Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 41 Gylfi Þ. Gíslason „Áætlað hefur verið, að verðmæti kvótanna í ár geti verið allt að 3 millj- arðar króna, miðað við það verð, sem kvótar haf i gengið kaupum og sölum á. Augljóst ætti að vera, að kvóta- hafarnir einir mega ekki fá slík verðmæti í sinn hlut. Hér er um verðmæti þjóðarheild- arinnar að ræða.“ Gjald fyrir veiðiieyfi er afgjald til þjóðarheild- arinnar Þess var getið að framan, að nauðsyn á takmörkun sóknar hafi yfirleitt verið viðurkennd, þegar sýnt hafi verið fram á, að fiskistofn- ar væru í hættu. Líffræðileg og umhverfisfræðileg rök hafa sann- fært menn um nauðsyn stjórnar á fiskveiðum. Hins vegar virðist mik- ið á skorta, að skilningur sé á þeirri efnahagslegu þýðingu takmörkunar á sókn, sem getið var að framan. Það kemur greinilega fram í and- stöðu við hugmyndina um, að greitt sé gjald fyrir veiðileyfi. Að framan hefur þó verið sýnt fram á, að tak- mörkun sóknar umfram visst mark getur ekki aðeins verið nauðsynleg ti! þess að vernda fiskistofn, heldur vaxa þjóðartekjur við takmörkun- ina. Auðlindin sem verið er að hagnýta, skilar af sér auknum arði. Þeir, sem fá leyfi til þess að veiða hinn takmarkaða afla, fá þennan aukna arð í sinn hlut. Eðlilegt af- gjald auðlindarinnar fellur þeim í skaut, en ekki eiganda hennar. Hér eru engin ný sannindi á ferð- inni. Á þau hefur verið bent. Þau eru undirstöðuatriði í fiskihagfræði, sem kennd hefur verið í viðskipta- deild Háskólans í fimmtán ár, eins og í fjölmörgum háskólum annarra fiskveiðiþjóða. Ýmsir hagfræðingar og fræðimenn á öðrum sviðum hafa ritað um þessi efni, þótt það hafi að vísu verið minna en efni hafa staðið til. Hér í blaðinu birtist þó fýrir skömmu afbragðsgrein um þessi mál eftir Þorkel Helgason prófessor. Reynslan er hins vegar oft miklu betri kennari en fræði- mennskan. Sú aðferð, sem hér hefur verið beitt við fiskveiðistjórnun, að takmarka sókn með afhendingu ókeypis veiðileyfa, hefur smám saman leitt í ljós, að auðvitað eru veiðileyfín verðmæti, þau eru ávís- un á afgjald þeirrar auðlindar, sem fólgin er í fiskistofnunum við landið. Þess vegna hafa skip, sem hafa veiðileyfí, þ.e. úthlutað hefur verið kvóta, hækkað í verði. Þau hafa verið seld á mun hærra verði, en svarar til eðlilegs verðs skipsins sjálfs. Þá blasir við, að verið er að selja veiðileyfíð, kvótann. Auðlindaskattur er rangnefni Gjald, sem innheimt yrði fyrir veiðileyfí, hefur stundum verið nefnt auðlindaskattur. Sú nafngift er ekki heppileg. Hún dregur þvert á móti fjöður yfir eitt meginatriði málsins. Skattur er gjald sem opin- berir aðilar innheimta af einstakl- ingum og fyrirtækjum. Þá eru atvinnutekjur fluttar í hendur opin- berra aðila. Tekjur einstaklinga og fyrirtækja minnka. Að óbreyttum þjóðartekjum breytist skipting þeirra. En þegar sókn í fiskistofn er takmörkuð með veiðileyfum og gjald tekið fyrir þau, helzt þjóðar- framleiðsla ekki óbreytt, heldur vex hún miðað við það, að sóknin hefði verið meiri. Hér er að vísu gert ráð fýrir því, að hægt sé að hagnýta í öðrum atvinnugreinum þau fram- leiðsluöfl, sem sparast í sjávarút- veginum við minnkun sóknarinnar. En eðlilegt virðist að gera ráð fyrir því undir heilbrigðum aðstæðum í atvinnulífinu. Sóknartakmörkunin skapar m.ö.o. nákvæmlega jafn- mikil verðmæti og nemur gjaldinu fyrir veiðileyfin. Spurningin er sú ein, í höndum hverra þessi verð- mætisaukning á að lenda. Gengi o g byggðastefna Gera má ráð fyrir því, að sagt verði, að gjald fyrir veiðileyfi sé óraunhæfur kostur að því leyti, að útgerð hér á landi mundi nú ekki standa undir þeim kostnaðarauka, sem slikt hefði í för með sér. Sum útgerðarfyrirtæki mundu eflasut greiða gjald fyrir veiðileyfi fegins hendi, ef ótruflaður rekstur væri með því tryggður. Hitt er eflaust rétt, að mörg útgerðrfyrirtæki hefðu ekki efni á því. í þessu sam- bandi yrði að fara fram úttekt á stöðu útgerðarinnar sem heildar. Það er vitað í stórum dráttum, hversu mikið má veiða, án þess að skerða stofnana. Ef útgerðarkostn- aður þess flota, sem til þess er nauðsynlegur, að viðbættu gjaldi fyrir þau veiðileyfi, sem gefin eru út fyrir hæfilegu aflamagni, er meiri en tekjur hans, ber það ein- faldlega vitni um, að gengi krón- unnar er þá ekki rétt skráð. Gengisbreyting væri liður í því að hafa reikningsskil útgerðarinnar rétt frá þjóðahagslegu sjónarmiði, en ekki röng, eins og þau eru nú. Nú má auðvitað spyija, hvort ekki mætti beita gengisskráningu í stað veiðileyfasölu til þess að hamla gegn ofveiði. Gengi krónunn- ar hefur löngum verið skráð með sérstöku tilliti til afkomu sjávarút- vegsins. Hann hefur getað borið hærra gengi krónunnar en ella, fyrst og fremst vegua þess, að hann hefur átt ókeypis aðgang að fiski- miðunum við landið. Gallinn við þessa skipan er hins vegar sá, að röng gengisskráning raskar öllum utanríkisviðskiptum. Sala veiðileyfa jafnar á hinn bóginn aðstöðuna milli sjávarútvegs og annarra at- vinnugreina. Þá yrði t.d. margvís- legur útflutningsiðnaður samkeppnisfærari en hann er nú. Þá hefur verið á það bent, að innheimta gjalds fyrir veiðilejrfi mundi valda byggðaröskun. Hér er um misskilning að ræða. Ef stjóm- völd vilja fylgja tiltekinni byggða- stefnu, sem mörg skynsamleg rök má færa fyrir, mætti einnig gera það með því að hafa veiðileyfi ódýr- ari en vera ætti í þeim byggðarlög- um, sem talið er rétt að styrkja. Byggðastefna kostar auðvitað ávallt fé í einhverju formi. Þann kostnað má greiða sem lækkað verð á veiðileyfum eins og á hvem annan hátt. Miklu vænlegra væri þó að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með beinum og ódulbúnum styrkj- um. Þetta atriði skiptir auk þess miklu minna máli en hitt, að líklegt má telja, að sala veiðileyfa mundi smám saman færa útgerð í hendur þeirra, sem stunda hana með hag- kvæmustum hætti. Ákvæði um sölu veiði- ieyfa nauðsynleg Innheimta gjalds fyrir veitt veiði- leyfí er auðvitað slíkt stórmál og hefði svo víðtækar breytingar í för með sér, að engin skynsemi væri í því að taka ákvarðanir um slíkt í skyndingu. Þótt grundvallaratriði séu ljós, er svo mörgum atriðum í þessu sambandi vandsvarað, að mjög ýtarlegar athuganir væru nauðsynlegar, áður en til fram- kvæmda gæti komið. Meginvandinn tengist auðvitað ákvörðun á verði leyfanna, hvemig það yrði ákveðið og hversu hátt það skyldi vera í hveiju tilviki, ef um opinbera ákvörðun væri að ræða. Málið er hins vegar þegar orðið svo um- fangsmikið, að nauðsynlegt er að móta meginstefnu. Áætlað hefur verið, að verðmæti kvótanna í ár geti verið allt að 3 milljarðar króna, miðað við það verð, sem kvótar hafi gengið kaupum og sölum á. Augljóst ætti að vera, að kvótahaf- amir einir mega ekki fá slík verðmæti í sinn hlut. Hér er um verðmæti þjóðarheildarinnar að ræða. Og þetta verðmæti á eftir að fara vaxandi ár frá ári. Sú breyting, sem innheimta gjalds fyrir öll veitt veiðileyfi hefði í för með sér, er svo gagnger, að ekki kæmi til greina að stíga slíkt spor í einu lagi, heldur yrði að gera það smám saman og varlega. í þessu sambandi er þess líka að geta, að meginatriðið er ekki aðeins að leiðrétta það misrétti, sem þegar er orðið, heldur að koma í veg fyr- ir, að nýtt misrétti skapist á komandi ámm. Þess vegna er mörk- un meginstefnu nauðsynleg, þótt ekki verði þegar í stað gripið til framkvæmda.Ef til vill væri hyggi- legt að hafa í væntanlegri löggjöf um fiskiveiðistefnu næstu ára ákvæði um, að gjald fyrir veitt veiði- leyfi sé eðlilegt og að þegar skuli hafin athugun á framkvæmd máls- ins. Höfundur er fyrrverandi ráð- herra. Spánverjinn Oscar og íslendingurinn Villi með tunnulok og gjarðir. nóg af físki og því hefur sfldarskort- urinn ekki komið eins að sök“. Guðmundur Ásbjörnsson verkstjóri hjá Vinnslustöðinni sagði að þeir væru um það bil búnir að salta. Um 3.400 tunnur hefðu verið salt- aðar sem væri um helmingur miðað við seinasta ár. Þá hefðu þeir fryst um 300 tonn og heilfryst um 35 tonn. ísleifur Vignisson verkstjóri hjá Fiskiðjunni sagði þá hafa saltað í um 2.000 tunnur sem væri heldur meira en í fyrra. Þeir hefðu fryst um 370 tonn sem er mun minna en áður en lítið hefði borist á land af síld og sú væri nú skýringinn á lægri tölum. Meðfylgjandi myndir tók Sigur- geir í Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja þegar sem mest gekk á í söltunni. — Bjarni Brasilíski skiptineminn Edward Araujo unir sér sýnilega vel í síldaratinu. Bjórfrumvarpið: Ummæli flutningsmaima fáránlegar fullyrðingar — segir Tómas Helgason prófessor „ÞESSIR menn eru kjánar.“ sagði Þorkell Jóhannesson, pró- fessor i lyfjafræði, þegar Morgunblaðið innti hann eftir áliti hans á ummælum alþingis- mannanna Jóns Magnússonar og Geirs H. Haarde um áskorun 16 lækna gegn bjórfrumvarpinu, en Þorkell var einn sextánmenning- anna. „Við höfum fullan rétt til þess að láta okkar skoðanir í ljós, mér er óskiijanlegt hvaða „ofur- valdi“ við beitum þótt við gerum grein fyrir okkar áliti á frum- varpinu." Tómas Helgason, prófessor í geð- læknisfræði, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér fyndist furðu- legt að þingmenn skuli telja það óviðeigandi að menn sem hefðu þekkingu á heilbrigðismálum létu í ljós skoðun sína á máli sem varðar heilsuvernd þjóðarinnar. „Hvað varðar ummæli Jóns Magnússonar um að verið sé að rugla fólk í ríminu, og það álit Geirs H. Haarde að okkur beri fremur að snúa okkur að lækningu áfengissýki, þá eru það fáranlegar fullyrðingar manna sem ekki hafa leitað sér fullnægjandi upplýsinga. Það er betra að koma í veg fyrir sjúkdóma, þegar til eru þekktar leiðir, eins og að fyrir- byggja aukningu á áfengisneyslu. Betra er heilt en gróið.“ Tómas Helgason sagði ennfrem- ur að hann teldi engar líkur vera til þess að neyslumynstrið muni breytast til batnaðar með tilkomu áfengs öls, það muni aðeins bætast ofan á þá áfengisneyslu sem fyrir er. „Ef menn vilja breyta áfengis- neyslunni er fjöldi leiða'til þess. Það mætti til dæmis beita verðlags- stjómun, taka upp kvótakerfi í áfengissölu eða loka veitingahúsum á miðnætti.“ Jónas Hallgrímsson, prófessor í meinafræði, sagði sjálfsagt að öll „MÍN skoðun er sú að þar sem gagngert var lagður á sérstakur skattur með sérstökum lögum um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu, eigi að gæta þess að það fjármagn sem þannig innheimtist fari til þessa ákveðna verkefnis,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið. Um ágreining þann sem verið hefur milli menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um fjárveit- ingar til Þjóðarbókhlöðunnar sagði Birgir ísleifur, að hann væri fyrst og fremst fólginn í því að mennta- málaráðuneytið telur að það sé alveg skýrt í lögum um Þjóðarbók- hlöðú og þeim reglum sem settar voru um byggingarsjóð Þjóðarbók- hlöðu, að ijármagn sem innheimtist sjónarmið kæmu fram áður en Al- þingi afgreiddi bjórfrumvarpið. „Það er eðlilegt að álit sérfræðinga komi skýrt fram í öllum málum, alþingismenn eru ekki sérfræðingar í öllu, en eiga þó að fara með æðsta vald.“ sagði Jónas. „Þar til Jón Magnússon og hans lið breytir því er öllum fijálst að láta í ljós sínar skoðanir.“ af eignaskattsauka eigi að renna í byggingarsjóðinn. „Fyrst og fremst ber að skilja ákvæði fjárlaga í ár þannig að áætlað er að 45 milljónir króna renni til byggingarinnar auk 9 millj- óna í aukafjárveitingu,“ sagði hann. „Mismunurinn sem innheimtist í ár, sem er um 90 milljónir króna, á að fara í byggingarsjóðinn og á að vera til ráðstöfunar úr honum. Sama á að gerast á næsta ári. Allt fé sem innheimtist af þessum eignaskattsauka á að renna í bygg- ingarsjóðinn. Fjármálaráðuneytið telur hins vegar að þetta fé eigi að geymast í ríkissjóði eins og venjulegar fjár- veitingar sem ekki eru notaðar. Þessu höfum við mótmælt," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra. Meimtamálaráðherra um Þjóðarbókhlöðu: Eignaskattsauki renni í byggingarsjóðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.