok- unarkennt andrúmsloft yfir myndinni allri. Hún lýsir vel þeirri gríðarlegu vinnu sem unnin var við þröngar og erfiðar aðstæður. Tveir ráðgjafar úr liði Bandaríkja- manna verða t.d. að vinna uppkast að tillögum á salerninu. Leið- togafundurinn var sannarlega vinnufundur; engin hanastélsboð, engin kvöldverðarboð. Aðeins vinna. Til einföldunar tala leið- togamir milliliðalaust hvor við annan í myndinni. Atburðir helg- arinnar em dregnir saman í snarpar 52 mínútur, miklar fund- arsetur em dregnar saman í nokkrar mínútur. Langar orðræð- ur detta að sjálfsögðu út. En Harwood heldur sig við meginef- nið allt frá því Gorbatsjov leggur þykkan skjalabunka á borðið við upphaf fundarins og Reagan seg- ir „Þú kemur með meiri pappíra en ég“ og til þess þegar Gor- batsjov kemur í lokin með tillögu um eyðingu allra kjamavopna og Reagan segir „Ef það er það sem þú vilt, þá allt í lagi.“ En því miður strandaði allt á skilyrðum Sovétmanna vegna Geimvarnaá- ætlunarinnar. Myndin lýsir því hvað Sovét- menn koma vel undirbúnir til viðræðnanna og hvað Bandaríkja- menn em raunvemlega óviðbúnir hinum ákveðnu tillögum þeirra. Viðræður leiðtoganna em mjög rólegar og æsingalausar. Hare- wood hefur sennilega aldrei fengið að vita um það þegar Reag- an reiddist svo er fréttist um uppljóstranir Sovétmanna af fundunum þegar samþykkt hafði verið fréttabann „að hann barði í borðið og sópaði vinnuplöggum af því og urðu aðstoðarmenn hans að týna þau upp“, eins og segir í bók Guðmundar Magnússonar blaðamanns um leiðtogafundinn. Aðálleikararnir hafa greinilega verið valdir með tilliti til þess hve lflrir þeir em leiðtogunum. Timot- hy West er ekkert sérlega líkur Gorbatsjov í fasi (eins og hann var t.d. í NBC-viðtalinu) þótt hann hafi verið gerður svipaður honum í útliti. Kanadíska Ieikaranum Robert Beatty hefur aftur tekist mun betur upp í lýsingu á Reag- an. Hann er 78 ára gamall (Reagan var 75 ára á Reykjavík- urfundinum) og nær, að manni fínnst svona við fyrstu kynni, bæði málfari, hreim og framkomu forsetans fyrir utan að vera skolli líkur honum í útliti. Það jaðrar við skopstælingu. Grínútgáfa af forsetanum í gamanþáttunum „Spitting Image“ sækir á hugann. Hann er kannski full hmmur en ofurgóðlátlegur frammi fyrir hin- um harðákveðna vinnuhesti Gorbatsjov. Aðrir leikarar standa sig með prýði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.