Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Úr Hoilandsferð GÍ: Skoðun einkagarða Eins og fyrr hefur komið fram í þáttum þessum, þá efndi Garð- yrkjufélag íslands til stuttrar skoðunarferðar til Hollands fyrstu dagana í maí sl. Meðal annars var þátttakendum boðið að skoða nokkra einkagarða í úthverfi einu í Amsterdam og verður hér farið örfáum orðum um það, sem fyrir augu bar og undirrituðum fannst athyglisvert. Garðar þessir eða lóðir myndu sennilega ekki vera taldir sérlega stórir hér, á að giska um 500—600 ferm., en með hlý- legum húsum sem hæfðu vel þessari stærð lóða. Engu að síður virtist nægilegt rúm fyrir hin fjöl- breytilegustu tré og runna, og þá ekki hvað síst fjölmörg afbrigði sígrænna smátijáa, sem dafna með ágætum í þessu gróðursæla landi. Sjá mátti nokkur afbrigði af Chamaecyparis, t.d. C. obtusa „Nana Gracilis", hvítgrenitegund- ina Picea glauca „Conica" og blágreni að öllum líkindum. P. pungens „Koster". Þarna voru að sjálfsögðu alparósir og runni einn athyglisverður mjög: Pieris jap- onica (einnig nefndur Andromeda jap.), sem stóð í fullum blóma á þessum tíma. Af blaðfallandi runnum fannst undirrituðum mest koma til nokkurra Prunusteg- unda, sem skörtuðu bæði hvítum og bleikum blómum og þá var ekki síður gaman að sjá japanska eldrunnann (Chaenomeles jap.) alsettan sínum eldrauðu blómum. Auðséð var að garðeigendur virt- ust velja bæði tré og runna, sem ekki uxu þeim yfir höfuð á næstu árum. Engu að síður skorti alls ekki stór og gjörvileg tré í um- hverfið, en þau vaxa bara fyrir utan heimilisgarðana, sem þýðir að bæjar- eða sveitarfélagið sér um þessa hlið ræktunar. Þar mátti t.d. sjá hin stæðilegustu og lima- fögru linditré (Tilia) að ógleymd- um japönsku skraut-kirsubeijattj- ánum, sem voru sum hver býsna stór á skýlli stöðum meðfram veg- um, þakin sínum sterkbleiku og fylltu blómum svo varla sást í sjálfar greinamar. I einum garðin- um var gaman að sjá hvemig húseiganda tókst að skapa sér dálítið landslag, sem blasti sérlega vel við frá aðalgluggum setustofu hússins. Hann hafði einfaldlega grafið dálitla aflanga lægð fram eftir miðri lóð og flutt jarðveginn út til jaðranna þannig að við götu og lóðamörk reis skáhallandi kantur um 50 sm. hár, en lægðin kannske um einn metri niður frá upphaflegri lóðarhæð. í „brekkun- um“ hafði verið komið fyrir mismunandi stómm steinum, sem þar í landi em frekar sjaldgæfir, en í „dalbotninum" var svolítil tjörn í laginu eins og Island. Kringum tjömina var gróður, sem skoðanda fannst sem hann kann- Gula afbrigðið af keisarakrónunni skartaði sínu fegursta. aðist við, enda var þar komin íslenska hófsóleyjan (Caltha pa- lustris) og hrafnaklukkan (Card- amine pratensis) og ekki gat hann betur séð en í pollinum yxi hor- blaðka (Menyanthes trifoliata). Alltof langt mál væri að telja alla þá fjölæringa, sem í brekkunum uxu, en óneitanlega vom breiðu- blómin (Aubretia) falleg. Jaðram- ir í kring vom settir allskyns smátijám og mnnum, m.a. mátti sjá þar hunangsvið, roðaber og beinvið. Við innganginn skartaði gula afbrigðið af keisarakrónunni (Frittillaria imperialis lutea max- ima) sínu fegursta innanum aðrar plöntur, sem ekki vom famar að blómstra, svo sem bóndarósir og aðrar miklum mun síðblómstrandi plantna, s.s. gullhrís, (Solidægo) og frúarhatt (Rudbeckia speciosa) o.fl. o.fl. Varla þarf að geta þess að gras var yfirleitt ekki notað í þessum smærri einkagörðum. Þórhallur Jónsson I Bögglast þú við flók- inn undirbúning þeg- ar von er á vinum? Gerðu þér lífið létt og gestunum gott með að bjóða þeim girnilegt og stökkt imm Bugles með niaís- og ostabragði; tilbúið beint úr pakkanum 1 skálina. Ljúffengt eitt sér eða með ídýfu. í\ ILbfl UE ALUMINIO KNUSPRIG DURCH BA MANIINffi SU ffilSCHHALTE- ffiESCURA PACKUNG FORPACKAD 1 AflOIKBEVARANDE FOUE SMAAKT ALS GEROOSTERDE o SAe0í?Af«; ST0STAD0 HJUEPOSE BEVARER SPROHETEN VERS ÐOOR VERPAKKINS INFOUE m É| FOUEPOSE BEVARffi FRISKHEDEN FRAIS GRACEAU SACHETEN AUIMINIUM ■ V ‘ :> v»1t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.