Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 10
SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROAHSOM HOL Vorum aö fá til sölu meðal annarra eigna: 4ra-5 herb. íb. við Dalsel á 3ju hœð, í enda, 109,5 fm nettó. Tvær stofur, þrjú herb., sér þvhús. Góð sameign. Bílhýsi. Frábært útsýni. Nýtt og glæsilegt raðhús á útsýnisstað við Reyðarhvísl. 2 hæðir, 108,5 fm, næstum fullgert. Tvöf. bílsk, 44 fm. Mikið útsýni. Langtimalán rúml. 2 millj. fylgir. Nán- ari uppl. aðeins á skrifst. Úrvalsíbúðir í smíðum Tvær 4ra-5 herb. á vinsælum stað i Grafarvogi, nú fokh. Fullb. u. trév. í júli nk. Sérþvaöstaöa. Bílsk. fylgja. Úrvals frág. á öllu. Ein 3ja herb. íb. óseld á sama staö. Sérþvaöstaöa. Ib. er nú fokh. fullg. u. trév. i júlí nk. Besta verð á markaðnum í dag. Við Reynimel - hagkvæm skipti 2ja-3ja herb. ágæt íb. á 4. hæð. Sólsvalir. Mikiö útsýni. Skuldlaus. Góð sameign. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð eöa í lyftuh. Úrvals eign - skiptamöguleiki Nýl. og vandað einbhús á útsýnisst. í Garðabæ. Húsið er rúmir 300 fm nettó. Stór lóð - skrúögaröur. Teikn. og uppl. á skrifst. Þurfum að útvega rh.a. 2ja-3ja herb. íb. helst í lyftuh. í Hólaverfi. Sérhæð eða raöhús í borginni. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. ágætri ib. í borginni. Einbýlishús á einni hæð í Vogum, Heimum, Sundum. 2ja-3ja herb. íb. í gamla bænum. Gott einbhús í Fossvogi, Vesturborginni eða á Nesinu. Sérhæð, helst í Hlíðum eða í Vesturborginni. Margskonar eignaskipti mögul. Margir bjóða útb. fyrir rétta eign. Opið í dag, laugardag, frákl. 11-16. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Morgunblaðið/Þorkell Áheyrendur fagna Jónasi Tómassyni, tónskáldi, að flutningi loknum, svo og Halldóri Haraldssyni og Gísla Magnússyni, píanóleikurum og Frank Shipway, hljómsveitarstjóra. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Jónas Tómasson, Konsert fyrir tvö píanó. L.van Beethoven, Sinfónfa nr. 3. Einleikarar: Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson Stjórnandi: Frank Shipway. Það hefur aldeilis ekki verið tíðindalaust undanfarið á sviði tónlistar og þau síðustu eru frum- flutningur á tvöfóldum píanókon- sert eftir Jónas Tómasson. Það sem vekur athygli er hversu lag- rænni framúrstefnu-tónskáldin gerast nú' hin seinni árin og má segja að konsert Jónasar sé jafn- vel gamaldags á köflum. Nú er þetta ekki illa meint, heldur til að leggja áherslu á að tími tilraun- anna er að baki og að það er í öguðum og fastmótuðum mark- miðum, sem listsköpun nær að hefja sig upp fyrir hversdagsleik- ann og óvissufálm það sem einkennir flestar tilraunir. Eitt af því sem mætti finna að, er hversu kaflar verksins eru keimlíkir og einnig að hlutverk beggja ein- leikshljóðfæranna eru of mikið stillt inn á samleik við hljómsveit- ina en gegna engri andstöðu þar í móti. Það besta í verki Jónasar er hljómsveitarþátturinn og þar mátti heyra margt skemmtilegt og áhrifamikið. Seinna verkið var svo sú þriðja eftir Beethoven og þar fór hljóm- sveitin á kostum. Svo virðist sem Shipway nái að laða fram það besta sem hljómsveitin kann að gera, enda var hrifning hljóm- leikagesta eftir því. Ekki er að efa að stjóm hljómsveitarinnar mun leita eftir frekara samstarfí við Shipway og víst er að hljóm- leikagestir munu fagna þessum ágæta stjómanda, sem hefur glatt þá með frábærum flutningi á Mahler, Tsjajkovskíj, Walton og nú síðast með þeirri þriðju eftir Beethoven. íslendingar í konunglegri akademíu CJ) PIONEER HÁTALARAR Karl Gústaf Svíakonungur af- henti nýlega doktor Guðmundi Pálmaayni forstöðumanni Jarð- hitadeildar Orkustofnunar og doktor Sigmundi Guðbjarnarsyni rektor Háskóla Islands félags- skírteini að Konunglegu sænsku verkfræðivísindaakademíunni. Þeir eru fyrstir íslendinga tii að hljóta þann heiður. Athöfnin var liður í árlegum hátíðarfundi aka- demíunnar, sem haldinn var í Stokkhólmi, 23. október síðast- liðinn. Viðstaddir voru á sjöunda hundrað gesta. Svíakonungur er vemdari aka- demíunnar. Hún er sú elsta sinnar tegundar í heiminum, stofnuð 1919. 275 sænskir verkfræðingar yngri en 65 ára eiga jafnan sæti í aka- demíunni auk á annað hundrað erlendra vísindamanna. Opinbert hlutverk akademíunnar er að efla tækniþróun í Svíþjóð. Félagar henn- ar eru tilkvaddir að veita þarlendum stjómvöldum ráðgjöf og gera fræði- iega úttekt á ýmsum málum. Akademían er ein af 8 sem starfa á sviði ýmissa fræða og vísinda í Svíþjóð og veitir hún Svíum árlega verðlaun fyrir tækniafrek. Slík verðlaun voru meðal annars afhent á hátíðarfundinum þar sem þeir Guðmundur Pálmason og Sigmund- ur Guðbjamarson, og nokkrir aðrir erlendir vísindamenn, voru gerðir að félögum í akademíunni. _________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Ójarðnesk sól, jarðneskir skuggar híasar Johannessen kemur fram leitin að föðumum, en nú er þessi leit einnig helguð móðurinni. Skáld- ið endurheimtir æsku sína og bemsku í drengnum, lifir aftur horfna daga með því að fylgjast með honum og verða þátttakandi í leikjum hans og hugsunum. Konan, móðirin, er þeim báðum staðfesta. Það er hún sem vakir yfír þeim, stillir óróleik blóðsins og mildar lífsmyndina. I Sól á heimsenda er frásagnar- gleði sem vel fer á í jafn alvarlegri sögu. En það er lítið um fyndni fyndninnar vegna. Stíllinn er hægur án þess að vera þungur og eins og sagan öll í anda sáttargjörðar manns sem verður að una því að aldan afmáir sporin í sandinum. Það eru litríkar og skemmtilegar frá- sagnir í Sól á heimsenda, en umfram allt er sagan tilraun til að skoða líf okkar og meta í ljósi um- burðarlyndis og mannúðar. Sagan færir lesandanum verðmætan tíma og er því til vitnis um dálítinn sigur í hinni endalausu hólmgöngu. Mér virðist Sól á heimsenda vera rökrétt framhald þess sagnaskáld- skapar sem kynnast má í smá- sagnasöfnunum sem nefnd voru í upphafi þessarar umsagnar. Efni- viður og viðleitni þeirra sagna verður með einhveijum hætti ljósari eftir útkomu nýju sögunnar. Sama má segja um yrkisefni sumra ljóða skáldsins. En það breytir því ekki að sagan stendur sér, er höfundin- um nýtt landnám. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Matthías Johannessen: SÓL Á HEIMSENDA. Saga. Almenna bókafélagið 1987. SAGA Matthíasar Johannessen, Sól á heimsenda, stendur að mínu viti alveg sér í skáldskap hans. En það eru í henni þræðir skyldir smásög- unum í Nítján þáttum (1981) og Konungi af Aragon og öðrum sög- um (1986) og líka ljóðunum og ýmsu öðru sem Matthías hefur skrifað. Sól á heimsenda er vissu- lega saga eftir ljóðskáld, meira að segja eru í henni nokkur ljóð og ljóðabrot, en engu að síður er hún byggð upp sem lausamálsverk. Það mætti með nokkrum rétti segja að sagan væri í senn minningasaga og ritgerðarskáldsaga. Ferðasaga myndi einhver segja. Best fer á því að lesa söguna án allra slíkra bolla- legginga, njóta máls hennar og stíls og gefa boðskap hennar um leið gaum. Svipmyndir og hugleiðingar sögunnar renna að lokum saman í eina heild sem mætti kalla viðureign við tímann sem mælir „hlutfallið milli lífs og dauða“. Umhverfí sögunnar er Portúgal að sumri til, ferðamannaslóðir. En hugurinn reikar víða í þessari sögu. Við kynnumst aðalpersónum henn- ar á ýmsum aldri og á fleiri en einum stað. Minningar hans sem er skáld ráða ferðinni. Og með hon- um er hún sem er kona hans og drengurinn, sonur þeirra. Margar aukapersónur koma við sögu. Dæmi um hvemig dregin er upp mynd sólríkra daga er á bls. 62: „Það voru víðar ævintýri þar sem eldur lék sér við lyng og skuggi við skugga. Þegar hann opnaði augun á morgnana og hún hafði dregið upp gluggatjöldin blasti við hvítur skuggalaus gaflinn á næsta húsi, rauð sólhlífín bundin saman yfír hvítu borðinu, orkídea að springa út í beðinu. „Hún er að kíkja á mig,“ sagði drengurinn. „Sjáðu hvað hún er falleg. Hún var svo þyrst." Eða stóra fíðrildið með hvítu vængjunum sem var eins og þota eða rauðleita flugan sem breyttist í þyrlu í hugarheimi drengsins. Eða þegar hann sat í sólinni og fylgdist Bókaverslun - gott fyrirtæki - Af sérstökum ástæðum er til sölu bókaverslun sem er í eigin húsnæði í nýrri og glæsilegri verslunarmiðstöð. Verslunin selur einnig gjafavörur og leikföng. Til greina kemur að selja verslunarreksturinn með eða án fasteignar. Upplýsingar veittar á skrifstofu undirritaðra. Lögmenn Skeifunni 11, Sigurður Sigurjónsson hdl., Ásgeir Björnsson fulltr., sími687400. með skugga vespu á svölunum, lét augun fylgja honum eftir unz hann hvarf en kom svo aftur og nú voru tveir skuggar á pallinum og stórár- ás í aðsigi, en þá stóð hann upp og tók gulu slönguna og skuggam- ir hurfu í bili og pallurinn varð skuggalaus og hvítur eins og hugs- un hans sem hvarf inn í sólhvítt umhverfíð og samlagaðist því og þessum bláa himni og það voru engir skuggar og engin hugsun og þau ein í þessari hlutlausu ójarð- nesku veröld." Hér mætti kannski ljúka tilvitnun og leggja með því áherslu á hina hreinu ljóðrænu mynd (sem þó er ekki alveg hrein), en framhaldið er mun prósaískara: „Þá fauk Daily Telegraph af borðinu. Hann hrökk við og tók það upp. Annar heimur. Önnur sól og aðrir skuggar. Mannlífíð, hrátt og miskunnarlaust, þrengdi sér inn í viðkvæmt ofnæmi hans.“ Oftar en einu sinni er lesandinn minntur á að lífíð er ekki bara Matthías Johannessen sælustund í framandi og næstum óviðkomandi umhverfi. Fjölmiðlar bera boð um slys og hvers kyns ógnir og máttlitla friðarviðleitni í helsprengjuheimi. Skáld sögunnar er líka blaðamaður og getur ekki slitið sig frá þeirri veröld sem er óvægin og ágeng þrátt fyrir allt hið góða sem hún hefur upp á að bjóða. * Bemskan er meðal þess sem fjall- að er um í Sól á heimsenda. Hún er sífellt umhugsunarefni skáldsins. Hér eins og áður í skáldskap Matt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.