Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 35 Stykkishólmur: Tilumræðu að auka hlutafé hótelsins Stykkishólmi. NÝLEGA var haidinn í Stykkis- hólmi aðalfundur Hótelfélagsins Þórs hf., en það félag rekur hótelið í Stykkishólmi. A fundin- um kom m.a. tíl tals að auka hlutafé félagsins tíl að bæta lausafjárstöðu fyrirtækisins. Breytingar hafa verið gerðar bæði á húsnæði og í rekstri en unnið er að hagræða rekstri sem mest og ýmsar nýjungar hafa ver- ið teknar upp til að fá dvalargesti og hefir það borið árangur. Hótel- gestir voru í vaxandi mæli erlendir Morgunblaðið/Ámi Helgason Sigurður Skúli Bárðarson, hótel- stjóri í Stykkishólmi í skrifstofu sinni. og þrátt fyrir mjög erfiða tíð á þessu sumri, þar sem má telja að ágústmánuður einn hafi verið ágætur, var nýting herbergja mjög sæmileg og oft góð. Ráðstefnum hér hefur fjölgað. Rekstrartekjur voru um 40 millj- ónir en rekstrargjöld um 42 millj. Þá voru afskiftir um 5 millj. Efna- hagsreikningurinn var upp á 82 millj. Skammtímaskuldir um 10 millj. og langtímalán um 8 milljón- ir. Þá var mjög rætt um félags- heimilið en það er rekið í tengslum við hótelið og hefir það gefið góða raun. Aðallega var hugað að meiri nýtingu sérstaklega með það í huga að efla menningarlíf, svo sem fá h'ingað meiri söng og hljóð- færaleik og leiksýningar og eins er fyrirhugað að halda áfram tengslum milli hótels og félags- heimilis. Samstarf hefir verið gott milli hótelsins og Eyjaferða sf. sem skapað hafa mikinn áhuga á kynn- ingarferðum um Breiðafjörð. Einn- ig var rætt um framtíðina og stækkun gistirýmis og mun stjóm félagsins fylgjast þar með og hafa vakandi augu. Stjómin var endur- lgörin en hana skipa Gissur Tryggvason, Sturla Böðvarsson og Ólafur Steinar Valdemarsson og til vara Einar Karlsson, Finnur Jónsson og María Bæringsdóttir. A eftir venjulegum aðalfundar- störfum urðu miklar umræður um framtíð hótelsins og Stykkishólms sem ferðamannastaðar og vom allir sammála um að það væri auð- velt að auka starfsemina með góðu og sameiginlegu átaki. Eins og víða annarsstaðar er lausafjár- staða hótelsins í erfiðara lagi og var rætt um að bæta hana t.d. með útboði nýs hlutafjár og mun stjómin nú vera að taka það ræki- lega til athugunar. STÆRÐ 165 SR 12 136 SR 13 165 SR 13 165 SR 13 176 SR 13 175 SR 14 185 SR 14 166 SR 15 165/70 SR 13 176/70 SR 13 185/70 SR 13 VERÐ KR .350,- .350,- .505,- .854,- .033,- .539,- .603,- .248,- .612,- .726,- .174,- ÞETTA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG JÖFUR hf HJÓLBARÐADEILD. LJ NÝBÝLAVEGI 2, SiMI 42600. OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA. HVERS VEGNA A9 KAUPA SOLUÐ DEKK ÞEGAR ÞU GETUR FENGIÐ VEIKMK- HJÓLBARÐA A ÞESSU VERÐI? GREIÐSLUKJÖR TIL DÆMIS EKKERT ÚT OG 1 DEKK Á MÁNUÐI (4RA MÁNAÐA VISA RAÐQREIÐSLUR EBA EUROKREDn)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.