Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Afinæliskveðja: Friðrik Karlsson ’ framkvæmdastjóri Vinur minn, Friðrik Karlsson, er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Hvammstanga 28. september 1918. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Karl Friðriksson, brúarsmiður. Þau voru bæði Vest- ur-Húnvetningar af bændaættum. Tíminn líður hratt, en ósjálfrátt leitar hugur minn aftur til haustsins 1936 er fundum okkar Friðriks bar fyrst saman á Eyjólfsstöðum i Vatnsdal. Báðir vorum við fátækir, en það var sameiginlegt flestum ungum mönnum í þá daga. Með okkur Friðriki tókst strax vinátta sem haldist hefur síðan. En vilji til athafna og sjálfstæðis er mönnum misjafnlega í blóð borinn. Eg fann strax að Friðrik átti þennan vilja og hafði orð á því við hann. „Já,“ sagði Friðrik og hló við, „kannski hefi ég fengið þessa „bakt- eríu“ á fermingardaginn minn. For- eldrar mínir voru skilin og höfðu ekki tækifæri til þess að vera þá með mér. Mér fannst ég vera mikill einstæðingur og út yfír allt tók þeg- ar fermingarsystkini mín eða að- standendur þeirra greiddu prestinum fermingartollinn, sem var fimmtán krónur, að eiga ekki krónu í vasa. Það sveið mér sárar en orð fá lýst. Ég hét því þá að ég skyldi gera allt til þess að vera sjálfum mér nægur, treysta á þrek mitt og þor og verða sjálfstæður maður. Um sumarið var ég í brúarvinnu hjá föður mínum og þegar ég kom heim um haustið fór ég beint til prestsins og greiddi hon- um fermingartollinn." Friðrik vann mörg sumur við brú- arsmíði víða um land og kynntist þá bæði landi og þjóð. Frá pví kann hann að segja á skemmtilegan hátt. Á vetrum var hann oftast í sveit sinni, Víðidal. Friðrik settist aldrei á skólabekk, nema í bamaskóla sem ekki var löng skólaganga í þá daga. Árið 1941 keypti Friðrik jörðina Hrísa í Víðidal. Mörgum fannst það í mikið ráðist af 23 ára manni, pen- ingalausum að því er haldið var. En Friðrik átti fyrir fyrstu greiðslu. Hann lét ekki úrtölumenn draga úr sér kjarkinn og fann þann innri styrk sem fylgir því að standa á eigin landi. Friðrik leigði jörðina að hluta góðum bónda sem greiddi leiguna með því að annast fjárstofninn sem Friðrik kom sér upp. Sjálfur fór Friðrik suður til Reykjavíkur í svo- kallaða bretavinnu og varð þar smið- ur með hamar og sög í hendi. Hann hóf jafnframt ræktun og uppbygg- ingu á jörð sinni og í dag eru Hrísar taldir meðal betri jarða. Friðrik giftist árið 1944 Guðrúnu Pétursdóttur ættaðri úr Dýrafirði. Þar tel ég að Friðrik hafi stigið sitt mesta gæfuspor, því að Guðrún er traust og góð kona sem staðið hefur þétt við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Heimili þeirra hjóna í Mávahlíð 39 ber þess vitni. Ekkert heimili verður hlýtt og fallegt án konu sem kann skil á því hvers virði slíkt heimili er fjölskyldunni. Það er hvíld í því að koma þangað, fínna hlýjuna og horfa á falleg málverk sem prýða veggi. Guðrún og Friðrik eiga tvö böm. Þau eru Sigríður Petra jarðfræðing- ur, gift Bjama Ásgeirssyni lögfræð- ingi, og Karl Guðmundur búnaðar- hagfræðingur og markaðsfræðing- ur, kvæntur Hafdísi Rúnarsdóttur hjúkrunarfræðingi. Friðrik er mikil félagsvera og hefur staðið í fararbroddi margra samtaka. Hann hefur manna lengst verið formaður Húnvetningafélags- ins í Reykjavík. Hann efldi þar fé- lagsanda og barðist fyrir því að fé- lagið eignaðist húsnæði í Reykjavík fyrir starfsemi sína. í heimabyggð- inni hefur Borgarvirki verið endur- hlaðið í sína upprunalegu mynd. Fallegur skógarlundur er kominn við suðuijaðar Vatnsdalshóla til minn- ingar um að þar er fyrsti Húnvetn- ingurinn fæddur, Þórdís dóttir Ingi- mundar gamla á Hofi. Þá hefur ver- ið unnið að söfnun og varðveislu gamalla muna, sem flestir eru komn- ir undir eitt þak á Reykjum í Hrúta- firði. Friðrik hefur átt þátt í öllum þessum framkvæmdum, þótt margir aðrir hafi lagt þar hönd á plóginn. Friðrik er góður spilamaður, var lengi formaður Bridssambands ís- lands. Þá er hann lomberspilari góð- ur, en lomber var mikið spilaður áður fyrr og þá helst í sveitum lands- ins. Friðrik stofnaði lomberklúbb, sem ég er í ásamt Rútsstaðabræðr- um, þeim Kára og Kjartani Sigur- jónssonum, báðum skemmtilegum spilamönnum. Við spilum annað hvert þriðjudagskvöld, komum til hvers annars á víxl. Þetta eru ánægjuleg kvöld. Við byijum á því að setjast í stofu og renna niður góðum drykk úr staupi og ræða vandamál líðandi stundar. Síðan hefst baráttan við spilaborðið þar sem hvorki Vatnsdalur né Víðidalur vill tapa fyrir hinum. Friðrik er oft með hugann í sveit sinni. Hann hefur byggt sumarhús á Hrísum er hann nefnir Hrísakot. Þangað er gaman að heimsækja þau hjónin í hlý og vinaleg húsakjmni. Það er fallegt að horfa þaðan yfir grasgefið landið og Fitjána auðuga af laxi, til Víðidalsfjallsins, sem skil- ur að Víðidal og Vatnsdal. Ég er ekki frá því að Friðrik sjái oft í huganum yfir Víðidalsfjallið niður í Vatnsdalinn, heim að Eyjólfsstöðum þar sem hann var fjármaður einn vetur því að hann hefur sagt að ESKIFELL hf. dreifingaraðili Trivial Pursuit á íslandi hefur fengið viðurkenningu frá fram- leiðendum leiksins fyrir að hafa selt mesta magn af leiknum í heiminum miðað við fólksfjölda. Verðlaun þessi voru veitt á ráð- stefiiu evrópskra dreifingaraðila Trivial Pursuit í Englandi nýlega. Peter Salmon forstjóri Eskifells hvergi hafi sér liðið betur hjá vanda- lausum en á Eyjólfsstöðum. Þar var vinnufólkið hluti af fjölskyldunni. Árið 1963 á vordögum var Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri fyrir byggingu Domus Medica (húsi lækna) og síðan framkvæmdastjóri hússins. Ég hygg að í þessu starfi hafi Friðrik sýnt þá hæftii sem best má piýða góðan framkvæmdastjóra og rekstrarhagfræðing. Eigendur hússins eiga Friðriki mikið að þakka. Friðrik getur horft glaður yfir farinn veg. Heit hans og draumur á fermingardaginn hefur ræst. Hann hefur komið sér vel áfram, er virtur og dáður af þeim sem þekkja hann best, enda er Friðrik sá persónuleiki sem tekið er eftir og vinnur á við kynni. Friðrik er jafnan hress í við- móti, skemmtilegur og fijór í hugs- un. Það er aldrei lognmolla í kringum hann, heldur þægilegur andblær sem feykir burtu sorg og sút. Þannig verður Friðrik ævina út. Heill þér sjötugum. Guðlaugur Guðmundsson Friðrik og kona hans, Guðrún Pétursdóttir, taka á móti gestum í kvöld, afmælisdaginn, í Domus Medica, eftir kl. 20. hf. segir að Trivial Pursuit sé nú komið inn á 33% heimila á íslandi. Næst í röðinni eru Bandaríkin með 17% heimila og þriðja landið er Bretland með 15% heimila. Hann segir Trivial Pursuit vera mest selda leik heimsins frá því það leit fyrst dagsins ljós fyrir 7 árum. Seld hafi verið yfir 50 milljón eintök af hon- um. Trivial Pursuit: * Heimsmet á Islandi Þeir óttast ekki alnæmi BIRT MEÐ TILSTYRK HEILBRIGÐISYFIRVALDA. - OG LIFA SAMKVÆMT PVÍ Lif ir þú ábyrgu kynlífi? LEITAÐU UPPLÝSINGA OG FRÆÐSLU HJÁ SÍMA- OG RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU SAMTAKANNA 78. SVARAÐ ER í SÍMA Á MÁNUDÖGUM MIÐVIKUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM MILLI KL. 20 - 23. Sími28539 Samtökin 78 ...SEM VITA HVAÐ HUGTAKIÐ PiÆTTULAUST KYNLÍF MERKIR J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.