Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 79 HANDKNATTLEIKUR / POLAR LOTTO-MOTIÐ Valdimar Grímsson skoraði fimm mörk gegn Hollendingum í gærkvöldi. AuðveK gegn Hollandi ISLENDINGAR unnu auðveldan sigur á Hollendingum á Lottó- mótinu í Noregi í gœrkvöldi. Úrslitin urðu 27:21. í hálfleik varstaðan 12:9. Ísland hafði góða forystu frá upp- hafi til enda. Leikmenn áttu ágætis spretti, en í heild var leikur- inn þó heldur slakur. Sex marka sigur gegn Hollandi getur ekki tal- ist neitt stórvirki, en markmiðið í leiknum var þó auðvitað að „slípa" leikkerfi, og vinna sigur. Mörk íslands: Valdimar Gn'msson 5, Atli Hilmarsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Sigurður Sveinsson 4, Alfreð Gíslason 3, Páll Ólafsson 3 og Jakob Sigurðsson 2. Loks kom að því að heimamenn unnu sigur á mótinu. Noregur vann ísrael 24:15 og Júgóslavar unnu Svisslendinga 26:19. í dag mæta íslendingar Norðmönn- um á mótinu, Hollendingar leika við Svisslendinga og ísrael etja kappi við Júgóslava. Það er nokkuð ljóst að heims- og ólympíumeistarar Júgóslava fara með sigur af hólmi af mótinu, þeir eiga að sigra örugg- leikmennimir verða upplagðir í dag — Norðmenn skipulögðu mótið nefnilega þannig að Islendingar hafa leikið á afskekktum stöðum, og þurft að ferðast með langferða- bifreiðum og bátum! íslensku víkingamir láta það vonandi ekki á sig fá og leggja gestgjafana. Staðan á mótinu eftir leikina í gær er þannig: lega í þeim leikjum sem þeir eiga Júgóslavía. ..3 3 0 0 79:58 6 eftir. íslendingar ættu að ná öðm Sviss ..3 2 0 1 66:56 4 sætinu — þeir eiga að sigra Norð- ísland ..3 2 0 1 73:67 4 menn í dag og Svisslendinga á Noregur ...3 1 0 2 62:59 2 morgun, ef allt fer skv. bókinni. Holland ...3 1 0 2 66:77 2 Þó er spuming hvemig íslensku Israel.; ...3 0 0 3 50:79 0 KORFUKNATTLEIKUR Erindi til stjórnar KKÍ vegna hegðunar Njarðvíkinga Dómarar leiks Grindavíkur og Njarðvíkur í úrvalsdeildinni í_ fyrrakvöld, Jón Otti Jónsson og Ómar Scheving, hafa sent erindi til stjómar KKI vegna hegðunar leikmanna Njarðvíkurliðsins eftir leikinn. „Þrír til fjórir leikmenn liðsins höguðu sér dólgslega, spörkuðu í borð tímavarðar og vom með hávær mótmæli,“ sagði Jon Otti í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Okkur þykir ástæða til að stjómendur mótsins viti af því sem þama gerðist," sagði hann. HANDKNATTLEIKUR / HM U 21 ARS Þrekið þrotið í lokin og Sovét- menn unnu stóran sigur Islenska landsiiðið í handknatt- leik skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 17-26 fyrir Sov- étmönnum á HM-keppninni í Júgóslavíu í gœr, en sá sigur var stœrri en efni stóðu til,í slanska liðið spilaði stórvel í fimmtíu mínútur, en þrekið brast á lokasprottinum, enda ekki við neitt venjulegt lið að etja, fíleflt lið Sovétmanna með fimm leikmenn 2 metra eða hærri. Staðan í hálfleik var 12-10fyrir Rússa. Islensku piltamir stóðu sig hörku- vel í fyrri hálfleik. Þeir vissu að vísu varla hvaðan á sig satóð veð- rið fyrstu mínútumar , er Rússar hrúguðu niður fjórum fyrstu mörk- unum. Þegar þeir fóru að átta sig, skoruðu þeir fimm af sex næstu mörkunum og jöfnuðu 5-5. Rússar sigu að vísu aftur fram úr, en ís- lendingar vom eins og skuggi þeirra og staðan í halfleik var 12-10 fyrir Rússa eins og fyrr greinir. Sovétmenn hófu seinni hálfleikinn af krafti og komust í 19-13 og vom sannarlega ekki horfur á þvi þá, að landanum tækist að slétta úr misfellunni. Strákamir náðu samt stórgóðum kafla og skomðú flögur mörk í röð, breyttu stöðunni í 19-17 fyrir Rússa, en þá var komið að viðskilnaðinum, Rússar náðu að skora og þá brotnaði leikur íslenska liðsins, þrekið var úti og Rússar skomðu nokkur mörk í rykk og sigmðu með meiri mun heldur en gangur leiksins bauð upp á. Stjama íslenska liðsins var Gunnar Beinteinsson FH-ingur, hann lék stórkostlega bæði í sókn og vörm. Hann skoraði t.d. sjö mörk gegn sovésku risunum, öll af línu. Auk hans stóð helst Guðmundur Á Jóns- VESTUR-ÞYSKALAND Líbíuleiðtogi í íshokkfíð! oammar Gaddafí, Líbíuleið- togi, hefur nú teigt hramma Sína inn í í vestur þýsku íshokkí- deildina. Ætlar leiðtoginn að reisa þar nær gjaldþrota félag úr öskustónni og að launum munu forráðamenn félags- ins breiða út fagn- aðarerindi kempunnar i Vestur Þýskalandi. Athæfi stjómar félags- ins, Iserlohn, hefur verið gagnrýnt og fordæmt af flestum sem telja sig þess megnuga að skipta sér af. Málið mun mnnið undan rifjum Hans Maier, bæjarstjórans þar sem Iserlohn leikur, en hann fór með Frá Jóhannilnga Gunnarssyni ÍÞýskalandi einum stjónarmanni til Tripolí fyrir skemmstu. Iserlohn skuldar 5,4 milljónir marka og reiddi Gaddafi þegar í stað fram 1,5 milljónir. Mun hann síðan fylgjast með því hvemig skjólstæðingar hans standa sig í útbreiðslu hugmyndarfræði sinnar á næstunni. Vom þeir gerðir 'ut með talsvert magn af „grænu bók- inni“, sem er nokkurs konar rauða kver Lobíumanna. Talsmaður inn- anríkisráðuneytissins sagði í gær, að þetta væri hneykslismál fyrir aðstandendur Iserlohn, héðan af væri næst að vænta þess að stofnað yrði knattspymufélagið FC Idi Amin. GETRAUNIR Verða þrjár millj- ónir í pottinum? „SALAN hefur tekið mikinn kipp siðustu daga og Ijóst er að þetta verður metvika. Ef heldur sem horfir má gera ráð fyrir að potturinn verði tvær og hálf til þrjár milljónir," sagði Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri íslenskra Getrauna, við Morgunblaðið í gær. Sú nýbreytni var tekinn upp í byijun þessa starfsárs að greiða fyrsta vinning aðeins fyrir 12 rétta leiki til að fá stærri pott af og til. Stundum hefur potturinn verið afrakstur tveggja vikna sölu, en undanfamar tvær helgar hefur engin tólfa komið fram og er pott- urinn því þrefaldur. „Það hefur verið stöðugur straumur sölu- manna til okkar nú seinni hluta vikunnar til að ná í fleiri getraun- aseðla og fólk úti á landi hefur nýtt símaþjónustuna vel,“ sagði Hákon og bætti við að seðlar væm til sölu á skrifstofu Getrauna í Laugardalnum og eins gæti fólk hringt og látið fylla út fyrir sig til klukkan 13.30 í dag, en seðlum þarf að skila fyrir klukkan . Gunnar Belntelnsson. son markvörður upp úr, en h'ðið átti í heild góðan leik lengst af þrátt fyrir stórtap. Mörk íslands: Gunnar Beinteins- son 7, Stefán Kristjánsson 5/2, Einar Einarsson 3, Siguijón Sig- urðsson og Ámi Friðleifsson eitt hvor. Sérkapítuli em dómarar leiksins, en þeir vom Tyrkir. „Við vissum ekki einu sinni að spilaður væri handbolti í Tyrklandi," sagði Friðrik Guðmundsson formaður unglinga- landsliðsnefndar í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Frið- riks var dómgæsla Tyrkjanna hneyksli og hefðu Sovétmenn tvímælalaust hagnast á henni. Til dæmis hefðu þeir þrívegis í leiknum dæmt knöttinn svo gróflega af íslendingum á mikilvægum augna- blikum, að 1500 áhorfendur í höllinni í Umag-Istra risu úr sætum og bauluðu á þá. Tvívegis vom íslendingar að hefja sókn eftir að hafa náð knettinum, en tveir leik- menn skiptu þá út af og nýir menn áttu að koma í sóknina. Dæmdu Tyrkimir þá leiktöf! SKIÐI / HM Eftir keppnina í gær, f.v. Figini, Walliser og Haas. Walliser vann aria Walliser frá Sviss sigr- aði í fyrstu bmnkeppni kvenna í heimsbikarkeppninni sem fram fór í Val D’Iser í Frakklandi í gær. Walliser var níunda í rásröð- inni og fékk tímann 1:21,14, Michela Figini varð önnur á 1:21,19, en Zoe Haas þriðja á 1:21,38. Allar em þær frá Sviss. KNATTSPYRNA / ENGLAND Mark Falco seldur til QPR ark Falco, framheijinn _____I kunni, var í gær seldur frá Glasgow Rangers til QPR fyrir 350.000 pund. Hann leikur með ^^^1 sínu nýja liði i dag FráBob gegn Manchester Hennessy United í London, í 'Engtandi leiknum sem verður qónvarpað beint hingað til lands. Falco var hjá Tott- enham í 10 ára, en QPR verður hans fjórða félag á aðeins rúmlega einu ári. Frá Spurs fór hann til Watford, síðan til Rangers og svo nú QPR. Norwich vildi kaupa hann í vikunni, bauð 500.000 pund, en Falco neitaði að fara þangað. Ifyrst farið er að ræða sjónvarps- leikinn í dag má geta þess að Chris Tumer mun standa í marki United. Gary Walsh, markvörðurinn ungi, fékk spark í höfuðið í leik United á Bermunda um síðustu heigi og fékk heilahristing — í annað skipti á einum mánuði, og er ekki orðinn góður. Tumer er meiddur í baki en neyðist til að leika. Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar verður haldin laugardaginn 12. desember í sal Þinghólsskóla v. Vallargerðisvöll kl. 14.00 Blikar fjölmennið — Stjómin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.