Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 9 FÆREYJAR 2xíviku Ódýrar helgarheimsóknir í vetur til frænda okkar Færeyinga. Hvernig væri nú að breyta verulega til eina helgi? FLUGLEIDIR -fyrir þíg- Royal INSTANT PUOWNC oii riuM* Ungir. og aldnir njóta þess að borða köldu Koyal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu og jarðarberja. HERRAFRAKKAR í miklu úrvali. Einnig vattfóöraðir. Verd frá kr. 5350,- GEföí H 1 m Metsölublað á hverjum degi! „Fomeskja Hjörleife Guttorms- sonar“ Alþýðublaðið telur að meginástæða þess að hin fyrri stjórnarmyndunar- tilraun Steingríms Her- mannssonar rann út í sandinn hafi verið sú að formaður Alþýðubanda- lagsins „missti tvo þing- menn fyrir borð“. Orð- rétt segir blaðið: „Hitt atriðið, sem um var deilt í málefhasamn- ingnum [auk kaupskerð- ingar), var afetaða Al- þýðubandalagsins til byggingar nýs álvers á íslandi. Að frumkvæði Alþýðubandalagsins var eftirfarandi setningu að finna í málefhasamn- ingnum: „Bygging nýs álvers verður háð samþykki allra stjómarflokkanna að teknu tilliti til stöðu efiiahagsmála “ Þótt setningin sé sak- leysislega orðuð, er [jóst, að hún felur í sér neitun- arvald, sem nægir einum flokkanna til að stöðva byggingu nýs álvers og gera að engu þau hag- stæðu áform fyrir íslenzkt þjóðarbú, sem nú eru í rannsókn hjá fjórum, evrópskum stór- fyrirtækjum um að reisa hérlendis nýtt stórt, ál- ver. Það var [jóst að hvorki Framsóknar- flokkur né Alþýðuflokk- ur gátu sætt sig við forn- eskju Hjörleife Gutt- ormssonar og skoðana- bræðra hans I Alþýðu- bandalaginu I þessum málum. Á lokastigi viðræðn- anna var (jóst að Al- þýðubandalagið hefði látið undan þrýstingi hinna flokkanna og sam- þykkt að strika klausuna um álverið út, góðu heilli. Það má þvi segja að til- raun Steingríms Her- mannssonar til stjórnar- myndunar hafi ekki strandað á málefhum. Tilraunin fór út um þúf- ur vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalags- UbYTIIIRlfBlB MENN Ffflm BOREL bJÓÐVILHNN Máigjrn _jaí f TjjaiiaUr Óvænt málaloK Þriggja blaða smári Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn fjalla í forystugreinum gærdagsins um aðdrag- anda að stjórnarmyndun Steingríms Her- mannssonar. Staksteinar staldra við nokkur efnisatriði forystugreinanna. ins, missti tvo þingmenn fyrir borð; Skúla Alex- andersson og Geir Gunn- arsson. Steingrímur neyddist því tíl alvar- legra viðræðna við Borg- araflokksmenn ... “ Sprengja Al- þýðubanda- lagsins Það er sama ásökunar- hljóð úr horni Tfmans I garð Alþýðubandalags- ins. í foyrstugrein blaðs- ins í gær segir: „Þegar á reyndi kom í [jós, að forysta Alþýðu- bandalagsins hafði ekki tryggt fullnægjandi stuðning þingflokksins, eins og treyst var á að fyrir lægi á föstudags- morgim. Á lokastigi á laugar- dagskvöld lýstu tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins opinberlega yfir því, að þeir væru andvig- ir stjórnarmynduniimi. Þessi yfirlýsing hlaut að verka sem sprengja, - sem hún og gerði. Ámið- stjómarfimdi Alþýðu- bandalagsins á laugar- dagskvöld, sem var fram haldið á sunnudag, kom fram nokkurt andóf vissra manna í flokknum gegn ákvörðun flokks- forystunnar um að taka þátt í ríkisstjóm. Þetta andóf á miðstj ómarfimd- inum leiddi til þess, að þingflokkurinn ákvað að rifta gerðu samkomu- lagi. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins færði fram þá ástæðu f ályktun um riftunina, að Steingrímur Hermannsson hefði tekið upp viðræður við Borg- araflokkinn nm stuðning við væntanlega sfjóm gegn vflja Alþýðubanda- Iagsins“. „Samstarfe- mennirnir misfysilegir“! „Reyndu aftur“ heitír forystugrein Þjóðvfljans, sem allt eins hefði getað borið nafiiið: Ákall til Steingrfms. Þar er vitnað tíl þess að Amar Freyr Guðmundsson hafi sigr- að f keppninni um látúns- barkanafiibót þegar hann reyndi öðm sinni! Orðrétt segir Þjóðvifjinn: „Timahrak kann einn- ig að hafa valdið sér- kennilegum viðræðu- menúett Steingrims Her- mannssonar á sfðustu stundu, og þeirri stöðu sem í kjölfhrið kom upp, að ekki var [jóst hvers- konar stjóm hann var að reyna að mynda. Tímaskortur hefur eflaust átt sinn þátt í óvarlegri kröfugerð Stefans Valgeirssonar og harkalegum viðbrögðum Framsóknarmanna við henni, - skortur á tlma hefur eflaust einnig vald- ið því að félagi Skúli Alexandersson náði ekki strax vopnum sfnum ... Ábyrgð þeirra sem bafa haldið fram vinstri- lausnum og félagshyggju í íslenzku samfélagi er nú mikil, og þeir mega ekki hlaupast undan þótt málamiðlanir séu óþægi- legar, samstarfemenn- irair misfysilegir, per- sónulegur ávinningur ekki sem skyldi, framtíð- in ekki með nægilega rósrauðum ævintýralit. Það verður að reyna, aftur og aftur." Aö fortíð skal hyggja Þórarinn Þórarinsson kemst svo að orði f bók sinni „Sókn og sigrar, saga Framsóknarflokks- ins“ um samstjóra A- flokka og Framsóknar 1956-58: „Það kom brátt i [jós eftir að viðræður flokk- anna þriggja hófust, að veruleg andstaða var gegn stjómarsamvinnu þeirra bæði í Alþýðu- bandalagi og Alþýðu- flokknum ... Það veiktí þessa sfjóra frá upphafi, að Fram- sóknaiflokkurinn stóð einn óklofinn um hana, en báðir hinir stjómar- flokkarnir vora klofiiir f afetöðuðu tíl hennar eins og áður er rakið ... “ Þessi rfldssfjóra baðst lausnar eftír að ASl-þing hafði hafiiað beiðni hennar um frestun visi- töluuppbótar á laun árið 1958. Fyrsta vinstri stjóra lýðyeldisins var afeett á ASÍ-þingi. I MILLJON VERÐURAÐ Mt • • • Maður á 45. aldursári leggur fyrir eina milljón króna og kaupir skuldabréf með 10% föstum vöxtum. Eftír 7,3 ár verður sú fjárhæð orðin 2 milljónir, 4 milljónir eftir 14,6 ár og 8 milljónir eftir 21,9 ár en þá er maðurinn á 67. aldursári. Sú fjárhæð nægir fyrir 67 þúsund króna mánaðarlegri greiðslu án þess að ganga á höfuðstólinn eða fyrir 94 þúsund krónum á mánuði í 12 ár. Það borgar sig að spara hjá VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.