Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Árásin á trillu- karla er óþolandi Sjávarútvegsráðherra elur á vitleysu, misrétti og slysahættu eftir Árna Johnsen Það er undarleg árátta hjá Hall- dóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð- herra að vera sífellt að hossast á trillukörlum í miðstýringarhug- myndum sínum við stjómun físk- veiða. Eina ferðina. enn sækir ráðherrann að sjómönnum á minnstu bátunum og eiga þeir þó fullan og jafnan rétt á við aðra sjó- menn í landinu og það ætti ekki síst að vera þeim til góða að búa við lágmarksfjárfestingu í atvinnu- tækjum sínum og þar af leiðandi minnsta áhættu fyrir þjóðarbúið. Endalaus ruglingur I fyrra náðist að afstýra aðfor að trillukörlum og jafnframt tókst að leiðrétta verulegar misfellur í því frumvarpi sem Halldór lagði fram um stjómun fiskveiða og má þar nefna leiðréttingu á rétti sunn- anskipa miðað við norðanskip, en slíkt misrétti gengur auðvitað ekki og er í einu orði sagt valdbeiting. Þolanlegt samkomulag náðist um stjómun fiskveiða hjá litlu bátunum í fyrra og það er engin ástæða né rök til þess að hrófla við því fyrir- komulagi nema að menn vilji auka á vitleysuna, misréttið og slysa- hættuna. Þetta er nú í þriðja skiptið á Qórum árum sem ráðherrann ætlast til þess að skipt sé nær al- gjörlega um kerfi fyrir smábátaút- gerð landsmanna. Hvemig er hægt að ætla mönnum möguleika á því að skipuleggja vinnu sína og útgerð við slíkar aðstæður? Það hefur oft verið haft á orði að sjávarútvegsráð- herra sé þver og það sér nú hver að svo er. Menn voru ekkert á eitt sáttir um niðurstöðuna í fyrra, en sættust á hana. Fyrirkomulagið sem um var samið í fyrra byggðist á því að enginn heildarkvóti er fyr- ir smærri bátana undir 10 tonnum, en banndagar á þessu ári voru ákveðnir 66 í stað 49 árið 1986. Þá var jafnframt ákveðið að neta- bátar undir 10 tonnum skyldu hafa sóknarmark yfir vetrarvertíðina, en að öðm leyti fara þeir eftir kerfi netabátanna aðra árstíma og hafa banndaga að auki. Það er nú allt frelsið. Þetta kerfi er ekki óaðfinn- anlegt, en einfalt og viðráðanlegt og tiltölulega sanngjamt. Miðstýringaræði Nú vill Halldór breyta og flækja, en fyrst og fremst yrði það á kostn- að öryggis sjómanna og jafnréttis. Ráðherrann vill skipta bátum undir 10 tonnum í þijá flokka. 6 tonna báta og minni, 6—8 tonna báta og 8—10 tonna báta. Hann vill að bát- ar undir 6 tonnum verði í banndaga- kerfi upp á alls 85 daga, en þar er um að ræða 30% ijölgun á bann- dögum á sama tíma og talað er um 10% skerðingu á þorskveiðum. Þá vill ráðherrann að bátum undir 6 tonnum verði bannað að veiða í net nema þeir hafi haft leyfi á ámnum 1986—1987. Þá er gert ráð fyrir því að 6—10 tonna bátar eigi að hafa aflamark þannig að 6—8 tonna bátar megi veiða 50 tonn og 8—10 tonna bátar 70 tonn. Þessir bátar eiga hins vegar ekki að hafa fram- seljanlegan kvóta, en þeir mega kaupa kvóta. Þetta fyrirkomulag þýðir ekkert annað en það að bátar undir 6 tonn- um mega veiða miklu meira en bátar 6—10 tonn og það er með þessu móti beinlínis verið að reka hundmð sjómanna á íslandi til þess að sækja sjó á sem minnstum bátum til þess að þeir eigi einhveija mögu- leika á því að fiska án þessarar hrikalegu miðstýringar sem Fram- sóknarflokkurinn er samnefnari fyrir í flestu sem hann berst fyrir. Hvar eru nú spari- ræðurnar um öryggi sjómanna? Ef bátar af stærðinni 6—10 tonn hafa veitt meira en 50—70 tonn mega þeir taka mið af eigin fla á árabilinu 1985—1987 og velja tvö bestu árin. Ef að þeir hafa skilað meiri afla en hugdettutónnin hans Halldórs, þá mega þeir fá 90% afla- mark af þessum viðmiðunarámm, en þó aldrei meira en 135 tonn. Þetta þýðir auðvitað bæði aukna mismunun milli sjómanna og stór- kostlegt tekjutap fyrir hundmð manna, en til þess að lina þjáning- amar í þessari miðstýringu þá býður ráðherrann upp á það að þessir bátar njóti þeirra hlunninda að helmingur línuafla, sem þeir veiði í nóvember, desember, janúar og febrúar, skuli vera utan kvóta. Það er hins vegar vítavert að stjóm- völd skuli með þessum hætti vera að hvetja trillusjómenn til þess að róa á trillum á þessum árstíma, sem er sá dimmasti og hættulegasti fyr- ir allan smábátaflota landsins og það er jafn fáránlegt að setja lög sem hrekja menn út í smæstu báta til þess að vinna fyrir brauði sínu. Hvað meina menn eiginlega með þessari andskotans vitleysu? Hvar em nú spariræðumar um mikilvægi þess að aukið verði öryggi sjómanna við ísland? Þessi langstótta aðferð, sem auðsýnilega er til orðin í þurrkvíum sjávarútvegsráðuneytis- „Þetta fyrirkomulag þýðir ekkert annað en það að bátar undir 6 tonnum mega veiða miklu meira en bátar 6—10 tonn og það er með þessu móti beinlín- is verið að reka hundr- uð sjómanna á íslandi til þess að sækja sjó á sem minnstum bátum.“ ins undir handaijaðri sjávarútvegs- ráðherra, kallar jafnframt á það að trillukarlar rói ekki fleiri en einn á bát og standi í því sjálfir að salta aflann til þess að eiga von á ein- hveijum hlut sem hægt er að sætta sig við og lifa af. Aðför að trillukörlum er árás á byggðastefnu Nú vill hins vegar þannig til að í starfsáæltun ríkissstjómarinnar er sagt að taka eigi sérstakt tillit til byggðamála. Þessar tillögur Halldórs Ásgrímssonar em bein aðför að ijölda smærri plássa á landinu og gera til dæmis nánast ráð fyrir því að byggð þurrkist út í Grímsey auk þess að snaran er sett á stóra hópa sjómanna í stærri plássum landsins. Þvílík byggða- stefna. Afli trillukarla ekki óeðlilegri en annarra sjómannaa Afli 10 tonna bátanna á árinu 1987 er ætlaður á bilinu 36—37 þúsund tonn. Aflinn var svipaður 1986 og 1985 var hann um 26 þúsund tonn, en síðan þá hefur smábátum fjölgað vemlega þó að- eins hluti af þeim stundi fískveiðar svo að máli skipti, en þess ber að geta að árið 1985 vom banndagam- HÓTEL OG VEITIIMGAHÚS ir 114, sem þýðir um 30 þúsund tonna ársafla miðað við sama banndagafjölda og á þessu ári. Aukinn fjöldi sjómanna á smábátum er vemlegur en hefur þó ekki þýtt nema nokkur þúsund tonna afla- aukningu hjá smábátunum og er alveg út í hött .að vera að elta ólar við slíkt af hálfu stjómvalda. Aðal- ástæðan fyrir auknum fyölda smábáta er að láta rætast drauminn um að eignast bát áður en það verð- ur bannað með lögum. Þessir menn em ekki að moka upp fiski, þeir vilja stunda útivist sem á meira en fulla rétt á sér. Þegar kvótakerfinu var komið á miðaði sjávarútvegs- ráðuneytið við að ársafli smábát- anna væri um 8 þúsund tonn, en það er fyrir löngu búið að hrekja þær tölur og sýna fram á að raun- hæf viðmiðun var um 25 þúsund tonn á ámnum 1984 og 1985. Enda hefur sjávarútvegsráðuneytið ekki séð ástæðu til að hrekja það og Fiskifélagið ekki heldur, því ótalinn afli fór ekki um vigtar fyrr en kvót- inri skall á. Á þessu ári hafa um 1.700 bátar landað afla, margir aðeins nokkmm kílóum af fiski, en af þessum 1.700 bátum er raunhæft að ætla að fjöldi atvinnubáta sé um 600—700, eða 1.000—1.200 sjómenn sem hafa fulla atvinnu af smábátaútgerð. Þessi fjöldi sjómanna myndi fyíla skipsrúm um 120 stórra netabáta og ef raunafli trillukarla ætti að dreifast á netabáta i hlutfalli við mannskap og veiddan afla kæmu liðlega 300 tonn í hlut hvers neta- báts með 10 manna áhöfn. Það þætti fæstum spennandi fjárhags- lega á sama tíma og allt upp í 300—400 tonn em á bak við hvem mann á aflahæstu togurunum. Nær væri að fást við bjálkann en flísina Um 15% íslenskra sjómanna stunda sjómennsku á smábátum, en þeir veiða aðeins um 5—6% botn- fisksaflans sem verður nær 700 þúsund tonnum á þessu ári. Hvaða rök em fyrir því að herða ólina sérstaklega að smábátasjómönnum með tilliti til þeirra staðreynda sem hér em á borð lagðar. Rök byggð á skynsemi em ekki til í málinu. Hundmð fjölskyldna í landinu eiga afkomu sína undir útgerð smábáta. Smábátasjómenn hafa veitt hlut- fallslega jafnmikið af fiski og aðrir sjómenn á landinu miðað við reynslu og hefð undanfarinna ára. Mál er að linni þessum árásum á einstakl- ingsfrelsi trillukarla og fjölskyldna þeirra og því er engin ástæða til þess að breyta fyrirkomulagi fisk- veiða smábáta undir 10 tonnum að stærð. Nær væri að fást við bjálk- ann en flísina, miðstýringu sem er að þurrka út allt sem heitir athafna- þrá í sjávarútvegi á íslandi og skapa í staðinn erfðagóss sem tekur ekki tillit til veiðimennsku, heldur fyrst og fremst brasks í bankahólfum. Höfundurer varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðuriands- kjördæmi. Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Kópavogsland skoðað að vetri Sunnudaginn 6. desember fer Náttúmvemdarfélag Suðvesturlands í náttúruskoðunar- og söguferð um Kópavogsland í langferðabíl. Farið verður af stað frá Náttúmfræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kl. 13.30 (hægt verður að fara í bílinn við Norræna húsið kl. 13.00 og við Náttúmgripasafnið Hverfisgötu 116 kl. 13.10). Komið verður til baka að Náttúmfræðistofunni kl. 16.00. Þar verður þátttakendum boðið að skoða sýninguna: „Lífríki fjömnnar í Kárs- nesi í Kópavogi". (Til Reykjavíkur verður komið um kl. 17.00.) Leiðsögumenn verða Ami Hjartar- son jarðfræðingur, Ámi Waag líffræðikennari og forstöðumaður Náttúmfræðistofunnar og Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur og bæj- arritari. Fargjald verður 300 kr. en frítt fyrir böm í fylgd með fullorðn- um. Skoðaður verður hluti af jökul- garði, minjar um hærri sjávarstöðu og margt fleira verður kynnt sem snertir jarðfræði svæðisins. Þó að lífríkið liggi að mestu leyti í vetrardv- ala, þá em það ótrúlega margar lífvemr í fjöm og á landi sem þrauka og beijast við litla birtu og kulda, því munum við kynnast í ferðinni. Það lelst til tíðinda á íslandi ef sett er upp sýning sem kynnir íslenska náttúm. A sýningunni í Náttúmfræðistofu Kópavogs gefst kostur á að kynnast lífríki fjömnnar við Kársnes í Kópavogi á skemmti- legan og aðgengilegan hátt og því vistkerfi sem þömngar, strandplönt- ur, smádýr og fuglar mynda. Bæjarstjóm Kópavogs og forsvars- menn Náttúmfræðistofunnar eiga þakkir skildar fyrir að hafa sett upp þessa sýningu og stuðla með því að aukinni þekkingu Kópavogsbúa á eigin umhverfí. Við hvetjum íbúa nágrannabyggðarlaga að kynna sér sýninguna og þá sérstaklega skóla- nemendur. (Frá NVSV)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.