Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 35 Dregið úr akstri um íbúðahverfi Nýtt umferðarskipulag fyrir byggð- irnar í grennd við Skólavörðuholt UMFERÐARNEFND Reykjavík- ur hefur nú til athugunar tillögur frá Guttormi Þormar verkfræð- ingi lyá Reykjavikurborg um breytt umferðarskipulag fyrir þann hluta gamla Austurbæjar- ins sem afmarkast af Laugavegi, Hringbraut, Snorrabraut, Lækj- argötu, Fríkirkjuvegi og Sóleyj- argötu. Að sögn Haralds Blöndal formanns Umferðarnefndar gera tillögur Guttorms ráð fyrir kerfi einstefnugatna og miða þær að því að minnka óþarfa akstur um hverfið og draga þannig úr slysahættu en bæta jafnframt ástand í bílastæðamál- um íbúanna. Næstkomandi miðvikudag, 9. desember, verður haldinn opinn fundur í gamla Verslunarskólanum við Grundarstíg þar sem Guttormur kynnir hugmyndir sínar og borgar- yfirvöld svara fyrirspurnum um umferðarskipulag í hverfinu. Har- aldur Blöndal sagði að þessi fundur væri fyrsti liðurinn í því að kynna þessi frumdrög að nýju skipulagi Guttormur Þormar yfirverk- fræðingur. og gæfist íbúum þá tækifæri til að koma að athugasemdum við tillögur Guttorms meðan þær væru enn á Haraldur Blöndal formaður Um- ferðamefndar Reykjavíkur. teikniborðinu og áður en Umferðar- nefnd tæki afstöðu til þeirra. Haraldur Blöndal sagði markmið tillagnanna tvíþætt. Annars vegar að draga úr umferð um íbúðahverf- ið en beina henni þess í stað á stofnbrautir umhverfis það. Hins vegar að fækka þeim götum sem flutt geta umferð gegnum byggð- ina. Breytingamar gera ráð fyrir að komið verði upp kerfí einstefnu- akstursgatna sem eiga að útiloka að menn geti stytt sér leið framhjá umferðarhnútum á álagstímum með því að aka í gegnum íbúða- hverfið. Nokkrar götur, Njarðar- gata, Frakkastígur, Freyjugata og Skálholtsstígur munu safna saman umferð innan hverfisins og skila á stofnbrautimar umhverfis. Þannig minnkar óþarfur akstur innan hverfisins. Auk þess að draga úr slysahættu með minni umferð, von- ast menn til að með því að fjölga einstefnuakstursgötum og losna við óþarfa umferð úr hverfinu, batni ástand í bflastöðumálum í þessum gömlu hverfum og rými fyrir stöðu- reiti aukist. Að sögn Haralds Blöndal er ný- lokið könnun á gönguleiðum bama í Austurbæjarskólanum. Niðurstöð- ur könnunarinnar verða kynntar á fundinum á miðvikudag og munu borgaryfírvöld hafa þær til hliðsjón- ar við gerð upphækkana og skipu- lagningu gönguleiða í hverfunum. Haraldur sagði að böm veldu sér gönguleiðir með öðru móti en full- orðnir og leggðu jafnvel lykkju á leið sína til að geta verið samferða jafnöldmm. Einnig sagði Haraldur að greinilegt væri að flest böm noti umferðarmannvirki ýmis kon- ar, til dæmis gangbrautir og umferðarljós, af miklu meiri sam- viskusemi en flestir fullorðnir og gætu margir foreldrar lært sitthvað af börnum sínum í þeim efnum. Haaldur Blöndal sagði að lokum að við endurskoðun umferðarskipu- lagsins í gamla Austurbænum yrði þess gætt að vekja enn betri at- hygli en nú á merkingum, um að hámarkshraði innan svæðisins sé 30 kflómetrar á klukkustund. I Bankastræti t 1 | C) U' Lsugarvegur £ ■® . ❖ A^annss,igur - BókhtööusUgL \T c. < CD CQ c 1 r t r f ! r I Skálholtsstigur ^ \ it Spitalastigur Bjargarstigur í X f t X.- V) Cö- í / I 1 & 8 .r. o51 •a QD 1 X V Tillögur ad breyttu umferðarskipulagi í Þingholtum og nágrenni —► Einstefnuakstur verði óbreyttur hijaisgata —► Einstefnuakstur á götum sem áður voru tvístefnuakstursgötur ‘V / x / /N 4 4 y !;i/ 1thÚS''1 ■eg°' \ V é X 7 \ 'X* °\\ ^ f / X f X <s>. \ X i/ \ ■3> $ 4 "sv HRINGBRAUT <<\ Hallgrimskirkja ^ / 4 N f / c/ \ Landsspítalinn HRINGBRAUT 1» J Borgarstarfsmenn prófa Ijósin í gærkvöldi. Jólaljósin kveikt í dag Davíð Oddsson, borgarstjóri, kveikir í dag kl. 16 samtímis á jólaljósaskreytingum í Austur- stræti, Bankastræti, Laugavegi og Skólavörðustig. Frá kl. 15 til 16 munu Greifamir og Hörður Torfa- son spila á Lækjartorgi á vegum sámtakanna Gamli miðbærinn og Steina hf. „Það er hvergi önnur eins jóla- stemming í Reykjavík eins og í miðbænum okkar." sagði Guðlaugur Bergmann, formaður miðbæjarsam- takanna í samtali við Morgunblaðið. „Henni verður ekki lýst með orðum, fólk verður að upplifa stemminguna sjálft. Við erum þakklátir borgar- stjóra fyrir að jólaskreytingar í borginni skuli hafa orðið aftur að veruleika, og nú glæsilegri en nokkru sinni fyrr.“ Gallerí Nes opnar í dag NÝR sýningarsalur Gallerí Nes opnar í dag, laug- jamamess sýna fram að jólum. ardag, kl. 14.00. Sýningarsalurinn er í verslunar- Sýningin er opin virka daga kl. 16-19 og laugar- húsi Nýja bæjar við Eiðistorg á 3. hæð. daga og sunnudaga kl. 13-16. Tíu Seltimingar, félagar úr Myndlistaklúbb Selt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.