Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Reuter Bílasýning íParís Rennireiðín sem sýningarg-estirnir tveir virða nnni í París. Á sýningnnni verða yfir þúsund fyrir sér er Peugout Oxia sem er á bílasýning- bifreiðar af mörgum gerðum. Sjónvarpseinvígi í Bandaríkjunum: Pravda segir Duk- akis hafa haft betur Moskvu. Reuter. MÁLGAGN sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, sagði í gær að Michael Dukakis, forsetafirambjóðandi demókrata, hefði haft bet- ur í sjónvarpseinvígi hans og George Bush, frambjóðenda repúblik- ana, á sunnudag. Blaðið sagði efhahagsástandið í Bandaríkjunum hafa verið aðalmál einvígisins og Dukakis hefði hamrað á Qárlaga- hallanum, milljónum heimilislausra á götum stórborganna og nið- urskurði á skólastyrkjum til fátækra. Blaðið sagði Bush hafa snúist til vamar með því að benda á árangur Reagan-stjómarinnar í utanríkismálum, þ.á m. bætt sam- skipti við Sovétríkin. Pravda gagn- rýndi Dukakis varfæmislega fyrir að hafa hætt skilyrðislausri and- stöðu sinni við geimvamaáætlun stjómarinnar en hann mælir nú með frekari rannsóknum á þessu sviði. í blaðinu sagði að flestir áhorf- endur hefðu litið svo á að hvomg- ur frambjóðenda hefði unnið af- gerandí sigur í einvíginu. Danmörk: Baríst gegn menguninni frá ónýtum rafhlöðum KaupmannahS&i. Frá Grími Friðgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÁ hluti baráttunnar gegn mengun í Kaupmannaliöfn og reyndar víðar í Danmörku, sem felst í að safna notuðum rafhlöðum, geng- ur vel en sem kunnugt er stórspillir úrgangur ónýtra rafhlaða jarðvegi. Er söfiiuninni sljórnað frá úrgangsvinnslumiðstöð á Amager og mengunarráði Kaupmannahafiiar og hafa viðbrögð almennings verið tU fyrirmyndar. * Israel: Steftia að því að særa fleiri Palestínumenn Beit El. Reuter. Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, sagði á blaða- mannafundi á þriðjudag að ísra- elski herinn myndi særa fleiri Palestínumenn en áður f því skyni að bæla niður nfu mánuða gamla uppreisn þeirra á her- numdu svæðunum. Rabin sagði að hver sá sem stað- inn yrði að ofbeldisaðgerðum ætti á hættu að særast. „Markmið okkar er að særa fleiri uppreisnarmenn sem grípa til of- beldis en ekki að drepa þá,“ sagði hann á blaðamannfundi í bæki- stöðvum ísraela á Vesturbakkanum í gær. Hann sagði að háar tölur yfir særða sýndu að ísraelskir her- menn væru samviskusamir í starfi. í síðasta mánuði aflétti Rabin banni við notkun skotvopna sem gerir hermönnum kleift að slqóta banvænum gúmmíkúlum á palestín- ska uppreisnarmenn. Rabin vísaði á bug mótmælum Sameinuðu þjóðanna vegna mikils fjölda særðra unglinga og bama og sagðist ekki hafa áhyggjur af fjöldanum svo fremi sem þau hefðu staðið fyrir eða tekið þátt í ofbeldis- aðgerðum. Rabin viðurkenndi að notkun gúmmíkúlna hefði enn ekki komið í veg fyrir róstur á hemumdu svæð- unum, sem hefur verið yfirlýst markmið hans. Hann sagði að Pal- estínumenn myndu að endingu læra að særðum myndi fjölga linnti óeirð- unum ekki. Á fyrri hluta ársins hafa safn- ast 23,5 tonn en allt árið í fyrra komu inn aðeins um 9,5 tonn. Hófst söfnunin í Kaupmannahöfn í apríl 1987 og síðan hafa æ fleiri sveitarfélög tekið þátt í henni og ekki síst skólamir. Nú á að efla söfnunina enn frekar og verður verslunum, stofnunum og vinnu- stöðum veittur styrkur fyrir send- ingarkostnaði raflilaðanna. Annar kostnaður við söfnunina hefur ver- ið greiddur og verður það áfram. I framhaldi af þessu athyglis- verða máli má segja frá því, að ótrúlegum árangri hefur verið náð ERLENT víða um Danmörku í sorpeyðingar- málum og í endurvinnslu af ýmsu tagi. í hveiju iðnaðar- og íbúðar- hverfi hefur verið komið fyrir að minnsta kosti tvenns konar gám- um, annars vegar fyrir pappírsúr- gang til endurvinnslu og hins veg- ar fyrir flöskur og annað gler, sem ekki er hægt að endurselja, einnig til endurvinnslu. Þriðju gámateg- undina má sjá víða en þeir eru fyrir málma og skylda hluti. í hinar hefðbundnu mslatunnur fer nær eingöngu brennanlegur úrgangur. Ríki og sveitarfélög reka mikinn áróður fyrir því í Qölmiðlum, að almenningur noti gámana á réttan hátt. Framtakið skilar árangri, því fjölmargar borgir og sveitarfélög hafa þegar sparað stórfé með ódýrari sorphirðu og minni vinnu í sorpeyðingarstöðvum og við urð- un úrgangsins. Reuter Palestínumenn kasta steinum í þorpinu Jaber Mukaber nálægt Jerú- salem. Palestínumaður var skotinn til bana í þorpinu í gær. Nýr forsætisráðherra í Póllandi: „Gamla reftium“ ætlað að kljást við Samstöðu Líbanon: Israelar gera loftárás á bækistöðvar skæruliða Jerusalem. Reuter. ÍSRAELSHER gerði loftárásir á bækistöðvar palestínskra skæruliða í Suður-Líbanon í gær. Ekki er vitað um mannfall en sjónarvottar sögðu að svartir reykbólstrar umlyktu þorpið Louwaizeh, sem Hizbollah- hreyfingin hefur á sínu valdi. Þetta er sautjánda loftárás ísra- ela á Líbanon á þessu ári og sú ijórða á Suður-Líbanon í septem- ber. ísraelskt herlið gerði áhlaup á þorpið Louwaizeh 25. maí síðast- liðinn og felldu að minnsta kosti 20 liðsmenn Hizbollah-hreyfingar- innar. Liðsmenn Hizbollah og palestín- skir skæruliðar gera oft árásir á 10 km. breitt öryggissvæði við Suður-Líbanon, sem ísraelsmenn komu upp árið 1985 til að veija landamæri sín í norðri. Varsjá. Reuter. MIECZYSLAW Rakowski, sem var útnefhdur forsætisráð- herra Póllands í gær að tillögu miðstjómar pólska kommúni- staflokksins, er harðsnúinn áróðursmeistari. Snilli hans í að lifa af hvera pólitiska brotsjóinn á fætur öðrum hefur áunnið honum viðurnefnið „gamli refurinn". Ferill Rakowskis hófst árið 1949 þegar hann hóf störf hjá miðstjóm pólska kommúnista- flokksins, 23 ára að aldri. Hann er einn af fáum embættismönnum og pólitíkusum sem lifað hafa af brottvikningu stalfnískra leiðtoga á sjötta áratugnum, og flokksleið- toganna Wladyslaws Gomulkas, árið 1970, og Edwards Giereks, tíu árum síðar. Rakowski þótti nokkuð ftjáls- lyndur þegar hann ritstýrði viku- riti kommúnistaflokksins, Polityka, á árunum 1958-82. Sú ímynd fölnaði nokkuð þegar Rakowski sá um samningavið- ræður við Samstöðu fyrir hönd stjómvalda áður en verkalýðs- samtökin voru bönnuð með her- lögum í desember árið 1981. Verkalýðsleiðtogar segja að han hafi aldrei farið dult með andúð sína á Samstöðu og Lech Walesa, leiðtoga hennar. Fræg er ræða sem Rakowski hélt í Lenín-skip- asmíðastöðinni í Gdansk árið 1983 þar sem hann sakaði Walesa um að halda að Samstaða væri mið- punktur alheimsins. Rakowksi hefur undanfarinn áratug verið einn nánasti ráðgjafí Jaruzelskis, herforingja og aðal- ritara kommúnistaflokksins. Áhrif hans virtust minnka nokkuð árið 1985 þegar hann lét af emb- ætti aðstoðarforsætisráðherra og var gerður að varaforseta þings- ins; í desember í fyrra skaut honum aftur upp á stjömuhimininn er hann fékk sæti í Stjómmálaráðinu þar sem 15 valdamestu menn landsins sitja. í júní á þessu ári var hann gerður að ritara mið- stjómarinnar með áróðursmál á sinni könnu. Rakowski er mæltur á rússn- esku, ensku og þýsku og segist una sér best við siglingar og veiði- mennsku. Hann er tvígiftur og sonur hans af fyrra hjónabandi hefur flust vestur fyrir jámtjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.