Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 45 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS il'/itll F eigðarós vímunnar Yelvakandi góður. Ég er með fyrir framan mig tæplega 12 ára gamalt Morgun- blað. A þrem síðum er sagt frá fjöl- mennri ráðstefnu sem Samband Sjálfstæðiskvenna og Hvöt héldu í október 1976. Fyrirsögn þessarar greinar er: „Þjóðfélagsvandamál sem leiðir böl yfír þúsunda íslenskra heimila". A þessa ráðstefnu voru mættir Jjölmargir góðir og gegnir borgarar þessa lands, menn sem láta sig varða vandamál þjóðlífsins og vilja ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Ráðstefna þessi var um áfengis- og fíkniefnamál. Þessir hringdu . . Sigurlaug Bjamadóttir var þá formaður Landssambandsins. Hún var ekki myrk í máli og talaði um afengið sem skaðvald á heimiiun- um. Fimm framsöguerindi voru flutt. Jóhannes Bergsveinsson læknir var ekki í vafa um að áfeng- ið væri mest misnotaði vimugjafínn. Hann sagði áfengisneyslu iðulega leiða til mikils heilsu- og eignatjóns og kom með ótal dæmi máli sínu til stuðnings. Ingibjörg Benediktsdóttir fulltrúi í sakadómi skýrði þágildandi áfeng- islög og taldi að hækka bæri sektir við áfengislagabrotum. Sagði hún það umhugsunarvert hversu mikið væri um ölvun við akstur í Reykjavík og það ógnaði borgurun- um. Þáttur ölvunar í innbrotum og líkamsárásum væri í vexti. Haukur Kristjánsson yfírlæknir slysadeildar sagði það vera ugg- vænlega þróun, hvað konum hefðu fjölgað áberandi mikið meðal hins svokallaða útigangsfólks og hann ræddi einnig um áfengisneysluna sem tískufyrirbrigði. Þetta allt er þeim áhyggjuefni sem þurfa að fást við hjálp og lækningar. Ásgeir Guðmundsson skólastjóri ræddi um skemmtanalífíð og áfeng- ið í því sambandi og hvemig hægt væri að beina þeirri þróun í heil- brigðara horf. Halldór Gröndal sóknarprestur Grensássóknar var heldur ekki í vafa um að áfengis- vandinn væri erfíðasti þáttur prest- starfsins og þama væri kirlq'unni mikill vandi á höndum. Um þetta allt urðu svo miklar umræður sem íjöldi fólks tók þátt í og fór allur dagurinn í þessa ráð- stefnu. Voru allir sammála um að brýna nauðsyn bæri tii að draga úr vandanum sem af vímunni leiddi. Neysla áfengis gerði þjóðfélagið helsjúkt og í kjölfar neyslunnar sigldu allskonar glæpir og vand- ræði. „Við þurfum heilbrigt þjóð- félag“ var tónninn í umræðunum. Síðan þessi ráðstefna var haldin hefur ástandið ekki batnað því nú bætist bjórinn við. Er ekki mál fyr- ir Landssambandið og Hvöt að efna til annarrar ráðstefnu um þessi mál og fá Kvenfélagasambandið og öll góð félög í landinu til að taka alvar- lega til hendinni? Ekkert má spara til að bjarga þeim mannslífum sem nú velkjast í feigðarósi vímunnar. Árni Helgason DULUX FRÁ OSRAM — Ljóslifandi orku- sparnaður. - 80% lægri lýsingar- kostnaður miðað við glóperu. S 5 W 1 = 250 Im = 25 W / 7 W = 400 Im = 40 W \ 9 W li ■= 600 Im — 60 W 11 W = 900 Im = 75 W Fimmföld ending ó við venjulega peru. Þjónusta í öllum helstu raftækja- verslunum og kaupfélögum. OSRAM DULUK 7» Í Í tf Heildsölubirgðir: JÓHANN ÓLAFSSON & CO.HF. 43 Sundaborg 13 - 104Reykjavík-Sími 688 588 Lyklakippa týndist Gróa hringdi: „Fyrir skömmu var ég stödd í versluninni Útilíf í Glæsibæ og gleymdi lyklakippunni minni á búðarborðinu þar. Líklega hefur einhver viðskiptavinur tekið hana í misgripum. Á lyklakippunni er upptakari, 1 bfllykill, 2 húslyklar og 1 póst- kassalykill. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 76250 kl. 10-18. Fyrirspurn til stjórnanda þáttarins Ugluspegils Jóhann Guðmundsson hringdi: „Sunnudaginn 25. septem- ber var þátturinn Ugluspegill á dagskrá Ríkissjónvarpsins. í lok þáttarins birtist á skjánum, merki eða teikning af þríhym- ingi og regnboga. Ég vil koma á framfæri fyrirspum til stjóm- anda þáttarins um þetta merki. Mér þætti fróðlegt að fá vit- neskju um hvað þetta merki táknar, hvort einhver félaga- samtök eigi þetta merki og ef svo er, hvaða félagasamtök það eru." Hulstur af myndavél í óskilum Guðrún hringdi: „Þann 3. september fannst hulstur af Minolta-myndavél við Skógarfoss í Rangárvalla- sýslu. Eigandi getur hringt í síma 98-78842.“ Ullarkápa tapaðist Fátæk námsnianneskja hringdi: „Föstudagskvöldið 23. sept- ember var kápan mín tekin í misgripum á veitingahúsinu Gauk á Stöng. Kápan er svört úr ullarefni og er eina skjólflík- in sem ég á fyrir veturinn. Ég hef ástæðu til að ætla að það hafí verið karlmaður sem tók kápuna í misgripum en það er þó ekki ömggt. Þetta sama kvöld var grár frakki skilinn eftir á Gauknum og hef ég hann í fórum mínum og vona að eigandi hans gefí sig fram. Sá sem veit hvar kápan mín er niður komin er vinsamlegast beðinn að hringja f síma 13123.“ Sýndá öllum sýningum Nýjasta mynd leikstjórans John Hughes (Pretty in Pink, Ferris Buellers Day off, Planes, Trains and Automobiles) Frábær gamanmynd um erfiðleika lífsins HÁSKÚLABÍÓ SÍMI 22140 vrjytttiiMaftifo Metsölublað á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.