Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Takmörkun sóknar — sala veiðileyfa fHwgfiiiHafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjÖrn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Umbrot í stjórnmálum að hefur verið umbrota- samt á vettvangi stjóm- málanna síðustu daga og vikur. Mikil umsvif hafa ver- ið hjá ríkisstjóminni, sem hefur unnið að undirbúningi endanlegrar afgreiðslu fjár- laga fyrir næsta ár í samráði við íj árveitinganefnd og þingflokka. Þá hefur fisk- veiðistefna næstu ára verið í mótun og kemur til umræðu á Alþingi á næstunni. Þegar um þriggja flokka stjóm er að ræða er augljóslega erfið- ara um vik að stilla saman strengina en þegar tveggja flokka stjómir sitja við völd. Vegna margvíslegs ágrein- ings og sundurlyndis í stjórn- arherbúðum hafa menn velt því fyrir sér, hvort alvarlegir brestir væm komnir í stjóm- arsamstarfið. Það er ekkert nýtt, að mikið gangi á í þinginu, þeg- ar komið er fram í desember. Raunar er það árviss at- burður og engin ástæða til að tengja þær pólitísku ham- farir við stjómarslit. Síðasta ríkisstjóm á íslandi, sem féll í desembermánuði, var vinstri stjóm Hermanns Jón- assonar, sem fór frá í byijun desember fyrir 29 ámm. Þeir, sem á annað borð vilja knýja fram stjómarslit velja annað hvort vor eða haust vegna þess, að yfirleitt vilja þeir hinir sömu knýja fram kosningar. Reynslan af des- emberkosningum 1979 var ékki góð. Það má búast við, að langur tími líði þar til nokkur stjómmálaflokkur vill beita sér fyrir kosningum á þessum árstíma. Þegar af þessari ástæðu er ekki tilefni til að halda, að núverandi stjómarsamstarf sé komið í þrot. Svo er ekki. Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, gerði þessi viðhorf að umtalsefni í ræðu á flokksráðsfundi Sjálfstæð- isflokksins fyrir skömmu. Hann sagði þá m.a.: „Yfir- borðsmennska nútímafrétta- mennsku gerir smáatriði oft að aðalatriðum. Skoðana- ágreiningur í stjómarsam- starfí kemur nú allur upp á yfírborðið, en var hulinn áður fyrr. Þó að snurður hafi á stundum hlaupið á þráðinn í samstarfínu síðustu vikur er það ekkert meira eða dýpra en oft og tíðum gerðist á ferli fyrri ríkisstjómar. Það ættu menn að muna... Enginn stjórnarflokkanna mun leika sér að því að sýna þjóðinni ábyrgðarleysi. Þjóð- in veit, að það em ólíkir flokkar, sem em í samstarfi en hún ætlast til þess fyrst og fremst, að þeir sýni ábyrgð." Framundan em erfið við- fangsefni. Alþingi þarf að afgreiða fjárlög og fiskveiði- stefnu fyrir áramót. I byijun nýs árs blasa við mikil vandamál á vinnumarkaði og í efnahagsmálum, ekki sízt í gengismálum. Þótt á ýmsu gangi í samstarfi núverandi stjómarflokka er ekkert til- efni til annars en að þeir standi saman um að glíma við þessi fyrirsjáanlegu vandamál. Að loknum síðustu kosningum var sam- starf núverandi stjómar- flokka eini raunhæfi kosturinn til myndunar nýrr- ar ríkisstjómar. Á því hefur engin breyting orðið. Skoð- anakannanir benda ekki til, að auðveldar yrði að mynda ríkisstjóm, ef kosið yrði á ný til Álþingis nú eða á næst- unni. Þess vegna eiga þingmenn og ráðherrar að bretta upp ermamar og ein- beita sér að úrlausn aðkall- andi vandamála en leggja pólitískt dægurþras til hliðar. Innbyrðis deilur í stjórn- málaflokkum lama þá mjög en þegar þeir sömu flokkar eiga aðild að ríkisstjóm valda þær því, að þingmenn og ráðherrar þess flokks hafa vart tíma til að sinna aðkall- andi verkefnum vegna sundrungar inn á við. Vænt- anlega mun fengin reynsla af slíkum deilum undanfam- ar vikur leiða til þess, að þingmenn og ráðherrar ein- beiti sér að þeim verkefnum, sem þeir hafa verið kjömir tii að leysa. eftir Gylfa Þ. Gíslason Öldum saman voru fiskveiðar í hafi öllum fijálsar og ókeypis. Öll- um var heimilt að sækja sjó og hagnýta auðlindir sjávarins án tak- mörkunar og án þess að greiða nokkuð fyrir það. Þegar fiskifræð- ingar sýndu fram á, að sókn væri orðin svo mikil, að fiskistofnar skertust varanlega eða væru jafn- vel í útrýmingarhættu, var yfirleitt á það fallizt, að nauðsyn bæri til að takmarka sóknina til þess að vemda fiskistofnana. Auk þess var þá sóknin meiri en skilaði hámarks- hagnaði. Auðvitað gat menn greint á um og greindi á um, hvaða ráð- stafanir í þessu skyni væm árang- ursríkar eða hentugar. Helztu ráðstafanir, sem beita má og beitt hefur verið í þessu skyni, em reglur um notkun veiðarfæra, lokun veiði- svæða, veiðibann á ákveðnum tímabilum, ákvarðanir um hámark þess afla, sem veiða megi, þ.e. heild- arkvóti, takmörkun á sókn, t.d. takmörkun á fjölda veiðidaga, og útgáfa veiðileyfa, þ.e. kvóti á skip. Öllum þessum aðferðum hefur verið beitt í þeim löndum, þar sem um ofveiðivandamál hefur verið að ræða. Minnst hefur þó yfirleitt kveðið að því, að veiðileyfa- eða kvótaaðferðinni hafi verið beitt, þótt hún sé talin árangursríkust frá fiskvemdarsjónarmiði. Hér á landi hefur þessari aðferð við fiskiveiði- stjómun hins vegar verið beitt á síðustu ámm. Minni sókn — meiri tekjur Ef sókn á fiskimið er frjáls og ótakmörkuð og veiðigeta flota er meiri en svarar til hámarksafla, verður niðurstaðan ofveiði, eins og rætt var um í fyrri grein. Sú gmndvallarregla gildir varð- andi rekstur fyrirtækja í hagkerfi, sem í aðalatriðum byggir á ein- hvers konar markaðsbúskap, að þau auka framleiðslu sína, meðan tekju- auki vegna framleiðsluaukningar er meiri en kostnaðaraukinn, sem hún hefur í för með sér. Sé sókn á fiskimið fijáls og ókeypis, em það hins vegar ekki slík sjónarmið, sem ráða sókn á tiltekin fiskimið. Sókn- in er aukin meðan heiidarafrakstur- inn af veiðunum er meiri en heildarkostnaður vegna þeirra, og þá getur sóknin verið orðin meiri en svarar til þeirrar sóknar, sem skilar hámarksafla, þar eð kostnað- urinn er vanmetinn sem því svarar, að ekkert er greitt fyrir hagnýtingu auðlindarinnar. Ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið hér og annars staðar af opinberri hálfu til stjórnar á fisk- veiðum, hafa stefnt að því að takmarka veiðar að því marki, að komið sé í veg fyrir ofveiði frá líffræðilegu sjónarmiði. En á gmnd- velli þeirrar staðreyndar, sem getið var í fyrri grein, að afli vex æ hægar með sóknaraukningu, hefur verið sýnt fram á, að hámarks- hagnaður af veiðum fæst við minni sókn en skilar hámarksafla. Þegar fiskifræðingar hafa sýnt fram á, að um ofveiði sé að ræða, er því ekki nóg að draga úr sókninni, þangað til hámarksafla er náð, held- ur þarf að draga úr henni, þangað tii hagnaður hlutaðeigandi fiskveiða hefur náð hámarki. Þegar um ofveiði er að ræða, er afli þeirra skipa, sem síðast bætt- ust í flotann, minni en hinna, sem fyrir vom. Þau skiluðu hins vegar engu að síður hagnaði, þar eð þau þurftu ekkert að greiða fyrir afnot fiskimiðanna. En sókn þeirra skerti fiskistofninn og dró þannig úr með- alafla, og meðaltekjum alls flotans. Hagnaður skipa, sem fyrir vom, áður en hin bættust við, hvarf. Ef komið er í veg fyrir sókn þessara viðbótarskipa, eykst afli og afrakst- ur hinna. Þau hagnast. Og þjóðar- tekjumar vaxa. Það skiptir meginmáli í þessu sambandi, að ljóst sé, að takmörkun sóknarinnar eykur tekjur þjóðarheildarinnar. Ef takmörkun sóknarinnar er framkvæmd með útgáfu veiðileyfa og þau em ókeypis, lendir fram- leiðsluaukningin, aukning þjóðar- teknanna, í hendur þeirra, sem veiðileyfin fá. Það er ekki réttlátt. Þeir eiga að skila þessari aukningu þjóðarteknanna til eiganda fiski- miðanna, þjóðarheildarinnar, með því að greiða gjald fyrir veiðileyfin. Hér væri í raun og vem um það eitt að ræða, að útgerðin endur- greiddi þá afrakstursaukningu, sem takmörkun sóknarinnar færir henni. Löggjafinn, fulltrúi þjóðar- heildarinnar, yrði síðan að ákveða, hvernig ráðstafa ætti því afgjaldi, sem þjóðin fengi með þessu móti af sameign sinni, fiskimiðunum við landið. Þótt plasttunnur hafi leyst trétunnur af hólmi, þá er kappið í sildarstúlkunum áfram óbreytt. Síldarsöltun er nú lokið í Ejjum Nokkuð minna var saltað og fryst af síld en í fyrra SÍLDARSÖLTUN og frystingu er nú að mestu lokið í Eyjum. Ljóst er að töluvert minna hefur verið saltað og fryst nú en á sein- asta ári. Höfuðástæðan er sú að bátar landa almennt fyrir austan land þar sem styst er til hafna frá miðum. Þó Vestmannaeyjar séu stærsta verstöð landsins þá em þær ekki þekktastar fyrir síldarsöltun. Þó er alltaf nokkuð saltað hér á hveiju ári og mikið er fryst af síld, bæði síldarflökum og heilfryst. Nú hefur veið saltað upp í samn- inga en menn hafa beðið spenntir eftir því hvort fimmtíuþúsund tunnu samningurinn við Rússa verði að vemleika. Svo virðist þó ekki ætla að verða og em því aðeins fáar tunnur ósaltaðar hér, en það er síld fýrir Lifrarsamlag Vestmannaeyja sem fer síðar í niðurlagningu. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá fiskvinnsluhúsunm hvemig gengið hefði. Jón Svansson yfir- verkstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sagði að þeir væm samtals búnir að salta í 6.350 tunn- ur sem er svipað og í fyrra. Þá hafa þeir fryst um 650 tonn af flök- um og heilfryst um 40 tonn sem er einnig svipað og á seinasta ári nema þá heilfrystu þeir meira. Ingólfur Ingólfsson yfirverkstjóri hjá Isfélagi Vestmannaeyja sagði þá hafa fryst um 150 tonn að síldarflökum og heilfryst um 45 tonn. Þetta væri mun minna en í fyrra. „Við höfum hinsvegar haft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.