Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Starfsfólk KRON við vörutalningu í matvörumarkaði JL-hússins i gærkvöldi. KRON leigir mat- vörumarkað JL KAUPFÉLAG Reykjavíkur og nágrennis hefur tekið á leigu húsnæði matvörumarkaðarins f JL-húsinu við Hringbraut frá og með dcginum f gær, og er gert ráð fyrir að ný verslun verði opnuð þar um miðja næstu viku. í gærkvöldi vann starfsfólk KRON við vörutalningu í JL-húsinu, en starfsfólki JL-matvörumarkað- aríns hefur flestu verið boðin endur- ráðning hjá hinni nýju verslun. Sem kunnugt er var matvöru- markaði JL lokað fyrirvaralaust sl. mánudag vegna rekstrarörðug- leika. Morgunblaðið/Sverrir * Atak auglýstá öskubílum Hreinsunarátakinu „Krakkar gegn sóðaskap“ lýk- ur á laugardaginn. Undirtektir reykvískra bama hafa verið mun betri en reiknað var með og hafa þau safnað meira en 150 þúsund tómum gosdósum. Fyrir hveija dós eru greiddar 2 krónur. Á iaugardag- inn verður tekið á móti dósum klukkan 14-17 í öllum félagsmiðstöðvum og í skólum í þeim hverfum, þar sem slíkar miðstöðvar eru ekki. Til að vekja athygli á þessu átaki, hafa borgaryfirvöld sett auglýsingar á öskubfla borgarinnar. Auglýsingar hafa aldrei áður verið settar á öskubfla. Samtök fiskvinnslu- stöðva hafiia millifærslu SAMTÖK fiskvinnslustöðvanna segja í ályktun, sem þau sendu frá sér í gær til allra stjóm- málafl'okkanna, að verði fisk- vinnslufyrirtækjum ekki búin al- menn skilyrði tð hagnaðar, verði ekki komizt hjá þvi að uppsagnir starfsfólks f fiskvinnslu og stöðv- un fyrirtækja haldi áfram. Morgunblaðið innti sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, varaformann Framsóknarflokksins, álits á þessari ályktun í gær. Hann sagðist þá ekki geta tjáð sig um hana, þar sem hann væri ekki búinn að sjá ályktunina. í þessari ályktun er hafnað þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um millifærslu fjár innan sjávarút- vegsins. Hafiiað er þeirri leið að afla láns til að greiða úr Verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaðarins, lækkun raforkuverðs sem nái eingöngu til frystingar og stofnun sérstaks lána- sjóðs útflutningsgreina. Uppsagnir starfsfólks fisk- vinnslufyrirtækja færast enn í vöxt og í samtölum við forystumenn fisk- vinnslufyrirtækja í gær gætti svart- sýni um farsæla lausn mála. Jóhann náði 3.-5. sæti í Tilburg: „Heilladísimar voru með mér að lokum“ „ÉG ER mjög sáttur við þetta," sagði Jóhann Hjartarson stór- meistari um frammistöðu sfna á Interpolis-skákmótinu í Til- burg í Hollandi sem lauk f gær. „Ég kom inn f þetta mót á síðustu stundu, alveg óundirbú- inn. Það setti mark á tafl- mennskuna f byijun mótsins þannig að mér tókst ekki að nýta mér frumkvæðið f góðum stöðum. En heilladísirnar voru með mér í síðari hluta mótsins.“ Jóhann vann stórmeistarann Nigel Short í næstsíðustu umferð, gerði jafntefli við Robert Hubner stórmeistara í þeirri síðustu og varð í 3.-5. sæti mótsins með 7 vinninga af 14 mögulegum. Ana- tolíj Karpov fyrrverandi heims- meistari varð efstur á mótinu með IOV2 vinning og í öðru sæti varð Short með 8V2 vinning. Með Jó- hanni í 3.-5. sæti voru Predrag Nikolic og Jan Timman. Hubner Jóhann Hjartarson og van der Wiel urðu í 6.-7. sæti með 5V2 vinning og Lajos Portisch í 8. sæti með 5 vinninga. í síðustu umferðinni gerðu efstu menn mótsins, Short og Karpov, jafntefli eins og Jóhann og Hubner en van der Wiel vann Timman og Nikolic vann Portisch. Jóhann sagði að gæfan hefði snúist sér í vil í 9. umferð. Þá tókst honum að snúa lakari stöðu gegn Portisch upp í vinning og í fimm síðustu umferðunum náði hann fjórum vinningum. Talið er að Jóhann hækki um 5 stig á ELO-skákstigalistanum við frammistöðuna á þessu móti. Síðast þegar ELO-skákstig hans voru formlega reiknuð út var hann með 2610 stig en hefur síðan tap- að einhveijum stigum. Jóhann sagðist koma heim á morgun og næsta verkefni væri Heimsbikarmótið sem hefst í Reykjavík 3. október. Olafefírðingar fa fógetaþjónustu frá Siglufírði: Flugið er eina samgönguleiðin Bæjarstjórn Ólafsflarðar mótmælir ÁKVEÐIÐ hefiir veríð að bæjar- fógetinn á Sigiufirði gegni jafii- framt störfiim bæjarfógeta á Ólafsfirði, en ekki hefiir fengist bæjarfógeti til starfa þar síðan i júní síðastliðnum, og hefur bæjarfógetaembættið á Akureyri sinnt fógetastörfum á Ólafsfirði þar síðan þar til nú. Á fundi Mývatnssveit: Veður trufl- ar göngur Mývatnssveit. UNDANFARNA daga hefur verið hríðarveður í Mývatns- sveit. Snjóföl er á jörðu alveg niður í byggð, en mun meiri snjór til Qalla. Ekki tókst að ijúka öðrum göngum vegna veðurs, en þær áttu að fara fram um miðja síðustu viku. Strax og kólna tók í veðri fór fé að leita til byggða, en enn vantar margt fé af fjalli. Þegar veður skánar verður far- ið að huga að fé á fjalli að nýju. Slátrað verður 3. október, og þá verður leit að vera lokið. Heldur illa gaf í fyrstu göngum og ekki bætti úr skák hvemig veður var óhagstætt í öðrum göngum. Krisfján 0 bæjarstjómar og bæjarráðs ÓI- afsfjarðar í gær var gerð sam- þykkt þar sem þessarí ráðstöfun var mótmælt. „Við höfum látið í Ijósi vissar efasemdir á því að þessu verði sinnt sem skyldi frá Siglufirði, en á því eru ýmsir augljósir vankantar vegna þess hvemig samgöngumál- um á milli bæjanna er háttað," sagði Óskar Þór Sigurbjömsson, forseti bæjarstjómar ÓlafsQarðar, í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við viljum auðvitað helst fá fóg- eta til starfa hér á staðnum, en miðað við aðstæður í dag þá finnst okkur síður liggja við að þessu sé sinnt frá Siglufirði en Akureyri, og þar er eingöngu um landfræðilegar. ástæður að ræða. Við sjáum fram á vissa þjónustuerfiðieika, því yfir vetrartímann er Lágheiðin lokuð frá haustdögum til vors. Einu sam- göngumar sem þá er um að ræða eru með flugi, en ég skal ekkert um það segja hvort fógeta er ætlað að nota flug til að sinna störfum sínum. Við höfum þegar orðið varir við það að hér hefur fólk orðið að bíða lengi eftir ýmissi þjónustu frá því þetta ástand skapaðist, og það er illþolandi ef þarf að bíða dögum eða jafnvel vikum saman eftir að menn komi hér á staðinn að fram- kvæma þá þjónustu, sem ætti að vera hægt að fá daglega. Þetta er þess vegna hrein afturför í þjónustu fyrir okkur." Mittisháir skaflar í Fljótum MIKIL sqjókoma hefiir veríð i Fljótum frá því fyrir siðustu helgi, og eru stærstu skaflarair orðnir meira en mittisháir. Veg- urinn um Lágheiði til ÓlafsQarð- ar hefiir veríð ófær vegna sqjó- þyngslanna frá þvi á föstudags- kvöld. Hulda Erlendsdóttir, húsfreyja á Þrasastöðum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að látlaus snjókoma hefði verið frá því á föstu- dag, og enn væri ekkert lát á henni. Hún sagði þó engin teljandi vand- ræði hafa hafa orðið vegna ófærð- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.