Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 7 Þróunaraðstoð: Fjórir íslending’ar á Græn- höfðaejjum næstu 18 mánuði RANNSÓKNASKIPIÐ Fengnr Grænhöfðaeyja. Þar hefur Þró- heldur um helgina áleiðis til unarsamvinnustofnun Islands Allan Vagn Magnús- unnið að þvi, siðan 1980, að að- stoða eyjaskeggja við að tileinka sér nútíma tækni á sviði f iskveiða og -vinnslu. Fjórir íslendingar munu dveljast á eyjunum næstu 18 mánuði. son borgardómari ALLAN Vagn Magnússon hefur venð skipaður dómari við embætti borgardómarans í Reykjavík. Hóf hann störf 10. nóvember síðastlið- inn. Allan Vagn útskrifaðist frá laga- deild Háskóla íslands árið 1971. Hann starfaði að prófi loknu um nokkurt skeið sem fulltrúi á lögfræði- skrifstofu Benedikts Sveinssonar, en þar á eftir sem fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Síðar réðst hann sem fulltrúi til embættis sýslumanns- ins á Ámessýslu og undanfarið hefur hann starfað sem héraðsdómari við embættið. Allan Vagn Magnússon Morgunblaðið/Júlíus Þrír verða í áhöfn Fengs og veiða lítt nýtta borrategund (sea bream) í botnvörpu en sá fjórði, Stefán Þórarinsson, er verkefnisstjóri og ábyrgur fyrir veiðunum og vinnsl- unni. Fiskurinn verður ísaður í kassa um borð en frystur í landi og seldur, líklega til Englands. Söluhorfur eru taldar þokkalegar. Alls mun á annað hundrað eyja- skeggja fá vinnu við verkefnið. Sex menn verða í áhöfn Fengs á leið til Grænhöfðaeyja en tveir þeirra, Hjörtur Jónsson kokkur og Jens Andrésson vélstjóri, fara aftur heim með fyrstu flugvél enda eru þeir eingöngu með til að skipið telj- ist fullmannað á leiðinni. Eftir verða Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri, Sigurður Hreiðarsson skipstjóri, Jóhann Gunnarsson stýrimaður og Jóhann Pálsson vélstjóri.. Stefán , Morgunblaðið/Sverrir Áhöfnin á Feng. Fremstur er Sigurður Hreiðarsson skipstjóri en bak við hann standa frá vinstri, Jens Andrésson, Stefán Þórarinsson verk- efnisstjóri, Hjörtur Jónsson Jóhann Gunnarsson og Jóhann Pálsson. hefur unnið fyrir Þróunarsamvinnu- stofnun síðastliðin þrjú ár og gjörþekkir starfið á Grænhöfðaeyj- um. Hinir þrír hafa hingað til róið á norðlægari mið, Sigurður hefur verið skipstjóri á bátum frá Stykkis- hólmi, Jóhann Gunnarsson var síðast skipstjóri á Baldri frá Dalvík og Jóhann Pálsson hefur verið vél- stjóri á Fossunum. Fengur er 157 brúttórúmlestir, smíðaður á Akureyri 1984. Undan- farið hafa verið gerðar gagngerðar endurbætur á skipinu til að gera það betur hæft til togveiða en áð- ur. Skipið verður nánast drekk- hlaðið á siglingunni suður, fískikassar og -umbúðir verða með- ferðis en einnig ýmis matvara sem færð verður eyjaskeggjum svo sem 30 tonn af mjólkurdufti og nokkur hundruð lítrar af þorskalýsi. ...AO EIONAST ÞENNAN HORNSOFA 7 Komið og sjáið hreint ótrúlegt úrvai afgæða leðursófum og leðursófasettum. Iferð frá kr, 98.000 Sérpön tunarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.