Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 65 Hjónaminning: Hróðný Sigurðardóttir Jóhann H. Pálsson Dalhæ Hróðný Fædd 17. maí 1942 Dáin 28. nóvember 1987 Jóhann Fæddur 7. mars 1936 Dáinn 28. nóvember 1987 Það kom eins og reiðarslag. Níní og Jói horfin á braut. Er þetta vilji skaparans? Við verðum að trúa að svo sé þótt erfítt sé að skilja það. Þeir sem Guðirnir elska deyja ungir. Þetta gamla spakmæli kemur upp í hugann, því þau voru svo ung, eða svo fannst okkur sem eldri erum, en árin líða svo fljótt. Það eru rétt 25 ár síðan þau Hróðný og Jóhann settu saman heimili sitt og hófu búskap í Dalbæ. Þau höfðu bæði alist upp á einstök- um myndarheimilum, Jóhann hjá foreldrum sínum, Margréti Guð- mundsdóttur og Páli Guðmundssyni í Dalbæ, og Hróðný hjá sínum for- eldrum, Amfríði Jónsdóttur og Sigurði Inga Sigurðssyni á Sélfossi. Fljótt kom í ljós hversu samhent þau voru í að gera allt smekklegt og aðlaðandi í kringum sig, þó í smáurn stíl væri byrjað. Og nú að 25 árum liðnum, er þau höfðu lokið við að byggja allt upp af stórhug og reisn, er allt í einu sem ský dragi fyrir sólu og þau em svo skyndilega hrifin brott, að við sem eftir emm stöndum agndofa og spyrjum, hvemig getur slíkt gerst. Þau sem vom svo full af lífsgleði og starfsorku og áttu svo mörg verkefni óleyst, eða svo fínnst okkur sem eftir stöndum, en við sjáum svo skammt. Það er mikil vinna og mörg hand- tök í að koma upp öðm eins búi og hjá Jóhanni í Dalbæ, sem lét sér aldrei nægja neitt minna en að hafa alla hluti og allan búpening í því lagi að sómi var að og eftir var tekið. Og auk húsmóðurstarfa á stóm heimili varð Hróðný svo eftirsótt til félagsmála ýmissa og til forystu- starfa í slíkum málum, að þar varð hún algjör fmmkvöðull kvenna í þessari sveit. Auk þess var hún góðum tónlistargáfum gædd, og vom hér miklar vonir bundnar við hana á því sviði. Eitt af hennar síðustu verkum í þeim efnum var að æfa kirkjukór- ana í sveitinni fyrir kirkjukóramót nú fyrir stuttu síðan. A æfingu er sunginn var sálmur- inn „Lýs mitt milda ljós“ stóð hún upp frá hljóðfærinu og sagði: „Ó hvað þetta er fallegt." Þessi eina setning lýsti vel þeirri mildi og hlýju er einkenndi Hróðnýju og heimili þeirra hjóna. Það er stór vinahópurinn sem nú drúpir höfði í sorg og söknuði, en sárastur er þó söknuðurinn hjá bömunum þeirra §ómm, tengda- dóttur, sonardóttur, foreldrum, systkinum og öðmm ástvinum. En í söknuði okkar er þó ríkast þakklæti fyrir að hafa notið sam- vista við þau í leik og starfi og þau hafa vissulega auðgað líf okkar, sem fengum að hafa þau sem ná- granna um áratugi. Það er trú okkar að Níní og Jói hafí fundið og gengið inn um „and- ans fögm dyr“, eins og segir í sálminum fagra, og þeirra bíði jafn- vel ennþá meiri og stærri verkefni en þau höfðu hér á jörð. Það er einnig trú okkar, að þau verði með sínum nánustu í andanum og umvefji þá í ljós kærleikans í þessari sorg og á ókomnum gleði- stundum. Minnumst orða frelsarans: „Ég lifí og þér munuð lifa.“ í trausti þess horfum við fram á veginn í fullvissu um endurfundi í ríki ljóssins. Við emm öll í hendi Guðs, og því biðjum við hann að vemda og blessa ykkur öll í íjölskyldunni í Dalbæ. Hjartanlegar samúðarkveðjur. Dísa og Skúli Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða. Nú er komið hrimkalt haust og horfin sumarblíða. Fölna grös en blikna blóm af björkum laufin detta. Draugalegum drynur róm dröfn við fjarðar kletta. Allt er kalt og allt er dautt eilífur ríkir vetur. Berst mér negg í brjósti snautt en brostið ekki getur. (Kristján Jónsson íjallaskáld) Höggið ríður snöggt og miskunn- arlaust. Við tölum um hræðileg bílslys og blessað fólkið sem á um sárt að binda. En allt í einu er kom- ið að okkur. Nánir vinir og nágrann- ar em allt í einu hörfnir frá okkur, hjón í blóma lífsins með stórbú, börn í uppeldi já og áttu svo mikið eftir að gera, eða það fínnst okkur sem höfðum dagleg samskipti við þau. Það er eitthvert tóm sem myndast, það er svo erfítt að koma orði að því. En minningarnar em márgir og góðar. Það sem við áttum saman í starfi, gleði, öíl hjálpsemin sem látin var í té, alltaf reiðubúin til þess að aðstoða. Margar vom ferðirnar sem Jói keyrði mig áður en við eignuðumst bfi, þegar ég þurfti að fara til sængurkonu á hvaða tíma sólarhrings sem var og alltaf glaður og fljótur í fömm, og hún Níní alltaf til taks að hjálpa, sama hvað mikið hún hafði að gera, og brosið hennar hlýja og góða. Já það er svo margt sem minningamar geyma sem aldrei gleymist. Hverfið okkar og sveitin okkar hefur misst mikið og vandfyllt em skörðin sem þau skilja eftir sig. Sár er sviðinn í brjóstum okkar, sveit- unga og vina þeirra, en sárra hjá fjölskyldum þeirra. Við biðjum góð- an Guð að leggja líkn með þraut, bömunum þeirra fjómm, tengda- dóttur og litlu sonardótturinni. Aftur vorar þó aldrei verði það eins og var. Elín og Magnús, Miðfelli. íslendingar em fámenn þjóð og hver eintaklingur er því svo mikils virði í okkar fámenna samfélagi. Þegar hörmuleg slys verða emm við nánast eins og ein fjölskylda. Þetta snertir okkur öll meira eða minna. Það vom hörmuleg tíðindi sem bámst laugardaginn 28. nóvember sl. Hjónin í Dalbæ í Hmnamanna- hreppi, þau Hróðný Sigurðardóttir og Jóhann H. Pálsson, höfðu farist í bfislysi þá um daginn. Vinir og vandamenn em harmi slegnir og sem lamaðir. Svo snöggt og óvænt gerist þetta. Okkar litla samfélag hér í Hmnamannahreppi er í sámm. En „tíminn læknar öll sár“, segir máltækið og því verðum við að trúa. „Merkið stendur þó maðurinn falli“, segir á öðmm stað og þau Hróðný og Jóhann höfðu svo sannarlega borið merkið hátt, svo þess mun lengi sjá stað hér í þeirra heima- byggð. Hróðný fæddist þann 17. maí árið 1942. Foreldrar hennar em hjónin Sigurður Ingi Sigurðsson og Amfríður Jónsdóttir á Selfossi. Jó- hann Halldór fæddist þann 7. mars árið 1936, sonur hjónanna Páls Guðmundssonar og Margrétar Guð- mundsdóttur, sem lengi bjuggu í Dalbæ. Þau Hróðný og Jóhann gengu í hjónaband árið 1962 og hófu búskap í Dalbæ I. Það mun mála sannast, að mikið jafnræði hafi verið með þeim hjónum hvað snertir greind, dugnað og myndar- skap allan. Búskapurinn var með einstökum myndarbrag. Um það bera byggingar, ræktun og gripir gleggstan vott. Þau hjón eignuðust fjögur böm. Elstur er Sigurður Ingi, 25 ára. Hann stundar dýralæknanám í Danmörku og er kvæntur Önnu K. Ásmundsdóttur. Þau eiga eitt bam. Næstelst er Arnfríður, 23 ára skrif- stofustúlka, þá Páll, 18 ára, í Menntaskólanum á Laugarvatni og yngst er Margrét, 12 ára. Þessi systkini öll hafa verið nemendur mínir í Flúðaskóla og betri nemend- ur getur enginn kennari óskað sér. Hróðný í Dalbæ kom víða við sögu í félagsmálum. Hún var fyrsta konan, sem kjörin var í hreppsnefnd hér í sveit. Það var árið 1982 og var hún varaoddviti Hrunamanna- hrepps. Fyrir Félagsheimili Hmna- manna vann hún mikið og gott starf, sem gjaldkeri mörg undanfar- in ár. Hótelrekstur á Flúðum hefur verið á vegum Félagsheimilisins svo að starf gjaldkera var mikið og vandasamt. Fyrir hennar orð og hvatningu gerðist ég hótelstjóri á Flúðum sl. þrjú sumur. Mér er ljúft og skylt að votta það, sem engum kemur á óvart sem til þekkir, að allt sem hún sagði stóð sem stafur á bók og öll hennar störf einkennd- ust af heiðarleika, samviskusemi og dugnaði. Hið sama má segja um Jóhann í Dalbæ. Hann var einstakur mynd- ar- og dugnaðarmaður og nutu þau hjón að vonum mikilla vinsælda. Eg og fjölskylda mín sendum börnum þeirra og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Jóhannes Sigmundsson Ég var staddur á FRÍ-þingi sem haldið var á Akureyri þennan af- drifaríka laugardag. Þingstörf voru nýlega hafin. Ég var glaður í huga yfir að fá að starfa með þessu fólki sem þarna var samankomið. Þarna var margt af okkar besta íþrótta- fólki og forystumönnum fijálsra íþrótta i landinu. En gleðin stóð ekki lengi. Ég var kallaður í símann. Það sótti að mér nokkur kvíði. Skyldi nú eitthvað hafa komið fyr- ir? Konan mín var í símanum og flutti mér þessa skelfilegu sorgar- fregn. Níní og Jói fórust í bílslysi við Þrengslavegamótin eftir hádeg- ið. Það er erfítt að átta sig á slíkum atburðum. Otal spurningar koma fram í hugann. Er einhver tilgangur með þessu? Og hversvegna þau? En það kemur ekkert svar, en í staðinn nístist ískaldur veruleikinn inn í hugskotið og minningamar um þessi yndislegu hjón streyma fram. Jói var fæddur í Dalbæ 7.3. 1936 yngstur fjögurra systkina. Við ól- umst upp saman í einum hóp í Miðfellshverfinu tíu strákar og ein stelpa, öll á svipuðum aldri. Þá var oft glatt á hjalla og margt brallað saman. Snemma beindist hugur þessa hóps að íþróttaiðkunum og sundi. Þær voru margar stundimar sem við áttum saman á vellinum eða í sundlauginni í keppni og leik. Jói var lengi okkar besti baksund- maður, og ég sé enn fyrir mér hans sterklegu sundtök þegar mikið lá við. En unglingsárin liðu fljótt og -alvara lífsins tók við. Ég fór að vinna í sláturhúsinu á Selfossi á haustin og Jói kom svo þangað líka nokkru seinna. Þama unnum við saman á hveiju hausti í tvo ára- tugi. Þá myndaðist með okkur sönn vinátta sem hélst æ síðan. Á þessum árum kynntist Jói verðandi eigin- konu sinni, Hróðnýju Sigurðardótt- ur frá Selfossi. Hún var fædd 17.5. 1942, elst fímm systkina. Þau gengu í hjónaband 26.8. 1962 og hófu búskap að Dalbæ, fyrst í fé- lagi með foreldmm Jóa en tóku síðan við búinu við fráfall Páls. Þá kom fljótt í ljós að Jói hafði eign- ast konu sem var óvenju miklum mannkostum gædd, enda var hún fljótlega kjörin til margvíslegra trúnaðarstarfa í sveitinni. Ég ætla ekki að telja upp þau fjölmörgu trúnaðarstörf sem henni voru falin og hún skilaði af einstakri trú- mennsku og ósérhlífni. Mér er það fullljóst að það verður erfitt að fylla í þau skörð sem myndast hafa við fráfall hennar. Jói gerðist fljótt athafnasamur og dugandi bóndi. Hann ræktaði jörðina og jók við búið og þar kom að allar byggingar voru að springa utan af bústofninum. Við ræddum oft um það hvernig best væri að haga uppbyggingu á húsakosti. Ég var svo lánsamur að hann réði mig til þessa verks, þetta var mitt óska verkefni, og þama var ég svo að mestu næstu fimm árin. Það var ekki látið staðar numið fyrr en búið var að byggja upp öll peningshús og að síðustu endað á glæsilegu íbúðarhúsi. Ég held að ég halli ekki á neinn þó ég segi að þessi ár mín hjá Dalbæjarhjónunum voru mín allra bestu á mínum tuttugu og fimm ára smíðaferli, og var ég þó mörgu góðu vanur. Aldrei var orði á mig hallað þó sitthvað gengi á afturlöppunum hjá mér. Þær voru líka margar góðar stundirnar í matar- og kaffitímum. Og oft skrapp ég fram að Dalbæ eftir að þessu lauk til að spjalla við þau hjónin, en tíminn leið þá bara alltof fljótt, það var svo notalegt að vera í návist þeirra. Ég vona að þau sterku vináttubönd sem ég tengdist þessum hjónum og þeirra heimili þurfi ekki að rofna þó að þeirra njóti ekki lengur við. En það var ekki aðeins að þau væru að bæta bústofninn á þessum uppbygging- arárum heldur voru þau líka að stækka fjölskylduna. Margrét litla fæddist þann 5.10. 75 en fyrir áttu þau þijú börn, Pál f. 18.1. 1969, Anfríði f. 4.1. 1964 og Sigurð Inga f. 20.4. 1962, öll eru þau svo hepp- in að hafa tekið í arf hina góðu kosti sem prýddu foreldra þeirra. Elsku krakkarnir mínir, það eru þungbærar stundir sem þið eigið núna en ég veit að þær góðu minn- ingar sem þið eigið um hina ástkæru foreldra ykkar munu hjálpa ykkur yfir þann erfíða hjalla sem þið eigið framundan og það eru líka margir sem vilja deila sorg- inni með ykkur og gera hana léttbærari. Guð blessi ykkur og styrki og ykkar góðu aðstandendur. Nú eiga margir um sárt að binda. Á snöggu augabragði breytist allt. I svo litlu samfélagi er stórt skarð hoggið þegar slíkt mannkostafólk er hrifið burt á miðjum starfsdegi. Stundum er sagt, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en það á ekki við hér því við vissum hvað við áttum og þess vegna verð- ur söknuðurinn ennþá sárari. Við hjónin erum þakklát fyrir árin sem Níní og Jói voru hér á meðal okkar og alla þá vináttu sem þau sýndu okkur. Ég vona að Miðfellshverfing- ar og allir Hrunamenn geti tekið undir þessi fátæklegu kveðjuorð. Blessuð sé minning þeirra. Kalli „Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfúm skipta, fara að finna oft.“ (Ur Hávamálum.) Ég sit við gluggann minn og horfí út í nóttina. Hugsa um Níní. Og Jóhann. Orlög þeirra og umhverfi. Hugsa til Inga og Fríðu og fjöl- skyldu. Mér er orða vant um nútíðina en minnist þeirra tíma þegar fjöl- skylduböndin voru fast bundin og samskiptin náin. Þegar ég fékk að elta Inga frænda heilt sumar í Garð- yrkjuskólanum í Hveragerði. Þegar Níní fæddist. Þegar ég fékk að koma á sumrin í Flóabúið og leika við Níní frænku á löngum göngunum og á þurrkloft- inu hjá Fríðu. Þegar amma á Laugarbrekku kom í heimsókn og svaf á undirsæng. Ég man hvað okkur Níní þótti gaman að gefa dúfnahópnum á þakinu út um eld- húsgluggann. Hvað við nutum þess að halda bú, baka drullukökur, sauma dúkkuföt úr strigapokum og hvað Fríða var góð að lána okkur dót í búið. Ævintýrin voru í móan- um; flugnasuðinu, sóleyjunum sem skreyttu kökurnar og hundasúrun- um hinumegin við girðinguna. Það kámaði gamanið þegar við stálumst yfír með Sigga og misstum hann ofan í afrennslisskurðinn. Ég skildi það löngu seinna af hverju Fríða var svona hvöss þegar við komum inn með hann gegndrepa. Ég minnist þess þegar ég fékk að fara með Inga frænda, dag eftir dag, að veiða í Olfusá og hve elsku- legur frændi minn var þolinmóður. „Ingi og Fríða eru komin í bæ- inn,“ er setning sem hún móðir mín hefur alltaf sagt með fagnaðar- hreim. I gamla daga fylgdi oft með: „og gista hjá okkur". Þá voru fagnaðarfundir með fjölskyldunni. Tíminn líður. Ég hitti frænku mína sjaldan. Horfi á hana úr íjar- lægð. Langaði til að kynnast henni aftur. Held að hún sé blíð. Sterk. Raungóð. Dáist að samentum hjón- unum og dugnaði húsfreyju á stórum bóndabæ. Veit að hún var góð móðir og dóttir. Ég vonaðist til að við frænkumar myndum ná því að kynnast aftur almennilega. Ég hélt að ég ætti Níní frænku til góða. Við systkinin og mamma sendum fjölskyldum Níníar og Jóhanns inni- legar samúðarkveðjur. Kristín Þorkelsdóttir í dag verða til moldar borin frá Hrepphólakirkju hjónin frá Dalbæ, Hróðný Sigurðardóttir og Jóhann Pálsson. Síðastliðinn laugardag lentu þau í hörmulegu bílslysi og létust bæði. Þegar örlögin grípa þannig inní á svo óvæginn hátt stöndum við sem eftir erum agndofa og leitum skýr- inga hver tilgangur sé, því öllu er stjómað af æðri mætti. Hjónin sem við kveðjum era köll- uð fyrirvaralaust í burt frá bömum og búi, ásamt fjöldamörgum öðrum verkefnum sem að þeim streymdu, enda óvenjulega starfsöm og mikils virt af sínu samferðafólki. Ekki er ætlun með þessum fáu línum að rekja lífshlaup þeirra hjóna náið, aðeins þakka þeim samstarfið og votta fjölskyldu þeirra dýpstu sam- úð allra sveitunganna. Samhentni þeirra hjóna var ein- stök enda bára störf þeirra því glöggt vitni, í Dalbæ er eitthvert glæsilegasta bú sveitarinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.