Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 JOHN YORK Synti yfir Ermasundið á tæpum níu tímum John York, sem er 27 ára gam- all, afrekaði í síðustu viku að synda yfír Ermasundið á 8 tímum og 52 mínútum. Er það þriðji besti tíminn í ár en metið, við ágætar aðstæður, er um 8 tímar. Vega- lengdin yfír sundið er um 35 kíló- metrar þar sem synt er, en þurfti John að synda yfír 40 kílómetra vegalengd vegna ýmissa hindrana á Ieiðinni. Um síðustu helgi voru stödd hér á landi, sundmaðurinn John York og þjálfari hans Sigurrós Guð- mundsson, bæði búsett í Kalí- fomíu, í Bandaríkjunum. Sigurrós Guðmundsson, sem er alíslensk, hefur ekki komið hingað til lands eftir að hún flutti með fjölskyldu sinni vestur um haf þegar hún var fímm ára gömul. Hún er þekkt í Bandaríkjunum sem þjálfari og íþróttakona og í 23 ár hefur hún þjálfað sund, meðal annars var hún þjálfari keppnisliðsins Viejo, í Kalífomíu. „Fólk í fréttum" hitti þau að máli og byijaði á því að spyrja Sigurrós hvort hún vissi hversu margir hafa náð að synda yfir Ermasundið? „Yfír 4000 manns hafa reynt við þetta sund en aðeins tæplega 400 hafa komist alla leið. Eins og allir vita eru ýmsar hættur því samfara að synda langar vegalengdir í köldum sjó og þurfa sundmennim- ir að vera í gífurlega góðri æfíngu og hafa góða heilsu, enda eru þeir undir eftirliti lækna fyrir sundið. Þeir sem em undir þrítugu fara í John York og Sigurrós Guðmundsson. almenna læknisskoðun en eldri sundmenn þurfa að fara í öllu nákvæmari skoðun og meðal ann- ars í röntgenmyndatökur" segir Sigurrós. —En hvemig voru skilyrðin fyr- ir sundið? „John tók beina stefnu frá Englandi til Frakklands. Ekki vom vindar og veður honum hag- stæð í byijun, fyrstu fjóra tímana var talsverður öldugangur í 15 stiga köldum sjó, og fjölmörg skip á leiðinni sem þurfti að sveigja fram hjá og lengdi það leiðina mjög. En við vomm mjög heppin seinni hluta sundsins." Morgunblaðið/RAX Einar Guðjónsson stendur hér við gamaldags afgreiðsluborðið, en auk kaffisopans er ýmislegt meðlæti á boðstólum. REYKJAVÍK Eina „bókakaffið“ sinnar tegnndar ÆT I hjarta borgarinnar, við Garðastræti, er að fínna " svokallað „bókakaffí". Þetta er lítil blaða- og bóka- verslun sem selur dagblöð og ýmis fréttatímarit frá helstu jaðarsvæðum Evrópu og frá Bandaríkjunum. Á veggjum hanga myndir eftir ýmsa listamenn íslenska, og oft á tíðum mæta þangað tónlistarmenn og spila fyrir frétta- og kaffíþyrsta. Þetta bókakaffí hefur verið starfrækt í tæpt ár, og er Einar Guðjónsson „forstjóri" þessa reksturs, og dreifingaraðili fjölmargra heimsblaða. Blöðin koma flest samdægurs, og em á svipuðu verði og íslensk dagblöð. Ýmis fagtímarit, til að nefna um tískuhönn- un, ljósmyndun og arkitektúr, er hægt að kaupa eða fá lánuð, og einnig er hægt að panta þar Ijóðabækur eftir „neðanjarðarskáldin" íslensku. „Okkur langaði til þess að hleypa lífí í götuna, og hef ég enga sérstaka fyrirmynd að þessari starfs- semi“ segir Einar Guðjónsson í samtali við „Fólk í fréttum". „Við sinnum sérþörfum ólíkra hópa og hing- að slæðist daglega allskonar fólk til þess að kaupa heimspressuna og koma til dæmis Finnar, Pólveijar, ítalir eða Spánveijar og kíkja í sín blöð“. Það var nóg að gera hjá fulltrúum heimspressunn- ar, og var verið að setja upp sýningu á málverkum Margrétar Lóu, sem betur er þekkt fyrir ljóðagerð. Nokkrir viðskiptavinir komu inn úr kuldanum og skun- duðu út aftur með glæný blöð undir arminum, aðrir sátu sem fastast, grúfðu sig yfír prentaðan pappírinn og dmkku í sig heimsfréttir með ilmandi kaffínu. —Hver var þáttur þíns sem þjálfara meðan hann synti? „Ég 'gaf honum merki þegar hann átti að drekka sykurvatn, en sjálf var ég á bát við hlið Johns, ásamt vin- um hans, og sendum við honum hvatningarorð skrifuð á stómm borða. Eins og gefur að skilja þarf að fylgjast vel með sundinu, enda er alltaf hætta á því að sund- maður verði sjóveikur eða missi meðvitund mjög snögglega, og það hefur komið fyrir að menn hafí dáið á sundi, jafnvel þó að fylgst sé með þeim.“ —Eni hve lengi hefur hún þjálfað John? Ég hef þjálfað hann frá því að hann var níu ára gamall, og tíu ára fór hann fyrst að sýna áhuga á að synda í sjó. Það var aldrei vafí á því að hann væri betri í sjó en sundlaug og hann er bestur í löngum vegalengdum. Hann er vel byggður, og er alger „náttúmtalent" —John, hefur þú synt lengri vegalengd í einu en þessa 40 kíló- metra? „Já, lengsta vegalengd sem ég hef áður synt var yfír sund við Catalena eyju í Kalífomíu árið 1979, og fram og til baka var vegalengdin um 80 kílómetrar, en . við mun betri aðstæður en núna. Enda er veður ekki eins óútreikn- anlegt þar og við Englandsstrend- ur.“ —Hversu ströng var æfíngin fyrir þetta sundafrek? „Ja, frá þrettán ára aldri hefur mig dreymt um að synda yfír Ermasundið. FYrir ári síðan hóf ég að æfa fjóra tíma daglega með það að eiginlegu markmiði að synda yfír Ermasund- ið.“ Morgunblaðið/Bjarni —En John, hvemig leið þér þennan óratíma niðri í köldu vatn- inu, varstu aldrei að því kominn að gefast upp? „Ég óskaði auðvit- að öldunum veg allrar veraldar en það hvarflaði aldrei að mér að hætta við. Þetta var draumur sem ég hafði einsett mér að láta ræt- ast, mér varð að takast það. Ég hefði ekkert getað án góðrar þjálf- unar, en 90% styrksins er máttur viljans, held ég“. —Og þegar þú svo náðir strönd Frakklands, fæ ég að vita hvað þú varst að hugsa þá? „Já, mér fannst þetta stórkostlegt. Þetta var mikill sigur. Ég synti ekki aðeins fyrir mig, heldur einnig móður mína sem lést á þessu ári. Hún hafði alla tíð hvatt mig og gefíð mér þann stuðning sem ég þurfti. Ég hugsaði um hana“. —En hvað er næst, hefurðu kannski þegar sett þér annað markmið? „Já, jafnvel. Okkur hefur dottið í hug að ég synti Ermasundið aft- ur, og þá fram og til baka. Kannski læt ég verða af því á næsta ári.“ —Hvað vilt þú segja um það Sigurrós. Getur hann það? „Já ég held að hann geti það, hann hefur ótrúlegan viljastyrk ef hann setur sér markmið. Hinsvegar er það mitt að halda honum í góðri þjálf- un, öðruvísi syndir hann ekki. langt! Með þessum orðum þjálfarans kveðjumst við. En hver veit nema þau sæki landið okkar heim að ári, eftir að hafa glímt við Erma- sundið að nýju. Þetta galvaska íþróttafólk fer að minnsta kosti líklegt til enn stærri afreka. COSPER ■ ■ ■ B | n ■ ■ ™sa OPIB IOQI3 COSPER —Kastaðu niður lyklinum. IVIk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.