Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna: Reagan krefst þess að notk- un efnavopna verði bönnuð Sameinuðu þjóðunum. Reuter. RONALD Reagan Bandarikja- forseti lagði á það rika áherslu í ræðu við setningu 43. Allsheij- arþings Sameinuðu þjóðanna á mánudag að samþykkt yrði al- gert bann við notkun efiiavopna í afvopnunarviðræðunum i Genf. Forsetinn sagði að meint notkun efiiavopna í striðinu milli írans og íraks bryti i bága við sið- ferðislegar og lagalegar skorður á notkun slíkra vopna sem dugað hefðu allt fi-á fyrri heimsstyij- öld. í desember i fyrra hófu Bandarikin framleiðslu á efiia- vopnum eftir 18 ára hlé. Aðstoðarmenn forsetans hðfðu boðað stefnumarkandi ræðu í utan- ríkismálum Bandaríkjanna en ræð- an einkenndist fremur af því að Mafían: Dómari skotinn til bana á Sikiley Róm. Reuter. ANTONINO Saetta, dómari frá Sikiley á Ítalíu sem dæma átti i máli 338 mafiumanna næsta vor, var skotinn til baná í umsátri á sunnudag. Saetta var i bíl, ásamt 35 ára gömlum þroskaheftum syni sínum, þegar vélbyssu- skothríð hófst. Morðið hefur valdið óhug á Ítalíu og virðist skjóta ítölskum dómurum skelk í bringu áður en umfangsmikil mafiuréttarhöld heQast. Saetta hafði réttað í nokkrum mafiumálaferlum og dæmt höfuð- paurinn Michele Greco í lífstíðar- fangelsi fyrir morð á rannsóknar- dómara. Reagan undirstrikaði sín helstu áhersluatriði í utanríkismálum. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkja- stjómar við geimvamaáætiunina og sagði Nicaragua vera eina dæmið um svæðisbundna deiiu þar sem ekki hefðu orðið framfarir að und- anfomu. Reagan sagði einnig að líkur væra á samkomulagi risaveld- anna um niðurskurð langdrægra kjamavopna á næsta ári. Helst kvað við nýjan tón í afstöð- unni til Sameinuðu þjóðanna. Reag- an sagði Sameinuðu þjóðimar hafa stuðlað að friði á mörgum átaka- svæðum í heiminum. „Þér, herra framkvæmdastjóri, hafið með festu, þolinmæði og viljastyrk í deilunni um Afganistan og varðandi Persa- flóa-stríðið sýnt hversu mikilvæg stoftiun yðar getur verið," sagði Reagan er hann beindi orðum sínum til Perez de Cuellars. Samskipti Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjómar hafa verið nokkuð stirð vegna skulda Banda- ríkjanna við stofnunina sem nema nú 700 milljónum Bandaríkjadala. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Reagan að brátt yrði greiddur hluti af þess- um skuldum. Reuter Skothríð í barnaskóla Ljósmyndari lögreglunnar kannar holu eftir byssukúlu á rúðu barnaskóla í Greenwood I Suður-Carolinu f Bandaríkjunum. Vopn- aður maður réðst mn f skólann á mánudag, hóf skothrfð og varð einum nemanda að bana. Átta nemendur og tveir kennarar særð- ust. sem tilgangur þess hafi verið að Ráðherra skot- inn á Sri Lanka Aðeins sólarhring síðar myrti mafían Mauro Rostagno, sem barist hefur gegn uppgangi mafíunnar. Mauro Rostagno, sem rak með- ferðarstofnun fyrir eiturlyfjasjúkl- inga á Sikiley, réðst gegn mafíunni í útvarpsútsendingu. Colombo. Reuter. RÁÐHERRA f ríkisstjóminni á Sri Lanka var skotinn til bana á mánudag og leikur grunur á, að skæruliði úr röðum kommúnista hafi verið þar að verki. Lionel Jayatilake, sem farið hefur með endurhæfíngar- og endurreisn- armál í ríkisstjóminni, var drepinn þegar maður nokkur, sem virtist vera einn síns liðs, skaut á bfl hans í borginni Kuliyapitiya. Telur lög- reglan líkiegt, að morðinginn sé félagi í svonefndri Frelsisfylkingu alþýðunnar en hún er sögð bera ábyrgð á rúmlega 400 morðum í fyrra. Er hún mjög andvíg friðar- samkomulagi, sem gert var við tamfla, og kallar það svik við sin- halesa, meirihlutaþjóðflokkinn á eynni. Morðið á Rostagno olli þó minna uppnámi á Ítalíu en morðið á Sa- etta, sem talið er bein ögran við ríkið. Þetta er í fyrsta sinn sem mafían myrðir starfandi dómara. Hins veg- ar hafa glæpasamtökin myrt fímm rannsóknardómara á síðasta ára- tug. ■ ■I ERLENT, Ekkja Allendes Hortensia Bussi, ekkja Salvadors Allendes, fyrrum forseta Chile, er myrtur var af byltingarmönnum Pinochets hershöfðingja árið 1973, kom fyrir skömmu til heimalands síns f fyrsta skipti í 15 ár. Á mánudag fór hún að gröf eiginmanns sfns og sést hér þurrka tár af hvörmum sér. Búrma: Stj órnarandstæð- ingar íhuga ft’amboð Bangkok. Reuter. Sósialistaflokkurinn i Búrma, sem sat að völdum f aldarQórðung, breytti um nafii á mánudag og kallast hann nú Þjóðeiningarflokkur- inn. Heimildir úr röðum stjómarandstæðinga sögðu að þeir sem fylkja sér um breytingar f Iýðræðisátt ætli í framboð í komandi kosn- ingum en Aung San Suu Kyi, nýútnefdur ritari Lýðræðisfylkingarinn- ar sem áður var Sameinaða lýðræðisfylkingin, sagði að ekki væri tímabært að binda það fastmælum enn sem komið er. Sameinaða lýðræðisfylkingin breytti nafni sínu í Lýðræðisfylking- una á þriðjudag í kjölfar þess að Sósíalistaflokkurinn breytti sínu Grænland: Fá leyfi til níóbín-leitar Nuuk. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morg- unbladsins. TVÖ fyrirtæki, kanadfskt og bandariskt, hafa fengið leyfi til að leita málmsins nióbín i ná- grenni við Sykurtoppinn f Vest- ur-Grænlandi. Er um að ræða fyrirtækin Hecla Minerals og Platinova Resources. Dansk-grænlenska auðlinda- nefndin gaf fyrirtækjunum leyfíð en formaður hennar er Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjómar- innar. Tekur leyfið aðeins til málm- leitar að sinni en f janúar nk. verð- ur ákveðið hvort fyrirtækin fá vinnsluleyfi. Á þá að vera búið að kanna áhrif slíkrar vinnslu á um- hverfíð. Málið snýst I raun um það, að við málmvinnslu á Grænlandi vill geislavirkt úran oft fylgja sem aukaafurð og stóra stjómmála- flokkamir, Siumut og Atassut, vilja ekki láta málmvinnsluna stranda á því. Vinstriflokkurinn Ataqatigiit vill aftur á móti banna alla starf- semi þar sem úran kemur við sögu. nafni í Þjóðeiningarflokkinn. Vestrænir stjómarerindrekar í Rangoon segja að stuðningsmenn Ne Wins, stofnanda Sósíalista- flokksins í Búrma, muni beijast til þrautar í kosningum sem herstjóm- in hefur lofað að halda innan þriggja mánuða, og ætli þeir sér valdastöð- ur í Búrma. Herinn í Búrma steypti, að því er virtist, ríkisstjóm sósíalista af stóli 18. september síðastliðinn. Stjómarerindrekar segja þó að að- gerðir hersins hafí aðeins miðast við að lægja ófriðaröldur í landinu. Völdin séu enn í höndum fyrrver- andi ríkisstjómar. Náinn samstarfsmaður Tins Oos, fyrrverandi vamarmálaráðherra, sagði að flokksmenn hans í Samein- uðu lýðræðisfylkingunni myndu inn- an tíðar hafa samband við kjömefnd herstjómarinnar og bjóða fram í öllum kjördæmum. í síðustu viku neituðu þrír kunnir stjómarandstæðingar að taka þátt í kosningunum. Þeirra á meðal var Aung San Suu Kyi, dóttir þjóðfrels- ishetjunnar Aungs Gyi. Hún hafnaði því að efnt væri til kosninga meðan fólk væri skotið á götum úti. Á mánudag var allt með kyrram kjöram á götum í Rangoon en að- faramótt sunnudags trafluðu stjómarandstæðingar útsendingar ríkissútvarpsins í Rangoon. Heim- ildir herma að svo virðist sem þeir hafí notað lítinn sendi og sent út á sömu bylgjulengd og ríkissútvarpið. Verið var að endurútvarpa ávarpi Saws Maungs, hins nýja leiðtoga herstjómarinnar, þegar hrópað var: „Þetta er allt lygi". í ávarpi sínu sagði Saw Maung að herinn hefði ekki sóst eftir völdum og að efnt yrði til kosninga innan tíðar þar sem margir flokkar yrðu I framboði. A-vítamínskortur veld- ur blindu hjá börnum Genf. Reuter. Heilbrigðismálastofiiun Sameinuðu þjóðanna, WHO, áætlar að um 200 miHjónir barna víðs vegar um heiminn eigi á hættu að missa sjónina og deyja af völdum A-vítamínsskorts. Heilbrigðismálastofnunin vill að þegar verði hafist handa um að útvega bömum í 37 löndum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku vítamín. Orsakir sjúkdómsins, sem þekktur er undir nafninu xeroph- thalmia eða „þurr augu", má rekja til óheilsusamlegs mataræðis og smitsjúkdóma, einkum mislinga. Böm undir sex ára aldri era við- kvæmust fyrir sjúkdóminum. Heilbrigðismálastofnunin telur að 500.000 böm missi sjónina á ári hveiju vegna A-vítamínsskorts og að tveir þriðju hlutar þeirra deyi fáeinum vikum eftir að blinda sækir að þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.