Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Fundur Sihanouks og Hun Sen vekur vonir Jakörtu. Reuter. SIHANOUK prins og Hun Sen forsætisráðherra Kambódíu áttu fund í Frakklandi í gær. Gert var ráð fyrir að þeir undir- rituðu sameiginlega yfirlýsingu að fundinum loknum. Indónesar lýstu í gær yfir bjartsýni vegna þessarar yfiriýsingar. Sendi- menn Asiuþjóða telja yfirlýsing- Þrettán farast í flugslysi íRúanda - þar af ellefu Bandaríkjamenn Nairobi i Kcnya, Rcuter. LÍTIL flugvél sem var á leið frá Zaire til Kenya hrapaði í Mið-Afríkuríkinu Rúanda I una vera fyrsta skref í friðarátt eftir níu ára blóðsúthellingar. Utanríkisráðherra Indónesíu, Mochtar Kusumaatmadia, sagði á blaðamannafundi í gær að árang- urinn af fundi þeirra Sihanouks prins og Hun Sen forsætisráðherra Kambódíu hefði vakið miklar von- ir. „Við vonum að í framhaldi af fundinum verði hægt að leysa vandamál Kambódíu," sagði ut- anríkisráðherrann. Hann sagði að Indónesar og Víetnamar, sem hefðu átt fund um málefni Kambódíu í síðasta mánuði, myndi eiga frekari viðræður í Hanoi 21. og 22. desember næstkomandi. Væri það hluti af aðgerðum til að koma á friði í Kambódíu. Útvarpið í Laos sagði að sú staðreynd að Hun Sen og Sihano- uk ætluðu að undirrita sameigin- lega yfírlýsingu væri „ánægjulegt merki um að vænta mætti sam- komulags í málefnum Kambódíu eftir níu ára ófrið," sagði í frétt útvarpsins. Hanoi-útvarpið sagði frá fundinum í Frakklandi án þess að gefa yfírlýsingar. Vestrænir sendimenn í Bankok bentu á að Víetnamar yrðu að koma inn í þessar viðræður ef semja á um frið, en í Kambódíu er yfír 140.000 Reuter Sihanouk prins og Hun Sen forsætisráðherra Kambódíu faðmast eftir að hafa undirritað samkomulag um að stuðla að friði í Kambódíu í Frakklandi í gær. manna herlið frá Víetnömum sem gerði innrás í landið árið 1978. Einnig yrðu rauðu khmeramir að taka þátt í viðræðunum. Að sögn austrænna sendimanna á að ræða hlutdeild Víetnama í friðarviðræðum á fundinum í Hanoi síðar í þessum mánuði. Fréttastofan Nýja Kína sagði ekki frá yfírlýsingunni en hafði eftir Sihanouk prins að hersveitir hans myndu halda áfram að beijast þar til síðasti Víetnamski hermaðurinn væri farinn úr landinu. Kína: Skjóta upp gervihnetti fyrir Svía Hong Kong. Reuter. KÍNVERJAR munu skjóta á loft gervihnetti fyrir sænskt geim- rannsóknafyrirtæki árið 1991, að þvi er dagblað í Hong Kong sagði i gær. Blaðið Ta KungPao, sem er hlið- hollt kínversku stjóminni, sagði, að Kínveijar mundu nota „Gangan mikla-2“ eldflaug til að koma gervi- hnetti Svenska Rymdaktiebolaget á braut. Svíar ætla að nota hnöttinn til fjarskipta og geimrannsókna og hafa þegar innt af hendi fyrstu greiðsluna fyrir þessa þjónustu, að því er blaðið sagði. Umsvif Kinveija á sviði geim- skota hafa aukist mikið síðan bandaríska geimskutlan Challenger fórst í flugtaki í janúar 1986 og erfíðleikar steðjuðu að vegna evr- ópsku Ariane-eldflaugarinnar. Kínverska dagblaðið i Peking sagði frá því í ágústmánuði, að yfir tíu fyrirtæki í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Vestur- Þýskalandi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu hefur undirritað samninga við stjómvöld í Peking um að skjóta gervihnöttum á loft. gær. Um borð í vélinni voru 11 Bandaríkjamenn og tveir Zaire-búar. Að sögn banda- ríska sendiráðsins í Nairobi fórust allir sem með vélinni voru. Að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins í Nairobi voru Banda- ríkjamennimir ellefu ferðamenn. Vora þeir á leið til Kenya þaðan sem þeir ætluðu að fljúga heim til Bandaríkjanna. Auk þeirra vora i vélinni flugmaður og leiðsögu- maður. Að sögn útvarpsins í Rúanda missti vélin hæð skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Goma við landamæri Zaire og hrapaði í fjalllendi skammt frá flugvellinum. Sovétríkin: Enn mikil geislun við Chernobyl Moskvu. Reuter. SOVÉSKUR embættismaður segir, að hættuleg geislun sé enn vandamál við Chernobyl- kjarnorkuverið í Úkraínu og hafi af þeim sökum orðið þar þrjú dauðaslys á árinu. V. Lukyanenko, flokksformaður í bænum Slavutich, sem reistur var fyrir starfsfólkið við Chemo- byl-verið, segir í skýrslu, sem birtist í sovésku dagblaði, að á síðustu tíu mánuðum hafí orðið 36 slys í orkuverinu, þar af þijú dauðaslys. Kom það ekki fram hvort þau hefðu orðið vegna geisl- unar en sagt var, að forráðamenn versins hefðu fengið alvarlega áminningu fyrir að hafa ekki farið nákvæmlega eftir öryggisreglum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali: Hlýt ad treystaþví ad Gor- batsjov trúi eigin áróðri Kveðst enn telja Sovétríkin „illt heimsveldi“ Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsviðtali á fimmtudag að skoðanir hans á Sovétríkjunum og stjórnkerfi kommúnista hefðu ekkert breyst frá því hann lýsti yfir því í frægri ræðu að Sovétríkin væru „keisaradæmi hins illa“. Hins vegar kvað forsetinn nauðsynlegt að auðsýna ákveðið traust svo framarlega sem unnt væri að sannreyna að Sovétmenn stæðu við gerða samninga. Sagði Reagan þetta hafa ráðið afstöðu Banda- ríkjastjómar i viðræðum við sovéska embættismenn um uppræt- ingu meðal- og skammdrægra kjaraorkuflauga og svo yrði einnig í framtíðinni. I viðtalinu kom einnig fram að Reagan er bjartsýnn á árangur í viðræðum sínum við Míkhafl Gorbatsjov, leiðtoga Sov- étríkjanna, sem væntanlegur er hingað til Bandaríkjanna á mánudag. Kvaðst forsetinn binda vonir við að þeir gætu náð ár- angri í viðræðum um fækkun Iangdrægra kjarnorkuvopna og sagðist telja ákaflega líldegt að hann færi til fundar við Gor- batsjov í Moskvu á næsta ári. 1 viðtalinu svaraði Reagan spumingum þriggja þekktra bandarískra sjónvarpsmanna, sem starfa við sjónvarpsstöðvamar ABC, CBS og CNN og var víða komið við. Reagan var fyrst spurð- ur hvemig hann svaraði gagnrýni þess efnis að samkomulag um upprætingu meðal- og skamm- drægra flauga væri Sovétmönnum hagstætt þar eð þeir nytu yfír- burða á sviði hefðbundinna vopna og gætu þannig ógnað öryggi ríkja Vestur-Evrópu. Forsetinn sagði það óvefengjanlega staðreynd að Sovétmenn hefðu yfírburði á þessu sviði en menn yrðu að hafa í huga að ekki væri verið að semja um algera útrýmingu kjamorkuvopna í Vestur-Evrópu. Eftir myndu standa þúsundir vígvallarvopna með kjamorkuhleðslum sem nauð- synleg væru til að vega upp á móti herafla Sovétmanna. Þessi vopn yrði ekki unnt að fjarlægja fyrr en tekist hefði að koma á jöfn- uði á sviði hins hefðbundna vígbúnaðar. Reagan sagði ógnvænlegustu vopnin vera þau sem beint væri gegn borgum Vestur-Evrópu og þau vopn væri verið að semja um auk þess sem stefnt væri að því að fækka langdrægum kjamorku- vopnum sem væru ógnvænlegustu vígtólin. Samningurinn væri því í þágu ríkja Vestur-Evrópu og raun- ar heimsbyggðarinnar allrar. Gagnrýni á sáttmál- ann Nokkrir þekktir frammámenn í Repúblikanaflokknum, flokki Re- agans forseta, hafa gagnrýnt sáttmálann um meðaldrægu flau- gamar, sem undirritaður verður á þriðjudag í næstu viku í Was- hington, og sagt að ekki sé unnt að treysta Sovétmönnum. Til marks um þetta hafa þeir nefnt brot Sovétstjómarinnar gegn ákvæðum alþjóðlegra mannrétt- indasáttmála og fyrri samninga um takmörkun vígbúnaðar. Demó- krataflokkurinn hefur á hinn bóginn lýst sig fylgjandi samn- ingnum. Aðspurður um þetta sagði Reag- an það rétt vera að nokkrir flokks- bræðra hans fyndu samningum flest til foráttu. Sagði forsetinn þetta lýsa vanþekkingu viðkom- andi manna. Einkum væri greini- legt að þeir hefðu ekki kynnt sér eftirlitsákvæði sáttmálans, sem væru skýr og afdráttarlaus. Sagði hann að svo virtist sem þessir menn teldu „vopnuð átök óhjá- kvæmileg". „Ég tel að meðan einhver möguleiki er á að viðhalda friðnum þá beri að gera það. En friður má ekki merkja hið sama og uppgjöf og við höfum ekki í hyggju að gefast upp,“ sagði for- setinn. Reagan Bandaríkjaforseti svarar spurningum fréttamanna. Útþenslustefna Reagan sagði að þótt hann væri reiðubúinn til að setjast að samn- ingaborðinu þýddi það ekki að skoðanir hans á Sovétríkjunum hefðu breyst. „í gegnum tíðina hafa Sovétmenn margoft gert það ljóst að þeir eru trúir útþenslu- stefnunni, sem er eitt helsta boðorð marxismans. Nú er hins vegar kominn fram á sjónarsviðið leiðtogi sem segist reiðubúinn til að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra ríkja og ólíka hugmyndafræði þeirra," sagði hann. Kvað Reagan nauð- synlegt að sýna ákveðið traust í samskiptum við Sovétmenn, en mikilvægt væri að unnt yrði að sannreyna að þeir stæðu við gerða samninga. Forsetinn kvaðst ekki efast um að Míkhaíl Gorbatsjov væri heill í afstöðu sinni. „Ég hlýt að treysta því að hann trúi eigin áróðri," sagði Reagan og bætti við að Gorbatsjov væri alinn upp við að hlýða á óhróður um vestræna siðmenn- ingu. í ljósi þessa sagðist Reagan telja sérlega mikilvægt að Gor- batsjov kæmi til Bandaríkjanna til að hann gæti sjálfur kynnt sér háttu, viðhorf og siði Bandaríkja- manna og lét í ljós þá von að Sovétleiðtoginn sæi sér fært að koma í opinbera heimsókn þótt síðar yrði. Forsetinn var spurður hvort hann teldi líkur á því að risaveldin næðu árangri í viðræðum um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna á leiðtogafundinum í Washington og hvort hugsanlegt væri að hann færi til fundar við Gorbatsjov í Moskvu á næsta ári. Sovéskir og bandarískir embættis- menn hafa lýst yfír því að stefna beri að helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuflauga og hafði raunar náðst óformlegt samkomu- lag um þetta á leiðtogafundinum í Reykjavík á síðasta ári er Gor- batsjov setti það óvænt sem skilyrði fyrir samkomulagi að Bandaríkjamenn féllu frá geim- vamaáætluninni. Eru vonir bundnar við að unnt verði að ganga frá bráðabirgðasamkomulagi um fækkun þess háttar vopna á fund- inum í Washington, sem síðan verði staðfest í Moskvu á næsta ári. Reagan sagði að það yrðu sér mikil vonbrigði ef ekki yrði af fundinum í Moskvu og kvaðst ekki trúa öðru en að fundurinn færi fram.„Ég tel allgóðar líkur á því að okkur muni takast að stíga enn eitt þýðingarmikið skref í átt að algerri útrýmingu kjamorku- vopna," sagði Reagan Bandarílqa- forseti að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.