Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 48
Torfc þorrkur. Þegar hretnlæti er oauösyn. d®asfacohF f Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Burðarbiti Múlakvíslarbrúar brast Morgunblaðið/Júlíus Brúin yfir Múlakvísl er nú lokuð og verður svo næstu tvo daga. Burðarbiti í brúnni brotnaði um kl. 14 í gærdag er tveir stórir vörubilar óku yfir hana. Unnið er að viðgerð á brúnni og jafii- firamt er kannað hvort Fjallabaksleið nyrðri er fær almennri umferð. Þótt brúin sé lokuð er samt möguleiki á að komast yfir ána. Eins og sést á myndinni til hægri er björgunarsveitin Víkveiji með stóran trukk við ána og feijar á honum fólksbíla yfir. Ný ríkisstjórn tekur við í dag: Átök um skiptmgu ráðu neyta fram eftir nóttu Ránið á Seltjarnarnesi: Þrír menn ígæslu- varðhaldi ÞRÍR menn eru nú í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á ráninu á Seltjarnamesi þar sem grímu- klæddir menn rændu og mis- þyrmdu öldruðum bjónum. í fyrradag var farið fram á gæslu- varðhald yfir einum þeirra, ann- ar var úrskurðaður í gæsluvarð- hald í gærdag og farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim þriðja í dag. Enginn af þessum gæsluvarðhaldsúrskurðum hefúr verið kærður, en þeir gilda til 12. október. Það er Rannsóknarlögregla ríkis- ins sem handtekið hefur þessa þijá menn undanfama daga. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknar- lögreglustjóra hafa þeir allir komið við sögu lögreglunnar áður, en þeir eru á þrítugsaldri. Engar játningar liggja enn fyrir í málinu og þýfið hafði ekki fundist er Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Mikiðaf ijúpu í vetur - segir Ævar Petersen fugla- fræðingur „ÞAÐ VERÐUR mikið af ijúpu í, vetur. Það er enginn vafi á því,“ sagði Ævar Petersen, fúgla- fræðingur þjá Náttúmfræði- stofiiun íslands, í samtali við Morgunblaðið. Rjúpnaveiði má heQast 15. október. „Frá Skagafirði austur í Suður- Þingeyjarsýslu virðist vera meira af ijúpu en í fyrra en þá var mikið af henni," sagði Ævar. „Rjúpna- Qöldinn hefur verið í hámarki á 10 ára fresti og hann virtist vera í hámarki árið 1986. Fjöldinn hefur hins vegar verið í lágmarki 2 til 3 árum eftir há- mark. Við vitum ekki hvort ijúpna- veiði hefur aukist að undanfömu en ég býst við að það séu veiddar 150 þúsund til 200 þúsund ijúpur á ári,“ sagði Ævar. NÝ ríkisstjóm tekur við völdum í dag. Síðasti rikisráðsfúndur ríkisstjóraar Þorsteins Pálssonar verður haldinn klukkan 11.30 á Bessastöðum og síðan verður fyrsti fúndur ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar hald- inn á Bessastöðum klukkan 14. Níu ráðherrar verða í hinni nýju rikisstjóra, þrír frá hveijum stjóraarflokkanna. Steingrímur Hermannsson lagði í gær fram tillögur um skiptingu ráðuneyta miili flokkanna þriggja. Óánægja var í Alþýðuflokki með til- lögumar og vom mikil fundahöld í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Eftir nokkur átök milli flokkanna um ráðuneytin náðist samkomulag skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var líklegust skipan ríkis- stjómarinnar sem hér segin Frá Framsóknarflokki: Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra og Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og tiygginga- ráðherra. Þá fær Framsóknarflokk- urinn Hagstofuna. Frá Alþýðuflokki: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmáiaráðherra og Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðarráðherra. Frá Alþýðubandalagi: Ólafur Ragn- ar Grímsson, Svavar Gestsson og Ragnar Amalds. í hlut Alþýðu- bandalagsins komu fjármálaráðu- neytið, menntamálaráðuneytið, sam- gönguráðuneytið og landbúnaðar- ráðuneytið. Var talið hugsanlegt að Ólafur Ragnar yrði fjármálaráð- herra, Ragnar menntamálaráðherra og Svavar samgöngu- og landbúnað- arráðherra. Hugsanlegt var að Ólaf- ur og Ragnar skiptu á embættum Laklegt þótti í nótt að embætti forseta Sameinaðs þings félli í skaut Framsóknarflokks ogþá Jóns Helga- sonar. Formennska í utanríkismála- nefnd og fjárveitinganefnd kæmi í hlut Alþýðuflokks. Þátttaka í hinni nýju ríkisstjóm var samþykkt á fundum á vegum flokkanna þriggja í gærkvöldi. Mið- stjóm Alþýðubandalags samþykkti aðild að ríkisstjóm eftir fimm klukkustunda fund með 64 atkvæð- um gegn 23, en 5 sátu hjá. Stefán Valgeirsson féllst á að styðja ríkisstjóm Steingríms í gær éftir að honum bauðst að for- mennska í hinum fyrirhugaða sjóði til styrktar sjávarútvegi félli í skaut Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju. Féll hann jafnframt frá kröfu sinni um að verða samgöngu- ráðherra. Sjá fréttir, viðtöl og forystu- grein á miðopnu. Snæfellsnes: Lést af voðaskoti TVÍTUGUR maður úr Ólafsvík lést af voðaskoti um klukkan ell- efú í gærinorgun. Maðurinn var við gæsaveiðar í Álftafirði ásamt fleiram og hljóp skot úr haglabyssu hans. Hann lést samstundis. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Kjartan Jóhannsson: Styð ekki stjórnina stöðvi hún framgang álmálsins Frumvarp þyrfti líklega að koma í mars KJARTAN Jóhannsson, þing- maður Alþýðuflokksins, segist ekki geta stutt ríkisstjórnina ef hún stöðvi framgang álmálsins. í nýjum stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar var fellt niður ákvæði um að flokkar fengju neitunarvald gegn byggingu nýs álvers í Straumsvík, en Steingrímur segir að ekki verði flutt stjóm- arfrumvörp um mál sem stjórn- arflokkarnir séu ekki einhuga um. Guðrún Zoega, aðstoðar- maður Friðriks Sophussonar, iðnaðarráðherra, segir að reikn- að sé með að hagkvæmniathug- un og undirbúningi að samningi verði lokið 1. mars á næsta ári og leggja þurfi fram frumvarp um málið á Alþingi þá. „Það var krafa okkar að þetta ákvæði yrði fellt út úr stjómarsátt- málanum og þar með er ekkert sem bindur hendur manna í málinu," sagði Kjartan Jóhannsson. „í öðra lagi er það yfirlýst að það eigi að halda áfram þeim athugunum sem eru í gangi og taka ákvarðanir á grundvellj þeirra, sem er eðlilegur gangur. Ég hef sagt það áður að ég muni ekki líða að einhveijir kredduhópar komi í veg fyrir að málið hafí sinn gang og það stend- ur.“ — Gæti þetta mál reynst vænt- anlegri ríkisstjórn erfitt ef til dæm- is Alþýðubandalagið leggur ofur- kapp á að koma í veg fyrir smíði nýs álvers? „Það getur vel verið. Ef Al- þýðubandalagið eða einhveijir kredduhópar ætla að bregða fæti fyrir þetta mál, eða ef ríkisstjómin klúðrar því, þá hefur hún minn stuðning ekki lengur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.