Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 Greinargerð stuðningsmanna séra Gunnars Bjömssonar: Markmiðið að hnekkja brottrekstrinum Forsagan Stjóm Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík hefur á valdatíma sínum síðan 29. maí ’88 komið öllum safn- aðarmeðlimum og öðrum lands- mönnum svo rækilega á óvart með aðgerðum sínum og ákvörðunum, að við stuðningsmenn séra Gunnars Bjömssonar teljum að kominn sé tími til þess að setja hlutina í sam- hengi, sé þess þá yfírleitt nokkur kostur. Forsögu þessa máls má relg'a til þess að 1985 var presti vikið frá störfum vegna þess að hann hafði um langa hríð verið ósammála launaútreikningi þeim sem þáver- andi gjaldkerar beittu. Þurfti hann því miður að standa í stappi til þess að fá greidd umsamin laun, jaftivel þótt það væri tekið fram í ráðningarsamningi að hann hefði sömu kaup og kjör og prestar Þjóð- kirkjunnar. Til þess að réttlæta brottrekstur- inn vom tíndar til sakir byggðar á ummælum rifnum úr samhengi og ýmislegt annað sem einn ræðumað- ur á safnaðarfundi í september kall- aði „tittlingaskít**. Góðu heilli náðist samkomulag en stjómin var þá ekki sein á sér að byija að brjóta það á ýmsa vegu. Stjómarformaður var þá Ragnar Bemburg, eigin- maður Bertu þeirrar sem nú virðist vera potturinn og pannan í því stjómarbroti, sem enn heldur dauðahaldi í „völdin“, af hvaða or- sökum sem það nú er. Ný stjórn nær kosningu Þessi hópur „kirkjueigenda" missti meirihluta sinn í kosningum vorið 1987 og hófst þá mikill um- bótatími i safnaðarstjóm. Keypt vom tæki á borð við ljósrita og eld- vamarkerfí, en auk þess var ráðist í kaup á Betaníu fyrir safnaðar- heimili. Þetta hús er mjög eftirsótt vegna legu sinnar og þar að auki er þetta ágætis bygging, þótt ýmis- legt megi auðvitað lagfæraa, eins og gengur. Það er þó ekkert sem 6.000 manna söfnuði með nær 12 milhona króna tekjur á ári ætti að Nú fór allt í gang og fyrri stjóm safnaði liði á aðaifund til þess að fella þessa stjóm. — Það er nefni- lega ekki sama hveijir framkvæma. — Tókst henni að ná völdum með u.þ.b. 130 atkvæðum (sjá síðar). Hennar fyrsta (og reyndar einasta verk hingað til) var svo að reka séra Gunnar vegna „samstarfsörð- ugleika" á stjómarfundi, þar sem 3 af 7 stjómarmönnum höfðu ekki hugmynd um hvað til stóð. 2 þeirra sögðu umsvifalaust af sér. Hér voru 130 atkvæði á bak við 5 stjómar- menn fullnægjandi til þess að reka prest að dómí stjómar. Þess má líka geta að á bak við hið umdeilda laga- ákvæði um brottrekstur prests em innan við 50 atkvæði. Mitt er valdið! Stjómin hafði ekki neinn áhuga á að leggja gerðir sínar frá 23. júní undir dóm safnaðarfólks. Mjög fljótlega kreQast 70 manns safnaðarfundar til þess að ræða þetta mál, en stjómin hummar fram af sér að halda þennan fund þangað til 12. september, eins og áður er getið. í millitíðinni var reynt að ræða við stjómarmenn, en þeir vildu fátt segja og minna gera. Allt í einu birtist svo safnaðarblað, sem var nær samfelld árás á prestinn. Lá nú í augum uppi að það var komið að fundi og átti blaðið að vera rot- höggið á séra Gunnar. Örfáum dög- um áður en þetta blað kom út, hafði stjóm með öllu hafnað skoð- anakönnun um málið, en það var tillaga biskups, æðsta manns evangelísk-lútersku kirkjunnar á íslandi. Lýðræðið kemur til sögunnar Skömmu síðar var boðaður fund- ur í Gamla bíói, en það tekur um 500 manns f sæti. Tilgangurinn var greinilega sá að Jarða" séra Gunn- ar endanlega, enda var til fundar boðað á löglegan hátt og að öllu leyti löglega að honum staðið. Þar mættu á áttunda hundrað safnaðar- „Hér er við hæfí að upplýsa að þetta er stór hópur fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur komið saman eftir vinnudag og unnið mikið starf, vegna þess að þeim ofbýður öllum sem einum ofríki og yfirgangur stjómarinn- ar.“ lýst vantrausti á allar gerðir stjóm- ar hingað til. Stjómin fékk sjokk. Þau höfðu gengið of langt og vakið þennan „sofandi risa“ án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Stjómin hafði treyst á að safnaðarfólk tæki þessu eins og hveiju öðra hundsbiti og kysi sér nýjan prest án þess að mótmæla. Var nú sest á rökstóla í stjóminni og rætt um hvað gera skyldi til þess að draga bitið úr fundinum og helst að ónýta með öllu ákvarðanir hans. í framhaldi af því var gefin út yfirlýsing sem líklega er algert einsdæmi í sögu safnaða og félaga á íslandi. 700 manna fundur, væntanlega flöl- mennasti safnaðarfundur f Islands- sögunni, er lýstur dauður og ómerk- ur vegna of lítils flölda fundargesta! Þessi fundur var reyndar einnig einstakur að því leyti að nafnskír- teina var krafist við innganginn og urðu menn að hafa gengið í söfnuð- inn fyrir 1. desember 1987. Ekki virtist safnaðarstjóm hér vera sam- mála Jesú Kristi (Lúk. 15.7.). Nokkrar spurning'ar — Hvers virði er þá stjóm með 130 atkvæði á bak við sig? RÍKISSTJÓRN Alþýðuflokks, Borgaraflokks og Sjálfstæðis- flokks hafði mest fylgi í skoðana- könnun sem Tölvufræðslan gekkst fyrir á sýningunni Tölvur á tækniári, sem haldin var í Laugardalshöll í síðustu viku. Tölvufræðslan gekkst fyrir stutt- um tölvunámskeiðum á sýning- nnni og var lokaverkefni hvers nemanda að mynda nýja ríkis- stjórn sem hefði meirihluta Al- þingis að baki sér. 398 manns tóku þátt í námskeið- unum, sem vora 14 talsins. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar hjá Tölvu- — Hvers vegna var þá fundur hald- inn í húsi sem tekur 500 manns? — Hefði ekki verið nær að nota Laugardalshöliina, svo allir safnað- armeðlimir gætu komist inn? — Hvers vegna vora aðeins 3 borð í notkun til þess að kanna skilríki fundargesta, með þeim afleiðingum að hundrað manna hurfu frá? Eldra fólk stendur ekki úti á götu í nepj- unni tímunum saman. — Hvers virði er lýðræðið ef 700 manna fundur í félagi með rúmlega 4.000 atkvæðisbæram mönnum er ómerkur? Það er einn af homstein- um lýðræðisins að greidd atkvæði gilda og annað ekki. — Hefði stjóm lýst fundinn ólög- mætan, ef útkoma úr kosningum hefði verið henni þóknanleg? — Hvers vegna var lagt slíkt ofur- kapp á að vísa þeim meðlimum frá sem einhver vafi lék á að væra fullgildir meðlimir, fyrst fundurinn var hvort eð er ekki marktækur? „Sérfiræðingur“ stjómar- innar í félagslögum Elftir að hafa leitað til nokkurra lögfræðinga, fannst einn, Skúli Pálsson (?) sem var tilbúinn til þess að skrifa undir að stjómin hefði rétt fyrir sér. Ekki er vitað til þess að viðkomandi lögfræðingur sé neinn sérfræðingur í félagarétti. Þvert á móti era mjög margir lög- fræðingar sammála um það að þessi fundur hafi verið að öllu leyti lög- legur, og vfst er að fundarstjóri, hinn virti lögmaður Jóhannes L.L. Helgason, er þar sammála. Hvað næst? Öll hálmstrá era jafnan nokkurs virði og nú greip stjómin það síðasta. Skoðanakönnun skyldi það vera, heillin! Fyrir 3 vikum var hugmyndin algerlega ótæk, nú er hún hin eina rétta! Og þegar loksins verður búið að telja í skoðanakönnuninni, má enn drepa málið í dróma með þvf að halda fund með löngum fyrirvara og skipa kjörstjóm, sem síðan tekur sér góðan tíma til að undirbúa kosn- ingar. Svo er hægt að lýsa kosning- amar ólöglegar vegna þess að ekki nógu margir taka þátt í þeim og þannig má halda skollaleiknum fræðslunni var lokaverkefni nem- endanna fólgið í að þeir spreyttu sig á myndun meirihlutastjómar. Flestir völdu Borgaraflokk í sína óskastjóm, eða 82, sem er 21% nemendanna. 78 nefndu Alþýðu- flokk, eða 20%; 70 nefndu Sjálf- stæðisflokk, eða 18%; 60 neftidu Framsóknarflokk, eða 15%, Kvennalista nefndu 48, eða 12%, Alþýðubandalag nefridu 44, eða 11% og loks vora 16 sem nefndu Samtök um jafnrétti og félags- hyggju, eða 4%. Vinsælasta ríkisstjómarmunstrið sem kom út úr þessari könnun var áfram þangað til að allir era dauðir úr leiðindum! Og meðal annarra orða: Hver á að undirbúa skoðanakönnun þessa? Er það kannski stjómin sjálf, sem ætlar að ákveða hveijir Igósa, merkja rið þá sem mæta og telja síðan? Á að gerast dómari í sjálfs sín sök einu sinni enn? Hið eina rétta í stöðunni I þessu leikhúsi fáránleikans er nú komið að sfðasta þætti, og von- andi verður hann skammvinnur. Við stuðningsmenn séra Gunnars lítum svo á að þessi „stjóm“ sé ekki lengur starfhæf sakir fólks- fæðar, því í 7. grein laga safnaðar- ins stendur „Stjóm safnaðarins skipa 7 menn, formaður og sex fultrúar." Varamenn era 2. For- maður hefur sagt af sér auk þriggja annarra og eftir sitja 5 fulltrúar. Einum aðalmanni og einum vara- manni hefur verið meinað að sækja fundi, er þeir vildu draga afsögn sína tii baka. Hið eina rétta er að halda safnað- arfund umsvifalaust og þar á að kjósa nýja stjóm. Þá og aðeins þá er hægt að tala um að í Fríkirkju- söfnuðinum í Reykjavík sé löglega kjörin stjóm! Hveijir eru skósveinarnir? Einn stjómarmanna kallaði stuðningsmenn séra Gunnars „skó- sveina" hans. Hér er við hæfi að upplýsa að þetta er stór hópur fólks úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur komið saman eftir vinnudag og unnið mikið starf, vegna þess að þeim ofbýður öllum sem einum ofriki og yfirgangur stjómarinnar. Ekkert er jafn flarri lagi og að segja að hér sé um nytsama sakleysingja eða einlitan hóp að ræða. Við höfum rætt fram og aftur og komist að niðurstöðu um framkvæmdir mál- anna á lýðræðislegan hátt. Ekki era alltaf allir sammála um leiðimar, en markmið okkar allra er að hnekkja brottrekstrinum og þessi hópur mun aldrei gefast upp! Matthías Kristiansen, Sigríður Karlsdóttir, Guðrún Pétursdóttir. Alþýðuflokkur, Borgaraflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Næst vinsælast var Alþýðubandalag, Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Samtök um jafnrétti og félagshyggju. Kristján sagði að ekki lægi fyrir hvemig samsetning nemendahóps- ins væri, þ.e. aldursskipting og kynjaskipting. Hann sagði að sam- setning þessa hóps hefði ekki ráðist af neinu vali til þess að gefa spegil- mynd af þjóðfélaginu, heldur hefði aðeins verið um að ræða fólk sem sjálfviljugt valdi að koma á nám- skeiðin. vera ofviða. meðlima og f stuttu máli sagt var SKÝRR auglýsir til sölu móður- tölvu af gerðinni IBM 4341-M2. Námskeið á tölvusýningri: Lokaverkefíii að mynda meirihlutastj óm Tölvan hefur 8Mb innra minni, 6 boðrása- tengi og áætlaður vinnsluhraði er 1,3 Mips. Tölvunni fylgir staðfesting frá IBM á ís- landi um að hún hafi ávallt verið undir viðurkenndu eftirliti og viðhaldi. Stjórnskjáir, kaplar og handbækur tölv- unnar fylgja henni og er tölvan tilbúin til flutnings úr húsi SKYRR. Frekari upplýsingar veitir Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs SKÝRR í síma 695-100. SKÝRSLUVÉLAR RÍKISINS OG REYKJA VÍKURBORGAR Háaleitisbraut 9. HAUST. SJALFSTÆÐISFLOKKSINS IIKINCII) I SIMA 82V0II Sjálfstæðismenn, stöndum vörð um Sjálfstæðisflokkinn, eflum flokksstarfið Gerum skil á heimsendum happdrættismiðum. Skrifsloiun lláiileitisbraiil I er opin virka daga frá kl. 9-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.