Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Samkomulag ríkisstjórnar um skatta- og tollabreytingar: Mestu breytingar á skattakerfinu í áratugi - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Morgunblaðið/Júlíus Steingrimur Hermannsson utanrikisráðherra, Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kynna fréttamönnum breytingar á skatta- og tollalögum. RÍKISSTJÓRNIN náði á fundi i gær samkomulagi um mörg atriði tekjuhliðar fjárlagafrumvarpsins og verða frumvörp þar að lútandi lögð fram á Alþingi strax eftir helgina. Er þar um að ræða breyt- ingar á tollum, vörugjaldi og söluskatti. Söluskattur verður áfram 25% á varning stað 22% söluskatts eins og áður var miðað við, en lægri söluskattur á þjón- ustu. Vörugjald verður 14% i stað 17% eins og áður var gert ráð fyrir. Einnig lækka hæstu toUar úr 80% í 30%. Gert er ráð fyrir að þessar kerfisbreytingar skili ríkissjóði 600 miiyón króna tekju- auka á næsta ári. Ekki hefur enn verið fjaUað endanlega um gjaldahUð fjárlagafrumvarpsins í rikisstjórn en gert er ráð fyrir að ákvarðanir þar að lútandi verði teknar á ríkisstjórnarfundi í dag. A fundi með fréttamönnum, eftir ríkisstjómarfundinn í gær, kynntu formenn stjómarflokkanna helstu atriði þeirra kerfisbreytinga sem náðst hafði samstaða um. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði að þama væri um að ræða verulega kerfisbreytingu í óbeinni skatt- heimtu sem fæli í sér lækkun tolla og sex annara gjalda, fækkun und- anþága og meiri samræmingu í söluskatti, öruggari tekjuöflun ríkis- sjóðs, bætt skattaskil og ráðstafan- imar í heild yrðu til þess að lækka verðbólgu. Þorsteinn sagði að á undanfömum ámm hefði verið unnið að tillögum um nýtt og einfaldara tollakerfi með lægri tolltöxtum, svo og einfaldara vörugjaldskerfi. Þessar hugmyndir væm nú settar í framkvæmd og væm veigamestu breytingar á skattakerfí sem gerðar hefðu verið á undanfömm áratugum ásamt með staðgreiðslukerfí skatta. A fundinum var eftirfarandi lagt fram til kynningar á breytingum á tekjuöflunarkerfi ríkisins: 1. Tollar • Með lækkun hæstu tolla úr 80% í 30% og afnámi fjölmargra gjalda er stefnt að því að vömverð á ís- landi standist betur samjöfnuð við vömverð í útlöndum. Úreltar skil- greiningar tollalaga, þar sem dag- legar neysluvömr em hátollavömr, era felldar niður. • Af 6 þúsund tollnúmeram bera 5 þúsund engan toll. • Fjömtíu mismunandi tollstig, frá 0 til 80% falla niður. í staðinn koma sjö jöfn þrep, frá 0 til 30%. Tollar á matvömm em nær undantekning- arlaust felldir niður. • Fjölmargar vömtegundir sem borið hafa háa tolla og vömgjöld lækka stórlega í verði. Brenglun vömverðs sem tollar og vömgjöld hafa valdið verður leiðrétt. Mörg dæmi em um verðhækkun á bilinu 20—40%. Verslun flyst inn í landið. 2. Vörugjöld • Sex mismunandi gjöld verða felld niður, fjögur mismunandi vömgjöld sem nú era 7, 17, 24 og 30%. Jafn- framt falla niður tollaafgreiðslu- gjald, sem nú er 1% og bygginga- riðnaðarsjóðsgjald, 0,5%. • Lagt verður á eitt vömgjald, 14%, sem leggst á nokkra skýrt af- markaða vömflokka, sem nú bera margvísleg vömgjöld. á bilinu 17—30%. Þessar vömr em: Sælgæti og kex, öl, gosdrykkir og safar, ýmis konar raftæki, hljómtæki, sjón- vörp og myndbönd, blöndunartæki og kranar, raflagnaefni, hreinlætis- tæki svo og steypustyrktaijám. Innlendum gjaldendum fækkar til muna og eftirlit verður einfaldara. Einföldun tolla- og vömgjalda auðveldar framkvæmd og opnar nýja möguleika til betri innheimtu söíuskatts. 3. Söluskattur • A næsta ári verður söluskattur áfram 25% og leggst jafnt á allar neysluvömr. • Söluskattur fellur niður í árslok 1988 þegar 22% virðisaukaskattur leysir hann af hólmi. Undanþágum og undandráttarmöguleikum fækkar og eftirlit verður hert. 4. Aðgerðir til tekjujöfnunar • Mikilvægustu neysluvömr heim- ilanna eins og mjólk, dilkakjöt, smjör og skyr hækka ekki í verði þar sem niðurgreiðslur verða auknar um 1250 millj. kr. Verðhlutföll milli dilkakjöts og svína- og alifuglakjöts raskast ekki þar sem kjamfóður- skattar verða lækkaðir. • 600 milljónum kr. verður varið til hækkunar á bótum lífeyristrygg- inga og bamabótum. Bamabætur verða greiddar út fyrirfram á þriggja mánaða fresti. 5. Verðlagsáhrif .vegna þessara breytinga • FVamfærsluvísitala breytist ekki • Byggingarvísitala lækkar um 2,3% 0 Lánskjaravísitala lækkar um tæpt 0,8%. Að auki koma ofangreindar hækkanir á bamabótum og lífeyris- tryggingum sem ekki mælast í þessum vísitölum. Breytingar á vömverði em í meg- inatriðum þessar: Mikilvægustu búvömr hækka ekki í verði. Aðrar matvömr ýmist hækka eða lækka. Tollalækkanir og afnám ijögurra mismunandi vömgjalda leiða af sér lækkun Qölmargra vömtegunda. Þar á meðal em ýmis matvara, hreinlæt- is- og snyrtivömr, borðbúnaður og búsáhöld. Fjölmargar byggingarvör- ur lækka í verði, m.a. hreinlætistæki, blöndunartæki, kranar, hitastillar, gólfteppi og dúkar, efni til raflagna og steypustyrktaijárn. Sem dæmi um skyldar vömr, sem ýmist hækka eða lækka í verði má nefna að sjónvörp, myndbönd og hljómflutningstæki lækka, kæli- skápar og þvottavélar hækka, frystiskápar og þurrkarar lækka. Bílavarahlutir og hjólbarðar lækka í verði. Fjölmargar íþróttavömr lækka í verði. Þá er með þessum skattkerfis- breytingum stigið lokaskrefið að afnámi tolla á hráefnum til innlendr- ar framleiðslu. Tollar af rekstrarvör- um og aðföngum framleiðsluat- vinnuveganna ýmist falla niður eða lækka. Dregið úr vanskilum Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagðist vilja vekja á því athygli að í umræðum um breyt- ingar á söluskattskerfinu hefði athygli manna og fjölmiðla beinst að svokölluðum matarskatti. Nú hefði fundist lausn sem þýddi að engin verðbreyting yrði á þýðingar- mestu afurðum hefðbundins land- búnaðar og þar með um leið stærstu neysluvömm landsmanna. Hann sagði að þessi lausn sameinaði alla helstu kosti einföldunar skattakerf- isins án þess að það hafi í för með sér verðhækkanir á þessum þýðing- armiklu neysluvömm. Jón Baldvin sagðist vera þess full- viss að einföldun söluskattskerfisins myndi draga stórlega úr vanskilum og undandrætti frá söluskatti og um leið væri búið að leggja gmndvöll að einföldu og traustu virðisauka- skattkerfi sem yrði á mjög breiðum skattstofni og gæti þýtt lækkun þegar vikið yrði frá þessu gamla og úrelta söluskattkerfi. Hann nefndi hugmynd í tengslum við þetta, að þegar tollþjónustan fær minni verkefni vegna einföldunar tollakerfísins, mætti gera ráð fyrir að fetað verði í fótspor Dana með því að fela henni eftirlit með sölu- skatti og síðar virðisaukaskatti. Þar væri þjálfað starfsfólk sem ætti enn frekar að tryggja betri innheimtu. Verða Glasgow- ferðir óþarfar? Jón Baldvin sagði að meginþáttur þessara breytinga væri sá að „Glas- gowferðir" yrðu óþarfar. Verslunin myndi færast í stórauknum mæli inn í landið vegna þess að með tolla- breytingunni væri verið að færa verðhlutföll innbyrðis nær því sem er í grannlöndum okkar. Hægt væri að nefna tugi dæma um vömtegund- ir sem áður vora flokkaðar í hátolla- flokkum samkvæmt úreltum hugmyndum um lúxusvaming en væm nú orðnar að hversdagslegum neysluvenjum fólks og verð á þeim vömm myndi lækka á bilinu 20-40%. Full samstaða stjórnarflokka Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra sagðist vilja leggja á það vemlega áherslu að full sam- staða væri á milli stjómarflokkanna um þessi mál en enginn vafi léki á að hægt væri að fínna að ýmsum atriðum þegar svona svona mikil- vægar breytingar væm gerðar. í heild væm þó langtum fleiri atriði til bóta og ýmsir agnúar hefðu verið sniðnir af í meðferð þessara mála síðustu daga. Steingrímur vildi leggja sértaka áherslu á að inni í þessu samkomu- lagi væri áfram vemd fyrir innlenda framleiðslu, bæði fyrir matvæla- framleiðendur og iðnaðarframleið- endur. Aðlögun yrði veitt fyrir nýja framleiðslu sem menn hafa komið hér á fót, í samræmi við samninga EFTA, sem gefa iðnrekendum kleyft að næta þessari snöggu kerfisbreyt- ingu á nokkmm tíma. Hugmyndir em einnig um sérstakt innflutnings- gjald á innflutt grænmetis sem verði breytilegt eftir tegundum og árstíma. Steingrímur sagðist jafnframt vilja leggja á það áherslu að enn væm í söluskattskerfinu fjölmargar undanþágur sem ekki hefði tekist að ráða við og yrði ekki fyrr en með virðisaukaskattinum. Þar væri enn- þá margt ógert sem ríkisstjómin muni taka á, á næsta ári. Ekkí samkomulag um fyrri tillögrir Jón Baldvin Hannibalsson sagði síðan að aðalskýring breytingarinn- ar á söluskattsprósentunni úr 22% í 25% væri sú að afla þurfí tekna til að tryggja að þessi kerfisbreyting fari í gegn án þess að verð á ýmsum nauðsynlegum matvælum hækki. Þegar Morgunblaðið spurði Jón Baldvin um ástæður þess að fyrri hugmundir um útfærslu söluskatt- kerfisins vom lagðar til hliðar sagði hann að ekki hefði tekist samkomu- lag á gmndvelli fyrri tillagna og þá hafí stefnt í íllt efni. Hefði þá verið reynt að stilla dæminu upp á nýtt með hliðsjón af því hvemig hægt væri að ná hagstæðustu framkvæmd á kerfisbreytingunni sem pólítísk samstaða gæti tekist um. Hann sagði að alþýðuflokksmenn hefðu lagt á það höfuðáherslu frá upphafi að hætta fúskinu í skatta- kerfinu og fá samræmdan skatt- stofn, rökréttan aðdraganda að virðisaukaskattskerfinu og frambúð- arlausnir. Aðrir hefðu lagt á það áherslu að auka yrði niðurgreiðslur til að halda niðri vömverði og einnig hefðu verið uppi mörg önnur sjónar- mið, svo sem tollavemd vegna grænmetis og tímabundin vemd fyr- ir íslenskan iðnað. Þessum sjónar- miðum hefði verið púslað saman þannig að niðurstaðan varð þessi. Jón sagði að með henni væri kerf- isbreytingin tryggð til frambúðar. Vömverðshækkun yrði engin á hefð- bundnum búvömm en það kostar mikið fé í niðurgreiðslum, þannig að minna væri aflögu til annarskon- ar tekjuöflunaraðgerða. Heildamið- urstaðr.n sé sú að náðst hafi fram útfærsla sem á mælikvarða bygg- ingaverðs og lánskjaravísitölu væri sú hagstæðasta og matvömhækkun- in sé í lágmarki. Sprettur á borð við síldarvertíð Jón Baldvin sagði að þessi enda- sprettur, eins og hann orðaði það, hefði tekið þijá sólarhringa. „Menn hafa unnið dag og nótt og ég dáist mikið að vinnuþoli og þreki starfs- manna minna í ráðuneytinu. Þeir hafa tekið á sig vökur setn em að minnsta kosti á borð við eina síldar- vertíð," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Morgunblaðið/RAX Menntamálaráð og höfundar nokkurra þeirra bóka, sem gefnar eru út af Menningarsjóði í ár, frá vinstri: Dr. Eysteum Sigurðsson, Guðmundur Daníelsson rithöfundur, Arni Böðvarsson cand. mag., Indnði G. Þorsteinsson rithöfundur, Úlfur Hjörvar og Gunnar Eyjólfsson úr Menntamálaráði, Sólr- ún Jensdóttir formaður Menntamálaráðs, Áslaug Brynjólfsdóttir varaformaður, Helga Kress ritari og Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Sólrún Jensdóttir kjörin formaður Menntamálaráðs Níu bækur gefnar út á vegum Menningarsjóðs SÓLRÚN Jensdóttir hefur ver- ið kjörin formaður Mennta- málaráðs. Varaformaður var kjörin Áslaug Brynjólfsdóttir og Helga Kress ritari, en auk þeirra eru í ráðinu Gunnar Eyjólfsson og Úlfur Hjörvar. Menntamálaráð hefur meðal annars með höndum umsjón með bókaútgáfu á vegum Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins og á fundi með frétta- mönnum á föstudag voru kynntar niu bækur, sem komið hafa út á vegum Menningar- sjóðs að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.