Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 „Nauðsynlegt að veita Al- þýðuflokknum ráðningu“ - sagði Halldór Blöndal á fundi Sjálfstæðisfélaganna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri héldu fund um verkalýðs- og þjóðmál föstudagfinn 23. september. Framsögumenn á fundinum voru Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Halldór Blöndal, alþingismaður. Fundarstjóri var Bárður Halldórsson. Halldór sagði meðal annars, að ekki þyrfti að vera mikið bil á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, en ef af samstarfl flokkanna ætti að verða þyrfti veita Alþýðuflokknum ráðn- ingu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Halldór Blöndal og Magnús L. Sveinsson voru framsögumenn á flmdi Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri síðastliðinn föstudag. Magnús L. Sveinsson sagðist í upphafí máls síns fagna því að fá tækifæri til að heyra sjónarmið landsbyggðarmanna um hina hröðu atburðarás stjómmálanna að und- anfömu. Hann gerði að umtalsefni þing Alþýðusambands Íslands en Qallaði síðan um niðurfærsluleiðina svokölluðu og afleiðingar hennar fyrir láglaunafólk. Hann lagði eink- um áherslu á, að ef tillagan um 9% lækkun launa hefði orðið að veru- leika, hefði verið vegið að þeim gmndvallarréttindum launafólks að semja um kaup og kjör. Hann benti á, að lækkun launataxta hefði kom- ið verst niður á þeim lægst laun- uðu, sem ekki nytu yfirborgana og þá einkum konum. Magnús gagnrýndi ýmis önnur atriði í niðurfærslutillögunum, svo sem afnám samningsréttar fram i júlí á næsta ári, lækkun elli- og örorkulífeyris og lækkun á per- sónufrádrætti, sem hann sagði að hefði í för með sér skattahækkun fyrir láglaunafólk. „Það er athyglis- vert,“ sagði Magnús, „að framsókn- armenn og kratar vildu kokgleypa þessar tillögur og leiða þær í lög, en sjálfstæðismenn einir töldu þörf á viðræðum við verkalýðshreyfíng- una um niðurfærsluna." Halldór Blöndal alþingismaður HAUSTÞING BKNE og fræðslu- skrifstofú Norðurlands eystra fer fram í Stóru-Tjarnaskóla á fímmtudag og föstudag, 29. og 30. september. Þingið hefst með ávarpi fræðslustjóra, Sigurðar Hallmarssonar, klukkan 10.00 á morgun. Því næst kynna starfs- menn Skólaþróunardeildar aðaln- ámskrá grunnskóla. Eftir hádegi verður þátttakendum skipt í hópa eftir námsgreinum og ræða þeir markmið og áhersluatriði og áherslubreytingar í hverri náms- grein. Aðalfundur BKNE hefst kl. 17.30 á morgun og verður Svan- hildur Kaaber formaður KÍ gestur tók næstur til máls. Hann ræddi í upphafí um samskipti Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Hann benti á, að flokkamir ættu samleið í ýmsum málum og að á síðasta ári hefði Jón Baldvin Hannibalsson lagt mikla áherslu á samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn og nauðsjm þess að flokkamir tveir „mokuðu framsókn- arfjósið". Halldór rakti síðan hvemig sam- skipti flokkanna hefðu þróast frá því deilur urðu um sölu Útvegs- bankans fyrir ári síðan. Hann sagði að Alþýðuflokkurinn hefði reglu- lega horfíð til íjalla, lent þar í trölla- höndum d'ramsóknarmanna og fjar- lægst sjálfstæðismenn. Að undan- fömu hefðu þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Her- mannsson svo snúist gegn öllum hugmyndum Þorsteins Pálssonar um lausn efnahagsvandans ogjafn- framt kennt sjálfstæðismönnum um allt sem miður hefði farið. Einnig fjallaði Halldór um tillög- ur sjálfstæðismanna í efnahagsmál- um, sem hann sagði að hefðu bætt stöðu útflutningsatvinnuveganna en um leið komið til móts við hina verst settu með því að lækka matar- skattinn. Hann sagðist undrandi á viðbrögðum Jóns Baldvins við þeim tillögum og óþolinmæðinni, sem fundarins. Stjóm BKNE hyggst leggja fram breytingartillögu við 10. grein Iaga BKNE. Þar segir að aðal- fund bandalagsins skuli halda ár hvert á tímabilinu frá 20. september til 15. október, en breytingartillagan hljóðar upp á tímabilið frá 1. septem- ber til 15. október. Á föstudaginn stendur Náms- gagnastofnun fyrir sýningu á nýjum og nýlegum námsbókum og náms- gögnum auk þess sem fræðslufundir og fyrirlestrar standa yfír allan dag- inn. Gert er ráð fyrir að fræðslufund- imir standi til kl. 17.00 og fundur Félags skólastjóra og yfírkennara á Norðurlandi eystra hefst kl. 16.00. hefði valdið því að þeim var hafnað áður en þær voru ræddar í ríkis- stjóminni. Að lokum ræddi Halldór um til- raun Steingríms Hermannssonar til myndunar meirihlutastjómar og benti á ósamræmi í yfirlýsingum þeirra aðila er að stjómarmyndun- inni stæðu. Hann sagðist telja, að ekki þyrfti að vera mikið bil á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, en Alþýðuflokkurinn yrði þá að halda í borgaralega stefnu sína. Hann sagði, að ef flokkamir ættu að geta unnið saman yrði Alþýðu- flokkurinn nú að fá ráðningu fyrir hegðun sína allt frá 1978. Alþýðu- flokkurinn þyrfti að minnka og Sjálfstæðisflokkurinn að stækka. Halldór ræddi að lokum um ómak- legar árásir á Þorstein Pálsson og sagðist treysta honum til að lyfta Sjálfstæðisflokknum til öndvegis í íslenskum stjómmálum. Þegar framsögumenn höfðu lokið máli sínu ræddi Bárður Halldórsson stutttega um stjómmálaástandið. í Dalvík. Rysjótt tíðarfar og mikil úr- koma hefur að undanförnu verið á Dalvík. Nú um helgina gránaði í rót og var slydduél alla helgina. Hefúr þetta tíðarfar tafið ýmsar verklegar framkvæmdir en mikið er að gera hjá smiðum um þessar mundir. Hafin var smíði á 22 íbúðum á staðnum nú í sumar og keppast smiðir nú við að loka húsunum. Nokkuð er enn í land með að það takist og vonandi er vetur konungur ekki sestur að því mikill hörgull er máli sínu vék hann að ráðgjafar- nefnd ríkisstjómarinnar — for- stjóranefndinni svokölluðu — og sagði skipun hennar mistök. Bárður kvaðst trúa á hinn fijálsa markað en óttast óhefta vexti. Hann ræddi um stjómarmyndunartilraun vinstri flokkanna og spáði slæmu sam- komulagi þeirra í milli. Hann sagð- ist að lokum vona, að ftjálslynd, borgaraleg öfl í landinu sameinuð- ust og næðu á ný 40 til 50% kjör- fylgi- Síðastur tók til máls Haraldur á íbúðarhúsnæði á staðnum. Verklegar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins hafa gengið vel nú í sumar og er búið að ljúka flestu því sem ráðgert var að gera. Nokkuð hefur verið unnið í gatnagerð, bæði gerð nýrra gatna svo og malbikun gatna og gangstétta. Nú í haust er ráðgert að skipta um jarðveg í Báru- götu og vonir standa til að hægt verði að malbika hana á næsta ári. Þá á eftir að leggja veg að nýju hesthúsahverfí og mun það verða gert nú í haust. Áætlað er að á næstu tveimur árum flytji hestamenn Sveinbjömsson. Hann sagðist að sumu leyti sakna ríkisstjómar Þor- steins Pálssonar. í ræðu hans kom fram sú skoðun, að matarskatturinn hefði haft miklu þýðingu, því nauð- synlegt hefði verið að samræma álagningu. Hann taldi gengisfell- ingu ekki heppilega leið til að bæta stöðu útflutningsatvinnuveganna og sagði að hún leiddi til sama órétt- lætisins og niðurfærsluleiðin. Har- aldur sagði verðbólguna vera höfuð- vanda þjóðarinnar og í skjóli hennar hefði launum verið haldið niðri. með hesthús sín í þetta hverfi en byggðin er farin að þrengja mjög að þeim inni í þorpinu. Nýja hesthúsa- hverfið verður í landi Hrísa skammt austan við bæinn. Kartöfluuppskera var mjög góð en fáir stórir ræktendur eru á staðn- um. Margir eru þó sem gera það sér bæði til gamans og búdrýginda að rækta kartöflur. Mikil beijaspretta var í haust og lögðu margir leið sína í beijamó og sópuðu upp tugum lítra af beijum einkum aðalblábeijum og krækibeijum. Haustþing BKNE að Stóru-Tjarnaskóla Dalvík: Framkvæmdum að mestu lokið þrátt fyrir rysjótt tíðarfar Fréttaritari Tungurétt í Svarfaðardal: Sannkölluð réttarstemmn- ing þrátt fyrir fátt fé Dalvík. NÝVERSLUIM Hef m.a. nýjan fisk, kjöt, brauð, mjólkurvörur, gos, tóbak, sælgæti og m.fl. Opið 9-12 v/Bugðusíðu á móti Bjargi. Opið 13-22 v/Hlíðarlund og um helgar frá kl. 14-22. Kjörbfll Skutuls, s. 985-28058. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Þótt fátt fé sé orðið í réttum Svarfdæla er ætíð margt þar um manninn. SLÁTRUN lýá Sláturhúsi Kaup- félags Eyfirðinga á Dalvfk er haf- in. Göngur og réttir eru afstaðnar í Svarfaðardal, Dalvik og á Ár- skógsströnd en þær voru viku fyrr nú í ár í Svarfaðardal og á Ár- skógsströnd en undanfarin ár. í Tungurétt, sem er aðalrétt Svarf- dælinga, ríkti sannkölluð réttar- stemmning þrátt fyrir fátt fé. Töldu menn að aðeins hefði verið um 8. hluti þess fjölda Qár sem þar hefði verið fyrir 1980. Alls mun um 7.600 dilkum verða slátrað í haust hjá sláturhúsinu. Er þetta veruleg fækkun frá síðasta ári en þá var um 10.000 dilkum slátrað hjá húsinu. Vegna manneklu er ekki hægt að starfrækja húsið með fullum afköstum en mikil atvinna er á Dalvík og erfitt að fá fólk til svo tímabund- inna starfa eins og í sláturhúsið. Því er gert ráð fyrir að slátrun taki lengri tíma en ella. Að öllum líkindum verður þetta í síðasta sinn sem sauðfjárslátrun fer fram hjá Sláturhúsi Kaupfélags Ey- firðinga á Dalvík því í tillögum land- búnaðarráðuneytisins er gert ráð fyrir verulegri fækkun sláturhúsa og að Svarfdælir sendi fé sitt til slátrun- ar á Akureyri í framtíðinni. Óljóst er hvort réttað verður á Tungurétt á næstu árum því fyrir- hugað er að skera niður allt fé í sveit- inni nú í haust vegna riðuveiki sem heijað hefur á sauðfjárstofn Svarf- dælinga. Margir munu sakna réttar- stemmningar á Tungurétt á næsta hausti ef svo fer. Heimamenn og burtfluttir Svarfdælingar eru þó ákveðnir í því að láta fjárleysi ekki aftra sér frá því að mæta í réttim- ar, kætast þar með sveitungum sínum, glingra við stút og enda dag- inn að sjálfsögðu á hefðbundnu rétt- arballi í „Höfða" í Svarfaðardal. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.