Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 60 Minning’: Guðrún Ólafsdótt■ irfrá Unaðsdal Fædd 3. júlí 1897 Dáin 24. nóvember 1987 Hinu megin við Djúpið, beint á móti Strandseljum, er Kaldalón. Upp af því gnæfir Drangajökull. Sé litið lengra úteftir, blasir við túnið í Bæjum, stórt og myndar- legt. Enn utar er svo Unaðsdalur. Fólkið í þessari sveit þekkti ég með nöfnum jafnvel áður en ég sá það, því að amma sagði mér frá því, hvað bændumir og allt fólkið hét. En mest og bezt kynntist ég að sjálfsögðu fólkinu í Dal, því að þar bjó elzta dóttir ömmu og frumburð- ur hennar, Guðrún. í þá daga var ekki auðhlaupið milli bæja. Annað hvort urðu menn að söðla reiðskjóta sinn eða róa. Engir vegir. Enginn sími. Það var því ekki lítil tilhlökkun þegar það fréttist eitt sumarið í sláttarlok, að Helgi í Dal ætlaði að bjóða okkur, heimilisfólkinu á Strandseljum í skógarferð. Amma var þar með þijá dóttursyni sína, Matthías, son Guðrúnar, og okkur Ólaf bróður minn. Þórður frændi kom úr Ög- urvíkinni með sitt fólk á eigin trillu. Við fórum út að Snæíjöllum, út á Sandeyri og að Betjadalsá. Helgi stýrði trillunni, sem hann hafði smíðað sjálfur. Á heimleiðinni var amma dauðhrædd um að ég dytti útbyrðis, því að ég hafði svo gaman af að hanga á borðstokknum og rýna í ljósbrotið í sjónum. En ég var þá einnig alvarlega að hugsa um það, að þegar ég yrði stór, ætlaði ég að verða bóndi og eiga trillu eins og Helgi í Dal. Þegar kom heim á hlað í Dal gaf Guðrún frænka sér tóm til þess að leiða litla frændur sína um túnið og ker.na þeim nöfn á kennileitum. Þó var það víst, að Guðrún hafði í mörg horn að líta. Mörg voru þau hand- tökin sem til þurfti, ekki sízt þegar bömin voru í ómegð. Samt var eins og Guðrún hefði ætíð nægan tíma til hvers verks. Þær voru víst ekki margar næt- umar sem Helgi svaf á vorvertíð- inni. Hann stóð fyrir jarðabótum og rak eitt stærsta kúabú í Djúp- inu. Hann var einn af þessum dugnaðarforkum, sem aldrei lét sér verk úr hendi sleppa. Mér er það enn í bamsminni, þegar Helgi kom út á ísafjörð og þurfti að ná læknis- fundi. Svo kom frétt um það í símanum að sunnan, að Helgi hefði dáið þar á sjúkrahúsi. Ég sé enn ömmu mína fyrir mér, þar sem hún stóð við símann í Hrannargötu 3 á Isafirði, og sagði Guðrúnu dóttur sinni fregnina. Guðrún hélt áfram að búa í Dal um skeið, þar til Kjartan sonur hennar tók við búinu. Um skeið bjó hún hjá Lilju dóttur sinni á Akra- nesi. En síðustu árin hafði hún litla íbúð í Hátúni 10 í Reykjavík. Þar var gott til hennar að koma og gaman að rifja upp gamla tíð, því að Guðrún var hafsjór af fróðleik um menn og málefni og minnið traust. Samt lá leiðin oft vestur, á heimaslóðir. Vorið 1971 heimsótti ég Líneik í Ögri. Það var hljóðlátt í Ögur- húsinu. Þær bjuggu þar þá tvær mæðgumar, Líneik og Erla dóttir hennar. Það var annað hér áður fyrr, þegar Líneik stóð fyrir mann- mörgu heimili í Ögri með manni sínum Hafliða, bróður Guðrúnar í Dal. En það var samt gott þangað að koma, því að Líneik tók á móti mér eins og ég hefði aldrei farið burt úr sveitinni og svo sem ég væri hennar eigin sonur. Við sátum á tali í suðurstofunni, því að síminn var þar enn og þurfti að hafa á honum gætur. Allt í einu lítur Líneik út í vorhúmið og segin Ég held að það séu nú bara að koma gestir. Ekki bar á öðru. Þetta voru þær aidavinkonur Guðrún frænka og Sálbjörg á Lyngholti. Það var eins og Ögurhúsið lifnaði við á ný, þeg- ar þær stöllur stigu inn fyrir þröskuldinn. Margar kímilegar sög- ur voru sagðar það kvöld, og allt í góðlátlegu gamni. Guðrún fór með vísur eftir heimaskáldin og líka þessi hin sem birta vísur sínar í bókum. Það voru forréttindi að fá að sitja við þetta kaffiborð og hlusta á þessar þijár konur gantast saman eins og ungar stúlkur. Allar höfðu þær skilað drjúgu dagsverki. En það hvarflaði ekki að þeim að staldra við erfiðleikana eða að barma sér. Líískrafturinn og lífsgleðin geislaði af Guðrúnu frænku minni. Slíka sé ég hana fyrir mér, núna þegar fundum á ekki eftir að bera saman. Arnór Hannibalsson Hún amma mín, Guðrún Ólafs- dóttir frá Unaðsdal, verður jarð- sungin í dag frá kirkjunni í Unaðsdal. Amma var fædd 3. júlí 1897 að Hjöllum í Ögursveit. Hún lést þann 24. nóv. sl. og varð því níutíu ára gömul. Fyrir okkur bamabömunum var hún sameiningartákn stórrar flölskyldu. Hún kunni alltaf að segja fréttir af frænkum og frænd- um á ijarlægum slóðum og fylgdist af alúð og hlýju með hveiju nýju lífi sem fæddist. Mér fannst amma alltaf eins og klettur sem ekkert fengi bugað. Hún missti manninn sinn frá ungum bömum, en mér fannst sem hún í trú sinni á guð og af lífskrafti og seiglu, sem fáum er gefin, standa uppi heil og sönn. Eflaust hefur hún átt sínar efa- stundir eins og við öll, en hún var ekkert að flíka því. Amma bjó í Ómmó í minni bam- æsku — en Ömmó var hennar herbergi á heimili foreldra minna og þvi kennt við hana. Hún kenndi okkur systrum bænir og góða siði. Og var okkur til halds og trausts, eins og ömmur geta einar verið. Með Guðrúnu Ólafsdóttur er gengin góð manneskja. Megi góður guð varðveita hana og minningu hennar. Guðrún Sigfúsdóttir í dag er til moldar borin amma mín, frú Guðrún Ólafsdóttir, fyrrum húsfreyja í Unaðsdal á Snæfjalla- strönd. Hún var í heiminn borin þann 3. júlí 1897 að Hjöllum í Ögur- sveit. Foreldrar hennar vom hjónin Guðríður Hafliðadóttir og Ólafur Þórðarson. Amma var elst sjö systkina, sem upp komust. Hin vom Hafliði, Ámi og Friðfinnur, en þeir em látnir. Eftir lifa Þórður, Sólveig og Kjart- an. Tveggja ára gömul fluttist amma með foreldmm sínum að Strandseljum í sömu sveit. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Árið 1919 giftist hún afa, Helga Guðmundssyni, f. 18. september 1891, dáinn 1945, ættuðum frá Beijadalsá í Snæfjallahreppi. Hófu þau búskap á Strandseljum, með foreldrum ömmu og bjuggu þar til vorsins 1922, að þau réðust í að kaupa jörðina Unaðsdal í Snæ- fjallahreppi, sem þá var laus til ábúðar. Höfðu þau þá eignast þijá syni, Guðmund, föður minn, Guðbjöm og Ólaf. í Unaðsdal þurfti að reisa allt frá gmnni, bæði íbúðarhús og pen- ingshús. Óg fjölskyldan stækkaði, alls urðu bömin 16 að tölu, 10 syn- ir og 6 dætur. Þau sem fæddust í Unaðsdal em Steingrímur, Guðríð- ur, Kjartan, Guðbjörg, Jón, Sigur- borg, Hannibal, Matthías, Sig- urlína, Haukur, Lilja, Auðunn og Lára. Já, nærri má geta að lífsbar- áttan hefur verið hörð og hvíldar- stundir fáar. Er amma missti afa, en hann dó langt um aldur fram aðeins 54 ára gamall, vom 3 yngstu bömin ófermd. Hún lét ekki deigan síga, heldur bjó áfram með bömum sínum til ársins 1952 er hún flutti til Reykjavíkur og eftirlét Kjartani syni sinum jörðina. Kjartan býr enn í Unaðsdal miklu myndarbúi. Fyrstu árin fyrir sunnan bjó amma hjá Sigurborgu. Seinna hélt hún heim- ili með Lilju uns hún eftir árið 1970 flutti í litla íbúð í Hátúni 10, Reykjavík, og bjó þar þangað til hún veik og farin af kröftum var flutt á sjúkrahús og átti ekki aftur- kvæmt í íbúðina sína eftir það. Fyrsta minning mín um ömmu er þegar ég var bara smástelpa hér heima á Selfossi og hún kom í heim- sókn, með mjúka pakka, sem í vom vettlingar eða annað pijónles og svo suðusúkkulaði. Okkur systkinunum þótti held ég þá taskan hennar mest spennandi. Seinna töluðum við um, hvað við ættum fallega ömmu, með svo síðar hárfléttur í íslenskum búningi, alveg ekta amma. Alltaf svo fín og okkur svo góð, hvemig sem við létum. Eftir að ég varð eldri fann ég og skildi best, hve mikið hún átti til að gefa af sjálfri sér. Hún sem var búin að þola bæði súrt og sætt. Byrja búskap við erfið- ar aðstæður, eignast 16 börn og koma þeim til manns, missa lífsförunautinn á besta aldri. Hún gat alltaf sett sig inn í okkar dægur- mál, bæði gleði og sorgir. Já, margt riijast upp þegar litið er yfir farinn veg. Get þó ekki látið hjá líða að minnast með gleði og þakklæti í huga 3. júlí 1982. Átta- tíu og fímm ára afmælis hennar, er við niðjamir þustum vestur í Isa- Qarðardjúp og nutum með henni þessara tímamóta. í félagsheimilinu Dalbæ var henni haldin stórveisla, matarboð með ræðuhöldum og dansi. Þangað mættu íbúar sveitar- innar og allir hennar afkomendur sem áttu heimangengt. Þama var amma eins og drottn- ing, glæsileg að vanda. Svona, já einmitt svona vil ég minnast ömmu minnar, þessarar heiðurskonu, sem í dag hlýtur sína hinstu hvílu við hlið afa í kirkjugarðinum í Unaðs- dal. Minningin um hana lifir. Hún á bestu þakkir skilið fyrir allt. Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Selfossi. Okkur langar með örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu okk- ar, Guðrúnar Olafsdóttur frá Unaðsdal, sem lést á Grensásdeild Borgarspítalans þann 24. nóvember sl. Einhvem veginn er sú staðreynd okkur systkinunum óraunvemleg, sem áttum því láni að fagna að hafa hana á heimili okkar í 10 ár, fyrst á Akranesi og síðan i Kópa- vogi, þar til hún flutti í litla notalega íbúð í Hátúni 10. Margar em endurminningamar frá þeim tíma semém ógleymanleg- ar. Amma, sem var full af kröftum og lífsgleði. Brosið hennar og hlýi faðmurinn sem við fengum notið gegnum árin. Það er svo margs góðs að minnast þegar litið er til baka og hugurinn fyllist þakklæti fyrir þá umhyggju sem hún veitti okkur á uppvaxtarámnum og sem ávallt kom fram í öllu hennar at- læti til hinstu stundar. Hinsta kveðja. Hvar 'er nú höndin þín, amma mín sem mildaði allan trega, og breiddi svo hlýtt yfír bömin sín, frá bæn þinni heitri ennþá skín ylgeisli ævinlega Nú kveð ég þig elskaða amma mín, þó minningar áfram geymi. Því móðurumhyggjumildin þín, markaði í huga minn sporin sín, indælust i þessum heimi. (Haraldur Jónsson. Ljóð, 1984.) Hvíli elsku amma í friði. H(jörleifur, Anna, Helgi, Vignir og Birgir. Sá heimur, sem lykst upp fyrir litlu bami, sem vappar sín fyrstu spor á góðviðrisdegi að sumarlagi á bæjarhlaðinu á Strandseljum í Ögurhreppi við ísaflarðardjúp er ekki stór, en hann er viðkunnanleg- ur og baminu fínnst þetta góður heimur til að lifa í. Hann afmark- ast af Ögurhólmum og Æðey, sem skýla fyrir úthafsöldunni en Breið- firðinganes innar og má yfir það sjá til bæja á Langadalsströnd. Handan lognværs og spegilslétts Djúpsins hlæja hlíðir Unaðsdals við sól í fullu suðri, en innar teygir Drangajökull hvítan arm sinn niður í Kaldalón. Yfir þessu augnayndi hvolfist blátær himinlind en ómur- inn af Möngufossi, sem utar á Snæíjallaströndinni steypist eins og fagurhvít súla ofan úr Innra- Skarði, berst í bylgjum inn í myndina og ljær henni dimman og mjúkan tón. Þessi sýn greyptist mér í bams- minni eins og hún hafði áður vistast í hugarheimi móður minnar og móðursystkina, því að þama var ég í skjóli ömmu minnar og gerðist með því með nokkrum hætti sam- tímamaður genginna kynslóða. Afi minn og amma, Olafur Þórð- arson og Guðríður Hafliðadóttir, höfðu. sett saman bú á Hjöllum í Skötufirði og þar fæddist þeim dótt- irin Guðrún árið 1897. Tveim ámm síðar fluttu þau að Strandseljum og þar bættust í hópinn Hafliði, síðar bóndi í Ögri, Þórður, síðar útgerðarmaður í Odda í Ögurvík, Sólveig móðir mín, Ámi, síðar bóndi að Strandseljum, Kjartan, síðar starfsmaður Samvinnubankans, og Friðfinnur, forstjóri Háskólabíós. Foreldrar Ólafs á Strandseljum vom Guðrún Ólafsdóttir frá Skjald- fönn í Skjaldfannardal og Þórður Gíslason, bónda í Gjörvidal, Jóns- sonar bónda í Hálshúsum í Reykja- Qarðarhreppi. Móðir Þórðar var Sigurborg Bjamadóttir frá Bakka- seli, Bjamasonar frá Fremri-Bakka í Langadal. Foreldrar Guðríðar á Strandselj- um vom Hafliði smiður Jóhannes- son, Guðmundssonar sterka frá Kleifum í Skötufirði og Þóra Rósin- kransdóttir frá Hesti, Hafliðasonar frá Kálfavík, Guðmundssonar sterka frá Kleifum. Djúpið hafði þannig um aldir verið vettvangur starfs og strits forfeðra okkar og formæðra, þar höfðu þau flutt sig fram og aftur, sjóveg og landveg, elskað, hatað notið, lifað lífí sínu og borið beinin. Ekkert virtist því sjálfsagðara, en því sama mundi gegna um mig og mína kynslóð. Þetta virtist traustur heimur og óforgengilegur. Bams- hugurinn gat ekki vitað að þetta var heimur, _sem þegar var kominn í upplausn. Utgerðarstaðimir í Inn- djúpi, Ögumesi og Folafæti höfðu þegar flutt sig um set til útvegs- plássanna utar með Djúpinu, sama gegndi um Beijadalsá og Gullhúsá norðan Djúps. Og nú var vélaöld að halda innreið sína, og snúa öllum verkum til hægri vika, en að sama skapi varð fólkinu ofaukið og mannlíf fábreyttara og fáskrúðugra en fyrr. Um tvítugt kynntist Guðrún ungum manni, Helga Guðmunds- syni, af Amardalsætt og varð hann lífsfömnautur hennar. Helgi hafði þegar, þótt ungur væri, haslað sér völl sem aflasæll formaður, harð- skeyttur og ósérhlífinn, vinnuharð- ur nokkuð, en gerði þó jafnan mestar kröfur til sjálfs sín. Ekki þótti hent svefnþungum mönnum að vera í skiprúmi hjá honum. Jafn- framt léku öll verk í höndum hans, innanhúss sem utan, og hvort sem þá voru talin kvennaverk eður karla. Þau Guðrún giftu sig 1919 og næstu þijú árin bjuggu ungu hjónin heima á Strandseljum. Helgi hefði getað gengið þá braut, sem þá lá fyrir flestum vinum hans og félögum, að leita í þéttbýlið og ger- ast dugandi sjósóknari og útvegs- maður. En þessi ungu hjón bmgðu á annað ráð. Árið 1922 keypti Helgi hálfan Unaðsdal af frænda sínum, Kolbeini Jakobssyni (Kolbeini í Dal), sem þar hafði búið undanfama §óra áratugi með Sigurborgu, konu sinni og frænku Guðrúnar; annálað- ur sjósóknari og nýjungamaður um útvegsháttu. Unaðsdalur er landnámsjörð og nam landnámsmaðurinn, Ólafur Jafnakollur, alla norðurströnd Djúpsins, Langadalsströnd og Snæ- fjallaströnd. Ekki er vandséð hví hann tók sér þama bólstað né hví hann gaf honum þetta sældarlega nafn, sem er einsdæmi á þessum tíma og þó réttnefni. Þar er víðsýni mikið og útsýnin fögur allt frá ysta Djúpkjafti til innstu dala. Sá hæng- ur er þó á að þar gerir oft fannfergi mikið á vetmm og jörðin því gjafa- frek og engin hæglætisjörð til sauðfjárbúskapar. Úr því má þó að nokkm bæta með því að jörðin er heyaflajörð, ef nýttur er víðlendur úthagi, en fyrirhafnarsöm er sú heyöflun og krefst mikils mannafla og dugnaðar. Helgi hófst þegar handa um að bæta jörð sína og þegar á árinu 1928 byggði hann stórt og vandað íbúðarhús úr timbri. Þar varð símstöð og af því mikil gestkoma og umsvif hans kröfðust vinnufólks og vom það oft frændur og vinir bónda og húsfreyju, einkum meðan bömin vom ung og lítt komin á legg. Jafnframt sótti Helgi sjóinn fast og smíðaði sér sjálfur trillu og gerði út meðan fiskur gekk enn inn í Djúpið. Guðrún húsfreyja hafði líka hendumar fram úr ermunum. Þijú vom bömin orðin þegar þau hjón fluttu í Unaðsdal og sextán urðu þau alls á tuttugu ámm. Mik- ið þrek hlýtur að þurfa til þess að vera ófrískur nær samfellt um tveggja áratuga skeið og veita samtímis forstöðu stóm og mann- mörgu heimili því að auk bama og vinnufólks var þama jafnan nokkuð af umkomulausu, vandalausu fólki, sem nú mundi vistað á stofnunum eða hælum og naut umönnunar húsfreyju af þeim kærleik og þeirri fómfysi, sem Guðrúnu var í blóð borin. Þá var víða allsleysi og fátækt og kreppa grúfði yfir landinu. Öllu var þó farsællega séð farborða. Slíkir bamahópar vom og engan veginn einsdæmi á þessum ámm áður en „félagslegar aðstæður" höfðu verið fundnar upp. Á fleiri en einum og fleiri en tveimur bæjum við Djúp ólust upp bamahópar, sem töldu vel á annan tug bama og komust til manndóms og þroská og orðið eftirsótt fólk hvarvetna þar sem þörf var athafna án hiks eða hálfvelgju. Börn Guðrúnar og Helga urðu þessi: Guðmundur, búsettur á Sel- fossi, kona hans er Margrét Guðmundsdóttir og eiga þau 5 böm. Guðbjöm, er dó fyrir tveimur ámm ókvæntur og bamlaus. Ólafur er kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur og eignuðust þau tvö böm. Stein- grímur er giftur Eyvöm Hólmgeirs- dóttur og eiga þau 4 böm. Guðríður er gift Gesti Kristjánssyni og eiga þau 5 börn. Kjartan bóndi í Unaðs- dal er giftur Stefaníu Ingólfsdóttur og eiga þau 4 böm. Sigurborg átti Sigfús Halldórsson, sem látinn er fyrir nokkmm ámm, og áttu þau 4 börn. Jón, formaður Einingar á Akureyri, er kvæntur Snjólaugu Þorsteinsdóttur og eiga þau 4 böm. Guðbjörg er ógift og bamlaus. Hannibal er kvæntur Sjöfn Helga- dóttur og eiga þau 5 böm. Haukur er giftur Ester Siguijónsdóttur og eiga þau 4 böm. Matthías er kvænt- ur Elínu Ragnarsdóttur og eiga þau 5 böm. Sigurlína á Steinar Jakobs- son og 2 böm. Lilja var gift Jóni Valdimarssyni og á hún 5 böm. Auðunn er kvæntur Kristínu Gísla- dóttur og eiga þau 5 böm. Lára er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.