Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 67 um. Hún var í kvenfélagi sveitarinn- ar, var í hreppsnefnd, söng í kirkjukór og kór Ámessýslu. Hún var óvenju fjölhæf kona og rak búið með bónda sínum af mikilli reisn. Alltaf gat Níní haft veislu- borð, sama hversu marga og skyndilega gesti bar að garði. Þá var oft glatt á hjalla og mikið spjall- að. Ég og Guðbrandur bróðir minn töluðum oft um kökumar hennar Níníar og við hana er kennd uppá- haldstertan okkar, Níníardraumur. Níní hugsaði alltaf um okkur kaupamennina eins og sín eigin böm og vildi okkur aðeins það besta. Á Dalbæ lærði maður að vinna og hafa ánægju af því. Jóhann H. Pálsson var einstakur maður. Hann var rúmlega meðalmaður á hæð, ljósbirkinn og heljarmenni að burð- um. Ég man hvað við kaupamenn- imir litum upp til hans vegna þess hve skapgóður og hve sterkur hann var. Hann smitaði frá sér vinnugleð- inni, vildi ganga vasklega til verks og oft var vinnudagurinn langur. Ég minnist vomóttanna. Þá var eins og Jói þyrfti aldrei að sofa. Hann vakti yfir ánum og var svo byrjaður að mjólka kl. 8 á morgn- ana, oft svefnlaus eða svo til. Ég minnist fagurra sumamóttanna inn með Fjalli eða niðri á Gili við að bera á túnin og klukkan orðin 2 eftir miðnættið og hann sendi mig heim á Dalbæ í bólið en hélt svo áfram að vinna sjálfur og vakti mann svo upp með bros á vör að morgni. Þrek hans var ótrúlegt og það var ekki allt, því hann hafði þá bestu sál sem ég hef á ævi minni kynnst. Sem dæmi um mannkosti Jóhanns þá minnist ég eins at- burðar. Það hafði verið dögg á grasinu og ég var á stórri dráttar- vél sem Jarðræktarfélag Hruna- manna átti og var Jóhann að tengja drifskaft dráttarvélarinnar við hey- blásara er skyndilega kúplingsped- alinn rann undan votum strigaskó- sóla mínum og þetta ferlíki sem var í bakkgír, hentist aftur á bak og skall í blásarann. Ef Jóhanni hefði ekki tekist að kippa höndunum að sér hefði hans framtíð sem bónda verið lokið. Auðvitað bjóst ég við að hann yrði reiður þarna — annað væri ómannlegt. En þegar ég leit á hann skein aðeins alvara og eins og hryggð úr augum hans. Það kom smáþögn, síðan klappaði hann mér á öxlina og sagði sem svo að það væri aldrei of varlega farið. Þannig var Jói, alltaf rólegur hvað sem á dundi. Annað dæmi sem eldri kaupamenn, Pétur Hjaltesteð, Guð- mundur Osvaldsson og Gísli Antonsson, sögðu mér: Þeir voru éinhveiju sinni að henda mjaltastól í hvern annan þegar einn stóllinn skall í höfðinu á Jóa sem bara brosti og hélt áfram að mjólka. Aldrei skammaði hann okkur kaupamennina, þrátt fyrir ýmis strákapör og hrekki svona eins og gengur og gerist hjá ungum lífsglöðum unglingum. Við dáðumst að visku hans, kröftum og stóísku ró sem alltaf var yflr honum, hvað sem á dundi. Ég minnist kvöldmjaltanna, þeg- ar Jói kveikti sér í pípu og enn get ég fundið hvemig pípulyktin bland- aðist fjósalyktinni og það færðist værð yfír mann eftir langan en gefandi vinnudag. Þá vorum við að vinna okkur niður og notuðum tímann til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Jói fylgdist vel með stjómmálum og fréttum og oft not- uðum við mjaltatímann til heim- spekilegra hugleiðinga eða Skipulögðum framtíðina. Ég minnist 17. júní í Félags- heimili Hrunamanna og Jói svitnaði í jakkafötunum sem hann var í til hátíðarbrigða. Þau áttu ekki við hann. Skömmu síðar þegar heim kom og hann var kominn í gallabux- umar og vinnuskyrtuna, þó napurt væri, byijuðum við að bera á tún í fallegri kvöldsól. Þá færðist bros og gleði yfír Jóa. Hann naut þess að vinna og vera bóndi. Ég minnist rigningardaganna sem Jói nýtti gjaman inni í geymslu við viðgerðir á héyvinnuvélum eða til að ditta að einu og öðru. Ég man eftir öllum skrúfunum og bolt- unum og smurolíubomum höndum hans sem allt lék svo í. Ef varahlut- ir voru ekki til, voru þeir bara smíðaðir. Jói var bóndi af Guðs náð. Hann unni dýrum. Hann ræktaði land sitt af kostgæfni. Hann var harðdugleg- ur til allra verka og gat allt. Ekki síst var hann góður faðir barna sinna og eiginmaður konu sinnar. Hann var fullkomin fyrirmynd. Ég sagði stundum við kunningja mína og skyldmenni að Jói væri besti maður sem ég hefði á ævi minni kynnst. Ég hafði meira að segja haft það á orði einu sinni við hann sjálfan að ég skyldi skrifa minning- argrein um hann. En mikið vildi ég að til þess hefði aldrei þurft að koma. Ég fékk notið Jóa og Níní í fimm sumur. Þessi tími var mér, ungl- ingnum á viðkvæmum þroskaaldri, ómetanlegur og mikilvægur tími og hann er einn sá besti sem ég hef upplifað. Þökk sé þeim. Órlög sín veit enginn fyrir. Kallið getur komið fyrirvaralaust. Það kom alltof snemma fyrir Jóa og Níní. Þau voru tekin frá okkur þeg- ar þau stóðu á hátindi lífs síns. Búin að byggja upp paradís á jörðu að Dalbæ í Hrunamannahreppi og ala upp Qögur mannkosta böm. Söknuðurinn og sorgin er ólýsandi og allra mest er hún fyrir nánustu ættingja, börnin þeirra, Margréti 12 ára, Pál 18 ára, Amfríði 23 ára og Sigurð Inga 25 ára. Guð styrki þau og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. En það er huggun harmi gegn að Jói og Níní vom hamingju- söm hjón sem áttu yndisleg ár saman með bömum sínum, skyld- mennum og vinum. Og við hin sem eftir lifum skulum taka þau til fyrir- myndar. Falleg minning þeirra mun lifa um ókomna framtíð. Þorkell Sigurðsson Þegar okkur var færð sú sorgar- fregn að Níní og Jói væm horfín, var eins og allt yrði hljótt, allt svo tilgangslaust og einskisvert. En við þessari stóm spumingu fáum við aldrei svar. Af hveiju er tíminn kominn einmitt núna, en ekki seinna, svo óskiljanlega ótímabær. Við eigum bjartar og ljúfar minn- ingar um samvem okkar síðastliðin 25 ár. Alltaf þegar hópurinn hittist lifðum við í okkar heimi, glöð og áhyggjulaus og þar bar aldrei skugga á. Það vom eins og óskráð lög að þegar eitthvað var um að vera þá héldum við hópinn, þar þurfti engin orð um. Sæti vina okkar verða aldrei fyllt. Við eigum minningar um góða vini og félaga sem við mnum geyma sem dýrmætan fjársjóð. Þó að leið- ir skilji um sinn þá emm við þess fullviss að þegar okkar tími kemur þá taka þau á móti okkur, glöð og hress að vanda, og með þeirri hlýju og því ljúfa viðmóti sem þeim einum var gefíð og þá tökum við upp þráð- inn þar sem frá var horfíð. En nú verður okkur að nægja að fylgja Níní og Jóa í huganum frá björtum ævidegi til annars bjartari og biðj- um þess að góður Guð styðji og styrki bömin þeirra, foreldra og aðra vandamenn. Friður Guðs fylgi þeim. Solla og Geiri, Inga og Binni, Gunna og Gúndi, Sigga og Guggi. Það var erfitt að vera í fjarlægu landi þegar harmafregnin barst. Níní systir og Jói mágur vom látin. í blóma lífsins, án nokkurs fyrir- vara em þau hrifin á brott úr þessum heimi. Eftir stöndum við, ættingjar og vinir, skiljum ekki til- ganginn og spyijum, hvers vegna? Hvers vegna fengum við ekki að njóta lengur samvista við þau? Var þeim ætlað annað og meira hlut- verk annars staðar? Við getum spurt, en við fáum engin svör. Á þessari stundu koma fram í hugann perlur minninganna úr lífshlaupi Níníar og Jóa. Margs er að minnast frá liðnum ámm, sem ekki verður upp talið í þessum fá- tæklegu orðum. Við áttum svo margar ánægjustundir með þeim og krökkunum, sem gott er að minnast nú. Alltaf var jafn gaman að koma í Dalbæ og alltaf jafn vel á móti manni tekið. Stelpurnar okk- ar hafa verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að dvelja í sveitinni hjá Níní og Jóa bæði oft og lengi og munu búa að því alla tíð. Fyrir það verðum við ævarandi þakklát. Níní og Jóa var báðum gefinn gífurlegur dugnaður og óeigingirni ásamt heiðarleika og reisn. Hinsta ferðin þeirra í hreppinn var táknræn fyrir lífshlaup þeirra. Eftir þung- búna daga breyttist veðrið þegar kistur þeirra komu í hlað. Sveitin skartaði sínu fegursta, veður var stillt og sól um hérað. Það var táknrænt fyrir það, að í lifanda lífí bám þau með sér birtu og yl hvar sem þau fóm. Sveitin skartaði sínu fegursta á þessari stundu fyrir kær böm sín, sem allt- af hafa auðgað umhverfí sitt, hlúð að ungum sem öldnum, dýmm og gróðri og unnið mikið og óeigin- gjamt starf til að bæta og fegra mannlífið í þessari fögm sveit. Að veður var stillt var táknrænt fyrir það hvernig störfin vom unnin. Það er erfítt að sjá á bak svo góðum vinum sem Níní systir og Jói mágur vom okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja börnin þeirra, tengdadóttur, litlu Nönnu Rún og mömmu og pabba í þessari miklu sorg. Inga og Henry Síminn hringir og hræðilegar fréttir berast. Það hefur orðið slys og í þetta sinn snertir fréttin okk- ur. Elsku stóra systir og mágur em tekin frá okkur svo snögglega og í blóma lífsins. Margar minningar sækja á hug- ann. Svo langt sem ég man aftur var það mér keppikefli að komast upp í sveit til Níníar og Jóa. Eftir að maður varð fullorðinn breyttust hagir manns en alltaf var jafn gott að koma í Dalbæ og jafn vel á móti manni tekið. Bara lítið dæmi, sem situr í huga mér nú. Þegar ég kom hér og dvaldi sumar- langt með son minn eins og hálfs árs með mér gengu Níní og Jói úr rúmi fyrir okkur, því ekki var hægt að láta litla bamið vera niðri í kjall- ara. Elsku Jói, sem hændi öll böm að sér. Sonur minn fer mikils á mis að fá ekki að kynnast þeim betur, og Nanna litla Rún, sem fékk að hafa ömmu og afa alltof stutt. Elsku Ingi, Arnfríður, Páll og Margrét, það em ekki til orð. Og elsku mamma og pabbi, þið hafíð mikið misst. Guð styrki ykkur öll og styðji á þessari sorgarstund. Systir og fjölskylda gXO^' w& VELDU ®TDK ÞEGARÞÚ VILT HAFA ALLT Á HREINU LeÖurklœddir hvíldarstólar. Tilboösverð kr. 23.000,- stgr. Nýjarsendingarafsófasettum oghomsójiim. Hagstættverð. Opiðídagtílkl.4. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sámar 82275 - 685575. JÓN DAN 19-ÁRIÐEFTIRSPÖNSKUVEIKINA Saga byggð á raunverulegum atburÖum, í senn harmsöguleg og kímin. „Dýrðleg bók um merkilega konu, hrífandi lýsingar á börnum og fullorðnum, sveitalífi og sveitabrag fyrir sjötíu árum“. BOKAUTGAFAN KEILIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.