Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 39 Sveinn Hallgríms- son — Minning Fæddur 25. desember 1928 Dáinn 13. september 1988 í dag er jarðsettur samstarfs- maður okkar, Sveinn Hallgrímsson, en hann lést langt um aldur fram þann 13. september sl. Sveinn hóf störf hjá Kassagerð Reykjavíkur hf. þann 1. október 1972 og starfaði þar óslitið til dauðadags. Með honum er genginn einn traustasti starfsmaður okkar fyrirtækis og verður skarð það er hann skildi eftir sig vandfyllt. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fyrirtækið í gegnum tíðina af stakri prýði. í upphafi starfsferils hans hjá Kassagerðinni var fyrir- tækið að stíga sín fyrstu skref í tölvuvæðingu og tók Sveinn að sér að vera þar í fararbroddi, enda sá maður hjá fyrirtækinu sem mesta innsýn hafði þá í hina nýju tækni. Vann hann með því ómetanlegt starf. Er fram liðu stundir sinnti Sveinn mest sölu- og verðlagsmálum sem hann ieysti ekki síður vel af hendi. Öll þessi störf vann Sveinn af sinni alkunnu prúðmennsku og vand- virkni, ekki síst ef tekið er tillit til þess að hann átti í fjölda ára í bar- áttu við mjög þrálátan sjúkdóm sem oft og tíðum skerti starfsþrek hans mjög. Aldrei heyrðist hann þó kvarta þrátt fyrir að oft væri mjög af honum dregið. Við sem þekktum Svein, vissum að honum var margt til lista lagt. Hann var ákaflega forvitinn maður um flesta hluti, sérstaklega á tæknilega sviðinu, hreinn fróðleiks- brunnur sem hann miðlaði sam- starfsmönnum sínum ríkulega af, ef eftir var sótt. Sveins er sárt sakn- að í þessum hópi og ekki síður af forráðamönnum fyrirtækisins sem kunnu ákaflega vel að mefy störf hans. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Svein hinstu kveðju og sendum eftirlifandi konu hans, Margréti, bömum þeirra og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Jóhann Agnarsson Sveinn Hallgrímsson fæddist á jóladag 1928, fyrsta barn foreldra sinna, Hallgríms Sveinssonar, skrif- stofustjóra, d. 9.10. 1948 og konu hans, Guðríðar Ottadóttur, d. 11.3. 1964. Systkini Sveins eru Sverrir, f. 13.9. 1934, og Elina Helga, f. 24.12. 1935. Sveinn lauk gagnfræðaprófi og síðan námi í vélvirkjun hjá Vél- smiðjunni Hamri, vann hann þar í nokkur ár að námi loknu þar til hann réð sig á vélaverkstæði Vega- gerðar ríkisins. Samstarfsmenn Sveins á þessum árum höfðu orð á því hvað nákvæmur og vandvirkur hann væri, enda vann hann löngum við rennismíði. Sveinn giftist 5.12. 1953 eftirlif- andi konu sinni, Margréti H. Sig- urðardóttur. Foreldrar Margrétar voru Sigurður Gíslason, lögreglu- þjónn, d. 13.8. 1947, og kona hans, Björg Sigurðardóttir, d. 5.5.1988. Sveinn og Margrét eignuðust 2 böm, Hallgrím Sigurð, f. 19.3. 1954, og Björgu, f. 20.7. 1956. Sveinn hóf nám í Tækniskóla íslands 1963 og lauk fyrrihluta. tæknináms 1965, fór síðan til fram- haldsnáms í Osló. Að námi loknu hóf hann störf hjá Kassagerð Reyjavíkur og vann þar til dauða- dags. Sveinn var félagslyndur maður og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum, hann var algjör bindindis- maður alla tíð. Á iðnskólaárunum tók hann virkan þátt í kór Iðnskól- ans í Reykjavík, sem þá var starf- andi, enda hafði hann mikið yndi af söng og sígildri tónlist. Áhugamál Sveins vom mörg og ólík, hann hafði gott vald á 5 tungu- málum, var vel að sér um allt sem varðaði tölvur og þá miklu mögu- leika sem þær bjóða upp á, hann fylgdist vel með heimsfréttum og hafði einnig mikinn áhuga á lands- málum. Á seinni ámm fóm frístundir hans í ættfræðirannsókn- ir, var hann mjög vel að sér um ættir sínar og sinna, í hvert sinn sem nýr aðili tengdist fjölskyldunni var hann fljótur að komast að upp- mna hans. Fráfall Sveins kom hans nánustu ekki svo mjög á óvart, hann átti við vaxandi vanheilsu a stríða síðustu 2—3 árin og féll að lokum fyrir þeim sjúkdómi sem flesta legg- ur að velli. Sveinn var mikill gæfumaður í sínu einkalífi og ríkti mikið traust milli hans og Margrétar konu hans, þau ferðuðust mikið til annarra landa hin síðari ár og nú í sumar rættist langþráður draumur hans að koma til Rómar. Við systkini Sveins sjáum nú á eftir gáfuðum og góðum bróður, nú er ekki lengur hægt að ausa af þekkingarbmnni hans, systkina- bömin spyija Svein frænda ekki oftar um uppmna sinn, þetta er gangur lífsins hér á jörð, en sem betur fer er þetta bara upphafíð, því trúði Sveinn og nú hefúr hann fengið það staðfest. Kæra mágkona, Hallgrímur Sig- urður og Björg, þið sjáið nú á eftir góðum eiginmanni og föður, sökn- uður ykkar er mikill en vissan um ástríki hans og drengskap er ykkur huggun. Utför Sveins fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Sverrir Hallgrímsson Þegar stjóm Blæðingasjúkdóma- félags Islands kom saman í fyrsta sinn að loknu sumarhléi, miðviku- daginn 7. september síðastliðinn, var Sveinn mættur þar að venju. Engum okkar duldist þó, að frá því er við hittumst síðast í vor höfðu sjúkdómar tekið stóran toll af líkamlegu þreki hans. Engu að síður var hann kominn til að leggja sitt af mörkum við mótun næsta starfs- árs félagsins. Þannig var Sveinn að jafnvel fársjúkum var honum ofar í huga að leggja góðu máli lið en að hlífa sjálfum sér. Sveinn var einn af stofnendum Blæðingasjúkdómafélagsins fyrir rúmum 11 árum. Hann kom inn í stjóm félagsins í mars 1985, er bróðir hans Sverrir lét af störfum, en hann hafði þá verið í stjóm frá stofnun þess. Það kom strax í ljós að Sveinn var mjög áhugasamur félagsmaður hvort serri hann var utan stjómar eða í stjóm. Hann var mjög fróð- leiksfús maður enda fróður mjög um fjölmörg málefni. Fræðslufundir félagsins vom honum því kærkomið tækifæri til að auka á þekkingu sína hvort heldur efnið sem fjallað var um varðaði hann og hans §öl- skyldi eða annarra. Hans sívakandi og spumli hugur hleypti lífi í fund- ina, vakti umræður með fyrirspum- um eða beinu innleggi úr forðabúri þekkingar sinnar. Þetta gerði hann á hæglátan og prúðan máta eins og honum var best lagið, til þess eins að skýra efnið fyrir sér eða öðmm fundarmönnum. í stjóm var hann skemmtilegur, hugmyndaríkur félagi, sem átti til með að stytta okkur stundir með sögum víðsvegar að úr mannlífinu. Við minnumst hans sem greinds og velviljaðs manns, sem ætíð var fús til að taka á sig vinnu fyrir félag okkar málefnum þess til fram- gangs. Með slíkum mönnum er gott að lifa og starfa. Mennimir hverfa en líf þeirra og störf vara í hugum þeirra sem eftir lifa. Við vottum íjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Stjóm Blæðingasjúk- dómafélags íslands. S va var Erlends- son - Minning Fæddur 1. febrúar 1913 Dáinn 18. september 1988 Sunnudaginn 18. september lést á Landakotsspítala vinur minn og vinnufélagi, Svavar Erlendsson. Hann fæddist í Suðurvík í Mýrdal. Foreldrar hans voru Guðlaug Sigríður Pálsdóttir og Erlendur Kristjánsson frá Hlíðarenda. Hann kvæntist 18. október 1940 Agnesi Helgu Hallmundsdóttur. Böm þeirra em: Erlendur Hallur, f. 29. maí 1942, kvæntur Jóhönnu Pálmadóttur. Kristinn, f. 15. des- ember 1947, kvæntur Þóranni Helgu Guðbjömsdóttur. Heimir, f. 1. maí, 1950, kvæntur Guðrúnu Sigurlaugu Frederiksen. Hallberg, f. 1. mars 1956, kvæntur Steinunni Guðbrandsdóttur. Af bamabömum era 12 á lífi, elsti sonarsonurinn er látinn. Bamabamaböm eru 3. Svavar lærði limasmíði hjá Halldóri Amórssyni, en vann mest við gull- og silfursmíði, í Plútó, gull- og silf- ursmiðjunni Emu, hjá Guðlaugi Magnússyni og í ísspor hf. frá stofnun þess. Þegar ég minnist Svavars vinar míns kemur margt upp í hugann. Hvemig hann með æðraleysi tókst á við þann sjúkdóm, sem hann hafði barist við undanfarin ár. Ætíð stundaði hann sína vinnu þótt oft væri ærin ástæða til hvíldar. En vinnusemin var eitt af hans aðals- merkjum. Hann sinnti störfum sínum af samviskusemi og alúð og það fóra ekki margir í hans spor í afköstum og vinnulagni. Ávallt mætti hann fyrstur manna til vinnu og minnist ég þess hversu notalegt það var að fá nýlagaðan kaffísopa á hveijum morgni er ég mætti til vinnu. Þegar litið er til baka er mjög auðvelt að sjá í hve mikilli þakkarskuid við forráðamenn ís- spors hf. stöndum við Svavar fyrir að hafa notið starfskrafta hans. Með þessum örfáu orðum vil ég þakka Svavari fyrir samfylgdina. Eftirlifandi eiginkonu hans, Agnesi Helgu Hallmundsdóttur, ásamt bömum og fjölskyldum þeirra, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurður R. Pétursson Ómar Ö. Ólafs- son - Kveðjuorð Fæddur 10. apríl 1959 Dáinn 2. september 1988 Hann Ómar vinur minn er dáinn. Amma hringdi föstudaginn 2. sept- ember og sagði okkur að hann Ómar hefði dáið þá um morguninn. Ég trúi því ekki enn. Mér finnst svo stutt síðan við voram saman með ömmu, afa, Gunnu og Óla í sumar- bústaðnum við Vesturhópsvatn í júlí í sumar. Þar skemmtum við Ómar okkur við veiðar í vatninu. Við kepptumst um að vera á undan að fá sem flesta fiska. Við fóram í fótbolta og skemmtum okkur í sundlauginni á Hvammstanga. Á kvöldin spiluðum við á spil og mös- uðum svo fram eftir upp í rúmi og hlógum svo mikið að þagga varð niður í okkur. Þegar hugurinn reikar kemur líka í huga mér, þegar við fóram öll saman í sumarbústað við Skorra- dalsvatn fyrir nokkram áram. Þar var líka gaman að veiða með Ómari. Ómar hafði gaman af að ferðast. Hann ferðaðist mikið með foreldr- um sínum til útlanda. Meðal annars heimsótti hann systur sína til Thai- lands og fannst honum það mikil ævintýri. Ómar tók þátt í íþróttum með íþróttafélaginu Ösp og vann þar marga verðlaunapeninga. Ég vil þakka Ómari fyrir þær stundir sem við áttum saman. Elsku Gunna og Óli. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vitum að góður Guð geymir góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Steini Birkir t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát bróður okkar, GUIMNARS VALGEIRS STEFÁNSSONAR, Bræðraborgarstíg 36, Kristján Stefánsson, Steinunn Stefánsdóttir, t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR áður til heimilis í Skaftahlíð 34. Valgerður Eyjólfsdóttir, Jón E. Guðmundsson, Rósa Eyjóifsdóttir, Ingi Hallbjörnsson, Kristbjörg Þórðardóttir, Björn Ómar Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát föður okkar og afa, MATTHÍASAR KARLSSONAR, Berghólum, Keflavík. Sigurður Hafsteinn Matthiasson, Óskar Júlíus Bjarnason, Guðmunda Júlíusdóttir, Hulda Sigrún Matthiasdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, Laufey Hallgrimsdóttir, og börn, Katarinus G. Ingvason Dagbjört Hallgrímsdóttir, Svanfriður Hallgrímsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.