Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 * Jón A. Helgason frá Kringlu — Minning Fæddur 31. desember 1899 Dáinn 18. september 1988 Aldamótamaður er genginn á fund feðra sinna, hann lést í Sjúkra- húsi Akraness þann 18. september sl. Langri leið er lokið, oft áttum við samleið, góð kjmni eru áratuga gömul, því tel ég skyldu mína að verða við ósk og minnast þessa samtíðamanns, þótt af vanefnum verði. Jón Armann Helgason hét hann fullu nafni, fæddur í lok síðustu aldar, eða á gamlársdag 1899. Það virðulega heiti aldamóta- maður bar hann þvi með sóma. Hann fæddist á Kirkjubóli í Innri- Akraneshreppi, §órði elstur í 10 bama hópi þeirra hjóna Helga Jóns- sonar, hann fæddur á Heynesi 25.2. 1864, og Guðrúnar Sæmundsdótt- ur, fædd í Skjaldarkoti á Vatns- leysuströnd 27.12. 1873. Foreldrar Helga voru Jón Jónsson lengi bóndi á Eystri-Reyni_ og k.h. Valgerður Eyjólfsdóttir, Ásgrímssonar ættuð úr Ámessýslu o.v. Foreldrar Jóns, þau Helgi og Guðrún, bjuggu í Innra-Hólmshverfi á býlunum Tyrf- ingsstöðum og Kirkjubóli árin 1895 til 1913, að þau flytja að Geirmund- arbæ á Skipaskaga. Öll 10 böm þeirra hjóna fæddust inni í sveit- inni. Böm þeirra voru þessi, í ald- ursröð: Ragnheiður húsmóðir í Sandgerði, Valgerður húsmóðir á Akranesi, Kjartan skipstjóri á Akra- nesi, Jón sem hér er minnst, Anna húsmóðir á Akranesi, Sæmundur dó bam, Þórdís dó bam, Lilja hús- móðir í Reykjavík, Laufey dó 16 ára og Jóhanna húsmóðir í Reykjavík. Allt var þetta þekkt at- gervis- og dugnaðarfólk, vinsælt af sinni samtíð. Það gæti verið hollt fyrir nútíma- fólk, sem leikur sér að lystisemdum lífsins, að láta hugann leita til baka, setja sig í spor Helga Jónssonar og hans konu inná Kirkjubóli. Hún var stundum löng sjávargatan hjá þess- um þrekmikla eljumanni t.d. þegar hann réri um árabil með hinum kunna sjósóknara og aflamanni Jóni Gunnlaugssyni á Bræðraparti. Þá var ekki beinn og breiður vegur frá Kirkjubóli niður á Skagatá, nei, það var aðeins krókóttur stígur fyrir hverja vík, troðinn af hesta- og mannafótum. Að loknum mörgum áratogum, setningu skips og aðgerð afla var soðmatur fjölskyldunnar, sem beið heima, lagður á lúið bak og þannig fluttur þá löngu krókóttu leið. Ekki var venja sjómanna þess tíma að hafa mat í nesti á sjóinn, t VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Skoruvik á Langanesi, til heimilis að Kleppsvegi 74, lést í Landspítalanum aðfaranótt 27. september. Jarðarförin aug- lýst síðar. Vandamenn. t Eiginmaður minn, JENS ANDERSEN kaupmaður, Danmörku, fæddur 21. febrúar 1904, lést þann 25. september 1988. Jarðarförin hefur farið fram. Karítas Andersen fædd Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS GISSURARDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 58, áður húsfreyja i Arabæ, lést í Landspítalanum að morgni 26. september. Ingunn Stefánsdóttir, Sigmundur Stefánsson, Margrét Stefánsdóttir, Hannes Stefánsson, og Sigurjón Jónsson, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Geir Ágústsson, Helga Jóhannsdóttir barnabörn. Eiginmaður minn, t SVAVARERLENDSSON, Iðufelli 10, sem lést 18. septembersl. verður jarðsunginn í dag, miðvikudag- inn 28. september, frá Bústaðakirkju kl. 15.00. Agnes Helga Hallmundsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR JÓHANNSDÓ7TIR, Faxaskjóli 14, Reykjavík, sem lést þann 20. september, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 29. september kl. 13.30. Stefán J. Helgason, Soffía Sigurjónsdóttir, Hilmar Þ. Helgason, Kristjana Helgadóttir Barr, Saul Barr og barnabörn. en sýrublöndukúturinn mátti ekki gleymast. Ein fyrirvinna fyrir svo stórri Qölskyidu hefur mátt beita fyllstu orku til lífsbjargar. Ein- hveijar búsnytjar hafa veitt björg í bú, sem ævinlega. Það sem gerði gæfumuninn var hin kraftgóða kjamafæða, það sannaðist þá sem endranær að íslenski maturinn er kjamafæða. Hollur er heimafenginn baggi, gæti lengi átt við á íslandi. Þessi hjón leystu sitt hlutverk með mikl- um sóma, reyndar tóku bömin for- eldrana sér til fyrirmyndar, Jón var þar engin undantekning. Árið 1914 kaupa þau Helgi og Guðrún Uppkot sem fyrst var byggt árið 1889, þar byggð* fyrstur bæ Halldór Jónsson frá Skálpastöðum í Lundarreykja- dal. Bærinn stóð fram á sjávarbakk- anum. Árið 1928 byggðu Helgi og dóttir hans Valgerður hús það sem enn stendur, nú Suðurgata 92. Hér fyrr á árum voru götunöfn lítt í tísku hér á Skaga, hús og bæir hétu nöfnum, sem notuð voru í dægurmáli fóiksins. Nafngiftin er íslendingum einkar kær, rómantísk og persónuleg. Við gefum öllu dauðu og lifandi nöfn, oft eykur það á gildi og þekkingu, þroska og hugvit ætti því sem lengst að verða í heiðri haft. Eitt húsið í næsta nágrenni Uppkots heitir Kringla. Lengi mun gott nágrenni ríkt hafa þama á milli fólks. Tvö atvik koma í hug minn því til sönnunar. Jón, sem hér er minnst og átti heima í Uppkoti, giftist Guðrúnu heimasætunni í Kringlu. Samtíðarkona og vinur þeirra sagði í mín eyru, að þetta hefði þótt glæsi- legt par. En sambúðin varð ekki löng, því Guðrún dó litlu síðar í blóma lífsins, þau áttu einn son, Siguijón Helga, hann er dáinn. Annað dæmi kemur í hugann, Björgvin Ólafsson föðurbróðir minn leigði herbergi á Kringlu og átti þar heima, þar til hann flytur alfluttur að Uppkoti og giftist Önnu systur Jóns: Það voru kærleikar með Upp- kotsfólkinu, glaðværð og mann- dyggðir góðar. Jón var alla tíð upp frá þessu kenndur við Kringlu, allir Akumesingar vissu hver Jón frá Kringlu var. Jón byijar ungur til sjós. Hann gerðist ungur skútumaður, ég tek hér orðrétt uppúr blaði, Kútter Sig- urfara, trúlega hans eigin orð. Byij- aði að stunda sjó um 10 ára aldur, sjómaður nærfellt til 1950. Var á kútter Sigurfara 1916—17, kútter Haraldi frá Hafnarfirði 1918, aftur á Sigurfara 1919, síðan kútter Sigríði frá Reykjavík. Var í Sand- gerði nokkrar vertíðir á mótorbát- um Akumesinga, Víkingi og Agli Skallagrímssyni, á togaranum Geir frá Reykjavík í Halaveðrinu 1925. Tók skipstjórapróf 1922. Skipstjóri á Stíganda um 1928. Síðan á ýms- um bátum til 1950. Stundaði vöru- bifreiðaakstur 1950—76. Býr nú á Stekkjarholti 13 á Akranesi. K. 1: 28.6. 1923, Guðrún Jónsdóttir frá Kringlu á Akranesi, f. 25.7. 1902, d. 30.4. 1927. K. 2: 8.11. 1930, Svanborg Magnúsdóttir frá Efra- Skarði í Svínadal. Því skal við bætt að Jón átti 3 böm með seinni konu sinni, Helgu, Hörð og Sigurð, öll heima á Akra- nesi. Jón var miirill elju- og dugnað- armaður, hann byggði sér einbýlis- hús á Kringlu á bakkanum neðan Mánabrautar. Það varð að hverfa þegar Sementsverksmiðjan var byggð. Þá byggði hann tveggja hæða steinhús í Stekkjarholti 13, þar sem fjölskyldan býr. Ég hygg það hafa verið sumarið 1929, sem ég man fyrst eftir Jóni á Kringlu, þá var hann formaður á bát sem Per hét og feijaði fólk yflr Hvalfjörð frá Kalastaðakoti yfír á Laxvog. Þetta var yfírbyggður hvítur bátur sem Guðbrandur Thorlacius bóndi í Kalastaðakoti átti og hafði þessar ferðir á sinni hendi í nokkur ár þar til vegurinn opnaðist fyrir Hvalfjörð uppúr 1930. Síðan lágu leiðir okkar Jóns saman hér á Akranesbátunum og loks á Vörubílastöð Akraness. Jón var mikill ákafamaður að bjarga sér, þessi eðlisglaði maður og góði félagi gat orðið pirraður þegar hann varð að bíða verklaus þegar flest fólk var að vinna, en þetta máttum við oft þola á Vömbílastöðinni á þeim ámm. Seinna rættist úr og vinnan glæddist öllum til happs og ánægju. Við Jón voram einnig samtíða á Fagranesinu á ferðum á leiðinni Akranes-Reykjavík, hann leysti þar af í sumarfríi sem stýri- maður eitt sumar, það starf féll honum mjög vel. Þegar Jón var ánægður var hann allra manna glaðastur og félagi góður. Hann var einstakt snyrtimenni og verkhagur, hefði getað orðið listasmiður. Jón var snotur maður að vallarsýn, kvikur í hreyflngum og ólatur mað- ur, hann var duglegur og kapps- fullur, hann gladdist þegar vel gekk, hann var nokkuð örlyndur, eins og áköfum mönnum hættir til að vera, en hann lífgaði upp á umhverfi sitt og hann eignaðist marga góða vinnufélaga. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum og var ófeiminn að segja meiningu sína. Ég held að samtíðarfólk hafl haft góðan hug til Jóns á Kringlu. Þegar ég nú við leiðarlok kveð Jón á Kringlu hinstu kveðju flyt ég góðar þakkir fyrir tryggð og ómældan vinarhug mér sýndan, undir þá kveðju veit ég að margir mundu taka. Megi honum ljósið lýsa á eilífðarlandinu. Með samúðar- kveðju til aðstandenda. Valgarður L. Jónsson t Móðir okkar, SVEINRÚN JÓNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, sem lést 18 þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 29. sépt. kl. 15.00. Ásvaldur Andrésson, Guðrún Andrésdóttir, Ragnar Bóasson. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðrún G. Johnson, Ólafur Ó. Johnson, Walter Gunnlaugsson, Anna Lísa Ásgeirsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og iangafa, EIRÍKS GUÐLAUGSSONAR, Silfurteigi 5, verður gerð frá Laugarneskirkju, föstudaginn 30. september kl. 13.30. Liv Jóhannsdóttir, Guðlaug Eiríksdóttir, Pétur Elíasson, Hanna Eiríksdóttir, Edgar Guðmundsson, Katrín Eiriksdóttir, Helgi Karlsson, Jóhann Grétar Eiríksson, Þórey Jónmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, SKARPHÉÐINS ÁSGEIRSSONAR forstjóra, Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 22. september verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kjarnalund, heilsuhæli Náttúrulækningafélags Akureyrar. Laufey T ryggvadóttir, Brynjar Skarphéðinsson, Birkir Skarphéðinsson, Kristján Skarphéðinsson. Lokað Græna höndin auglýsir lokun miðvikudag 28. septem- ber og fimmtudag 29. september vegna jarðarfarar HILMARS MAGNUSSONAR framkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.