Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 4 Axel Ketilsson og Ólðf Björnsdóttir i brúðkaupsferðalagi erlendis. Axel fyrir framan fyrstu verslun sina & ísafirði. — í kerru, sem er fest við iyólið, eru tvö elstu börn hans. Athafnamaður á öndverðri öld Aldarminning Axels Ketilssonar kaupmanns eftir Asgeir Asgeirsson I Á fyrsta áratug þessarar aldar urðu mikil umskipti í íslensku efna- hagslífí. Vélvæðing i sjávarútvegi olli stórfelldum breytingum á at- vinnuháttum og búsetu manna; tækniframfarir og aukið innlent Qármagn gerðu mönnum kleift að reka útgerð, fiskútflutning og inn- flutningsverslun milliliðalaust frá íslandi. Athafnamenn, sem áður þurftu að hafa aðsetur í Danmörku og á Bretlandseyjum, gátu nú fyrir tilverknað ritsímans flust heim og sett upp höfuðstöðvar í Reykjavík, á ísafirði, Seyðisfirði eða Akureyri — svo helstu staðir séu nefndir. Jafnframt opnuðust fleiri og betri tækifæri til atvinnureksturs á ís- landi. Hingað sóttu ungir Danir og Norðmenn, fylgdu verslunarleiðun- um norður f höf — sumir sem höfðu dýrmæta verslunarmenntun; aðrir sem trúðu á mátt sinn og megin — breskir fjáraflamenn og danskir stórgrosserar með stór-danska drauma í farteski. Og loks ævin- týramenn af ýmsu þjóðemi. í þessu nýja og óvænta gósenlandi norður á hjara veraldar var einnig rúm fyrir innlenda menn. Nú gafst f fyrsta skipti f íslandssögunni — liggur við að megi segja — ungum íslendingum með lágmarksmennt- un og kunnáttu að vopni, brynjuð- iim dugnaði, iqarki og þor, tsékifæri til að komast til álna, jafnvel auðs, sem sjálfstæðir atvinnurekendur í útgerð og verslun. Tækifærin voru mýmörg. Margir voru kallaðir. Ein- ungis fáir útvaldir komust klakk- laust að heita gegnum öldusjó íslenskrar athafnamennsku næstu áratugi. Einn þeirra var Axel Ketils- son, kaupmaðiur og útgerðarmaður, en í dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. í tilefni þess verður nú um stund staldrað við œviferil hans sem á margan hátt má leljast dæmigerður fyrir íslenskan at- hafnamann á fyrri hluta þessarar aldar. II Axel Ketilsson fæddist fyrir rétt- um hundrað árum vestur á ísafirði, 5. des. 1887, sonur þjónanna Ketils Magnússonar og Helgu Guðrúnar Bjamadóttur. Ketill, faðir Axels, var skósmiður. Hann taldist til þeirrar kynslóðar sem gat fundið sér bjargræðisveg í þéttbýli við að þjónusta blómstrandi þilskipaútveg á ofanverðri 19. öld. Ketill var Sunnlendingur, fæddur að Lauga- bakka í ölfusi. Sem ungur vermað- ur á Eyrarbakka kynntist hann mikilvægi skósmíða og ekki síður skóviðgerða f sjávarplássum en þá voru nýmóðins vatnsheld skóstfgvél tekin að ryðja sér til rúms meðal íslenskra sjósóknara f stað hinna hefðbundnu bróka. Ketill komst til náms í skósmíðum þjá brottfluttum Akureyringi, Bimi Kristjánssyni skósmið f Reykjavík, sem síðar varð kunnari sem kaupmaður og banka- stjóri; alþingismaður og ráðherra. Þar lærði hann einmitt smíðar og viðhald vatnsheldra skóstígvéla. Leið Ketils lá síðan til ísafjarðar: skútuútgerðarbæjarins þar sem hægt var að koma þessari þekkingu f gott verð áður enn gúmmístígvélin héldu innreið sína. Þar kvæntist Ketill og stofnaði sína eigin fjöl- skyldu. III Axel Ketilsson átti þannig sam- merkt með ýmsum öðrum athafna- mönnum þessarar aldar að alast upp í þéttbýli. Framasaga Ketils Magnússonar var framasaga sveitadrengs sem flyst á mölina og fer að stunda handverk. Axel Ket- ilsson var hinsvegar bam þéttbýlis- ins. Landið togaði ekki í hann. Heldur hafið; þeir möguleikar er það bjó yfir og verslunartengslin við fjarlæg lönd er kvísluðust um það. ísafjörður í upphafi þessarar aldar var einn af þeim stöðum þar sem „nýtt ísland" var í uppvexti: borgaralegt samfélag þar sem önn- ur verkaskipting og önnur viðmiðun ríktu en í hinu hefðbundna sveita- samfélagi. Þetta var samfélag í deiglu. Vélvæðing var að ryðja sér til rúms. Fjöldi tækifæra birtust á sjóndeildarhringnum. Ekki var nema von þótt ungir menn eins og Axel Ketilsson sæju framtfðina í hyllingum. Uppeldi og fyrstu starfsár Axels Ketilssonar einkenndust þó fremur af 19. aldar hefð en 20. aldar nýj- ungum. Að loknu lágmarks bama- skólanámi, eins og ísfirskk börn þeirrar tíðar nutu, hóf hann iðnnám hjá föður sínum. 3. febrúar 1903 fékk Axel sveinsbréf f skósmíðum, 15 ára gamall, var sveinsstykkið reimaðir karlmannaskór. Ekki var dvölin við leistann þó löng. Strax það vor var Axel fyrir atbeina móð- ur sinnar tekinn í læri af Jóni Laxdal, faktor hinnar grónu versl- unar Leonh. Tang á ísafirði. Axel var í sex ár hjá Laxdal í Tangsversl- un eða „Hæðstakaupstaö“ eins og hún var iðulega nefnd. Þar kynntist hann öllum almennum verslunar- störfum. Sérstaklega öðlaðist hann þekkingu og reynslu f sölu á fatn- aði og vefnaðarvöm. Þekkingin sem hann öðlaðist hjá Tang var haldgóð en á vis8an hátt tilheyrði hún versl- unarlagi sem var að renna sitt skeið. Tangsverslun var stór og deildaskipt; þar var allskyns vöfu- flokkum sinnt: matvöru, álnavöru og útgerðarvömm. Og eins og flest- ar aðrar verslanir þess tfma flutti hún allflestar vömr inn f gegnum danska milliliði. En einmitt á þeim ámm er Axel Ketilsson var f læri hjá Laxdal vom mikil umskipti að verða í íslenskum verslunarháttum. Heildverslun eða „stórsala" eins og hún nefndist þá var að flytjast inn f landið, auk þess sem milliliðalaus innflutningur færðist f auka. Jafn- framt hafði bresk verslun eflst til áhrifa og beinn innflutningur frá Bretlandi og Þýskalandi aukist til muna. Loks fór f vöxt að sérverslan- ir af ýmsum toga væm settar á stofn í stærstu byggðarlögum: fata- verslanir, skóverslanir, húsgagna- verslanir o.s.frv. Þessir nýju straumar hafa ekki farið framhjá hinum unga verslunarþjóni. Eins og til að undirbúa sig undir framtíð- ina hóf Axel Ketilsson sjálfsnám í ensku f frístundum. Enskukunnátta hafði einnig beina hagræna þýðingu á ísafírði í upphafi aldar. Breskir togarar vom þar tfðir gestir, til að sækja vistir og ýmsa þjónustu. Kunnátta f tungu Engilsaxa kom sér vel f viðskiptum við togara- menn. Er Axel Ketilsson var laus úr vistinni hjá Tang árið 1909 lagði hann einmitt fyrir sig þjónustu við breska togara. Var sá háttur hafður á að Ingibjörg systir Axels stóð út á Norðurtanga er togara varð vart til að hlusta eftir eimflauti er gaf til kynna að þeir æsktu þjónustu úr landi. Axel hefur haft nokkum hagnað og reynslu af viðskiptum sínum við togaramenn. Auk þess hefur hann aflað sér nokkurrar þekkingar af bresku viðskiptalífi. IV í ársbyijun 1912 afræður Axel, þá nýorðinn 24 ára, að reyna fyrir sér í sjálfstæðum verslunarrekstri. Ætlan hans var að setja á stofn sérverslun með fatnað og álnavöm á ísafirði. Axel setti sig þó ekki í samband við agenta eða hérlenda heildsala, heldur afréð að ráðst sjálfur í verslunarvíking — kaupa vömr til verslunarinnar og flytja heim. Förinni var þó ekki heitið til Danmerkur; það var tákn hinna nýju tíma í utanríkisverslun íslend- inga, að hann stefndi til Bretaveldis. Þessi fyrsta verslunarferð Axels var bæði söguleg og auk þess dæmi- gerð fyrir síðari ferðir. I janúarlok hélt hann frá ísafirði með Thym en ferðaðist síðan með breskum botnvörpungi frá Reykjavík til Hull. Þaðan lá leiðin til háborgar vefn- aðariðnaðar í heiminum: Manchest- er, þar sem Axel hefur efalítið komist að hagstæðum kaupum. í Manchester dvaldi Axel ( sex daga en hélt þá frá Grimsby til Hamborg- ar með skipinu Elbu. Þennan febrúarmánuð 1912 vom fádæma frosthörkur á Norðursjávarsvæðinu og komst frostið í 23 gráður. Frá Hamborg lá síðan leiðin til Kaup- mannahafiiar. Þaðan hélt síðan Axel með vömbirgðir sínar frá Kaupmannahöfn með Ceresi 17. febrúar 1912 áleiðis tii íslands. Ekki komst Ceres á leiðarenda i þetta sinn þvl skipiö strandaði við Orkneyjar 22. febrúar. Skipið tók niðri á sandrifi svo það varð fyrir litlum skemmdum. Farþegar og áhöfn vom aldrei I hættu og dvöld- ust 1 skipinu rúman sólarhring eftir strandið. Býsna illa gekk oð ná skipinu út og fór svo að farþegar héldu til Leith og fóm til tslands með Sterling. Axel Ketilsson beið hinsvegar eftir að farmur sá er náðist óskemmdur kæmi til Leith. Farmur náðist að kalla óskemmdur úr strandinu en það sem skemmdist af vömm Axels Ketilssonar fékk hann bætt hjá tryggingarfélagi og gat gert jafnvel hagstæðari innkaup í Manchester en áður, enda var hann þar nú öllum hnútum kunnug- ur. Kom hann síðan til Reykjavíkur 19. mars með Botníu ásamt vömn- um, en til ísafjarðar var hann ekki kominn fyrr en 28. mars. Engu að síður náði Axel Ketils- son að opna sína nýju sérverslun með vefnaðarvöm og fatnað þann 1. apríl 1912 f Hafnarstræti 1. Skilaboðin sem hann sendi verðandi viðskiptavinum gáfu til kynna þá viðskiptahætti er hann hugðist ástunda. „Með því að fara ^jálfur utan, hefur mér tekist að komast að svo góðum kaupum, að ég get boðið viðskiptamönnum mínum verð og vömr, sem standast alla samkeppni, ættu menn þvl að líta inn til mín þegar þeir þurfa eitt- hvað til aið prýða eða skýla líkamanum...“ Ýmsum þótti óhófleg bjartsýni felast f þvl að ætla að reka sérversl- un með vefnaðarvöm og fatnað á ísafirði fyrir 75 ámm; .etja kappi við vefnaðarvömdeildir stórversl- ana eins og Edinborg og Tang, að ógleymdri Ásgeirsverslun auk smærri búða eins og Braunsverslun og verslun Guðríðar Ámadóttur. \ Það fór þó svo að það vom þessar verslanir sem þurftu að etja kappi við Verslun Axels Ketilssonar sem bauð upp á mikið úrval (200 al- klæðnaðir vom auglýstir 1914) og lágt verð. Hvað hið síðartalda áhrærir tókst Axel að halda vöm- verði lágu með því að halda uppteknum hœtti: ferðast sjálfur til útlanda og kaupa inn allar vömr, og með þvl að leggja sem minnst á vömna en se\ja þeim mun meira af henni fyrir vikið. Enda hafði Axel ungur skrifað hjá sér eins og til minnis: „Góði ágóðinn kemur af Htilli álagningu en mikilli umsetn- ing.“ Þetta einfalda hagfræðiboðorð skilaði Axel Ketilssyni vel áleiðis fyrstu kaupmannsárin á fsafirði. Honum vegnaði vel I samkeppni við stórverslanimar enda gat hann ein- beitt sér að færri vöruflokkum en þær. Urðu útsölur æ algengari hjá samkeppnisverslunum Axels á fyrr- astríðsámm, en aldrei hélt Axel útsölu. Þá gat hann sinnt nýju og duttlungafullu afli I íslensku þjóðlífi: fatatlskunni, sem nú tók stöðugum stakkaskiptum. Konur spömðu sér af kaupi fyrir fiski- þvott til að geta keypt sér kápu I Axelsbúð, en framleiðendum I Manchester þótti með ólíkindum hvað Axel gat selt margar kápur I þessu litla fískiþorpi. Má þess geta að árið 1915 flutt Axel Ketilsson inn 732 regnkápur. í Axelsbúð mátti á fyrstu ámm ófriðarins mikla fá karlmannsföt fyrir aðeins 14.75. Þá var mikil sala I fermingarfötum sem kostuðu ekki r.err.a 15 krónur. Það þótti á sinni tlð fréttnæmt á ísafirði er skipshöfn á þýskum tog- ara þótti fatnaður svo ódýr I Axelsbúð að hún keypti á einum degi fyrir kr. 627.26,-. Verslunar- reksturinn veitti Axel Ketilssyni bæði ágóða og inetorð. Skósmiðs- sonurinn og búðarsveinninn komst I raðir mektarmanna á ísafirði. Árið 1916 var hann kjörinn I bæjar- stjóm; fyllti þar svonefndan „fóg- etaflokk" er fylgdi Magnúsi Torfasyni að málum. Ekki lét Axel mikið að sér kveða I stormasömu stjómmálalffi ísafjarðar á þessum árum. Tæki hann til máls á karp- fundum, sem var sjaldgæft, var yfírleitt til þess tekið hvað hann talaði stutt. Vísast hefði Axel Ketilsson getað látið sér nægja að reka fataverslun sína með dtjúgum hagnaði um langa hríð. En þótt Axeli vegnaði vel I kaupmennsku hafði hugur hans löngum staðið til athafna á sviði útgerðar. Á veltiárum fyrri heimsstyijaldar var líka vel skiljan- legt að ungir og bjartsýnir athafna- menn hafi viljað spreyta sig á útgerð. Þar var hagnaðarvonin mest en þar var fallvaltleikinn líka hvað mestur. V Ekki er með öllu ljóst hvenær Axel Ketilsson hóf að velta fé slnu I útgerðarrekstur. Sennilega hefur það verið árið 1915. Eignaðist Axel hlut I tveimur vélbátum allstórum á þeirra tlma mælikvarða: helmlng I Gylfa en þijáfjórðuhluta I Sverri. Bátar þessir vom sendir I „útilegu" til Sandgerðis á vetrarvertfð, eins og þá var títt með Ísaíjarðarbáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.