Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Júlíus Séð yfír brúna á Múlakvísl. Vegagerðarmenn vinna við að rífa upp brúargólfið við vestari endann. Undir brúnni má sjá hvar jarðýta vinnur við að breyta farvegi árinnar. Beggja vegna biða bilar. Á innfeUdu myndinni sést burðarbitinn sem kubbaðist í sundur. Múlakvísl: Burðarbití brúar brast þeg- ar flutningabílar óku yfir BRÚIN á Múlakvísl skammt austan við Vik í Mýrdal verður lokuð næstu tvo daga. Annar burðarbitanna í brúnni gaf sig um kl. 14 i gærdag er tveir stórir vöruflutningabílar fóru yfir hana. Unnið er við að skipta um bitann og jafnframt er verið að athuga hvort hægt sé að hleypa umferð á Fjallabaksleið nyrðri. Bílstjórar vöruflutningabílanna tveggja létu Vegagerðina vita af skemmdinni á brúnni um leið og þeir komu til Víkur í Mýrdal. Er brúin var könnuð kom í Ijós að ann- ar burðarbitanna var í sundur. Síðdegis í gær var hafist handa við að skipta um bitann og er þar að verki vinnuflokkur undir stjóm Jóns Valmundarsonar brúarsmiðs. Umferð um þjóðveg 1 á þessum stað liggur þó ekki alveg niðri því er Morgunblaðsmenn komu á stað- inn um kvöldmatarleytið í gær voru tveir félagar úr björgunarsveitinni Víkveija að selflytja fólksbíla yfir Múlakvísl. Notuðu þeir til þess stór- an tmkk sem sveitin keypti í vor. Um 20 fólksbílar biðu þess, sitt- hvorumegin við brúna, að fá far með trukknum. Gylfi Júlíusson verkstjóri Vega- gerðarinnar í Vík í Mýrdal sagði í samtali við Morgunblaðið að brúin myndi ekki verða opnuð fyrr en I fyrsta lagi á föstudag, eða eftir tvo daga. „Um leið og við heyrðum af því að burðarbitinn hefði skemmst reyndum við að koma í veg fyrir að nokkur færi í ánna. Brúnni var lokað strax og aðvaranir settar upp við brúarenda. Auk þess komum við skilaboðum til útvarpsstöðva um að brúin væri lokuð," sagði Gylfí. í máli Gylfa kom fram að þetta er ekki í fyrsta skipti sem loka verð- ur brúnni vegna skemmda. Síðast var það gert í sumar er undirstöður undir brúnni gáfu sig og alls hefur brúnni verið lokað fjórum sinnum á seinni árum vegna skemmda. Brú þessi var smíðuð 1955 og því nokkuð komin til ára sinna. „Það liggur ljóst fyrir að það verð- ur að endurbyggja eða smíða nýja brú yfir þessa á. Slíkt hefur hinsveg- ar ekki verið á áætlun ennþá," sagði Gylfi. „Ég reikna hinsvegar með að þessi lokun nú komi slíku á áætlun." Nú er verið að kanna hvort hægt sé að hleypa umferðinni um þjóðveg 1 á þessum slóðum yfír á Fjallabaks- leið nyðri og ætti svar við því að liggja fyrir í dag. Hinsvegar er ljóst að Fjallabaksleið syðri er aðeins fær jeppum og stórum fjórhjóladrifsbfl- um. Jón Valmundsson brúarsmiður var mættur með vinnuflokk sinn um fimmleytið að brúnni og var strax hafist handa við að rífa upp gótfíð á brúnni yfir hinum brotna brúar- bita. Jón sagði að þeir yrðu að skipta um bitann, en hann gat ekki sagt um nákvæmlega hve langan tíma það tæki, en brúin yrði allavega lok- uð næstu tvo daga. „Ég hef oft bent á að það þyrfti að skipta um þessa brú en ávallt talað fyrir daufum eyrum," sagði Jón. „Ég held að þetta óhapp nú sýni nauðsyn þess." Fýrir utan vinnuflokk Jóns vann stór ýta við það, undir brúnni, að breyta farvegi Múlakvfslar þannig að hægt væri að athafna sig undir brúnni. Sem fyrr segir var umferðin eftir þjóðvegi 1 ekki alveg stopp á þessum stað því tveir félagar úr björgunar- sveitinni Víkveija voru með stóran trukk við að feija fólksbíla fram og til baka yfir Múlakvísl. Mennimir tveir, þeir Jón Einarsson og Einar H. Ólafsson, sögðu að sveitin hefði keypt bílinn í vor til þess að geta flutt snjóbíl sinn milli staða. Einnig væri ætlunin að byggja hús yfír pall bílsins þannig að sveitin gæti flutt allan sinn búnað á honum. Þetta verkefni þeirra tveggja nú var ágætis búbót fyrir björgunarsveitina því þeir tóku 1.500 krónur fyrir hvem bíl sem þeir fluttu yfír. Það var engum erfiðleikum bundið fyrir trukkinn að gösla fram og aftur um Múlakvísl því lítið var í ánni og hún raunar jeppafær, skammt fyrir ofan brúna. Á meðan Morgunblaðsmenn stöldruðu þar við fór japanskur jeppi yfír á eigin vegum. Flutningabíl- stjóri sem 'sá það ætlaði að leika þann leik eftir en hann festi bíl sinn í sandinum skömmu eftir að hann ók bíl sínum út af þjóðveginum. Sat hann enn fastur er Morgunblaðs- menn yfirgáfu staðinn. Þeir bílar sem biðu við brúna voru hvaðanæva af landinu, þama mátti sjá U-númer, K-númer, R-númer og fjöldann af Z- og X-númemm. Einn þessara bílstjóra er Morgunblaðið Jón Valmundsson brúarsmiður. ræddi við var Tryggvi Ásmundsson úr Reylcjavík. Hann sagðist hafa beðið við brúna í rúma tvo tíma og vissi hann ekki að hún var lokuð fyrr en hann kom að henni. Hann var á leið austur í Landbrot þar sem hann ætlaði að renna fyrir sjóbirting í ánni Gren. Þessa ferð færi hann einu sinni á ári og hefði gert um nokkurt skeið. Aðspurður um hvort hann hygðist bíða lengi eftir að brú- in opnaði sagðist hann ætla að sjá til. Nokkrum mínútum síðar var bíll hans á leið austur yfir Múlakvísl á palli trukks þeirra félaga úr Víkveija. Trukkurinn frá björgunarsveitinni Víkverja ferjaði fólksbíla yfir Múlakvísl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.