Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 samt var alltaf tími til að sinna félagsmálastörfum á einn eða ann- an hátt. Það sinnir enginn félagsmálum til lengdar ef ekki er um það eining í flölskyldunni. Hjá þeim Níní og Jóa þróuðust málin þannig að Níní réðst til ýmissa tímafrekra trúnaðarstarfa, en Jói sinnti meira búinu af sinni alkunnu natni. Samtímis byggðu þau upp eitt- hvert glæsilegasta heimili og fjöl- skyldulíf sem hægt er að hugsa sér. Ekki verða hér talin öll þau störf sem Níní tók að sér að vinna fyrir sveitina, þó verður drepið á nokkur. Um árabil var hún gjaldkeri fyr- ir Félagsheimili Hrunamanna og sinnti hún því af einstakri kost- gæfni, í tengslum við það starf kom sívaxandi ferðamannaþjónusta á Flúðum mjög við sögu og tel ég á engan hallað þó ég fullyrði að hún hafi átt stærstan þátt í þeim upp- gangi er varð í þeirri grein undan- farin ár. Níní hafði eldheita trú á Flúðum sem ferðamannastað, spar- aði hún í engu krafta né tíma til að stuðla að frekari uppbyggingu og treysta þannig atvinnumögu- leika í sveitinni. Níní sat í hreppsnefnd í 6 ár, allan þann tíma sem varaoddviti. Við samstarfsmenn hennar munum glöggt hversu hollráð Níní var og hve víðsýni hennar og greind gerðu henni létt að takast á við alla mála- flokka. Ekki voru minnst virði störf Níníar á hreppsskrifstofunni en þar vann hún sem aðstoðarmaður minn öll þessi 6 ár. Get ég ekki hugsað mér skemmtilegri né traustari sam- starfsmann enda taldi ég skrifstof- unni eins vel borgið í hennar umsjá og minni. Við hreppsnefndarmenn færum henni sérstakar þakkir fyrir samstarfið. Níní hafði mikið yndi af tónlist og starfaði alla tíð mikið að þeim málum, var í kirkjukór Hreppshólasóknar og flestum ef ekki öllum þeim kórum sem störf- uðu hin síðari ár í sveitinni. Þá var hún alltaf boðin og búin til að spila undir söngatriðum á árshátíðum og félagasamkomum. Síðast en ekki síst var hún organ- isti í Hrunakirkju. Okkur sveitungunum finnst stórt skarð hoggið við fráfall þessara hjóna, sem unnu verk sín af hóg- værð cg lítillæti, spurðu ekki um lengd vinnutíma, og töldu betra að sjá áhugamál sin rætast heldur en fá fáeinar krónur sem greiðslu. Eg bið guð að blessa bömin þeirra, bamabam, foreldra, systkini og aðra ættingja, megi hann vemda þau og styrkja og veita þrek til að axla þá byrði sem á þau er lögð. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. en orðstírr deyr aldrigi, hveim es sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Loftur Þorsteinsson Laugardagumn 28. nóvember rann upp. Það gekk á með hryðjum en í huganum hafði nálægð jólanna gert vart við sig. En fljótt skipast veður í lofti. Síðdegis þennan dag barst sú fregn heim í sveitina að Jóhann og Níní hefðu látist í bílslysi á leið til Reykjavíkur. Blóma- og w skreytingaþjónusta C/ ™ hvertsem tilefniðer. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200 Þegar við hjónin fluttum í sveit- ina fyrir fimmtán árum tókum við eftir þessum myndarlegu hjónum. Gegnum skólagöngu bama þeirra og félagslíf sveitarinnar kynntumst við þeim fljótlega. Orðrómurinn um dugnað þeirra heima við búið og í þágu sveitarinnar var ekkert oflof. Það er vandfundið fólk eins og þau sem alltf höfðu nægan tíma þrátt fyrir óhemju vinnu. Fyrir rúmum fimm árum hófst samstarf okkar Níníar, en þá varð ég hótelstjóri á Flúðum. Hún var í húsnefnd Félagsheimilis Hruna- manna og í hótelstjóm. Mikil samvinna var með okkur og alltaf var hægt að sækja ráð og styrk til hennar. Þegar ég hætti sem hótelstjóri varð ég meðstjómandi hennar í húsnefnd Félagsheimilisins. Við hófum þar störf tvö ný um sama leyti. Með ákveðni og öryggi leiddi hún okkur til starfa og hvað mig snerti þá hafði ég ekki áhyggjur af rekstrinum, því ég vissi að hún fylgdist vel með og minnti okkur á ef eitthvað var að falla í gleymsku. Ég veit að í Hreppsnefndinni og annars staðar vann hún af mikilli samviskusemi. Ég hef rétt drepið á samstarf okkar Níníar, dugnað hennar og atorku. En hennar verk var ekki hægt að vinna nema með aðstoð góðs maka. Þau hjónin voru samhent við að byggja upp myndarlegt bú og mik- ið hefur mætt á Jóhanni vegna margvíslegra starfa eiginkonunnar. Mér eru minnisstæð þau skipti þeg- ar makar okkar húsnefndarfólks komu saman með okkur til starfa. Jóhann alltaf áhugasamur og ein- staklega léttur og skemmtilegur. Við í Félagsheimili Hrunamanna minnumst þeirra hjóna með virð- ingu og þakklæti. Elsku böm, Sigurður Ingi og fjöl- skylda, Amfríður, Páll og Margrét, við Bjami vitum frá samverustund- um okkar að þið hafið erft þann dugnað og þor sem einkenndi for- eldra ykkar og fengið þann undir- búning í vegamestið sem mun veita ykkur styrk til þess að standast það sem á ykkur er lagt. Við biðjum algóðan guð að vera með ykkur og fjölskyldunni allri. Rut Guðmundsdóttir Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi, eilífð aðskilið. (J.H.) Það dimmdi og hljóðnaði í sveit- inni, þegar sú. hörmulega -frétt barst, að Jóhann og Hróðný hefðu farist í bflslysi. Það var sem stoðum væri kippt undan tilverunni og aðeins ein spum rúmaðist í hugarrótinu. Hvers- vegna? Við því fáum við aldrei svar í þessu lífi, en við megum til að trúa því að allt hafi sinn tilgang. í örvæntingu grípum við í minn- ingamar, þær verðá aldrei teknar frá okkur. Ég man þegar Jóhann sýndi okkur stúlkuna sína í fyrsta sinn, hvað hann _var hreykinn og hamingjusamur. Ég minnist ferðar með þeim í Borgarfjörð rúmlega ári síðar. Þá kynntist ég Hróðnýju fyrst. Mér fannst hún falleg og háttvís og hún bar með sér mikla persónu. Frekari kynni í gegnum margskonar samveru og samvinnu í meir en tvo áratugi hafa staðfest þetta álit mitt og góður vinur var hún, sem aldrei verður fullþakkað. Það kom líka að því fljótlega eftir að þau giftu sig og fóm að búa, að til hennar var leitað með Hótel Saga Sími 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri ýmiskonar félagsleg málefni og þegar bömin uxu úr grasi og tæki- færi gáfust, tók hún virkan þátt í félagsstörfum, nú seinustu árin m.a. trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hún var röggsöm og ráðagóð, föst fyrir ef því var að skipta, en allt var gert af stakri smekkvísi og samviskusemi, sem aldrei brást. Hróðný var söngelsk og músíkölsk í besta lagi, þess varð ég aðnjót- andi í mörg góð ár, þegar við stóðum saman í kór. Það mun aldr- ei gleymast. Hún spilaði á píanó og ef það vantaði undirleikara, við ýmis tækifæri, var leitað til Hróðnýjar og hún leysti ljúfmann- lega úr þeim vanda. Þegar Hmnakirkjukór stóð frammi fyrir því, að vanta organ- ista fyrir tveim ámm, var farið á hennar fund. í fyrstu var hún í nokkmm vafa, af sinni hógværð taldi hún sig ekki kunna nógu mik- ið, en það varð þó úr að lokum. Því starfi gegndi hún síðan með sóma og var vaxandi í því starfi, eins og öllu öðm sem hún tók að sér. Er þar skemmst að minnast nú í haust þegar hún raddæfði kirkju- kórana hér í hreppnum af dugnaði og trúmennsku, fyrir kirkjukóramót í sýslunni. Fyrir allt þetta er henni þakkað. Kórfélagar úr Hmna- kirlqukór þakka allar ánægjulegu samvemstundimar og samstarfið, sem því miður varð svona sorglega stutt. Þau hjónin Hróðný og Jóhann vom mjög samhent og höfðu komið miklu í verk á jörð sinni, blómlegum búskap og glæsilegu heimili. Þar var gott að koma. Það fundu allir að þar bjó hamingjusöm fjöl- skylda. Nú hefur svo skyndilega dregið fyrir hamingjusólina um sinn. Ég bið Guð að lýsa bömunum þeirra veginn og gefa þeim styrk í sorg sinni og ég bið að það vega- nesti, sem ég veit að þau hafa fengið í foreldrahúsum, megi létta þeim sporin ög hjálpa þeim að axla þá byrði, sem þau verða nú að bera. Minningin lifir um ung og glæsi- leg hjón, fallega brosið hennar Hróðnýjar, glaða hláturinn og traustvekjandi augu. Megi sú minning verða til þess að draga frá sorgarskýin, sem nú grúfa sig yfir sveitina okkar við þennan mikla missi. Ég bið Guð að blessa Jóa og Níní á landi eilífðarinnar. Bömum þeirra, foreldmm og öðmm ástvin- um votta ég innilega samúð. S.H. Hvílíkt reiðarslag, hvílík harma- fregn. Við emm sem lömuð í okkar vanmætti og skiljum ekki slíkt mis- kunnarleysi. Svo íjarlægur er dauðinn í okkar nútíma, að flestir skynja hann sem tilheyrandi elliheimilum og sjúkra- húsum, og þá jafnvel sem líknandi hönd. Völd sorgarinnar hafa dvínað á síðari tímum, en þess þyngri em hennar högg okkur mörgum hveij- um, sem ekki höfum lifað með henni. Þegar ég nú sest niður að koma nokkmm fátæklegum orðum á blað um okkar ástkæm vini, Jóa og Níní, er sem allt hafi brostið. Svo hyldjúpt er tómið, svo nístings- sár söknuðurinn, að ég vildi geta beðið þess, að helkaldur vemleikinn væri aðeins Ijótur draumur sem hægt væri að vakna af. Upp í hug- ann hrannast svo ótal minningar um svo frábær samskipti og vináttu alla tíð. Bar þar aldrei minnsta skugga á. Hittumst við nær daglega í áratugi. Jóhann Halldór Pálsson fæddist að Dalbæ 7. mars 1936. Foreldrar hans vom Páll Guðmundsson, bóndi í Dalbæ, og kona hans, Margrét Guðmundsdóttir. Vom þau bæði héðan úr sveit og af sunnlenskum ættum. Páll lést árið 1966, en Margrét dvelur mjög lasburða í hárri elli á sjúkrahúsi. Einnig ólu þau upp tvo fóstursyni, sem einnig em búsettir austan Fjalls. Heimili þeirra Páls og Margrétar var um margt sérstakt. Manni komaa í hug íslensk bændaheimili eins og þau gerðust best um aldir. Alltaf var mannmargt, því auk barnanna átti heima þar Magnús bróðir Páls og ýmsir aðrir um lengri eða skemmri tíma. Þá var jafnan margt barna og unglinga til sumardvalar, enda eftirsótt, en Páll hafði einstakt lag á að umgangast böm og unglinga. Gestrisni var frábær og marga bar að garði, enda Dalbær í stóm bæjar- hverfi og miðsvæðis í sveitinni við þjóðbraut þvera. Það kom sér því vel, að stórt var eldhúsið hennar Margrétar. Oft var þar glaðværð mikil og spjallað var um landsins gagn og nauðsynjar. Víst bám þjóð- málin oft á góma, en alltaf í góðu. Það var á þeirri tíð, þegar íslending- ar máttu vera að því að tala saman. Enda þótt gmnnt væri á stráknum í Páli, var hlýlegur virðuleiki yfir þeim hjónum. Trúrækin vom þau og þótti þeim vænt um sína kirkju. Umfang búsýslunnar var mikið, en Páll og fjölskylda lögðu einnig mik- ið af mörkum við uppbyggingu á meðal bænda í sveitinni. Ur slíkum jarðvegi hlaut að vaxa mannkosta- fólk. Eftir að Jói hafði lokið hefð- bundinni skólagöngu, að þeirrar tíðar hætti, hleypti hann fljótlega heimdraganum að nokkm. Vann hann á ýmsum stöðum, m.a. á Keflavíkurflugvelli um skeið, fór á vertíðir í Grindavík og stundaði slát- urhúsavinnu í mörg haust. Þá fór hann í mörg ár á milli bæja í sveit- inni með steypuhrærivél, sem þeir Dalbæjarmenn áttu, og vom það oft langir og strangir vinnudagar. Það mun hafa verið sumarið 1960 sem Jói kynntist sínu konu- efni, Hróðnýju Sigurðardóttur frá Selfossi. Hún fæddist á Reykjum í Ölfusi 17. maí 1942. Foreldrar hennar em Sigurður Ingi Sigurðs- son, þá kennari við Garðyrkjuskól- ann, Ámesingur að ætt, og Amfríður Jónsdóttir frá Neskaup- stað. Fjölskyldan flutti að Selfossi, þar sem Sigurður gerðist skrifstofu- stjóri mjólkurbúsins og síðar oddviti Selfosshrepps um árabil. Var Níní elst fímm systkina. Er sú Ijölskylda öll mikilhæft mannkostafólk. Níní lauk námi við Gagnfræðaskóla Sel- foss og stundaði að auki allnokkurt tónlistamám. Haustið 1960 gerðist hún síðan nemandi við Húsmæðra- skólann á Laugarvatni. Konuefni mitt var þá líka við nám í skólanum og urðu þær Níní strax miklar vin- konur. Gerðust ferðir okkar Jóa alltíðar í Laugardalinn þann vetur- inn. Þannig kom Níní inn í líf okkar hjóna og átti strax hug okkar all- an, þessi glæsilega og heilsteypta kona með svo aðlaðandi viðmót. Þau Jói giftu sig 26. ágúst 1962 og hófu búskap í Dalbæ um líkt leyti. í fyrstu bjuggu þau með for- eldrum Jóa, en tóku nær alfarið við búinu er Páll lést. í Dalbæ þóttu þá miklar byggingar, m.a. var þar allmikið íbúðarhús. Þar gerðu ungu hjónin sér dágóða íbúð í risi og í henni bjuggu þau um árabil. En brátt var heldur betur tekið til við að byggja. Reist var fyós fyrir 100 nautgripi, ásamt feiknamiklum hey- geymslum og öllu tilheyrandi. Ræktun var aukin og endurbætt. Árið 1977 var svo ráðist í byggingu íbúðarhúss og var því lokið, svo og frágangi öllum, á ótrúlega skömm- um tíma. Er skemmst frá því að segja, að hús þetta, bæjarstæði allt og umhverfí, er eitt hið glæsileg- asta sem getur að líta í íslenskum sveitum. Það var eins og dugnaði og þreki þeirra hjóna væru engin takmörk sett. Mörgum vinum og nágrönnum stóð ekki á sama hve óskaplega Jói lagði á sig við vinnu, og víst var, að lítið svaf hann marga vornótt- ina. Níní voru fljótt falin margs konar félagsstörf og áttu þau mjög eftir að aukast, einkum síðustu ár- in, þegar hún var kjörin í sveitar- 'Stjóm. Starfaði hún um fimm ára skeið á skrifstofu Hmnamanna- hrepps. Var hún þar, sem annars staðar, hvers manns hugljúfi og reyndi að greiða úr öllum vanda. Sérstakan áhuga hafði hún þó á að byggja upp þjónustu ferðafólks, sveitinni, og vann hún ötullega að því síðustu árin. Þrátt fyrir annríki var Níní mikil húsmóðir og heimilið allt var með miklum glæsibrag. Jói gaf sér lítinn tíma til félagsstarfa, en var þó í stjómum félaga bænda, m.a. einn af fulltrúum sveitarinnar í Mjólkurfélagi Flóamanna. Enda þótt Jói væri önnum kafinn, var hann mjög félagslyndur og naut þess að gleðjast með vinum sínum. Gott var til hans að leita, enda var hann hjálpsamur og greiðvikinn, verklaginn og úrræðagóður. Bóndi var hann af lífí og sál, og hafði hann afurðagott bú. Hann var fast- ur fyrir í skoðunum, en þó sann- gjam og viðræðugóður. Böm þeirra Jóa og Níníar em: Sigurður Ingi, 25 ára dýralækna- nemi. Kona hans er Anna Kristjana Ásmundsdóttir frá Húsavík og eiga þau eina dóttur, Önnu Rún 4 ára. Amfríður, 23 ára, hún vinnur við skrifstofustörf. Páll, 18 ára menntaskólanemi, og Margrét, 12 ára gömul. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á starf Níníar sem organ- ista Hmnakirkju, en því hafði hún gegnt um skeið og var mjög vax- andi í því starfi. Veit ég að kórinn saknar hennar mjög og mín síðasta minning um hana er, þar sem hún sat við orgelið, svo glæst og ömgg, og laðaði fram okkur ljúfustu til- finningar. En nú hafa allt í einu skilist leiðir. Þau hafa lagt upp í ferðina miklu. En hver veit nema leiðir liggi saman á ný, við sem eftir stöndum verðum að trúa því. Fátækleg orð em lítils megnug til að sefa þann harm, sem að böm- unum er nú kveðinn, svo og öldmð- um foreldrum, systkinum og Qölskyldu allri. Megi hin ljúfa minning um þau góðu hjón verða ljós á vegi huggun- ar. Hafi þau einlæga þökk fyrir allt sem þau vom okkur öllum. Guð blessi minningu Hróðnýjar og Jó- hanns í Dalbæ. Sigurgeir Sigmundsson, Grund. í dag verða til moldar borin heið- urshjónin Hróðný Sigurðardóttir og Jóhann Pálsson frá Dalbæ í Hmna- mannahreppi sem fómst í hörmu- legu umferðarslysi sl. laugardag. Heimili þeirra stóð jafnan opið okkur, bekkjarsystkinum Inga og Önnu, og þangað komum við oft og fengum jafnan stórkostlegar móttökur. Margt var skrafað, enda tóku þau hjón jafnan virkan þátt í þjóð- og heimsmálaumræðu og víst er að þeirra viskubmnnur, sem við fengum notið alltof stutt, verður okkur öllum gott veganesti í kom- andi framtíð. Höfðingsskapur þeirra og glæsileiki var einstakur og mun aldrei úr minni líða. Elsku Ingi, Anna og Nanna Rún, Amfríður, Páll og Margrét, Guð gefi ykkur styrk til að sigrast á þeirri ógn og þeirri sorg sem nú hefur yfir ykkur dunið. Minningin lifir að eilífu. Skólasystkini Inga og Önnu á Laugarvatni. Kveðja frá gömlum kaupamanni Það var vorið 1970 að ég kom á Dalbæ í fyrsta skipti. Hróðný eða Níní, eins og hún var kölluð, tók á móti mér á þjóðveginum ásamt Amfríði dóttur sinni á „Lettanum", sem þau áttu svo lengi. Níní var frænka mín og tók á móti mér 13 ára stráklingnum eins og móðir. Þegar heim á Dalbæ kom kynnti hún mig fyrir Jóhanni bónda sínum, Sigurði Inga og Páli sonum þeirra hjóna og Ellu Mæju systur Hróðnýj- ar. Yngsta bam þeirra, Margrét, var ekki fædd. Jói og Níní og fjöl- skylda þeirra áttu síðan eftir að verða mín önnur fjölskylda næstu 5 sumur. Níní var glaðleg, glæsileg og óvenju greind kona. Eftir að hún lauk Húsmæðraskólanum á Laug- arvatni með afburða námsárangri, hóf hún búskap með eiginmanni sínum að Dalbæ I í Hrunamanna- hreppi. Þar tókst þeim með fádæma dugnaði að skapa sér og sínum paradís á jörðu, í fallegri og búsæld- arlegri sveit. Þau hjónin ráku býlið af svo miklum myndarskap að unun var að fylgjast með. Fyrir 10—15 árum reistu þau stórt og fullkomið fjós, hlöðu og votheysgryfju. Skömmu síðar byggðu þau sér stór- kostlegt einbýlishús. Níní starfaði mikið að félagsmál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.