Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 15 Musica Nova Stúdentakór Tónlist Jón Ásgeirsson Musica Nova gengst fyrir tvennum tónleikum í Norræna húsinu og voru þeir_ fyrri á sunnudaginn var. A efnis- skránni eru eingöngu samtíma- verk og voru þeir fyrri eingöngu með verkum eftir Louis Andri- essen. Flytjendur voru Þóra Jo- hansen semballeikari, Hlíf Sig- uijónsdóttir fíðluleikari, píanó- leikaramir Öm Magnússon, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir og hollensku tónlistarmennimir Martin van der Valk slagverks- maður og Frances-Marie Uitti sellóleikari. Fimm verk vora á efnis- skránni og það fyrsta, Overture to Orpheus, var flutt á sembal, með myndrænni túlkun á mynd- bandi, sem aðeins undirstrikaði viðburðaleysið í tónverkinu. Annað verkið nefnist Disco og er fyrir fíðlu og píanó. Upphafíð og endir verksins er ekki óskemmtileg tónlist en miðhluti þess með þeim ósköpum að vera eins og próf í tónheym, þar sem segja skal til um stöðu hvers leikins tóns í ákveðinni (ávallt sömu) tóntegund. La voce nefn- ist þriðja verkið og á að vera upplifun á hljóðum utan af göt- unni en sellóleikurinn framlag þess sem innan dyra er, líklega í húsi fáránleikans. Næst síðasta verkið var flutt af myndbandi og nefnist það De Stijl. Þetta er hljómsveitar- verk og þrátt fyrir mikinn h(jóð- styrk er þó margt að gerast í þessu kraftmikla verki. Höfund- urinn greindi frá því að það væri samið undir áhrifum af list- málaranum Mondrían. Flutning- urinn, líklega framkvæmdur af hollenskum listamönnum, var frábær. Síðasta verkið á tónleik- unum var verk sem áður hefur heyrst á tónleikum Musica Nova og heitir Dubbelspoor. Louis Adriessen notar mikið þrástef og telst til þeirra sem hafa ekki margbrotinn efnivið í verk sín (Minimalistar) en vinn- ur mikið með því að gera smátt og smátt breytingar á einföldu stefefni. Sé gert ráð fyrir því að grannþættir tónlistar séu tónbil, hljóðfall, hraði, styrkur og blæbrigði og samskipan þess- ara fyrirbæra háð sambærilegri framvindu og hugsun í ritmáli, hlýtur þrásteQatækni að minna nokkuð á þráhyggju, þar sem endurtekning sömu hugmyndar getur orðið þreytandi, svo að um síðir snýst annars skemmti- leg hugmynd upp í það að verða leiðinleg. Þá hefur verið bent á að „minimalisminn" gefur sára- litla möguleika til túlkunar til- fínninga, sem auðvitað má allt eins telja ónauðsynlegt að hafa nokkuð að gera með tónlist. Stúdentakór háskólans í Kaupmannahöfn hefur haldið nokkra tónleika hér á landi und- anfarið og nú síðast í Langholts- kirkju sl. laugardag. Saga þessa kórs nær aftur til 1839 og hyggja forystumenn hans á alls konar hátíðarhöld og er ferðin hingað til íslands forleikur þeirra tfðinda. Á efnisskránni vora eingöngu dönsk lög, flest af þeirri gerðinni sem sungin vora hér á landi um og eftir aldamótin síðustu, þó aðeins eitt þeirra hafí náð ein- hveijum vinsældum, nefnilega lag Hartmanns, sem sungið er við texta Steingríms Thorsteins- sonar, Man ég grænar grandir. Önnur lög era merkt því sak- leysi er hvorki snertir eða særir og vora auk þess flutt af þeim þokka og hógværð sem kurteisu og vel uppöidu fólki sæmir. Til að vera hreinskilinn, þá tengjast lögin eftir Gade, Hart- mann, Kuhlau, Heise og Lange- Miiller þeim tíma á íslandi, sem nú er að mestu gleymdur og týndur undir þar sem tyrft hefur verið yfír með nýrri íslenskri tón- list og sáð í erlendu fræði nýj- unga frá öðram löndum en Dan- mörku. Þessi hefð er Dönum mikils virði og þar margt fallegt að heyra en á svona tónleikum er slíkt lagaval nokkuð einhæft, svo ekki sé meira sagt. Söngur kórsins er ekki sömu ættar og hér tíðkast að kalla karlakórssöng, því tenóramir syngja að mestu „falsetto" og þó hljómurinn væri oft fallegur, þrátt fyrir lága „intónasjón" á köflum, vora tónleikamir í heild haria tilþrifalitlir. Efnisskráin var með sömu for- merjcjum og tíðkaðist um alda- mótin, að þar era tilgreind um þijátíu lög en kynnir síðan látin tilkynna viðfangsefnin, sem tek- in era hér og þar af listanum. Þetta fyrirkomulag er leiðinlegt og kynningar á tónleikum óþarf- ar ef efnisskráin er vel úr garði gerð. Morgunblaðið/IngibergJ. Hannesson Laxinn er fluttur upp í árnar, og hér er honum sleppt í Hvolsána — til þess að njóta þar frelsisins — þar til örlög hans eru ráðin. Saurbær: Um 15% heimtur hjá Dalalaxi Hvoli, Saurfoœ. Þad má með sanni segja að ævintýrið hafi gerst í hafbeitinni hjá Dalalax á þessu sumri. Heimt- ur hafa verið með eindæmum góðar, alls gengu nokkuð á fjórða þúsund laxar í stöðina og munu það vera rúmlega 15% heimtur. Hafbeitarstöðin Daialax tók tii starfa árið 1982 og hefur starfsem- in verið að þróast síðan og á ýmsu gengið og ekki örgrannt um að sumum fyndist árangurinn ekki vera í samræmi við erfiði og fyrir- höfn og útlagðan kostnað. En nú hefur svo sannarlega orðið breyting á, sem sýnir svo ljóslega sem verða má, að þetta dæmi gengur upp, sé þess gætt að standa svo að málum, að laxastofnum sé ekki blandað saman, og hinn rétti stofn ánna sjálfra ræktaður og alinn til slepp- ingar og endurkomu síðar úr hafí. Stóram hluta af þeim laxi, er gekk í gildra hafbeitarstöðvarinnar, var sleppt upp í laxveiðiárnar Hvolsá og Staðarhólsá, sem renna saman til sjávar við ósa stöðvarinn- ar, enda varð metveiði í ánum í sumar, því þar höfðu veiðst alls 767 laxar er veiðitímabili lauk 20. sept- ember, en mest höfðu áður veiðst 322 laxar árið 1986, svo aukningin er veraleg og ámar komnar í röð með mörgum öðram góðum veiði- ám. Auk þess er góð silungsveiði í ánum og munu í sumar hafa veiðst um 240 bleikjur eftir því sem næst verður komist. Era menn að vonum ánægðir með þetta góða veiðisumar og hyggja gott til framhaldsins og frekari ræktunar og fiskgengdar, enda ljóslega sýnt sig, að aukin ræktun í ánum samfara hafbeitinni hefur verulega aukið laxveiðina í ánum. - IJH IOF LiU IgJiAND Svipmyndir úr sögu rokksins á árunum 1955-1970 Tveggja tíma samfelld skemmtidagskrá á Hótel íslandi Næstu tvær helgar, þ.e. föstudaginn 30. september, laugar- daginn 1. október, föstudaginn 7. október og laugardaginn 8. október, verða sýningar á rokkskemmtuninni Rokkskór og Bítlahár á Hótel íslandi. Hvers vegna varð vörubílstjóri frá Memphis, Elvis nokkur Pres- ley, frægur á einni nóttu um gervöll Bandaríkin og seinna um heim allan? Hvernig birtist geysihörð baráttan um yfirráðin á heimsmarkað- inum á rokktónlistarsviðinu milli Breta og Bandaríkjamanna m.a. í Bítlaæðinu og Rolling Stones fárinu? Hvers vegna voru konur í rokkinu næstum þagaðar í hel þar til Connie Francis og Brenda Lee rufu kynjamúrinn og komu, sáu og sigruðu rokkaðdáendur? Þessar sólir og stjörnur á rokkhimninum eru meðal þeirra sem brugðið er upp leifturmyndum af í skemmtidagskránni Rokk- skór og Bítlahár, en einnig Janis Joplin, Mamas og Papas, Bill Haley, Fats Domino, Chubby Checker og margir aðrir. Rokkskór og Bítlahár er flutt af samvöldu liði stórsöngvara. Þeir eru: Einar Júlíus- son, Anna Vilhjálms, Sigríöur Beinteinsdóttir, Karl Örvarsson, Ingvar Grétarsson, Júlíus Grétarsson, Sólveig Birgisdóttir og Þorsteinn Eggertsson. Hljómsveitin Pass ásamt nokkrum aukaliösmönnum sér um allan hljóöfœraleik. 8 manna dansflokkur undir stjórn Jóhannesar Bachmann rokkar svo um munar. Sögumaöur er Bjarni Dagur Jónsson, sá kunni útvarps- og sjónvarpsmaöur. Höfundur og leikstjóri er Þorsteinn Eggertsson. Þessi rokkskemmtun var flutt á liönum vetri á Akureyri og vegna fjölda áskorana er hún nú tekin upp aö nýju á Hótel íslandi. Borðapantanir fara fram í síma 687111. Góða rokkskemmtun. Laxinn háfaður úr flotbúri til slátrunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.